Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 8
KALATDLIT NUNAT — LAND TVLATSÚ Ný og litskrúðug timburhús í Jakobshavn hressa uppá tilbreyt- ingarleysið í auðninni hvítu, sem ríkir meiripart ársins. Einar Jónsson fiskifræðingur hefur tvisvar með nokkurra ára millibili dvalið á Grænlandi. Hann skrifar hér um það Græniand nútímans sem ekki er getið um í bókum og túristabæklingum. Fyrri hluti. Síðsumars í fyrra og fram eftir haiisíi voru mál- el'ni Grænlands óvenjumikið til umfjöllunar í ís- lenzkum fjólmiðlum. Mun þetta bein afleiðing þess að íslendingar fóru sennilega stærstu utanfór til Grænlands í sumar er leið síðan á dögum Eiríks rauða, er 150 manns á vegum Norræna félagsins heimsóttu Eystri-byggð. Tilefnið voru hátíðahöld Suður-Grænlendinga til minningar um að 1000 ár voru liðin frá stofnun byggðar norrænna manna í landinu. Hin líflega umfjöllun um Grænland og málefni þess hér heima var orðin tímabær. Þótt landið sé næsti nágranni íslands í metrum mælt, hafa samskipti okkar við þennan granna verið ótrúlega lítil alll frá því hið gamla samband rofnaði með fréttinni um brúðkaupið í Hvalseyjarkirkju árið 1408. Að leggja byssunni og labba út í kjörbúð Pyrir 12 árum dvaldi ég sumarlangt á Grænlandi við vinnu. Æ síðan hef ég reynt að fylgjast eilítið með þróun mála þar úr fjarlægð. Það sem ég hef séð og heyrt á íslenskum vett- vangi um málefni Grænlands nú eftir nýlega stór-utanför íslend- inga þangað virðist mér flest fram sett af velvilja, en sumt þó ekki sagt eða skrifað af mikilli þekkingu, sem er skiljanlegt. í þessari umfjöllun hefur sem sé flest verið harla slétt og fagurt enda sæmir vart annað frá hendi hátíðargesta. Mér hefur sjálfum farizt svipað er ég hef verið spurður um Grænland. Ég hef reynt að bera landinu vel söguna, þótt gestsaugað hafi að sjálfsögðu tekið eftir.mörgum og alvarlegum brestum í græn- lenzku samfélagi. Einna mest ber á áfengisvandamálinu og fréttir af ýmsum vandkvæðum því samfara oft þær einu sem ná hingað til lands. Lofgreinar Grænlandsfaranna frá í fyrra eru því ef til vill hæfilegt mót- vægi við þann einhæfa og oft neikvæða fréttaflutning er tíð- ast berst frá Grænlandi gegnum danska fjölmiðla. Ég heimsótti Grænland aftur sl. sumar og endurnýjaði kynnin frá sumrinu 1969. Þótt ekki hafi ég verið einn af Grænlandsförum Norræna félagsins langar mig samt eins og margir þeirra að leggja orð í belg um málefni landsins og flétta inn í þá umfjöllun ferða- sögubrot. Grænland er risavaxið að stærð eins og allir vita, en fjar- lægðirnar verða þá fyrst skynj- anlegar þegar maður yfirgefur hinn hraðskreiða farkost flug- vélina og stígur á skipsfjöl. Við ferðafélagarnir, Sæmundur Þorvaldsson fiskiðnaðarmaður og ég, eyddum heilli viku í sigl- ingu fyrir Vesturströndinni og vorum þó nær alltaf á norður- leið. Flugsamgöngur milli staða í landinu eru að vísu ágætar, en sökum skorts á landrými undir flugvelli, fara þær mestan part fram með þyrilvængjum sem eru rándýrar. Á sumrum ganga tvær stórar ferjur meðfram Vesturströndinni. Þær eru ms. Disko, sem gengur árið um kring, og ms. Kununguak, og þá ganga flóabátar um Disko-flóa og Eystri-byggðarsvæðið. Strandferðirnar eru skiljanlega ekki mjög tíðar með þessum skipakosti. Það tekur stóru ferj- urnar um hálfan mánuð að fara norður og suður með hinni byggðu strönd V-Grænlands, en á því svæði búa nálægt 90% þjóðarinnar. Þetta eru ágætlega þægileg skip með tiltölulega ódýrum dekkplássum, og tilval- in fyrir þá, sem vilja sjá sem mest af landinu fyrir skaplegt verð. Ef tekin eru klefapláss er verðið þó fljótt að margfaldast. Skipin koma við í nánast hverri höfn. Sumstaðar var lagzt að bryggju, en á smærri stöðum var ferjað milli skips og lands. Viðdvölin í hverjum bæ var ætíð rífleg, þetta 3—1> klukkutímar. Gafst því gott tækifæri til þess að fara í land og skoða sig um, jafnvel þar sem strandferða- skipin lögðust ekki að bryggju. Ástæðan fyrir hinum löngu við- dvölum mun ekki vera ferming og afferming varnings (og fólks) heldur aðferð við að halda tíma- áætlun. Is og þokur tefja oft mjög siglingar og er þá hægt að ná slíkum töfum upp með styttri viðdvöl á hinum ýmsu höfnum en ella. í þessu sambandi minn- ist ég þess þegar ms. Disko leit- aði inn til Holsteinsborgar sumarið 1969 með heljarmikið gat á bógnum, svo stórt að þar hefði mátt aka heilum vörubíl í gegn. Skemmdir voru þó allar ofan sjólínu svo ekki hlutust önnur slys af. Eskimói var bannorð — en ekki lengur Farþegar með skipunum síð- asta sumar voru aðallega Græn- lendingar, flestir dökkir á brún og brá, en nokkrir ljósari yfirlit- um, þ.e.a.s. Danir, en þeir kall- ast víst Grænlendingar líka, búi þeir í landinu. Ég forðast vísvit- andi að taka mér orðið eskimói í munn til þess að skilja á milli þessara tveggja kynþátta sem byggja landið nú á dögum. En Danir munu vera nálægt 20% þjóðarinnar. Áður, þegar ég dvaldi í landinu, vildu „innfædd- ir" ekki heyra þetta orð; fannst það niðrandi og ætti ekki við aðra en forna veiðimenn sem bjuggu í snjóhúsum. Sem betur fer þóttist ég nú merkja að hugtakið eskimói væri ekki slíkt „tabú" sem áður. Mér þótti þetta merki um að þjóðin væri að yfir- vinna einhverja ímyndaða eða raunverulega minnimáttar- kennd gagnvart öðrum og óðlast aukið sjálfstæði og stolt. Til upplýsjngar skal annars tekið fram að forfeður nútíma Græn- 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.