Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 7
Játningar völvu — Tove Ditlevsen segir frá Helgi J. Halldórsson þýddi — Keppinautur Harðar frá Kolkuósi í Hólamótiau 1966: Roði Iri SKbrðugili í Skagafírði. Hesturinn rar ínokkur ir íeigu Marinós Jakobssonar íSkíney, og er myndin tekin íSkáney rorið 1959. dómarar aldrei gefa honum verðskuldaða viðurkenningu. Þessu hafi hann síðan breytt vegna eindreginna áskorana og vegna þess að Sigurður Har- aldsson, framkvæmdastjóri mótsins, hefði gefið honum lof- orð um að Hörður yrði í sér- staklega tryggilega læstu húsi, „þannig að hesturinn væri ör- uggur fyrir misþyrmingum." Ríkisstjórnin skerist í leikinn Jón Pálsson segir síðan í grein sinni, að öll siðuð þjóðfélög geri þær kröfur til dómstóla sinna, að dómarar eigi ekki hagsmuna að gæta í þeim málum er þeir dæmi í. Segir hann þessa megin- reglu hafa verið þverbrotna á Hólum 1966. í fyrsta lagi hafi Símon Teitsson sýnandi Roða á Hólum verið í dómnefnd, hann sé formaður Hrossaræktarsam- bands Vesturlands, það eigi hestinn og sé hann því ekki dómhæfur. Annar dómnefndar- maður, Einar Höskuldsson, eigi tvo stóðhesta á sýningunni, og sé því ekki dómhæfur. í þriðja lagi sé Bogi Eggertsson ekki dómhæfur, en hann hafi barið Hörð fjórum árum fyrr á Þing- völlum. Enn skorti Þorkel Bjarnason hrossaræktarráðu- naut nauðsynlega menntun í sínu fagi til að valda starfi sínu. Hér þurfi því að áfrýja dómn- um til æðri dómstóla, og krefst Jón þess að ríkisstjórn lslands, stjórn Búnaðarfélags íslands og stjórn Landssambands hesta- manna hlutist til um að æðri dómstóll verði skipaður, sem dæmi milli Roða og Harðar. Hér er mikils krafist, og varla hefur í annan tíma verið farið fram á það að ríkisstjórnin hafi afskipti af hestadómum. Málinu var því síður en svo lokið við þessa ádrepu Jóns, og segir meira af því í næsta þætti. Á meðan á þessum deilum stóð var Hörður frá Kolkuósi hins vegar áhyggjulaus í stóði sínu austur á Kröggólfsstöðum í Ölfusi, og þeim hestamönnum fjölgaði stöðugt, sem vildu koma hryss- um sínum í girðingu til hans. Sörli 71 frá Svaðastöðum, merkasti ættfaðir Sraðastaðastofnsins. Vm hann segir sro meðal annars í Ættbók og sögu íslenska hestsins: „Sörli frá Sraða- stöðum nr. 71 er stofnfaðir hins norðlenska Sraðastaðastofns, sem hefurhlotið mikla útbreiðslu ílandinu síðan um 1930." — Á öðrum stað ísömu bók er að fínna srofellda lýsingu á hestinum: „Gljásrartur. Frítt höfuð, augun fjörleg og djörf. Fínn reistur hils, lítið eitt baklangur og atturdreginn. Ágætar síður. Fótastaða og bygginggóð. Fríður reiðhestur." Mynd Guðrún Svava Stundum verð ég svo glbð. Það er venjulega af því sem aðrir skilja ekki, sem sagt þessir aðrir sem við nú umgöngumst og eigum svo margt sameiginlegt með en þó ekki hinar djúpu rætur í þeim tíma þegar allt var öðruvísi og þegar okkur fannst strax eitthvað failegt sem okkur hefur nú lærst að er Ijótt. Ég gekk inn í stofu eins og inn ( mynd, og hjónin, sem áttu þetta heimili, sýndu mér hreykin alla dýrðina, og leiðsögumaður minn, sem ég hef nú minna álit á, vin- gjarnlegur og háttvís, lét sem hann dáðist að öllu en trúði mér svo fyrir því á eftir að hann hefði aldr- ei séð eins algera smekkleysu. Veggfóðrið liktist í hálfs metra fjarlægð þykku silkiefni nældu saman með gljándi málmnöglum líkt og maður sér í anddyrum gisti- húsa af (ínustu gerð. Þreifa varð á því til að sannfæra sig um að það væri aðeins málaður pappír. Yfir borðinu hékk Ijósakróna úr rðs- óttu