Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 6
Svaóastaóastofninn og Höröur frá Kolkuósi, 2. grein. Eftir Anders Hansen Sennilega síðasta myndin, sem til er af Herði 591 fri Kolkuósi. Hér er hinn aldni stóðhestur sitt siðasta sumar í stóði sínu, á Vöglum í Blönduhlíð sumarið 1981. — Hörður, sem er næst á mjndinni til hægri, er orðinn þunnur á síðuna, en höfðinglegt yfirbragðið leynir sér þó ekki. Krafa um œðri dómstól og afskipti ríkisstjórnar Hörður frá Kolku- ósi sýndur með afkvæmum Landsmót hestamanna var haldið á Hólum í Hjaltadal um miðjan júlí sumarið 1966. Mótið var í alla staði hið glæsilegasta, og þúsundir hestamanna hvað- anæva að af landinu komu með gæðinga sína. Mikil úrkoma suma mótsdagana spillti að vísu fyrir mótshaldinu, en þegar upp var staðið varð þó ekki annað sagt en vel hefði tekist til með hið fjölmenna mót og greinilegt var að hrossarækt í landinu var tekin að skila árangri í betri hestum. Hinn glæsilegi fulltrúi Svaða- staðastofnsins, Hörður 591 frá Kolkuósi, var þarna í fyrsta skipti sýndur með afkvæmum, en þá þegar hafði frægð hans borist víða um land sakir feg- urðar og mikilla kosta. Deilur höfðu þá einnig sprottið um hestinn, og voru þær einkum í samhengi við víðtækari deilur manna um hvor hrossastofninn væri betri, Svaðastaðastofninn eða Hornafjarðarhrossin. Morgunblaðið segir frá lands- mótinu hinn 19. júlí 1966, en í frásógn blaðamannsins er ekki að sjá að hann hafi gert sér grein fyrir því hver eftirköst kynnu að verða af úrslitum í dómi stóðhesta með afkvæmum. í Morgunblaðinu segir: „Þá afhenti Haraldur Þórar- insson Sleipnisbikarinn frá Búnaöarfélagi íslands, sem veittur er stóðhesti með af- kvæmi. Hlaut hann Roði frá Ytra-Skórðugili, eign Hrossa- ræktarsamband Vesturlands, og var hann sýndur með fjórum af- kvæmum, Blika frá Deildar- tungu, en hann hlaut Faxabik- arinn, sem Örn Johnson afhenti. Flugubikarinn frá Framleiðslu- ráði landbúnaðarins hlaut ung kynbótahryssa, Bára frá Akúr- eyri, og afhenti hann Bjarni Bjarnason frá Laugarvatni. Fengu áhorfendur að sjá kosti þessara verðlaunahrossa og úr- val stóðhrossa, stóðhesta og hryssa. Má þar nefna fyrstu verðlauna stóðhestana með af- kvæmum, Hörð frá Kolkuósi og Þyt frá Akureyri, sem hvor var með 4 afkvæmi, og verðlauna- hestana í hópi 6 vetra stóðhesta, 5 vetra stóðhesta og 2—3 vetra stóðhesta. Þorkell Bjarnason lýsti dómum, en hann er í dóm- nefnd kynbótahrossa ásamt Birni Jónssyni frá Akureyri, Boga Eggertssyni úr Reykjavík, Einari Höskuldssyni á Mosfelli og Símoni Teitssyni í Borgar- nesi." Svo mörg voru þau orð. Hörð- ur frá Kolkuósi hafði sem sagt fengið fyrstu verðlaun fyrir af- kvæmi, en stóð ekki í efsta sæti, og hlaut því ekki heiðursverð- launin, Sleipnisbikarinn. Ef til vill hafa eigendur og aðdáendur Harðar verið of sigurvissir fyrir mótið, og svo mikið er að minnsta kosti víst að þeir áttu erfitt með að sætta sig við úrslit mála, enda fylgdi þeim all nokk- ur eftirmáli. Roði - ættlaus hestur í Morgunblaðinu 4. ágúst 1966 er sprengjunni varpað, þar sem Jón Pálsson, dýralæknir á Sel- fossi, annar eigenda Harðar frá Kolkuósi, ritar grein undir fyrirsögninni „Stefnuleysi, þekkingarleysi, hlutdrægni". I grein sinni segir Jón meðal ann- ars: „Á landsmóti hestamanna að Hólum nú í ár, fær Roði frá Ytra-Skörðugili > 1. verðlaun. Þessi hestur, sem nú er 15 vetra, hefur áður verið dæmdur, en fyrst nú hlotið góðan dóm. Á landsmóti hestamanna í Skóg- arhólum '62, þá er hann 