Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1983, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1983, Blaðsíða 18
ÚR MÍNU HORNI Útvarp — bækur — blöð Maðurinn er ekkert nema vani segir eitt af þessum frægu spakmælum, sem við lærðum í bernsku. Og þótt all- ir sjái, að slík fullyrðing er ekkert annað en vitleysa, þorir enginn að efast um jafnfrægt spakmæli. Þetta hlýtur að vera rétt. Fyrir því beygir undirritaður sig eins og aðrir. En það sem ég ætlaði að segja er þetta: Allt fram að takmörkum ell- innar hafði ég vanið mig á það að byrja ekki útvarpsnotkun mína fyrr en á hádegi, helga daga sem virka, hef því ekki hlustað á útvarpsmessurnar nema á jólum og páskum. Nú er ég að reyna að muna eftir því, sem manna á milli er kallað „þættir gamla fólksins". Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli, Ágúsa Björns- dóttir, Ragnheiður Viggós- dóttir og Torfi Jónsson hafa gert þá fræga og eftirsóknar- verða. Sama má segja um þátt Friðriks Páls Jónssonar á sunnudögum. Nú reyni ég að muna eftir því að skrúfa frá þessu fólki og hjálparmönnum þess. Margt af efninu er svo gott, að full ástæða væri til að varðveita það á böndum og flytja oftar. Annan sið hef ég líka vanið mig á, sem mjög bagar mig við að hafa æskileg not af útvarp- inu, nefnilega að skrúfa fyrir það í seinasta lagi klukkan höfðu búizt um í kirkjugarðin- um í Skálholti. Þórður reið útyfir Þjórsá með sína tvö hundruð menn og sögðu margir sem satt var, að það væri óráð að ríða að þeim. Þórður kvaðst oft mundu hætta verða í óvænt efni, ef nokkuð skyldi ávinnast um hans mál og stoð- uðu nú ekki úrtölur. Suður frá Auðsholti kom bisk- up í móti Þórði og bauð allt hið sama af bænda hálfu, en Þórður var þá hinn styggasti við biskup, sagði hann allt draga undan til óliðs sér. Biskup hótaði að bannsetja Þórð og alla hans menn, ef þeir riðu í Skálholt. Þórður sagði á móti, að hann „Úr sjónvarpinu rís yfir allt Stundar- friður Guðmundar Steinssonar, og þótt miðað sé við fleiri ár en það sem var að líða.“ ellefu á kvöldin. Þessvegna missum við oftast af nætur- gestum Jónasar Jónassonar. Eg hef áður gefið Jónasi góða einkunn sem útvarpsmanni. Hann hefur mjög margt til síns ágætis sem slíkur. Ætti þó að varast að taka upp sem fastan lið ákveðna takta og spara óþarfa lofrollur um það fólk sem hann talar við. Stór- merkilegt var viðtal við Huldu Stefánsdóttur og lækni henn- ar, svo ég nefni eitthvað sem ég hef hlustað á mér til mikill- ar ánægju. Ég trúi ekki öðru en að þetta efni sé vel varð- veitt á spólum handa seinni. tíma. Einhver stakk upp á því í blaði að Jónas gerði þók eða bækur úr bestu þáttum sínum. Ég tek eindregið undir það. Útlátalaust er fyrir mig, úr því ég er að tala um útvarpið, að geta þess, að oft hefur mér teldi það ekki sæmilegt af bisk- upi að draga þá menn í kirkju- garð, sem svo væru miklir hern- aðarmenn, að þeir brutu á laug- ardagskvöldi kirkjuna á Mikla- bæ. Þórður vitnar þarna til, að Gissurarmenn hafi í Örlygs- staðabardaga brotið upp kirkj- una á Miklabæ, þar sem Kol- beinn bróðir hans og fimm menn aðrir, sem Gissur vildi engin grið veita, höfðu flúið. I frásögninni í Islendingasögu segir reyndar að Gissurarmenn hafi hótað að brenna kirkjuna. Þórður hefur vitað einhverja þessara manna nú í Skálholti og það ekki mildað hug hans. Þórður lét biskup fara sinna ferða, en reið sem ákafast heim að Skálholti, þar til kom í geilar skammt frá staðnum, að hann bað menn stíga af baki og búast til atgöngu. Þá sendi hann Hrafn og Teit Styrmisson heim á staðinn, til að forvitnast um, hvort bændur væru enn ófúsir til sátta og hversu torsóttlegir þeir væru. Þegar þeir Hrafn komu heim í Skálholt var biskup þar kominn og alskrýddur og þrír tugir klerka með honum, og hótaði biskup