Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 3
lenskra skálda sem ég veit um, a.m.k. á 19. öldinni, var Jón Ólafsson sá er samdi „íslend- ingabrag" og varð að flýja land. Hann varð líka ritstjóri Þjóð- ólfs, tók við af séra Matthíasi. Það væri e.t.v. ráð að skrifa um únitarismann í Þjóðólfi. Rit- stjórar hans hafa bæði fyrr og síðar skrifað um Guð og þjóðina og lofað forsjónina fyrir sköp- unarverkið um leið. Þjóðólfur var fyrsta blaðið á íslandi í nú- tímaskilningi og það var þjóð- frelsisblað. Fyrsti ritstjóri þess var líka prestur, séra Svein- björn Hallgrímsson, og vitnar hann oft íheimsins stýri! Hann byrjar t.d. annað tölublað fyrsta árgangs 1848 á þessa leið: „Guö leit allt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott, og enda ísland líka." Og hann heldur áfram: „Guðs forsjón er það þó, sem gjört hefur landið úr garði, sem hefur búið það þeim kostum, sem hún sá því bezt henta. Er það þá rétt, að vera að brýna það fyrir oss, að þess- ir kostir sjeu sára litlir, að for- sjónin hafi verið ofur spör á hinu góða við land vort? Nú þegar oss ríður svo mikið á, að leita allra úræða, til þess að geta staðið sem bezt straum af oss sjálfir, að hitta á og hag- nýta oss öll landsins gæði, til þess að aðrir þurfi sem minnst að leggja oss, er þá rétt, að vilja telja oss trú um, að hjer sje ekki um auðugan garð að gresja. Nei, eins og Guð elskar glaðan og greiðvikinn gjafara, svo elskar hann lfka glaðan og þakklátan þiggjanda. Og þetta er ekki einungis sagt í tilliti til einstakra ntanna, heldur líka til heilla þjóða." Það er alveg rétt hjá Laxness að þessi guðfræði á sér uppruna einhverstaðar utan við ríkistrú Dana, en hún er engu að síður góð uppistaða í þjóðsöng. Og séra Sveinbjörn heldur áfram alveg óhræddur við ríkistrú Danakonungs og nú upp á svið háspekinnar og sólkerf anna: „Guð hefur lagt of mikið til lands vors, fslendingar, í allri fegurð og prýði, til þess að vjer látum telja oss trú um, að hann hafi ekki líka ríkulega gjört það úr garði að alls konar gæd- um og kostum. Jeg vil nú ekki nefna það, að vjer höfiim, eins og liinar þjóðirnar, hina þrautgóðu sól, hinn þögula mána „sem á nóttu og degi drottins tala um máttarvegi, og allar stjörnurnar, sem uppi loga alskipaðan um himin- boga"; en geta má þess, að vjer höfum líka hjá oss gullreiðir norðurljósanna, sem hinar þjóðirnar hafa ekki." Ef þetta er kenning únitara- kirkjunnar þá er niðurstaða Lax- ness náttúrulega rétt að „Ó Guð vors lands" sé ekki íslenskur þjóðsöngur í eðli sínu heldur úni- tarískur lofsöngur um sköpunar- verkið, en þá þarf nú líka að fara að stokka ýmislegt upp á nýtt, a.m.k. þyrfti Hagstofan að athuga betur töflu sína númer II, 13 í handbókinni. Ég vil nú halda því fram að séra Matthías hefði alveg getað ort „Ó Guð vors lands" án þess að lesa Framhald á bls. 15 Málið okkar Heimspekideild hafn- ar undirstöóunni Ævar R. Kvaran leggur orö í belg um framburöarmál Sá sem þessar línur hripar hefur árum saman barizt fyrir því í ræðu og riti, að farið væri að sinna töluðu máli íslenzku, í stað þess að láta sem það sé eitthvert aukaatriði í kennslu á móðurmálinu. íslenzka er lif- andi mál á vörum þjóðarinnar og maður skyldi því ætla að ein- hverju máli skipti hvernig talað væri. Þar eð sá sem þetta skrifar hefur hingað til ekki orðið var við neinn áhuga lærðra manna á þessu árum saman, var það gleðiefni að fá grein hér í LES- BÓKINA frá einum af okkar lærðustu mönnum í íslenzku, Halldóri Halldórssyni, prófess- or. Grein sína kallar prófessorinn ÍSLENZKAR ÁHERZLUR OG ÍTÓNUN. Síðasta orðið mun vera nýyrði, því ekki finnst það í íslenzkum orðabókum. Halldór hefur mál sitt á að lýsa því yfir, að það hafi verið venja sín að lesa allt sem hann hafi komizt yfir um íslenzka