Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1983, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1983, Blaðsíða 19
Fullyrða má að íslensk heimili þoli vel samanburð við aðrar þjóðir hvaö húsbúnað áhrærir og gildir það einnig um íslenska húsgagnaframleiöslu, þótt sá iðnaður sé nú á góðri leið að leggjast niður að því er heimildir herma. í þessu sambandi má vel minnast þess, að eitt af því fyrsta sem alþýðufólk veítti sér, að kreppuárunum liðnum fyrir rúmum 40 árum, var það að búa heimili sín betur að húsgögnum og þeim þægindum sem þekkt voru á þeim tíma. Má segja að æ síöan hafi allar stéttir landsmanna lagt kapp á að eignast sem best búin og glæsilegust heimili. Sjálfsagt þykir að hvert herbergi heimilisins sé búið viðeigandi húsgögnum, svo sem sófasetti, borðstofuhúsgögnum, skápasamstæðum og hverju því sem sem tískan útheimtir á hverjum tíma, og er í samræmi við smekk og efnahag viðkomandi heimilisfólks. Er ekki laust við að íhaldsömum og hófsömum einstaklingum þyki stundum jaðra við ofurkapp í þessum efnum. En-á hitt ber að líta; hvar ætti fremur að vera þörf fyrir vandaðan og hlýlegan húsbúnað en á íslenskum heimilum? Á þetta hefur reynt nú í vetur, þegar óveður og fannfergi hafa hamlað útivist nema i nauðsyn. Hefur þá vafalaust mörgum orðið það notaleg tilhugsun að hreiðra um sig í sófahorninu heima hjá sér. NÝTTÁ MARKAÐNUM Þessi Viken Mustangskápa- og hillusamstæöa viröist kjörin til þess aö auka á hlýlegan og vistlegan heimilisblæ og gæti sem best átt vel heima meö Tangó-stofuhúsgögnunum. Efnið er mahóní og gefur litur og formfastar línur heildinni efnismikinn og vandaöan svip. Hæöin er 1,76 m, breidd 0,95 m en á samtals þremur einingum 2,85 m. Verö á einingahlutum: Bar-eining kr. 7.840,00, bókahillu-eining kr. 6.030,00, glerskápur meö lýsingu kr. 7.840,00 og Ijósakappi kostar kr. 2.650,00. Þessi húsgögn eru innflutt frá Noregi og fást í Z-húsgögn, Síðumúla 2. Tangó-stofuhúsgögn frá Borgarhúsgögnum. Um þau má segja aö þau séu bæöi nýtískuleg og þó sígild; beinar línur og skörp horn gefa stílhreinan svip en mýkt og hlýleiki einkennir þau þó ööru fremur. Þá hafa þessi húsgögn sér til ágætis, aö þeim má stilla upp á ýmsa vegu, eru meö öörum orðum raöhúsgögn. Hver eining, sem er eitt sæti, er fáanleg ein sér og má því kaupa svo mörg sem henta eöa allt settiö smám saman, en þessi húsgögn hafa veriö og eru í stööugri framleiðslu aö sögn Hauks Óskarssonar, fram- kvæmdastjóra. Eins og sjá má ræöur upprööun hvort útkoman er hornsófi meö innfelldum boröum eöa önnur uppstilling hentar betur. Bygging sætanna er trégrind meö stálfjöðrum i setu og sérstökum boröum í baki, bólsturefniö er svampur meö dakron-mýkingu yst. Verö á hverri sætiseiningu er kr. 4.700,00, en arma má hafa eftir vild og er verð kr. 1.250,00 á hverjum armi. Skemill kostar kr. 2.210,00. Verö á hornborði, sem er meö hillu er kr. 5.890,00; lítiö borö einnig með hillu (á milli stóla) kostar kr. 2.250,00. Sófaborö meö klæddum sökkli og kanti, stærö 90 X 90 sm kostar kr. 4.120,00. Boröplötur eru úr bæsaöri eik, en velja má um annan lit eöa viöartegund ef óskaö er svo og áklæði. Einnig má fá leðurklæðningu, sem yröi þá meö ööru verði. Verö miðast viö jan. ’83. Tangó- raðhúsgögnin eru hönnuö hjá Borgarhúsgögnum, Fellsmúla 26, og eru aðeins seld þar í verslun fyrirtækis- ins og veita framleiöendur alla þjónustu sem kaupendur þurfa í sambandi viö húsgögnin. Norsk Sandvik-boröstofuhús- gögn sem henta vel í borökrók í eldhúsi eða borðstofu þar sem þau eiga við. Segja má að pinna-stólar séu bæöi sígildir og sivinsælir. Uppfinningin er talin ensk aö uppruna og eiga um 300 ára hefð að baki. Sé framleiöslan vönduö þola þessir stólar næst- um hvaö sem á þeim mæðir á venjulegu heimili og svo er einnig um borð af svipuðu tagi, en Sandvik-boröstofuhúsgögn eru talin með því besta sem völ er á. Hér er efnið fura en svipaðar gerðir fást í eik og bæsuöu beyki. Boröið er 125 X 85 aö stærð og kostar kr. 4.522,00; hver stóll kostar kr. 1.825,00. Borðiö og stólarnir fást í Borg- arhúsgögnum, Fellsmúla 26, en skápinn þarf aö panta og kostar hann nú kr. 10.829,00. 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.