Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Síða 13
„Nietzsche heföi ábyggilega fordæmt flesta lífshætti okkar, eins og þeir koma fram á Vesturlöndum nú á tímum, þar sem einhliða áróöur fyrir lífsmunaöi og bættum kjörum stuölar aö því aö skapa neytendamassa, sem lætur algerlega stjórnast af auglýsingum og tízku ..." sem hann brestur kjark eða vilja til þess að standa á rétti sínum, finnur hann upp „úrbótagriðastað" þar sem rétt lætinu er fullnægt. En „sann- girni" hans líkist fremur „hefni- girni" og þessvegna verður rétt- lætinu ekki fullnægt nema margir kveljist í víti til eilífðar. Þaðan stafar fyrirlitning Nietzsches á kristindómi og raunar langflestum trúarbrögð- um „er uppræta manninn frá jörðu með því að jarða hann lif- andi“. í verkinu „La gaya Sci- enza“ skrifar hann ennfremur: „Jörðin sjálf helgar lífið eins og lífið blessar jörðina með því að þróast áfram og fullkomna sig í sífellu, en prédikarar dauðans (kirkjan) vanhelga lífið og saurga jörðina." Þessi afstaða til tilverunnar er sameiginleg allmörgum heim- spekingum, einkum þó fyrrver- andi vini hans, Schopenhauer, en einnig grískum hugsuðum á undan Sókratesi: Herakleitos, Empedokles, Demokritos, Þeognis og Parmenides, þ.e.a.s. efnishyggjumönnum. En með Sókratesi virtist andi almúgans gangast upp í þrælsandanum og hann verður að tákni hinna kúg- uðu þræla, er „beygja sig og fegra eymd sína með fölskum dyggðum". Síðan birtist aftur þessi þrælsandi í kenningum Jesú og Búddha. Það er út- breiddur misskilningur að halda, að Nietzsche hafi skipt um skoðun á gömlum vinum sín- um, Schopenhauer og Wagner. Sá fyrrnefndi vék reyndar æ meir frá fyrstu kenningum sín- um um „vilja til lífsins" (tvö verk „Der Wille zum Leben) til að aðhyllast indverskar hug- sjónir, sem Nietzsche skírði „sjálfsglötunartækni" (Ver- fahren zum Selbstauflösen). Sömuleiðis fór með vinskap við Wagner, þegar hann sneri sér að kristilegum óperuformum. Á þessu stigi sýnist Nietzsche standa allnær hugsjónum Karl Marx og Feuerbachs. Báðir voru sannfærðir efnishyggjumenn og fordæmdu hverja hugmynd um sálarlíf eða „andleg eftirlaun eftir dauðann" (trúarbrögðin eru ópíum fólksins" segir Marx). Báðir hvetja til uppreisnar gegn herranum — í hvaða mynd sem hann kemur fram. — Þótt Nietzsche vilji ekki heyra neitt um stéttir, „þær eru tilbúningur hatursfullra anda“, og viður- kenni aðeins einstaklinga stend- ur hann með manneskju sem rís gegn kúgaranum. Frjáls andi er sá sem þorir að berjast til loka og snúa dæminu við. Guðsríki án Guðs Heiftúðlegar árásir Nietzsches beindust ekki aðeins að kristindómi, búddisma og „sókratisma" heldur einnig gegn „guðvana trúarkerfum" (Gott- verlassne Glaubensysteme). Það er hugmyndafræðin sem miðast við að framleiða „einhuga, und- irgefnar, viljalausar þræla- hjarðir". Þess konar ríki fram- kvæma „fjöldaframleiðslu ódýrra, niðurgreiddra anda“ með því móti að bæla niður ein- staklingsvilja. í kafla um „hin nýju skurðgoð" segir: „Ríkið nefnist sá kaldasti allra frost- jötna: