Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 12
Christian Favre NIETZSCHE hinn misskildi heimspekingur Árásir hans beindust ekki aðeins gegn kristindómi, búddisma og sókratisma, heldur einnig gegn „guðvana trúarkerf- um" og þeirri hugmyndafræði, sem miðar við að framleiða „einhuga, undirgefnar, viljalausar þrælahjarðir" Áratugum saman hafa hug- myndafræðilegar deilur risið um kenningar F. Nietzsches. Merkast er þó, að heimspeking- urinn sjálfur hafði spáð fyrir löngu, að til slíkra andlegra átaka myndi koma í sambandi við verkin sín. Tvær megin- ástæður standa á bak við þenn- an athyglisverða hildarleik hugmynda. Annars vegar tjáir Nietzsche sig nær eingöngu í dæmisögum, er sjálfar reynast jafnframt samanstanda af margbrotnum, samanfléttuðum hugleiðingum. Hins vegar beitir heimspekingurinn jafnan leift- urformúlum, er verða að þéttu ágripi um kenningarnar. Mark- mið Nietzsches var þar augljóst: þessar ítrekuðu árásir leitast við að koma lesandanum úr and- legu jafnvægi, að rugla hins vanabundna hugsunarhátt og beina skeytum inn í hans allra heilagasta, með þeim afleiðing- um að hann neyðist til að endur- meta og kanna upp á nýtt lífs- gildi sitt. Hann verður að brjóta beinið til mergjar. Það vill svo óheppilega til, að eina leiðin til að komast að kjarna þessa hugarheims Nietzsches, er í því fólgin að lesa — af mikilli athygli — heil verk hans og það skilyrðislaust á frummálinu, þar sem málfarið er afar skáldlegt og oft á tíðum spámannlegt. Hver sem fær að komast í kynni við fegurð þess, skynjar þó fljótlega, að bak við ástríðufullar áreitnar fullyrð- ingar skáldsins, blikar „ást- og lífsþrungið auga ofurmennisins" eins og skær, trúföst stjarna. Sannarlega hjálpar hinn mikli skáldskapur höfundarins að ráða fram úr þessum marg- slungnu kenningum og gátum hans. Ákafi hans og hatur er ekkert annað en sálfræðileg brögð til þess að rífa múg- mennsku upp úr hugsunarleysi sínu og vekja menn frá vetr- arsvefni andans. En ekki fer heldur milli mála, að hinn andlega eðalborni höf- undur „Zarathustra" hafi sjálf- ur viljað vera skilinn einungis af „æðri mönnum" en síst af öllu af „almúganum". Honum hefur svo sannarlega tekist þetta vonum framar. Listin að jafna öllu Það má víst nefna einnig hina hvatabundnu tilhneigingu al- mennings, þessi viðbrögð „þræl- andans", að lagfæra, breyta, að- laga allt sem hann finnur ólíkt sjálfu sér til þess að það sam- svari að lokum þessari þröngu hugsjón. Sú aðferð, nefnilega að útskýra það ókunna með þegar þekktu í stuttu máli sagt að þvinga með alls konar brögðum, stundum af mikilli list, hina nýju hugmynd í fyrirfram- ákveðið, gamalgróið kerfi — hefur gjörsamlega mistekizt hvað Nietzsche snertir: sumir sjá í honum ósvikinn kristinn mann, meðan aðrir myndu vilja brenna hann á báli sem guðleys- ingja. Enn aðrir álíta að ofur- mennið og hinn æðri heimur hans sé ekkert nema fullkomn- asta gerð sósíalismans, þar sem sumir jafnaðarmenn líta fullir fyrirlitningar á hann sem for- sprakka kapítalismans. Komm- únistar almennt sjá í honum fyrirmynd nazismans, en á sama tíma segja nær allir evrópsku heimspekingarnir, að í honum opinberi sig ákveðinn