að bannsetja Þórð, ef hann réðist til atgöngu. Teitur lögsögumaður, bróðir Gissurar, „vitur maður og góðgjarn, bað biskup að ganga á þótt gaman að hlusta á Jónas Guðmundsson flytja sína vest- urbæjar- og ferðapistla með viðeigandi músikívafi. Jónas er einn af frægustu fjölmiðla- mönnum þjóðarinnar og auk þess pensilmaður af skárra taginu þykir mér. Ljóðakver hef ég lesið eftir hann og all- marga ritdóma. Hann er ágætlega orðhagur og skemmtilegur prósamaður, en ekki þykir mér hann hafa meira vit á skáldskap en rauð- sokkaliðið, sem ritar frá öðr- um forsendum í Þjóðvilja, Dagblað, Helgarpóst og stund- um í Mogga. Jónas er sérstaklega umtal- aður þessa dagana vegna þess að hann varð að víkja af síðum Tímans, sem hann hefur þjón- að af mikilli dyggð í ellefu ár. Og enn vil ég hæla honum fyrir það, að hann ritar sínar athugasemdir um menn, mál- efni, pólitík og listir undir fullu nafni, skýlir sér hvorki á bak við grímu né hárkollu. Hygg annars að smekkur og skoðanir okkar Jónasar muni að flestu leyti eiga litla sam- leið. Síðan ég hætti föstu starfi á bókasafni fyrir nokkrum árum hef ég ekki barið Tímann aug- um að staðaldri, uns ég fór að kaupa helgarblað hans fyrir rúmu ári. Þá fóru að rita þar nokkrir ungir menn um bók- menntir og listir, líflegir milli að reyna að ná sáttum." Teitur sagði, að Þórði væri mikil vorkunn þótt hann leitaði eftir sínum hluta með öllum, svo miklum skaða sem hann hefði orðið fyrir og „sviptur öllu fénu og hefði ekki til viðurlífis sínum mönnum annað en það, er hann verður að deila til í hendur óvin- um sínum eða ræna saklausa menn.“ Við þessa tölu Teits linuðust bændur segir í sögunni, en hins er ekki getið, sem líklegt er að hafi ráðið miklu um sáttahug þeirra, þegar vissu Þórð ráðinn í að berjast, að Hjalti biskupsson var stokkinn norður í land á náðir Kolbeins og hafði skilið bændur eftir forsvarslausa og ætlað þeim að verja þéraðið fyrir Þórði. Það er ekki óeðlilegt að bændum fyndist svo, að þeim bæri lítil skylda til að leggja líf sitt við að verja hérað fyrir þennan höfðingja sinn, sem hafði yfirgefið þá og leitað á náðir Norðlendinga. Það var ekki allur munurinn fyrir þeim á Kolbeini og Þórði fyrst Gissur var ekki heima, en honum einum töldu þeir sig skuldbundna. Biskup fór til fundar við Þórð og þeir einnig til baka njósnamenn Þórðar, Hrafn og Teitur, og sögðu Þórði, að bændur „væru torsóttlegir, ef nokkur dáð væri í þeim“. Tumi, bróðir Þórðar, strákar, ekki fullmótaðir, en furðu vel ritfærir, þrátt fyrir eðlilega vankanta í málfæri vegna tískuáhrifa. Nú virðist vera að koma gamla lagið á blaðið aftur. íhaldsmennskan og óttinn við sveitamanna- smekkinn aftur að ná yfirtök- um. Enn þrjóskast þó Þórarinn eða fjármálaráðherrar blaðs- ins við að fækka hálfberum meyjarkroppum á tiltekinni vinsældasíðu. Þórarinn hefur lengur en elstu menn muna ritað um er- lend málefni í blað sitt. Ég er vanur að lesa greinar hans, þegar ég rekst á þær. Hann er yfirleitt að upplýsa, en predik- ar ekki. Það er að mínum dómi ágæt blaðamennska á þessu sviði, mættu önnur dagblöð taka það til fyrirmyndar. Póli- tíska stefnu í innanlands- og utanríkismálum eiga ritstjór- ar að boða í forystugreinum og merkja sér þær greinilega, svo að ekki fari á milli mála hvaða merkismaður vill við þær standa. I viðtölum í útvarpi og í er- indum og blaðagreinum, jafn- vel við frægustu rithöfunda okkar, koma öðru hvoru fram vandlætningarromsur vegna áfengislaganna okkar: að hér skuli vera hægt að kaupa ótakmarkað magn af áfengi og allar hugsanlegar tegundir, en ekki það sem þeir kalla hið ljúffenga og saklausa öl, sem allstaðar er á boðstólum í út- löndum og öllum gáfnaljósum okkar þykir svo sjálfsagt að drukkið sé í tíma og ótíma. Og aldrei þykjast menn hafa