með köldu blóði lýgur hann, er úr gini hans hljómar lygin: „Ég ríkið — er þjóðin." Þar af leiðandi eru bæði sósíal- ismi og nasismi (jafnvel þótt sá síðarnefndi hafi ekki sprottið upp af öskuhaugum samfélags- ins fyrr en 40 árum seinna) tvö hugmyndakerfi sem heimspek- ingurinn myndi hafa fyrirlitið, því þar var verið að „myrða ofurmennið er í hverjum manni blundar". En þó hefur Nietzsche mismunandi álit á þessum hug- myndafræðum. Gagnvart sósíal- isma finnur hann til samúðar, vafalaust vegna þess, að þar á hann gamla stríðsfélaga. Reynd- ar háðu þeir marxistar frelsis- baráttu gegn „gamla Guði hjá- trúar“ en síðan skildu leiðir. í staðinn fyrir gamla Guðinn, er sósíalistar voru búnir að leggja að velli, bjuggu þeir til annað skurðgoð. í sama kafla úr „Zar- athustra" tileinkar Nietzsche þessi orð „gömlu bardagamönn- unum“: „Já, einnig ykkur, sigrar hún (ófreskjan). Ykkur, sigurvegara Guðs gamla. Þreyttir urðuð þið í bardaganum og nú kemur líka þreyta ykkar nýja skurðgoði að gagni ... Allt ætlar það að gefa ykkur, ef þið bara dýrkið það: Þess vegna keypti það ljóma af ykkar dyggðum og glampa í stoltum augum ykkar ...“ En gagnvart þjóðernisstefnu almennt finnur Nietzsche til andstyggðar, hér er um „andleg- an sjúkdóm" að ræða. Um Þjóð- verja segir hann í „Gaya Sci- enza“: „Hjá því verður ekki komist, að horfast í augu við þá staðreynd, að misjöfn óveður — þ.e.a.s. mismunandi heimsku- köst — hafi skollið á anda þess- arar þjóðar. Hún þjáist af ýms- um svíðandi, þjóðerniskenndum taugasjúkdómum eða stjórn- málaþrá: Þar kemur fyrir and- franskt, andsemitískt eða and- pólskt brjálæði, en einnig hin kristin-rómantíska vitfirring, germaníska, prússneska vitfirr- ing og hvað sem þessir svörtu, blóðidrifnu blettir á þýska and- anum mega enn heita." Afstaöa Nietzsches til gyðinga í sama verkinu má lesa: í sambandi við gyðinga til dæmis. Heyrið nú þetta: „Eg hef aldrei hitt Þjóðverja með jákvæða af- stöðu til gyðinga, eða nokkra samúð, þrátt fyrir það, að allir voru jafnan reiðubúnir að af- neita gyðingahatri." f verkinu „Ecce homo“ víkur Nietzsche aftur að gyðingum: „Hvað á Evrópa gyðingum að þakka? Margt, bæði gott og illt, en umfram allt eitt: Höfðing- leika siðgæðisins, mannvirðingu á háu stigi, en ekki síst sjálfs- virðingu. Leitina að óendanleika og alla rómantíkina sem opin- berar sig með háspekilegri list í því, að leggja fram siðfræði- legar spurningar." í öðrum kafla í „Gaya Sci- enza“ þar sem hann fjallar um einkenni þjóða og kosti þeirra, segir Nietzsche ennfremur: „Ekki fleiri gyðinga, lokið hurðunum að austri. Þannig skipar þjóð, sem er veik í eðli sínu og óviss: hún óttast að verða sópað burt, þurrkuð út af sterkari kynþætti. Gyðingar sem búa nú á dögum í Evrópu, eru þrátt fyrir allt meðal sterk- ustu, hraustustu og hreinustu kynþátta, það er enginn vafi á því. Þeir kunna að láta fyrirtæk- in sín blómstra, jafnvel undir verstu kringumstæðum (reynd- ar tekst þeim það betur þá en á góðum tímum) og það allt með hjálp dyggða, sem margur