Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 14
Mazda 626 Bíll sem þykir sæta nokkrum tíöindum og safnar aö sér viöurkenningum í Bandaríkjunum, Þýzkalandi og heimalandinu Samdrætti í efnahagslífi heimsins hafa bflaframleiðend- ur hvarvetna svarað með tækni- lega betri bflum en áður hafa þekkzt. Það er varla langt frá sanni, að Þjóðverjar og Japanir hafi forustuna sem stendur; beztu bflar hvorra tveggja eru frábær tæki, sem bílaiðnaðurinn annarstaðar tekur mið af. í fyrstu hjuggu Japanir árangurs- rík strandhögg í Bandaríkjunum og víðar með einskonar smækk- uðum útgáfum af amerískum bfl. Síðar tóku þeir að stæla Evrópuframleiðendur, en nú má segja að japanskur bflaiðnaður sé miklu óháðari fyrirmyndum en áður og ugglaust ekki langt í að aðrir fari að stæla Japani í þessu efni. Sá nýr bíll frá Japan, sem mesta athygli vekur nú um stundir, er líklega Mazda 626, sem fengið hefur merkar viður- kenningar. Ætti að nægja í því sambandi að vitna til sam- keppni bandaríska bílablaðsins Motor Trend, þar sem leiddir eru saman nýir, innfluttir bílar til Bandaríkjanna og einn þeirra útnefndur Import Car of the Year, eða bíll ársins miðað við innflutta bíla. Það eru atvinnu- menn í bílaprófun, sem gefa stig fyrir nánast allt sem máli skipt- ir og stigin eru síðan lögð sam- an. Mazda 626 vann þarna með yfirburðum. Hitt er kannski ekki síður eft- irtektarvert, að þessi umræddi bíll fékk hæstu einkunn í fyrsta riðli um Evrópubikar þann, sem þýzka bílablaðið Auto Zeitung veitir. í fyrsta lagi er það eftir- tektarvert vegna þess að þýzk blöð hafa verið hlutdræg og hörð í afstöðu sinni gegn jap- önskum bílum — og í annan stað vegna þess að Mazda 626 sigrar þarna sjálft þýzka oska- barnið, Mercedes Benz 190, nýja smábílinn frá Benz, sem hefur verið lofsunginn ákaflega. Að Mazda 626 skuli fá hærri ein- kunn er ennþá undarlegra í ljósi þess, að bíllinn kostar 17 þúsund mörk í Þýzkalandi, en Benz 190 kostar 27 þúsund mörk. Mazda 626 verður síðar borinn saman við sigurvegarana úr fjórum öðrum riðlum og verður fróðlegt að sjá, hvernig honum vegnar þar. Til viðbótar má geta þess, að í Japan var Mazda 626 kjör- inn bíll ársins. Fljótt á litið vekur Mazda 626 ef tií vill ekki mikla athygli, því teikningin er mjög „fúnksjónar og öll áherzlan á hreinar línur og einfaldleika. Hér er ekkert barok á ferðinni; mætti kannski segja að þýzkur strangleiki ein- kenndi hann frekar, en þó er ekki hægt að sjá, að þarna sé um að ræða stælingu á einu eða neinu. Ef eitthvað mætti finna' að hönnuninni, væri það kannski einna helzt, að ákveðinn og auðþekkjanlegan persónu- leika skorti. Það skal þó undir- strikað, að hér hefur smekkvísi og formskyn ráðið ferðinni og nú er allt gert til þess að ná hagstæðum vindstuðli; hjól- kopparnir loka hjólskálinni al- veg til dæmis. Hönnunin að innan er veru- lega góð og ásamt með frágangi jafnast hún á við flest fyrir utan vönduðustu þýzku bílana. Mæla- borð og stýri eru með sérstökum svip, sem Japanir eiga sjálfir, en nýtt smáatriði hefur verið feng- ið að láni hjá Citroén, nefnilega stjórntæki í klasa báðum megin við stýrið það er þó aðeins með því sniði í coupé- og hatchback- gerðunum. Sætin eru góð og hátt undir loft í fjögurra dyra bílnum, en að mínu mati ófull- nægjandi hæð á coupé-útgáf- unni og hatchback-gerðinni, sem opnast öll að aftan og væri óskalausn fyrir marga. Aftur- sætið er tvískipt og hægt að leggja helminginn fram, eða sætið allt, og opnast þá flutn- ingsrými aftur í skottið. Það er annars fleygformið, sem í heild einkennir útlitið og er sam- kvæmt nýjustu