málrækt. Segir hann þó, að framhjá sér hafi farið grein Jóns Oskars rithöfundar í LES- BÓK Morgunblaðsins 8. janúar sl., sem bar nafnið ÍSLENSKT MÁL MED ERLENDUM HLJÓMI, en athygli hans hafi verið vakin á þessari grein. Á Jón Óskar þakkir skildar fyrir að hafa þannig vakið lærðan ís- lenzkumann til opinberrar um- ræðu um mælt mál. Á hvorug- um þessara áhugamanna um mælt mál er þó að heyra, að þeir hafi lesið nokkra af fjölmörgum greinum undirritaðs um þetta efni, eða heyrt þrjú útvarpser- indi hans um mælt mál. Aðrir þeir, sem hafa þakkað þeim sem þetta skrifar fyrir greinar og út- varpserindi um mikilvægi fram- burðarmála á íslenzku, verða því að afsaka það, að þegar nú verð- ur reynt að snúa sér að ein- hverju leyti að því sem fyrr- nefndir höfundar hafa að segja um þessi mál, sé óhjákvæmilegt að endurtaka sitt af hverju sem áður hefur verið gerð ítarleg skil. í grein sinni kemst Halldór prófessor m.a. svo að orði: „Nokkru fyrir og skömmu eftir 1950 voru íslenzk fram- burðarmál mikið á dagskrá. Heimspekideild Háskólans var beðin umsagnar um þær hugmyndir, sem þá voru efst á baugi. Lokaálit hennar var afgreitt á deildarfundi 25. nóvember 1954, meðal annars með mínu atfylgi. Um þetta álit segi ég svo í framan- greindri ritgerð (UM MÁL- VÖNDUN, 1981) bls. 214: „Bersýnilegt er, að deildin leit svo á, að samræmdur framburður mundi stuðla að stéttskiptingu málsins, en þeirri stefnu var hún andvíg. En vildi Heimspekideild þá ekkert gera í framburðarm- álunum? Því fer fjarri. Hún samdi tillögur, sem hér verða ekki raktar orðrétt, en aðalatriði þeirra voru 1) að stuðla bæri að vönduðum og eðlilegum, skýrum og greini- legum framburði „eins og hann gerist beztur meðal al- þýðu manna", 2) Með vönduð- um og eðlilegum framburði er ekki aðeins átt við einstök hljóð, heldur og að áherzlur séu réttar og málhreimur ís- lenzkur, 3) hljóðvilla er talin röng, 4) annar framburður íslenzkur er talinn réttur, þótt mismunandi sé eftir héröðum, 5) sum framburð- aratriði eru talin æskilegri en önnur, t.d. harðmæli, hv-framburður og nokkur önnur. Ég er sammála þess- um tillögum.", segir Halldór prófessor að lokum. Ékki er þeim, sem þetta hrip- ar, kunnugt um það, hverjum þessar ágætu tillögur hefa verið sendar, en hitt veit hann, að síð- an heíur nákvæmlega ekkert gerzt í framburðarmálum á Is- landi. Hvernig stendur á því? Það stendur þannig á því, að þessi Heimspekideild Háskólans hafnar einmitt því sem nauð- synlegt var til þess að eitthvað gerðist til bóta í íslenzkum framburði. Hún hafnar undir- stöðunni, þ.e. að samræma framburðinn! Þegar því er hafn- að verða slíkar tillögur ekkert annað en óskalistí um framburð. En hann er vitanlega með öllu gagnslaus, því með honum ein- um er ekki tekin nein stefaa. Það er ekki til neins að gera tillögur um skýran og fagran framburð, sem svo er ekki kenndur í nein- um skóla landsins. í framburð- armálum ríkir því enn sama stefnuleysið og þegar þessar til- lógur voru settar saman ogsam- þykktar af Heimspekideild Há- skólans fyrir tæpum 30 árum. í þeim málum hefur því ná- kvæmlega ekkert gerzt! Og í þessum málum mun ekkert ger- ast fyrr en lærðir menn sýna þann kjark, að samræma fram- burð móðurmálsins. Hvernig er yfirleitt hægt að kenna fram- burð tungumáls, sem menn hafa ekki komið sér saman um hvern- ig eiga að bera fram ? Það er því full ástæða til þess að íhuga nánar, hvernig á því stendur, að Heimspekideild er andvíg því að þessi nauðsynlega ákvórðun sé tekin. Eins og sýnt er hér að framan útskýrir Hall- dór prófessor þetta með eftir- farandi orðum: „Bersýnilegt er, að deildin leit svo á, að samræmdur fram- burður mundi stuðla að stéttskiptingu málsins, en þeirri stefnu er hún andvíg." Hér er það því orðalagið „stéttskipting