andstæð- ingur, jú, miskunnarlaus óvinur allra þjóðernishugsjóna, eða drottnunarvilja í hvaða formi sem þessi „heimskuköst" komi fram. Prófessor við háskóla í Jerúsalem, Samúel Milowitch segir: „Varla hefur heimspek- ingur sýnt svo djúpa, fíngerða og nákvæma þekkingu á gyðing- dómi, og tjáð svo sannan skiln ing á tilverurétti gyðinga." Langflestar tilraunir til að túlka kenningar Nietzsches samkvæmt hefðbundnum, fast- mótuðum hugmyndakerfum hafa strandað. Nietzsche er nefnilega maðurinn sem spreng- ir af sér öll kerfi. Til allrar blessunar fyrir skilning á hugs- unum hans, birtust á þessari öld heimspekileg, rit sem leystu kenningar hans loks úr álögum hugmyndafræðinganna. Það var fyrst og fremst Martin Heidegg- er að þakka, að fyrir hálfri öld var brugðið ljósi á hugarheim Nietzsches, en í kjölfar Heidegg- ers fylgdu Sartre (ekki einungis fræðirit hans um heimspeki heldur einnig leikrit hans eins og til dæmis (Góði Guð og Djöf- ullinn), Camus (Útlendingur- inn), Ricoeur, Saint Exupery (Borgin, Jörð manna) sem vörp- uðu með verkum sínum nýrri Nietzsche á fullorðinsaldri og til hœgri 17 ára. birtu á kenningar þýska heim- spekingsins. Ofurmennið Þetta hugtak — ef til vill eitt frægasta heimspekingsins — hefur hvarvetna valdið mis- skilningi, mistúlkunum og meira að segja kynþáttahatri, einkum hjá þeim, er minnst skildu, eins og t.d. nazistum en einnig kommúnistum. Ofur- mennið er ails ekki endanlega ástand andlegrar þróunar eða hæsta þroskastig sálarinnar — eins og í indverskri trú. Samein- ing við guðleika og samruni sjálfsins með og í alheiminum eru tvö sjónarmið er teljast al- gjörlega framandi í hugarheimi Nietzsches. Hjá honum er hvergi til rými fyrir „æðri heim andans fyrir utan manneskj- una". Þar með hafnar hann öll- um trúarbrögðum (þau eru ekki nema brögð), er með boðskap fara um æðri eða guðdómleg verðmæti „uppi í himnunum". Sálfræðingurinn Nietzsche skýrir „sköpun Guðs og himna- ríkja" á þann veg, að „þræland- inn er búinn var að afsala sér frelsi sínu af ótta við dauðann" stendur á ný „óttasleginn og titrandi andspænis hinni hinstu staðreynd: dauðinn verði ekki umflúinn". Frelsistap hans, er kippti undan honum öllum íífs- grundvelli, bjargar honum ekki frá endalokum sínum. Með and- legum þrældómi var sú mann- vera búin að glata helstu mats- gildum á eigin lífi og nú blasir aðeins dauðinn við, líkt og miskunnarlaus eyðingarmáttur. Hann verður að engu. En þræll inn getur þó ekki sætt sig við slíka eyðileggingu sjálfsins. Þar á móti stígur hetjan fram gegn dauðanum, hinsta andstæðingi sínum. Franski heimspekingur- inn J.P. Sartre þorði að horfast beint í augu Riddara dauðans án þess að reyna að flýja af hólmi, þótt hann vissi að hann myndi bíða lægri hlut í bardaganum. Það er einmitt með því móti að mæta dauðanum líkt og „heið- arlegum óvini sínum" og verða sáttur við örlög sín, sem hinn sanni eðalborni andi lætur mátt sinn í ljós. Hann getur þess vegna mælt eins og Zarathustra: „Líf mitt byggði ég upp sem langtíðarverk í áttina að æðri veru, nú kemur að því að hverfa héðan, gott og vel, látum oss dauðann verða að kórónu yfir sköpunarverki okkar — lífinu." Slíkt hetjulegt hugarfar mun