11 vetra, fær hann 1. verðlaun B fyrir afkvæmin. Þar er hann sjöundi hestur af afkvæma- dæmdum hestum, en aðeins 2 taldir lakari en hann. Faðir Roða er Jarpur, móðir Rauðka (af Glaumbæjarstofni). Um ætt hans er ekki vitað. Þetta er því ættlaus hestur. — En ferming- arárið tekur hann þessum ógnar framförum og fær nú heiðurs- verðlaun. Það er nú fyrst, sem þessi hestur, að dómi ráðunauts og dómnefndar, er talinn glæsi- legur undaneldishestur. Nei, hér liggur annað á bak við. Hér er ekki verið að vinna til gagns Unghryssur á stóðbúi Sigurðar Haraldssonar á Kirkjubæ á Rangárvöllum. í Kirkjubæ eru ræktuð hross af hinni rauðblesóttu krísl Sraðastaðastofnsins. fyrir hrossaræktina í landinu, ekki verið að leiðbeina mónnum um val á kynbótahestum, heldur til þess að svala ógeðslegum og óeðlilegum hvötum haturs, gegn mest ræktaða hestastofni lands- ins, Svaðastaðahestinum. Hvað gerðist á sunnudags- morguninn á Hólum þegar verð- laun voru afhent? Það var ekki klappað fyrir heiðursverðlauna- hestinum Roða! en það var klappað fyrir Svaðastaðahestin- um Herði frá Kolkuósi. Hver var dómur sýningargesta? Voru þeir að dæma Roða, hrossaræktar- ráðunaut og dómnefnd úr leik?" Hörður - verðugur fulltrúi sinnar ættar Jón Pálsson rekur síðan að með Herði frá Kolkuósi komu á Hólasýninguna átta óvanaðir hestar undan honum, sem allir lofi góðu sem kynbótahestar. Einsdæmi sé að svo margir stóð- hestar fylgi níu vetra stóðhesti. Herði sé fundið það til foráttu af dómnefnd, að kynfesta Harð- ar virðist ekki „meira en í með- allagi", en þó hafi t.d. tveir hest- anna er fylgdu Herði, synirnir Dreyri og Léttfeti, verið áber- andi líkir honum. Þeim hafi á hinn bóginn ekki verið stillt upp við hlið hans á sýningunni, kynfestan myndi þá ef til vill virðast of mikil? Jón segir síðan að hestarnir fjórir sem fylgdu Roða hafi ver- ið sæmilegir reiðhestar að því er virðist, en enginn sé það líkur honum að um kynfestu geti ver- ið að ræða, en einmitt það hafi verið talinn galli við hestinn á sýningu 1962. Enn hafi það vak- ið athygli á Hólamótinu, að ef frá væru taldir þeir hestar er Roða fylgdu vegna afkvæmasýn- ingarinnar, hafi ekki nein hross verið undan honum á sýning- unni. Gefi það ákveðna vísbend- ingu, ekki síst í ljósi þess að hesturinn sé orðinn 15 vetra. Þá rekur Jón Pálsson fyrstu kynni sín af Herði, sem hann kveðst fyrst hafa séð á lands- mótinu á Þingvöllum 1962, er Hörður var þar fimm vetra foli. Þá hafi hann þegar vakið at- hygli sína og fleiri sýningar- gesta sem þróttmikill og glæsi- legur hestur, hann hafi borið með sér öll einkenni Svaða- staðastofnsins og verið glæsi- legur fulltrúi sinnar ættar. En þrátt fyrir það, eða þess vegna, hafi hann ekki hlotið náð fyrir augum dómnefndar, sem hafi sett hann í fimmta sæti fola án afkvæma. Fjöldi sýningargesta hafi á hinn bóginn talið Hörð eiga að standa efstan. Það hafi hins vegar ekki verið unnt, dóm- nefndin hafi ekki getáð hugsað sér að Hörður yrði efstur, meðal annars vegna þess að einn dóm- nefndarmanna hafi lent í úti- stöðum við hestinn og barið hann með keyri. Hörður frá Kolkuósi hafi að sýningu lokinni farið aftur norður á Kolkuós, en síðan hafi svo skipast, að þeir Jón og Páll Sigurðsson á Kröggólfsstóðum hafi keypt hann af Sigurmoni Hartmannssyni. Með það í huga, sem á undan var gengið, kveðst J6n hafa verið staðráðinn í að sjá til að Hörður færi aldrei framar á sýningu, enda myndu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.