Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 7
Sjálfsmynd meö reykjarpípu og sárabindi á eyra. 1889, í þessari mynd sem öörum er sjálfsrýni hans vægöarlaus, og allt að því grimmilegur vitnisburður um sálarástand hans eftir aö hann skar af sér eyrnasnepilinn í fyrsta æöiskastinu 1888. í einkaeign. Við erum öll svo þurfandi fyrir gleði og hamingju, von og ást. Því ljótari, ellilegri, illskeyttari, sjúkari og fátækari sem ég verð, því meir þrái ég að bæta mér það upp í skærum lit, mögnuð- um í andhverfu og skínandi björtum.“ Bréfberinn varð vinur málarans En Arlesbúum leist ekkert á þetta aðskotadýr. Börn gerðu aðsúg að honum, og fullorðnir annaðhvort fyrirlitu hann eða sniðgengu, og gerðu nokkrir þeirra meira að segja tilraun til að fá hann gerðan útlægan úr bænum; svo mjög braut útlit hans og framkoma í bága við ríkjandi hefðir. Þó auðnaðist Vincent að eignast góða vini í Jósef Roulin og fjölskyldu hans, en Jósef þessi var bréfberi í vina hans, Paul Gauguin, og dvaldi hjá honum frá október til jóla 1888. Sú heimsókn fór mjög á annan veg en Vincent hafði ætlað. Fyrstu vikurnar fór vel á þeim með félögum, enda báru þeir mikla virðingu fyrir hæfi- leikum hvors annars. En brátt seig á ógæfuhliðina í samskipt- um þeirra, enda báðir ofsa- fengnir skapmenn og ekki bil- gjarnir, allra síst þegar þeir höfðu vín um hönd, en það var oft. Gauguin fann umhverfinu flest til foráttu, og vildi helst hverfa sem fyrst aftur til hita- beltiseyja, og Vincent, örmagna á sál og líkama eftir vinnuálagið undanfarna mánuði, sá draum- inn um listamannanýlendu í Suður-Frakklandi verða að martröð. Á Þorláksmessu réðist hann að Gauguin með hnífi, en hætti við að beita honum á síð- ustu stundu, sneri heim, skar af sér eyrnasnepilinn og gaf Vincent, trúr norður-evrópsku skapferli sínu, var túramaður svo mikill að hann eyðilagði á sér miðtaugakerfið og gat stundum engan hemil haft á hreyfingum sínum eða fram- komu. Hann fór að dreyma um að komast frá París. Toulouse- Lautrec hafði sagt honum frá Suður-Frakklandi að þar væri sólin heit og himinninn bjartur. Þessi lýsing kom heim og saman við þá hugmynd sem Vincent hafði gert sér um Japan eftir að hafa hrifist af prentmyndunum þaðan, og þar sem styttra er til Miðjarðarhafsins en Japans- hafs, steig hann á lest í febrúar 1888, og hélt til Arles, skammt frá ósum Rhónfljótsins, en Arl- es er fræg borg frá tímum Rómverja, og fögur. Tíu mánaða strit í Arles En rómversku fornminjarnar í Arles höfðu lítil áhrif á Vinc- ent, heldur voru þar ljósið og litirnir. í bréfi lýsir hann fyrstu áhrifunum svo: „En; geysi sterkgulum s( skurðurinn með sverðliljum, grænum laufum og purpuralit- um blómum, — í bakgrunn sér í borgina og gráar víðihríslur ber við bláa himinrönd ... þetta er eins og japanskur draumur.“ Japanski draumurinn í Arles varði í rúma tíu mánuði. Á þess- um tíma vann Vincent eins og maður, sem þarf að ljúka ætlun- arverki sínu, áður en dagar hans eru allir. Hann fór á fætur eldsnemma á morgnana og vann oft í tólf, þrettán tíma á sólar- hring án nokkurrar hvíldar, án nokkurs tillits til steikjandi sól- ar eða gnauðandi norðanvinds- ins, Mistralsins, sem stormar suður Rhóndalinn og gerir íbúum hans lífið leitt. Stundum nærðist hann ekki á öðru en mjólk, brauði og eggjum vikum saman. Á þessum tíu mánuðum gerði hann yfir 90 teikningar og málaði á annað hundrað mynd- ir, þar á meðal margar þeirra, sem halda nafni hans hvað hæst á lofti, svo sem Vindubrúna, Sól- blómin, Gamla bóndann og Kon- una í Árles. Þessar myndir eiga það sammerkt, að þar hefur Vincent beitt mjög sterkum lit- um, enda er oft talað um „lita- sprengingu" í verkum hans frá þessu tímabili. Vincent lýsti því sjálfur, hvað hann ætlaðist fyrir með svo sterkri litabeitingu, og glittir þar í uppgjafa