heyrt skynsamleg rök fyrir þessu banni. Hafa þessir fjöl- miðlamenn og frægðarmenni þá lokað eyrum sínum og aug- var þá all-sáttfús. Tókust þá sættir með því móti, að biskup og Steinvör skyldu gera um. En það er þau yrðu eigi ásátt, það skyldi Steinvör gera ein. Bænd- ur skyldu í engum mótferðum vera við Þórð, þar til Gissur kæmi til íslands. Þá skyldi sætt- um lokið með Þórði og bændum, þegar Gissur kæmi til en hald- ast ella. Gengu bændur þá til handsala við Þórð. Steinvör segir upp sætt Steinvör sagði síðan upp þá sætt, að öll alþýða bænda, sem þingfararkaupsskyldir voru í sveit Gissurar, gyldu Þórði þrjú hundruð (þrjú kúgildi, átján ær loðnar og lembdar, þrjú hundr- uð í jörð, eða 360 álnir vaðmáls) en hinir stærri bændur fimm hundruð. Þetta hafa ekki verið svo litlar álögur. Það er því ekki lítill sigur, sem Þórður hefur unnið þarna með fífldirfskunni að ætla að ráðast til atlögu við þrefalt fjöl- mennara lið, og eiga að auki yfir höfði sér bannfæringu. Eflaust hefði hann lagt til at- lögu, í þeirri von að bændaflokk- urinn foringjalaus myndi fljót- lega riðlast og flótti bresta í lið- ið, ef hart væri og snöggt hlaup- ið á þá, en fremur hefur hann um fyrir því, sem bindindis- postular hér hafa verið að segja síðustu mannsaldrana? Halldór frá Kirkjubóli hefur margsagt okkur, að ég trúi að hann fari ekki með neitt fleip- ur, að rannsóknir í öllöndun- um hafi sannað, að á öldrykkj- unni læri unga fólkið að drekka og að ölið bætist jafn- an ofan á vínmagnið sem inn- byrt sé í þessum löndum. Þetta eru rök. Hitt er svo annað mál, að áfengismál eru hér eins og all- staðar annarstaðar í heimi í ófremdarástandi, þótt önnur og enn hryllilegri vandræði séu farin að skyggja á þetta mikla allsherjarböl. I skammdeginu vafrar mað- ur á milli bóka, útvarps og sjónvarps og mjöðurinn er misjafnlega þunnur, ef satt skal segja. Einstaka ljóðabók les áhugamaður með ánægju. Björn Th. Björnsson vandar sig alltaf. Bók hans með við- tölum um Einar Benediktsson stórmerk og læsileg. Bókin um Ragnar í Smára er glæsileg, sumir þættirnir þar gersemi. En þótt hinn ungi blaðamaður, Ingólfur Margeirsson sé víða snjall skrásetjari hefur hann ekki nógan hemil á sumum viðmælendum. Það má ekki láta allt flakka í svona bók, óþarfa endurtekningar eru og til lýta. Mikil fengur að bók- inni samt. Úr sjónvarpinu rís yfir allt Stundarfriður Guðmundar Steinssonar, og þótt miðað sé við fleiri ár en það sem var að líða. Ég sá það á sviði og nú um hátíðarnar á skjá. I bæði skiptin frábært að mínu mati. Verulega tímabært leikrit og vel flutt. Jón úr Vör. samt búizt við því sem varð, að bændur myndu alls ekki vilja berjast fyrir Kolbein og Hjalta og heldur kaupa Þórð af sér en fá af honum skaða. Þegar Þórður hafði þetta unn- ið, reið hann af stað vestur en áður hafði hann sent Björn Dufgusson og Þórð Bjarnason vestur í Borgarfjörð til að vera þar á njósn um ferðir Kolbeins unga. Þórður sá við Kolbeini en það mátti ekki tæpara standa fyrir honum. Hjalti biskupsson hafði viljað ríða suður með flokkinn Norðlendinganna, en Kolbeinn, sem var snjall herforingi, réð því að þeir riðu vestur í Borg- arfjörð. Þannig ætlaði Kolbeinn að króa Þórð af. Hann kæmist ekki til Vestfjarða, þar sem mjög illt var eða ógerningur að ná honum á þessum árstíma og ef Kolbeinn yrði kominn á und- an Þórði í Borgarfjörð, sem hann ætlaði sér, gæti hann haldið með lið sitt suður á land og Þórði væri þar engin undankomuleið fær. Það hefði ekki verið árennilegt fyrir hann að leggja á Sprengisand með menn sína komið framí endaðan nóvember. Það var 28. nóvem- ber, sem Þórður reið vestur og aldrei varð Þórður kakali hætt- ar kominn en í þeirri vesturreið og segir af því næst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.