málsins", sem fel- ur í sér andúðina á samræmingu íslenzks framburðar. Það hefði því verið fróðlegt að fá nánari útskýringar á því, hvað við er átt með þessu orðalagi. Hvað á Heimspekideildin við með orða- laginu „stéttskipting málsins"? Þar eð engar skýringar fylgja um það, á maður ekki annars kost en reyna að velta því fyrir sér, hvað hinir lærðu menn eigi við. Eiga þeir við það, að ef ís- lenzkur framburður verði sam- ræmdur, þá verði slikur fram- burður aðeins einkennandi fyrir ákveðnar séttir í þjóðfélaginu og greini þær þannig frá öðrum? Ef óttinn felst í því, þá er eðli- legt að maður spyrji: Hvaða stéttir? Myndi samræmdur framburður móðurmálsins ekki verða kenndur í öllum skólum landsins? Eða hugsar Heim- spekideildin sér, að hann kynni einungis að vera kenndur ein- hverjum ákveðnum stéttum, eins og t.d. háskólamönnum? Spyr sá sem ekki veit! Vill Hall- dór prófessor ekki útskýra fyrir okkur, hvað hann á við með orð- inu „stéttskipting" í þessu sam- bandi? En úr því að orðalagið „stéttskipting málsins" er hér til umræðu, þá sakar ekki að benda á þá augljósu sannreynd, að slík „stéttskipting" hefur að vísu þegar átt sér stað hér í landi og þurfti ekki samræming móð- urmálsins til. Hún liggur í því að menntamenn á íslandi hafa sjálfir skapað sér nýtt málfar, sem lærðir íslenzkumenn eru þegar farnir að gagnrýna harð- lega í útvarpsþáttum um dag- legt mál og stundum kalla „stofnanamál". Hefur þar hvað eftir annað verið bent á það að mál þetta er með öllu óskiljan- legt venjulegu fólki og er hin hroðalegasta afbökun á fagurri íslenzku. Þessi „stéttskipting málsins", sem Heimspekideild — af ein- hverjum óskiljanlegum ástæð- um — hélt að myndi leiða af samræmingu íslenzks fram- burðar, er því orðin að veru- leika! Ef nokkur „stéttskipting málsins" hefur því átt sér stað á íslandi, þá liggur hún í því, að embættismenn og aðrir mennta- menn tala miklu lakari íslenzku en almenningur — að maður minnist nú ekki á hið dásamlega málfar sumra sveitamanna! Niðurlæging mælts máls hér á landi hefur verið slík, að fyrir nokkrum árum ofbauð nokkrum alþingismönnun svo, að þeir komu sér saman um að semja þingsályktun, sem svo var sam- þykkt af alþingi þann 5. maí 1979. í þingsályktuninni felur al- þingi ríkisstjórninni, að sjá svo um, að kennsla og fræðsla í Ríkisútvarpinu í öllum greinum móðurmálsins verði efld. Þegar þess er gætt, að flutn- ingsmenn þingsályktunarinnar telja í greinargerð sinni, að ís- lenzk tunga eigi sérstaklega í vök að verjast hvað snertir talað mál, framburð og framsögn, þá hafa þeir áreiðanlega reiknað með því, að lærðustu menn í þessum efnum tækju einhverja stefnu í þessu máli. Það er nefnilega nauðsynlegt að taka ákvörðun um það hvað eigi að kenna. En í stað þess að láta hendur standa fram úr ermum og taka stefnu með því að mæla með samræmdum framburði, þá láta þeir sér nægja, að vitna í 30 ár gamlar tillögur og óskir, sem engum er skylt að taka hið minnsta tillit til! Ég vil taka það skýrt fram, að ég er algjörlega samþykkur þeim fimm tillögum, sem Hall- dór prófessor segir að Heim- spekideild hafi lagt til í sam- bandi við íslenzkan framburð. Þær eru að mínu áliti allar nauðsynlegar. Það sem ég hér hef verið að gagnrýna er það, að engin reglugerð hefur verið samþykkt um kennslu þessara atriða. Sjálfur hef ég þó reynt að framkvæma kennslu í þessa átt, t.d. með kennslu harðmælis og hv-framburðar í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti þar sem ég hef kennt lestur og mælt mál í fimm ár með góðum árangri. Nemendur mínir ljúka önnum með prófum hjá mér. Það er at- hyglisvert, að nemendur kvöld- skólans („öldungadeildar") hafa á hverri önn óskað eftir þessari Framhald á bls. 15 3'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.