kenningum um loftmótstöðu. Þessi fleygmynd- un er ennþá augljósari á coupé- gerðinni, sem telja má verulega vel teiknaðan bíl. Um stærðina er það að segja, að Mazda 626 er 4,43m á lengd og 169 cm á breidd, eða ögn styttri en Saab 900 og BMW 520 til dæmis og nákvæmlega jafn stór og Toyota Cressida. Hann er búinn fjögurra strokka vél og er önnur gerð hennar 81 hestafl en hin 102. Vélin er þverstæð og drif er á framhjólum. Skipting er í gólfi og annaðhvort fjögurra eða fimm gíra kassi, eða sjálf- skipting. Bensíneyðsla sam- kvæmt upplýsingum verksmiðj- unnar er 7—11 lítrar á hundrað- ið. Hámarkshraðinn með stærri vélinni er 170 km á klst. og viðbragðið samkvæmt mæling- um Motor Trend er 11,6 sek. í hundraðið. ** Um tæknilegan búnað er að öðru leyti það að segja, að Mazda 626 er með tannstang- arstýri, sem fær hæstu einkunn; er nákvæmt, mjög stöðugt og mátulega létt. Það er vökvastýri og minnkar vökvahjálpin eftir því sem hraði bílsins vex í akstri og þykir það mjög jákvætt. Nú eru fáanlegir rafeindastýrðir demparar eða höggdeyfar og hægt að velja um þrjú mismun- andi stig með rofa í mælaborði. Ugglaust er þetta það sem koma skal, en í normalstöðu heldur fjöðrunin eðlilegri mýkt í inn- anbæjarakstri og á slæmum vegum. Annar valkostur er sá, að fjöðrunin helst mjúk uppí 80 km hraða, en verður eftir það stífari. Þriðji kosturinn er stíf fjöðrun miðuð við hraðaakstur á malbiki. Mazda 626 er fyrsti bíllinn í heiminum, sem býður uppá þennan búnað. Fjöðrunin er sjálfstæð á öll- um hjólum; langar McPherson- gormafjaðrir að framan og gormar einnig að aftan. Fjöðr- unin er í heild góð, og nýtt, tvö- falt hemlakerfi er bæði létt og fljótvirkt. í mælaborði er benz- ínsparnaðarmælir, sem alltaf fylgir dýrari gerðinni, GLX. Þar eru tvö ljós sem gefa ökumanni til kynna, þegar hagkvæmast er að skipta upp og þegar benzín- gjöf er of mikil miðað við hraða. Talið er að þessi búnaður geti verulega sparað bensín, sé hann notaður rétt. Oft vill gólfskipt- ing á framhjóladrifnum bílum verða heldur óskemmtileg, vegna þess að gírstöngin er ekki í beinu sambandi við gírkass- ann. Gírskiptingin í Mazda 626 er að vísu ekki jafn framúrskar- andi og hún er í sumum jap- önskum bílum með afturhjóla- drifi, en losarabragurinn, sem oft vill einkenna þessa tegund af skiptingu, er alls ekki fyrir hendi og engin ástæða til að kvarta yfir henni. Það er almennt viðurkennt, að lakkið og undirvinnan á því sé veikasti hlekkurinn í mörgum japönskum bílum og það er hreinlega óframbærilega lélegt á sumum þeirra. Þegar komið er við Mazda 626 að utan, leynir sér ekki, að málmurinn er næf- urþunnur; svo þunnur, að hann lætur nánast undan fingri. Um endingu lakksins er hins vegar engin leið að dæma á þessu stigi; þar verður reynslan að skera úr. Hver sá ökumaður, sem vanur er að aka allskonar ólíkum bíl- um, finnur strax á fyrstu 100 metrunum, að Mazda 626 hefur eitthvað umfram flesta jap- anska bíla. Vélin er geysilega lífleg og vinnslan eftir því. Reyndar er bíllinn svo hvetjandi til hraðaksturs, að margir munu freistast til að hleypa honum helzt til hressilega yfir lögleg mörk. Óhætt er að segja að hann liggur eins og klessa og ökumað- ur hefur ávallt góða öryggistil- finningu. Að sumu leyti minnti Mazda 626 mig mest í akstri á þann nýja Citroén BX, sem er nú nýkominn til landsins. Útlit og frágangur minnir þó meira á þýzka bíla. Verðið er um 265 þúsund þegar þetta er skrifað, og er víst óhætt að segja, að fyrir það verð yrði seint hægt að finna betur búinn bíl. GS 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.