Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 8
Hjörleifur Stefánsson arkitekt FAGUR- FRÆÐILEG VIÐHORF til endurbóta á húsum „Margar skissur sem gerðar hafa verið á seinustu árum má flokka sem stílrugling eða tímaskekkju og rekja orsakir þeirra til ónógrar þekkingar á sögulegri hlið viðfangsefnisins. Timburhúsi frá því um 1910, sem alla tíð hefur verið bárujárns- klætt og með öllum helztu stíleinkennum síns tíma, hæfir ekki svartbikuð reisifjöl sem klæðning á veggi. “ SUDUBMkiD Fagurfræðilegum viðhorfum til endurbyggingar gamalla húsa verða seint gerð fullnægj- andi skil og í stuttu erindi sem þessu næst aðeins að tæpa á fá- einum atriðum, sem ég tel mik- ilvæg. Með hugtakinu fagur- fræðileg viðhorf er hér átt við allt það, sem lýtur að heildar- gerð húsa, — útliti þeirra, lög- un, efnisvali, herbergjaskipan, — að öll þessi atriði og önnur ótalin séu í innbyrðis samræmi og stuðli að því að gera húsið að heilsteyptu og fallegu sköpunar- verki. Varla er hægt að gefa nokkra algilda reglu um það, hvað rétt sé eða rangt við endurbyggingu húsa. Lausnir hinna einstöku viðfangsefna hljóta að mótast af fjölmörgum þáttum hverju sinni, sem sjaldan eru sambæri- legir í tveim tilvikum nema að takmörkuðu leyti. Vafasamt er því að alhæfa mikið í þessu efni, en þó virðist mér, að með nokk- urri vissu megi segja ýmislegt um aðferðir til þess að komast að skynsamlegum niðurstöðum um það hvernig meðhöndla skuli 8 gamalt hús, sem ætlunin er að endurbyggja. Öll hús, sem gömul eru orðin, hafa tekið breytingum á ævi- skeiði sínu, aðeins mismiklum. Þessar breytingar geta verið af ýmsum toga spunnar. í fyrsta lagi má telja breytingar af veðr- un. Vindur og regn, skin og skúrir valda sliti, efnabreyting- um, fúa o.s.frv. Viðhald húsa að utan miðast að verulegu leyti við að endurbæta það sem af- laga fer af þessum sökum og smá saman breyta húsin um svip. Á einhverju skeiði ævi sinnar bera þau ef til vill merki hrörnunar, en svo eru þau ef til vill dubbuð upp einn góðan veð- urdag, hugsanlega með öðrum byggingarefnum og standa þá jafngóð sem ný en með svolítið öðrum svip. Önnur hús hljóta jafnara viðhald og útlit þeirra breytist jafnt og þétt eftir því sem árin líða. I öðru lagi má telja breyt- ingar, sem verða vegna hvers- dagslegrar notkunar, þ.e.a.s. slit, seih stafar af umgangi fólks. í tímans rás slitna gólf og stigar, hurðir og húsbúnaður og endurbóta er þörf. I þriðja lagi má telja þær. breytingar, sem gerðar eru til þess að laga húsið að breyttu hlutverki. Þar er oftast um að ræða breytta lifn- aðarhætti íbúa hússins, sí- breytilega tísku, þarfir nýrra íbúa eða breytta notkun húss- ins. Þessar breytingar eru oft þær viðamestu og ganga næst húsinu. Stundum leiða þær til slíkra gjörbreytinga, að um endursköpun í nýrri mynd er að ræða. Vissulega er það mikil ein- földun frá veruleikanum að skipta breytingum á húsum á þennan hátt í flokka, því oft verður ekki greint skýrt, hvað valdið hefur ákveðnum breyt- ingum. Ástæða þess, að hér er fjölyrt um breytingar, sem verða á hús- um í tímans rás og reynt að greina af hvaða völdum þær verða, er sú, að breytingarnar eru óumflýjanleg afleiðing þess að húsið eldist. Breytingarnar eru „öldrunarvandamál" hús- anna, svo notað sé tískuorð árs aldraðra. Áður en ákveðið er hvernig gamalt hús skuli endur- byggt, er nauðsynlegt að þekkja húsið og skilja tilurð þess. Sögu- legur skilningur á húsinu, skiln- ingur á því hvernig það var sem nýtt og hvað hefur breyst og hvers vegna er ein höfuðfor- senda þess, að vel takist við endurgerð hússins. Þær húsagerðir, sem hér voru algengastar á seinni hluta 19. aldar og í byrjun þessarar, áttu sér langan aðdraganda og voru byggðar á reynslu genginna kynslóða í húsbyggingum. í smíði þeirra var fólgin þekking og reynsla, sem safnast hafði á löngum tíma. Um herbergjaskipan og stærð herbergja ríktu hefðir, sem tóku mið af þörfum og fjárhagsgetu eigendanna og þeim byggingar- efnum og byggingaraðferðum, sem ríktu. Flest þessara húsa voru falleg. Þau voru heilsteypt sköpunarverk, gerð af hand- verkskunnáttu, sem nú til dags er fágæt. Við getum því gengið út frá því sem vísu, aö langflest hús frá þeim tíma, sem hér um ræð- ir, hafi í upphafi verið nógu skynsamlega gerð og nógu heil- steypt til þess að gegna hlut- verki sínu enn í dag og um ókomin ár, með þeim breyting- um, viðbótum og lagfæringum, sem nauðsynlegar verður að telja. Við skulum hér einnig ganga út frá því sem gefinni forsendu, að við endurbyggingu og endurbætur skuli það ætíð vera ríkjandi sjónarmið að varð- veita þau verðmæti, sem í hús- inu eru, en einkum þau ómet- anlegu verðmæti, sem eru fólgin í aldri hússins og sögu þess. Óhætt mun að fullyrða að það hafi fyrst verið um eða fljótlega eftir 1930 að byrjað var að níð- ast á gömlum húsum og breyta þeim í verulegum mæli og oft var það beinlínis gert til þess að þau litu út fyrir að vera eitthvað annað en þau voru í raun og veru. Til þess tíma var timbur- húsum oftast haldið við á eðli- legan hátt í þeirri mynd sem þau í fyrstunni höfðu og þau meðhöndluð eftir sömu óslitnu hefðum og þau voru byggð eftir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.