flestum vel kunnugt, er mætur hafa á íslendingasögum. Eins og sagt var áður, er ofurmennið ekki neitt takmark, er þarf að ná — en margir eru þeir sem urðu misskilningi að bráð — heldur innsta, tærasta afl í manneskjunni, hínn ómissandi þáttur í mannlegri tilveru. Án þess er manneskjan dæmd til sjáifsglötunar. S Ofurmennið kallar Nietzsche stundum „drauminn" eða „vofuna", en hann bætir svo við: „En þessi vofa er upp úr þér líður, bróðir, er miklu fegurri en þú sjálfur, hún geislar eins og fjarlægur draumur, en þú ert hræddur við hana og flýrð til náungans." Manneskjan sameinar í sér þessa tvo þætti, þannig að hún verður jafnan að halda jafnvægi milli anda þungans og þroska. Lífið er sem sé svipað og dans eftir línu, þar sem endarnir tveir eru annars vegar fæðingin og hins vegar dauðinn. í þessari líkingu úr „Zarathustra" er andi þungans ljótur hvíslandi dverg- ur, er ávallt vill læðast að eyrum hetjunnar og prédika fyrir henni sjálfsuppgjöf og samruna við almúgann. A hinn bóginn birtist lífsvilji í mynd draums sem knýr línudansarann áfram ef hann vill ekki hrapa. Hinn sigursæli, ofurglaði dansari lýk- ur hlutverki sínu með glæsibrag: hann nær hinum enda ferils síns. í hápunkti dýrðarinnar dregur hann sig í hlé — í dauð- ann. Hver skilur þá ekki að „fall?ð ofan af línunni" eigi við andlegt hrap, sálartortímingu eða afsal sjáífs síns í hendur framandi herra eða skurðgoða? Dauðinn er sjálfur hámark sig- ursins eftir vel unnið lífstíðar- verk. Ofurmennið gengur ekki í „snörur almúgans" og laðast ekki að „vörumarkaðsverðmæt- um hans": það heldur áfram veginn til hátindanna. Það er hvorki maður, né kynþáttur — heldur þáttur í honum. Ofur- mennið er í senn vígamaður og einsetumaður, en vígvöllur hans er fyrst og fremst innst í hon- um, í hjarta hans. Einnig and- stæðinga hans er að finna þar. Á þann hátt að skilja afor- ismann fræga: „Friður er ein- ungis til þess að undirbúa betri, sigursælli stríð." Frelsaðu oss frá frelsaranum Rauði þráðurinn í verkum Nietzsches, er sá óviðjafnanlegi vilji manns að varðveita sjálf- stæði sitt, andlega sem líkam- lega. Að ganga til dæmis for- ingjum á hönd og afsala sér bæði sál og lífi er vanvirðing og glötun. Sömuleiðis að láta segja sér fyrir verkum eða láta aðra hugsa og ákveða fyrir sig, er uppgjafarmerki þrælsins. Hann flýr undan dauða sínum, en hann veit um leið að hér er um óumflýjanlega staðreynd að ræða, ekki dugir lengur að af- sala sér ábyrgðinni og láta aðra fást við ógnunina. Þar sem hann getur ekki bjargað sér í raun og veru býr hann til andlegt at- hvarf sem hann gæti samt flúið í. Nietzsche segir: „Það er ein- mitt þessi ræfilslega hræðsla í innyflum hans, sem neyðir þrælinn að skapa sér sjálfs- blekkingu og hillingu, þar sem hann getur gleymt sér — en þessa hillingu kallar hann Guðs ríki." Fyrir Nietzsche hafa ánauðugir andar búið til Guð til þess að láta huggast af mis- heppnuðum, sársaukafullum til- raunum sínum að skapa réttlæt- ið í kringum sig í þessum eina heimi". Með öðrum orðum vill hinn huglausi þræll fá samt sem áður bót fyrir ranglætið sem hann hefur orðið fyrir — en þar 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.