Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 5
Bókmenntir í Danmörku í mesta lagi lifa 30 rithöfundar í Danmörku af ritstörfum einum saman. Sá sem er lesinn er þó aðeins með um 305 þús. íslenzkra króna í árslaun, eða 25 þúsund á mánuði. Af Ijóðabókum er upplagið aðeins 400—500 eintök, en tómstundabækur allskonar fjár- magna fagurbókmenntir yfirleitt. Samkvæmt því sem skrifað stendur í Berlinske Maga- sin í janúar, ráða 10 menn í Kaupmannahöfn þvi, hvað talizt geti fagurbókmenntir. í dönskum bókmenntum og áhrifastöðum þar að iútandi hafa konur haslað sér völl svo um munar. Á stærri myndinni er rit- höfundurinn Jytte Borberg, sem taldist tekjuhæsti höfundur í Danmörku á síðasta ári — en á minni myndinni er Jette Julius- sen, sem er geysilega áhrifamikil í danskri bókaútgáfu og veitir forstöðu bókaklúbbi Gyldendals. Efstir á vin- sœldarlistanum Robert Frost VEGASKIL (The road not taken) Tvær götur lágu í gulan skóg — ég gat ekki báðar í einu þrætt og verið sjálfur hinn sami þó; ég beið, og augu mín önnur dró innar í kjarrið töfrum glætt; en hin fékk ósk minni einnig lyft — sem ef til vill henni með réttu bar — vafin grasi og vegferð svipt; en máske hefði það minnstu skipt, því munurinn harla lítill var — Þær virtust jafníngjar vera hér, varla troðnar og hvorug greið. Ó, fyrri götuna geymdi’ eg mér! Þó liggi til vegar vegur hver, er vafi meiri um bakaleið. Aldir líða — en undarleg andvörp mín gera þjóðum bert að götur í skógi greindust — og ég kaus þann sjaldfarna villuveg sem víst hefur lukkumuninn gert. Þorsteinn frá Hamri íslenzkaði „Rithöfundur verður að gefa út 14 ljóðasöfn eða fjórar skáldsögur á árinu til að hafa sömu tekjur og atvinnulaus há- skólaborgari. Og skilyrðið er að allt upplagið seljist." Þetta segir framkvæmdastjóri Danska Rit- höfundasambandsins, Svend Erichson, cand.jur. „Danskir rithöfundar lifa ekki nærri því jafn góðu lífi og sögusögnin sem hermir að besta listin dafni í þröngu, köldu súðarherbergi við flöktandi kertaljós." Um það bil 5000 danskir rithöfundar fá fjárhagsstyrk frá bókasöfnum. Af þeim eru 1500 meðlimir í Danska Rithöfundasambandinu. Til að vera gjaldgengur meðlim- ur þarf viðkomandi að hafa gef- ið út eina bók. Það eru í mesta lagi 20—30 rithöfundar í öllu landinu sem geta lifað af ritsmíðum sínum. Þess fyrir utan eru u.þ.b. 250 sem hafa ritstörf sem atvinnu en eru annars í blaðamennsku eða halda fyrirlestra. Hinir hafa annað aðalstarf eða baslast við að sjá sér farborða á einhvern hátt.“ Erichson segir, að höfundar fái u.þ.b. 26.000,00 danskar krónur (86 þús. ísl. kr.) fyrir bók sem sé seld í 2500 eintökum á 140,00 kr. danskar stykkið. Rit- - en laun- in varla í stjörnu- flokki höfundurinn fær u.