Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 2
vors lands Matthías Halldór Jochumsson Laxness Um þjóðskáldin og þjóðsönginn eftir Pétur Pétursson i í bunka af Morgunblaðinu sem ég komst í frá síðastliðinu ári, rakst ég á grein eftir Hall- dór Kiljan Laxness: „Enn vantar þjóðsaunginn" sem birtist í blaðinu 7. desember. Hann vill hreinlega ekki hafa „Ó Guðs vors lands“ fyrir þjóðsöng og hefur áður, í grein í Tímariti máls og menningar 1944, leitast við að rökstyðja þá skoðun sína að okkur vanti þjóðsöng. Þá var „Ó Guð vors lands“ samkvæmt skilgreiningu Laxness síðpró- testantískur hymnus undir róm- antískum áhrifum, en nú í des- ember sl. er hann kominn ein- hverstaðar utan við ríkistrú Dana og er ekki íslenskur heldur „únitarískur lofsaungur um sköpunarverkið". í báðum grein- unum segir Laxness að „0 Guð vors lands" sé illsyngjanlegur og óþjóðlegur og nú er okkur til- kynnt það með stóru letri að skáldagáfa höfundar þjóðsöngs- ins, sr. Matthíasar, hafi verið umvafin únitarismanum. Þetta verður svo nóbelskáldinu tilefni til trúmálahugleiðinga, þar sem íslenska þjóðkirkjan og hennar „súperintendentar sem neita að vígja presta til únitarasafnaða" koma við sögu. Reyndar má skoða þessa grein Laxness sem framhald skrifa hans um íslensk krikjumál, sem hann jafnan tel- ur hafa verið í mesta öngþveiti frá Siðaskiptum og hafa þar að- alhlutverkin jafnan lágþýskir menn með vafasaman tilgang ásamt Danakóngi sem Laxness hefur gert að eilífum föður ís- lensku þjóðkirkjunnar að manni skilst. En þetta með únitar- ismann og þjóðsönginn er sem sagt alveg ný kenning, þótt hún sé þannig greinilega nátengd Iífsskoðun þjóðskáldsins (H.K.Ls.) um langt skeið. Opin- berar tölur segja okkur að það hafi verið 4 únitarar á íslandi árið 1880 (Stj. 1884 C) og ekki hefur þeim fjölgað mikið á okkar öld, því Tölfræðihandbók- in 1974 gerir ekki einu sinni ráð fyrir þeim sem sérstökum flokki í töflu yfir trúfélög. Ég hef ekki orðið þess var að menn svöruðu skrifum skáldsins um þjóðsönginn og er það óskilj- anlegt því hér er um mál að ræða sem snertir þjóðernistil- finningu hvers einasta íslend- ings og málshefjandi er sannar- lega svara verður. En hvers vegna hefur enginn tekið þetta alvarlega fyrir? Er þetta heilag- ur sannleikur hjá nóbelsskáld- inu eða eru menn ekki nógu sleipir í sinni kirkjusögu? II Þjóðsöngur er heilagt tákn hverrar þjóðar á sama hátt og fáninn og túlkar það að ein þjóð er eitt ríki — ein þjóðarsál. Þjóðsöngurinn, fáninn og ýmsir reglubundnir helgileikir eins og 17. júní, setning Alþingis o.fl., hafa því hlutverki að gegna að styrkja menn í þeirri trú — þjóðríkistrúnni. Þessi tákn standa vegna heilagleika síns utan við önnur tákn og stofnanir ríkisins, vernda þau sem slík, og ef vel er, einnig almenningsálit- ið. Það eru gerðar alveg sérstak- ar kröfur til ljóðs til þess að það komi til greina sem þjóðsöngur; nefnilega að gera grein fyrir ei- lífu hlutverki einnar þjóðar, hvernig á því standi að hún hafi lifað af í þúsund ár. Að sr. Matthías vitnaði í Skaparann og ósýnileg öfl virðist nánast óhjákvæmilegt við slíkt tæki- færi enda kemur það ekkert spánskt fyrir sjónir íslendinga sem þekkja sina sögu betur en aðrar þjóðir. Sr. Matthías var fyrsti frjáls- lyndi presturinn á lslandi, ald- arfjórðungi áður en kennarar Prestaskólans og Guðfræði- deildar HÍ fóru að hreyfa við þeim málum. Þetta kemur ein- mitt mjög vel fram