Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Blaðsíða 15
NÝTT Á HÚSGAGNAMARKAÐNUM Hagkvæmnin í fyrirrúmi Hagkvæmni í húsgagnavali skiptir nútímafólk miklu máli. Húsgögn sem byggð eru mestan part úr svampi uppfylla þessi skilyrði með ágætum, auk þess aö vera mjúk og hlýleg hægindi. Pétur Snæland hf. hefur framleitt húsgögn af því tagi um langt árabil svo sem flestir munu kannast við. Hér sýnum við tvö sófasett af fjölbreyttu úrvali, sem kaupendur geta betur kynnt sér í verslun fyrirtækisins, Síðumúla 34. Fífa nefnist þetta sterkbyggða og vandaða raðsett með mjúkum kurl/fiðurpúðum. Einingunum má raða smaan á margvíslegan hátt og mynda þannig mismunandi gerðir sófa og / eða stóla. Einingar eru staðlaðar en þó er hægt að hagræða breidd stóla nokkuð ef þess er óskað. Áklæðið er íslenskt ullaráklæði, en einnig er klætt með sérpöntuðu eða tillögðu áklæði, sem getur þá tekið lengri afgreiðslutíma og munað einhverju á verði. Burðargrind er úr hörðu frauðplasti, botnrammi úr tré og fætur úr harðviði. Hver stóleining kostar kr. 3.897, en horneining kr. 5.432. 10% afsláttur er veittur við stað- greiðslu. Hönnuður er Gunnar Snæland. Sölustaður: Pétur Snæland hf., Síðumúla 34. Rétt er að geta þess, að sófaborð eins og sýnd eru á meðfylgjandi myndum eru ekki lengur framleidd, en hins vegar ný gerð af sófaborðum úr ljósum harðviði. Concord-raðsett úr svampi frá sama fyrirtæki. Hér er engin burðargrind, en bak- og irmpúðar eru hannaðir til að veita stuðning, hvort sem einingar eru settar upp sem sæti eða í svefnsófa. Rennilás er á öllum púðum til að auðvelda hreinsun og endurnýjun. Áklæði má sérpanta, en er annars íslenskt ullaráklæði. Þá má sníða settið eftir máli, en verð og afgreiðslutími geta þá breyst. Verð: Fremsta einingin á myndinni er tveir metrar á lengd og kostar kr. 8.736, tveggja-sæta eining kostar kr. 5.605, og horneining kr. 4.819. Allir púðarnir eru innifaldir í þessu verði. Verð miðast við febrúar 1983. Hönnuður er Gunnar Snæland og sölustaður Pétur Snæland hf., Síðumúla 34. hentug — hreinleg — endingargóð Ekki er ýkja langt síðan að stálhúsgögn þóttu ómissandi í eldhúsum, veitingastofum og hvar sem sérlega mikið mæðir á húsgögnum. Þau eru einstaklega endingargóð og auðveld í hirðingu og verða því alltaf í fullu gildi. í Stálhúsgagnagerð Steinars hf., Skeifunni 6, hefur tekist með ágætum árangri að endurnýja stflgerð þessara húsgagna, bæði hvað snertir útlit og þægindi. Þetta borð og stólar er tilvalið fyrir þá sem vilja auka á litagleði eldhússins. Velja má um 30—40 liti á borðum. Borðið er 120x75 á stærð (m / 4ra cm þykkri plötu) og kostar kr. 3.010. Hver stóll kostar kr. 670, og þeir fást í drapplitu, hvítu, brúnu og rauðu. Velja má um T-fætur, X-fætur eða 4 sívala fætur á borðið, krómaða, lakkaða eða nylon-húðaða. Stærð plötu getur verið að vali kaupanda og þykkt plötu annað hvort 2 cm eða 4 cm. Þetta er innlend framleiðsla að öðru leyti en því að plastskelin sem myndar sæti er innflutt, þar sem engin tök eru á að vinna hana hérlendis. Framleiðandi og sölustaður: Stálhús- gagnagerð Steinars hf., Skeifunni 6. (Verð miðast við febrúar 1983.) Wfím Hörpu-borðstofuborð og stólar, sem eru að öllu leyti framleidd í Stálhúsgagnagerð Steinars hf. nema borðplatan, sem er smíðuð úr límtré á trésmíðaverkstæði. Stærðir borðplötu: 85x160 og 85x180, en aðrar stærðir þó sérsmíðaðar sé þess óskað. Efnið i plötunni er að vali kaupanda. Stólar eru klæddir leðri á meðfylgjandi mynd, en getur einnig farið eftir vali kaupanda. Verð á borði með beykiplötu, minni gerð: kr. 4.830, stærri gerð: kr. 6.270. Stóll án arma kostar 2.210, með örmum kr. 2.570. Með leðri, án arma, kostar stóllinn kr. 2.430, en með örmum kr. 2.830. Eins og sjá má er framleiðslan hin vandaðasta og stólarnir eru einkar þægilegir. Hönnun, framleiðsla og sölustaður: Stálhúsgagnagerð Steinars hf., Skeifunni 6. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.