gagnsæju gieri, sem litlar Grófur smekkur minn rauðar egglaga perur lýstu í gegn- um, og hún hafði kostað 700 krón- ur. I einu horninu bar Herkúles, gróft skorinn út í tré, lampa með rauðum silkiskermi og gylltu kögri. í horninu á móti hékk kín- verskt altari sem var keypt í Isted- götu og hafði aldrei séð Kína, það var alveg frábært. Yndislegar geishur voru málaðar á dyrnar. Þegar þær voru opnaðar ómuðu sprakir tónar lags, eins og úr líru- kassa bernskunnar, og inni í litlu skápunum stóðu örsmáir tinbikar- ar með ekta hrísgrjónavíni. Gluggatjöldin í þessari ævin- týralegu stofu voru glóandi á litinn í djúpum fellingum, og það þurfti að snerta þau til að komast að raun um að þau væru úr pappír. Hið sama var að segja um dúkinn, alsettan hitabeltisgróðri i öllum litbrygðum af grænu, og auk þess var hægt að þvo hann án þess að hann skemmdist. Á skenknum stóð glingur í löngum röðum, úr tré og postulíni, og mikið af því voru hugvitsamlega valdar gjafir frá barnabörnunum. Innan um þetta allt lifðu tvær hamingjusamar manneskjur sem núna, þegar börniii voru flogin úr hreiðrinu, gátu veitt sér ýmiss kon- ar munað sem þær höfðu aldrei áður haft efni á. Fyrir mig var þetta unaðslegt kvöld af því að þessi stofa Ifktist svo mjög stofunni sem fröken Andersen bjó í þegar ég var lítil. Hún hafði ekki orð á sér sem sómakona svo að ég varð venju- lega að stelast til að heimsækja hana. Á veggjunum hafði hún mál- verk af friðsælli náttúru, skógi klæddrar eyjar, hópa af fuglum á flugi yfir hafinu og margt annað sem hún hafði klippt út úr alman- ökum, sett í breiða gyllta ramma og hengt á rósótt veggfóðrið. Eld- uriim snarkaði í ofninum bak við málaðar rúður því að hana skorti aldrei koks eins og þá sem við köllum sómafólk, og í glansandi skartgripaskrínum með Iitlum skúffum hafði hún súkkulaði og brjóstsykur handa þeim börnuni eignarinnar sem eins og ég þorðu að bjóða almenningsálitinu byrg- inn. Og hvaö er eiginiega athugavert við eftirlikingar og iiststælingar? Enginn maður er fæddurmeð það sem við köllum góðan smekk. Lítil börn elska gljáandi, glitrandi hluti og þá sem hringlar í, og þegar þau verða eldri tárast þau af hinu hversdagslegasta orðagjálfri og tónlist. Nokkur þeirra fræðast svo um það hvað er fallegt, fágað og hin tærasta list, en þau verða ekki hamingjusamari af þeim sökum. Þegar ég var ung stúlka keypti ég, eftir mikla sjálfsafneitun í langan tíma, taftkjól í ákaflega skærum litum með hvítum kanínu- skinnsbryddingum í hálsmáli og á ermum. Svo hitti ég menntaðan apakött sem særði mig ævilöngu sári með því að kalla hann gróf- lega ósmekklegan. Því hver getur ákyeðið það? Eg var hamingjusöm í þessari stofu þessa kvöldstund því að þar ¦ ríkti hlýja og vingjarnleiki sem við finnum ekki lengur hvar sem er. Stofan var yndisleg hvað svo sem liiniim fágaða leiðsögumanni mín- um nú fannst. Það nálgaðist kraftaverk þegar maður opnaði eitt opið á kínverska altarinu og heyrði hina spröku tóna: Ach du lieber Augustin, alles ist weg, weg, weg, ach du lieber Augustin. Því að allir eru dánir. Hin létt- úðuga fröken Andersen og það sómakæra fólk sem áleit að ég hefði ekki gott af að heimsækja hana. Öll fjölskylda mín er dáin, en hún er hjá mér á slíkum sælu- stundum þegar ég sekk til botns í reynslu liðins tíma og finn ástæð- una fyrir því að það sem er óekta, gróft og hversdagslegt er gætt feg- urð sem kannski aðeins fátæk börn geta skilið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.