í Þjóðólfi þau ár sem hann var ritstjóri, en það sem skipti á með honum og þeim sem síðar komu, var að hann varð nánast eingöngu fyrir áhrifum frá Englandi og ensku- mælandi heimi, en hinir frá Þýskalandi aðalega. M.a. voru fyrir honum rit dr. Channings eins og kemur svo greinilega fram í sjálfsæfisögu Matthíasar „Sögukaflar af sjálfum mér“. Þau hafa orðið honum eins kon- ar leiðarljós að frjálslyndu guð- fræðinni án þess að hann yrði endilega únitaratrúar. Þó er erf- itt að fullyrða nokkuð í þessu sambandi því sr. Matthías var ekki við eina fjölina felldur og allra síst í trúmálum — hin fjöruga og víðfeðma skáldgáfa hans fór víða. Hann segir þó sjáifur í æfisögu sinni að sér finnist Únítaraflokkurinn: „Bæði all-dogmatískur og frem- ur neikvæður en jákvæður." Matthías var sem maður og skáld sífellt leitandi að því já- kvæða og uppbyggjandi í boð- skapnum og fann samkennd með öllu því sem var háfleygt og kristilegt og var þá ekkert að fást um trúarlega merkimiða. Hafi hann fundið þetta hjá úni- törum þá hefur hann ábyggilega um tíma verið únitari, a.m.k. einhver partur af honum. En hann gat líka verið margt annað sá stóri maður, og eini trúflokk- urinn sem ég veit til að hann hafi eitthvað unnið á móti voru mormónar. Hann blessaði t.d. Davíd Östlund trúboða í bak og fyrir, fyrir „Frækornin" hans (málgang Adventistaflokksins). Ljóðið hans um kaþólska prest- inn, séra Beaudoin er þannig að það þarf blátt áfram sérstaka útskýringu til þess að maður sannfærist ekki um að hér sé kaþólskur prestur að yrkja eftir embættisbróður sinn. í bréfum Matthíasar sem gefin hafa verið út, og hver og einn getur blaðið í, kemur fram að hann var á tíma sannfærður spíritisti og sennilega að einhverju leyti guð- spekilega sinnaður eins og svo mörg önnur íslensk skáld og listamenn á fyrri hluta þessarar aldar. Ég skil ekki röksemdafærslu Laxness. Ég get ekki gert að því að mér finnst „Ó Guð vors lands“ einmitt ákaflega íslensk- ur og tæknilega séð alveg sam- kvæmt anda séra Matthíasar. Skýringaraðferð hans í desem- bergreininni er einhverskonar „religiös reduktionismi" sem á allavega heima utan við íslensk- ar bókmenntir. Ef einhver kem- ur til með að halda því fram að ljóðið „Bráðum kemur betri tíð“ sé kaþólskur lofsöngur, þá skal ég skrifa aðra grein í Morgun- blaðið og mótmæla þvi. Ef það þarf endilega að setja einhvern „isma“ á „0 Guð vors lands“, þá getur það aldrei orðið annað en „Mattismi"; únitarismi er of þröngsýn og beinlínis villandi skilgreining. Staðreyndin er nefnilega sú að það er ekki einu einasta orði, hvorki beint eða óbeint, vikið að sértrúaratriðum únitarakirkjunnar. Laxness vill ekki í greininni fara út í frekari bollaleggingar um únitariska guðfræði, enda hefði þá ósam- komulagið í röksemdafærslunni orðið lýðum ljóst. „Ó Guð vors lands“ er nefnilega ekki frekar únitarískur en Davíðsálmar eða stjórnarskrá Bandaríkjanna. III Eini únitarinn meðal ís- PÉTUR Pétursson er fæddur á Akureyri 1950 og ólst þar upp. Hann varð stúdent frá MA 1970 og nam eftir það félagsfræði við Háskóla íslands, kenndi einn vetur við Menntaskólann við Sund og Hjúkrunarskólann. Hann fór í framhaldsnám í fé- lagsfræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð, en hefur jafnframt verið aðstoðarkennari þar og hefur sér- hæft sig í rannsóknum á trúarlífi og félagslegum breytingum. 2: )

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.