guðfræðinginn og predikarann frá Borinage, sem vildi „gefa vesælum von“: „Það er skylda manna að mála alla auðlegð og dýrð náttúrunnar. bænum, sjálfur draumóramaður nokkur, en umburðarlyndur og hjartahlýr. Fjölskylda þessi sat fyrir hjá Vincent, bæjarbúum til mikillar hneykslunar, og hlaut að launum ódauðleik í verkum hans. En þrátt fyrir þá ánægju, sem kynnin við Roulin-fjölskylduna veittu Vincent, var hann ein- mana og einangraður í listsköp- un sinni. Hann fór að dreyma um að koma á fót listamanna- nýlendu í Arles, þar sem skyldir andar myndu deila með sér reynslu sinni og hugmyndum og búa við sameiginlegan fjárhag. Þessir draumórar Vincents rættust ekki, en þó kom einn vændiskonu sem hann þekkti. Margt hefur verið rætt og ritað um þessa líkamslýtingu Vinc- ents og er þetta atvik kunnara en allt annað úr lífi hans. Þó hefur það enga þýðingu aðra en þá að sýna hve langt ofþrælkun, vannæring og áfengisneysla höfðu leitt hann. Ofsóknarbrjálæði, ójarðnesk hljóð og raddir Paul Gauguin hafði sig á brott frá Arles daginn eftir að þetta atvik átti sér stað, en Vincent var lagður inn á spítala, fár- sjúkur. Þau ár sem hann átti eftir ólifuð, leið hann vítiskvalir af ótta við brjálæðisköstin sem nú tók að setja að honum æ oftar og lengur. í þessum köst- um heyrði hann hræðileg, ójarð- nesk hljóð og raddir, og fylltist auk þess ofsóknarbrjálæði. Árið 1889 var hann tvívegis lokaður inni í sjúkrahúsinu í Arles, en þótt af honum bráði, treysti hann sér ekki til að taka upp fyrra líferni, og kaus heldur að dvelja á geðveikrahúsi skammt frá Arles, þar sem hann fékk að mála milli kastanna. Á sjúkra- húsi þessu dvaldi hann í tvö ár, ög málaði að meðaltali tvær myndir á viku, milli þess sem brjálæðisköstin héldu honum í helgreipum sínum. Meðan Vincent dvaldist í geðsjúkrahúsinu, gerðist það, að rituð var um hann lofsamleg grein í virtu riti, og að málverk eftir hann seldist á sýningu í Brussel, fyrsta og eina málverk hans, sem seldist opinberlega meðan hann lifði. í stað þess að gleðjast yfir þessum síðbúna viðurkenningarvotti, fengu þessar fréttir svo mjög á hann, að hann fékk eitt kastið enn. Málarinn, sem svo mjög hafði vanist mótlæti í köllun sinni, skrifaði: „Að hljóta ávinning er næstum því það versta, sem fýrir mann getur komið." Síðustu ævimánuðum sínum varði Vincent í Auvers, smábæ skammt frá París, þar sem hann naut handleiðslu og vinfengis Paul Gachets, sem var læknir og listavinur að auki. Um tíma virtist sem brjálæðið hefði bráð af honum. Hann fór til vinnu sinnar fyrir allar aldir á morgn- ana að gamalli venju, og á rúm- um tveimur mánuðum málaði hann einar 70 myndir. En þó var endalokanna skammt að bíða. Það kastaðist í kekki milli Vinc- ents og læknisins Gachets, sem þó var einlægur vinur hans. Bróðursonur hans veiktist heift- arlega af matareitrun, og enn á ný sóttu að Vincent áhyggjurnar yfir því að vera Theó bróður sín- um of mikil byrði. Dapurleiki og einmanakennd sótti að honum. Hið gífurlega lífsþrek hans var loks á þrotum. Þó var hann ekki nema rúmlega 37 ára gamall þegar hann skaut sig. Vincent lifði í einn og hálfan sólarhring eftir skotið, og hughreysti bróð- ur sinn sem kom til að vera við banabeð hans, með þessum orð- um: „Gráttu ekki. Ég gerði þetta öllum fyrir bestu.“ Skömmu síð- ar sagði hann á móðurmáli sínu, hollensku: „Mikið langar mig nú að skreppa heim.“ Síðan var hann allur. Theó bróðir hans, hjálpar- hella og besti vinur, dó hálfu ári síðar af þunglyndi og sorg. Svo samtvinnuð voru örlög þeirra, að hvorugur gat án hins lifað. Jarðneskar leifar þeirra hvíla hlið við hlið í Auvers. Á sumrin liggur þangað stöðugur straum- ur ferðamanna. Þeir leggja skærgul blóm á leiðin, svo ört, að þau ná aldrei að fölna. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.