þ.b. 12.000,00 kr. danskar við undirskrift samnings en eftirstöðvarnar eftir því sem bókin selst, ef hún þá selst. Bækur deyja fyrr Rithöfundar búa við mun örð- ugri kjör en áður fyrr. Aðal- ástæðan er að „líftími“ bókar- innar hefur styst og laun og styrkir hafa minnkað til muna. Hér áður var það venjan, að hefði útgefandi trú á bók, væri hún gefin út í 2500 til 4000 ein- tökum. Nú eru þær gefnar út í 2000 eintökum. Aðrar eru gefn- ar út í enn minna upplagi. Það er líka orðið erfiðara að koma frá sér handritum. Sven Eirichson hjá Danska Rithöf- undasambandinu heldur því fram að 40% allra rithöfunda borgi sjálfir til að bækur þeirra komist á markaðinn. Aðrir liggja með tilbúin handrit sem þeir fá ekki útgefin af því að efnahagskreppan hefur þröngv- að bókaforlögunum til að minnka útgáfu fagurbók- mennta. Tvö stærstu útgáfufyrirtækj- anna — Gyldendal og Borgen — fá þannig 1500 handrit til yfir- lestrar, en í mesta lagi 5% þeirra eru gefin út. Fram- kvæmdastjóri Gyldendal, Uffe Andreasen fullyrðir að helming- ur handritanna séu fengin bóka- ráðgjöfum til yfirlestrar." Ylurinn frá bókaklúbbunum Á sama tíma og margir höf- undar hafa þurft að þola að fá handritin aftur í hausinn og píslargöngu frá útgáfufyrirtæki til útgáfufyrirtækis, eru þeir mjög fáir sem verða þeirrar hamingju njótandi að verða bókaklúbbarithöfundar. Þessi hópur útvalinna fær bækur sín- ar gefnar út í stærstum upplög- um og hlýtur um leið hæstu tekjurnar. Sem sakir standa eru 29 núlif- andi danskir fagurbókmennta- rithöfundar á vegum Gylden- dals bókaútgáfunnar. Og aðeins sjö þessara rithöfunda hafa fengið útgefnar hjá þessum klúbbi fleiri en tvær bækur. Ein þeirra er skáldkonan Jytte Boberg. Velgengni hennar er gott dæmi um efnahagsástandið hjá rithöfundum: „Ég var lús- iðin allt síðastliðið ár, — og hafði u.þ.b. 125.000,00 kr. dansk- ar (305 þús. ísl. kr.) í tekjur,“ segir Jytte Boberg. Hún er orðin nafn í bókmenntaheiminum danska og hefur þess vegna fleiri tekjumöguleika en rithöf- undar sem eru að hefja feril sinn. Aðaltekjur sínar fékk hún frá Gyldendal-bókaklúbbnum, sem keypti útgáfuréttinn að skáldsögunni „Sálin er gul“ á 35.000,00 kr. danskar. Næstst- ærsta tekjulind hennar voru bókasöfnin; þaðan fékk hún 31.000,00 kr. danskar. Þar að auki aflaði hún sér 20.000,00 kr. danskra króna fyrir leikrit. Hún hélt fyrirlestra fyrir 17.000,00 kr. danskar þar að auki. Jytte Boberg lítur á sig sem yfirstéttamanneskju. Hún held- ur því samt fram að það sé ósamræmi milli þeirra tekna sem höfundar fá fyrir ritsmíðar sínar og þeirra atvinnugreina sem skapast af ritstörfum þeirra. „Mönnum hættir við að gleyma, að rithöfundar sjá fjölda fólks fyrir atvinnu, svo sem útgefendum, prenturum, hönnuðum, bókavörðum, grunn- skólakennurum, vísinda- mönnum, blaðamönnum, leikur- um og bóksölum. Þessir aðilar bera miklu meira úr býtum af vinnu okkar en við rithöfund- arnir sjálfir," segir Jytte Boberg. Forstjóralaun: 7.500,00 kr. danskar Dæmi um peningaástandið er hið nýja, vel rekna fyrirtæki „Rosinante,“ sem er búið að gefa út 6 bækur sem allar hafa geng- ið mjög vel. Rosinanten var stofnað vorið 1982, en þá lögðu 30 áhugasamir aðilar fram fjár- upphæð sem nam 70.000,00 kr. dönskum. Frumkvöðullinn Mer- ete Ries, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri hjá Gyldendal og „Tiderne Skifter“ varð forstjóri. Hún segir: „Það er ekkert mál Framh. á bls. 4. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.