Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Side 3
Langir eru dagarnir Smásaga eftir Guðmund Halldórs- son frá Bergsstöðum Langir eru dagarnir, hugs- aði gamli maðurinn þegar hann vaknaði um morguninn með verk fyrir hjarta. Já, það mátti nú segja. Venjulega rumskaði hann þegar hjónin fóru ofan að fá sér eitthvert snarl áður en þau ræstu bílinn til að aka í vinnuna. Þá settist hann framan á, tíndi á sig spjarirnar og rölti stund um húsið áður en hann fékk sér kaffisopann. Þetta var lækn- ing sem hann hafði fundið upp sjálfur og gefið honum furðu- góða raun. Meðul úr lyfjabúð- inni komu ekki inn fyrir hans varir. Það var annars ein- kennilegur fjandiþessi verkur, hugsaði gamli maðurinn með- an hann saup kaffið með kringlubita bleyttum niður í. Hann átti sér oftast sömu orsök. Ef hann velti sér á aðra hvora hliðina af bakinu í svefninum, þá komu óþægind- in, hraður og veikur hjart- sláttur með stingverk. Stund- um hrökk hann upp á nóttum í svitabaði og varð að fara ofan til að rölta þessi óþæg- indi af sér. Gamli maðurinn fékk sér aftur kaffi í bollann. Kringl- urnar snerti hann ekki. Þær voru eina brauðið sem farið var með í þessu húsi. Kleinur og jólakaka sáust aldrei. Ein- lægt þetta hagldabrauð, þurrt og hart. Hvers annars var heldur von þegar húsmóðirin kom aðeins heim til að sofa og éta. Hitt skildi hann ekki fyrir hverju manneskjurnar voru að þræla, barnlaus og bjuggu í leigufrírri íbúð, einbýlishús var það nú reyndar, sem þau fengju til eignar eftir hans dag. Sólin skein glatt inn um gluggann á eldhúsinu. Hún skein á óuppþvegið leirtauið í vaskinum og rykug borð og skápa. Honum varð hugsað til konunnar sinnar sálugu og hennar blessuðu handa. Þá glóði birtan ekki á óhreinum munum þessa húss. Konan þekkti sinn verkahring og gerði sér fáar ferðir útfyrir hann. Þó höfðu þau ætíð nóg fyrir sig að leggja. Það var eins og allt sem hann aflaði margfaldaðist og batnaði fyrir einhvern töframátt í höndum hennar. Hann skildi ekki þennan eiginleika nú, og enn síður meðan þau fengu að vera saman, vissi þó að alúð varð að fylgja hverju verki. Hann hugleiddi þetta þeim mun oftar nú, einkum þegar hann kom ofan á morgnana og sá skorpnandi matarleifar tvist og bast um borð og bekki og annan umgang eftir því. Það var raun að horfa upp á. Konan hafði andast úr inn- anmeini árið sem hann varð 75 ára. Þá hvarf einnig sálin úr húsinu. Sama ár sagði fyrirtækið honum upp vinnu. Hann skildi það og þótti ekki vonum fyrr. Síðan var eins og húsið hefði verið sett í sóttkvi. Enginn átti við hann erindi. Ekki frekar en hann væri löngu dauður eða týndur hlut- ur. Hann vissi tæpast hvort jafnaldrar hans og vinir voru lífs eða liðnir fyrr en hann heyrði látið þeirra eða jarðar- farartilkynningu í útvarpinu, ellegar hann las um þá minn- ingargrein í einhverju blað- snifsi, sem borist hafði sem umbúðapappír þangað heim. Hjónin lögðu ekki út fé fyrir flokksmálgögnum og fussuðu ef þau voru borin þangað heim fyrir kosningar. Sjálfur taldi hann ekki ástæðu til þess heldur. Hvað hafði utangarðs- maður eins og hann að gera með dagblöð, bráðum dauður. Mynd: Lárus Karl Ingason Hann var löngu búinn að af- sala sér öllum réttindum til lífsins nema fá að deyja sem fyrst. Þar taldi hann rétt sinn ótvíræðan, hvað sem guð og menn sögðu. Og á þeirri kröfu ætlaði hann að reyna standa án þess þó að flýta viljandi fyrir þeim endalokum. Hvað áttu gagnslausir menn að gera með líf. Ekki neitt. Menn sem gátu ekki nærst á því sem þeir öfluðu voru bara til byrða og leiðinda sjálfum sér og öðrum. Þegar svo var komið vildi um- hverfið hvorki heyra þá né sjá eins og dæmin sönnuðu. Auð- vitað var honum ljóst, að hjónin vildu að hann tórði sem lengst á meðan ellistyrkur og greiðsla úr lífeyrissjóði gengu að mestu í þeirra sjóð. Gamli maðurinn lauk úr bollanum og rölti inn í her- bergi sitt. Þar stóð kommóðan konunnar sálugu með fjöl- skyldumyndunum, buffet- skápurinn gamli með bókun- um, skrifborðið og dívaninn, að ógleymdum innbyggðum fataskáp. Hvergi ryk eða kusk. Gamli maðurinn annaðist um- hirðu þessa herbergis sjálfur. Hann gaufaði stund við að þurrka rykið af þessum mun- um. Brúkaði til þess lérefts- tusku, sem hahn bleytti í handlauginni á baðinu. Nostr- aði og fann að tíminn leið hraðar en annars á meðan. Naut þess síðan á eftir að virða þessa gömlu og fátæk- legu muni fyrir sér hreina og fágaða og bera útlit þeirra saman við rykug húsgögnin í stofunni, þar sem tengdadótt- ir hans lét sér sæma að hlífa kuski og skít. Síðan lagði hann afþurrkunarklútinn á mið- stöðvarofninn og settist á dív- aninn. Þá er nú þessu lokið í dag, hugsaði hann, og tómleik- inn settist að hið innra. Hvað átti þá að taka til bragðs? Líta í bók eða sitja bara og stara. Horfa á þessa sömu hluti í herberginu og rifja upp minn- ingar sem við þá voru tengdar. Kauptúnið blasti líka við út um gluggann: hús, bílar og gangandi fólk. Lengra í burtu bærðist sjórinn rótt við ströndina. Fjallstindar á verði spegluðust í fleti hans. Þeir teygðu sig upp í himininn og áttu við hann eintal. Það var víst ekki fyrir gamla menn að gera sér í hugarlund hvað þeim fór á milli. Kannski voru þeir að ræða um öldunga eins og hann, sem biðu flugs til annars heims og styttu sér töf með því að horfa á aðra njóta lífsins. Glamur frá garðsláttu- vél barst nú til hans inn um opinn gluggann og hann reis á fætur. Þetta var kona í næsta húsi að slá lóðina. Hún spar- aði hvorki tíma né erfiði að halda blettinum í rækt og góðri hirðingu. Sunnanímóti skörtuðu lífmiklir trjárunnar og litrík blómabeð. Flesta daga ef ekki rigndi mátti sjá konuna úti með slöngu að vökva þennan gróður og fara höndum um hann. Gamli mað- urinn stóð margan daginn við þennan glugga meðan konan sinnti bletti sínum. Þá varð honum alltaf litið á sína eigin lóð á sinu. Sonur hans gaf sér ekki tíma til að slá hana eða Frh. á bls. 12.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.