vildi kalla lesti. Þeir eru fyrst og fremst játendur trúar, sem þeir þurfa ekki að skammast sín fyrir og sömuleiðis þurfa þeir aldrei að þola skammir eða refs- ingar út af nýstárlegum hug- myndum um trú sína: Þeir breytast aðeins, um leið og þeir þurfa þess, á sama hátt og rússneska keisaradæmið nam lönd og breiddist út: líkt og keis- aradæmi sem hefur nógan tíma og var ekki fætt í gær — nefni- lega eftir mottóinu: eins hægt og unnt er ... ... Þeir sem við köllum nú á dögum „þjóð“ í Evrópu, eru í raun og veru heldur „res facta“ (tilbúinn hlutur) en „nata“ (náttúrulegur), en þeir eru afl í þróun, ungt og þrungið lífi, létt í hreyfingu og tilfærslu, en ekki kynþáttur. Víst er að gyðingar gætu ,ef þá langaði til þess, eða ef þeir væru hvattir til þess (eins og andsemítistar virðast vona), náð yfirráðum, meira að segja völdum í Evrópu, en þeir hafa þó engin áform þar um. Þessum mörgu blaðsíðum (hér voru aðeins útdrættir) um gyð- inga þjappaði Nietzsche svo saman í tvær kraftmiklar línur í Zarathustra: „Skaparar voru þeir, sem skópu kynþætti með því að sam- eina í mönnum trú og þrá: þann- ig þjónuðu þeir lífinu." Það er þess vegna rangt að halda að heimspekingurinn hafi verið á móti öllum trúarbrögð- um. Hann réðist eingöngu á þau kerfi sem gera menn að raun- verulegum eða andlegum aum- ingjum; kerfin sem „myrða ein- staklinginn" eða „fórna honum fyrir skurðgoð". Það má vera al- múginn, hin litlausa, viljalausa hjörð í kommúnistalöndunum eða líka „fórnarlömb Guðs gamla" og „hans Frelsara". En einu verð ég þó að bæta við. Nietzsche hefði ábyggilega for- dæmt flesta lífshætti okkar, eins og þeir koma fram á Vest- urlöndum nú á tímum, þar sem einhliða áróður fyrir lífsmunaði (sbr. auglýsingar og heilaþvott um sólarparadísir og lúft líf) og bættum kjörum stuðlar að því að skapa neytendamassa sem lætur algjörlega stjórnast af auglýsingum og tísku og fram- leiðendur geta misnotað að vild. Hve margir halda að hamingjan finnist hvergi annars staðar en í kraðaki yfirfylltra baðstranda? Þar er verið að heilaþvo þjóðir til þess að gera menn að „góð- um“, hlýðnum þegnum gull- kálfsins, að þrælum tilbúinna, fyrirfram mótaðra hugmynda. Erlendur Jónsson Borgar- líf Þú! — lítiÖ, fölt blóm í klettaskoru — þú sérð aöeins gráa veggi, kalda veggi. Himinninn: mjó ræma yfir höfði. Jörðin: dimmur kjallari. Andartak beinir sólin geislum niður til þín. Þig langar að faðma hana, fylgja henni, elska hana. En fætur þínir hafa skotið rótum í hörðu malbiki. Skuggar flökta fyrir augum. Og gráir, kaldir veggir halda áfram að umlykja þig. Haukur Hólm Nótt í Reykjavík Glampi á götu í rigningunni frá skini ljósastaursins og gegnblautt dagblað með fréttum gærdagsins hlær. Á rúðum verslananna tel ég dropana einsog perlur í fjársjóði. í Austurstræti lokkar pylsuvagninn, „Eina með öllu“ „Lítinn hráan“. Tómt fótatak mitt bergmálar í veggjum Seðlabankans og Morgunblaðshallarinnar. Heim að sofa með sæng án sængurvers. 22/7 ’81. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.