Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Page 2
Magnús Helgason Og - Kennaraskóli Islands eftir Lýð Björnsson Námskeióshald hefur verið snar þáttur í starfi skólans á stundum, einkum hin síðari ár. Dagana 15. maí til 26. júní árið 1914 var eitt slíkt námskeið haldið. Þátttakendur voru 26 starfandi kennarar og kenndar voru 56 st. á viku. Á myndinni sjást m.a. kennarar skólans (nr. 2—6 f.v. í miðröð) Jónas Jónsson frá Hriflu, Magnús Helgason skólastjóri, dr. Ólafur Danielsson, Sigfús Einarsson tónskáld og Þórarinn B. Þorláksson listmálari. f efstu röð sjást m.a. Magnús Pétursson og Stefán Jónsson (nr. 3—4 f.v.). í baksýn er skólahúsið frá 1908. Saga kennaramenntunar á ís- landi er ekki iöng. Hún hófst með vornámskeiði sem haldið var árið 1892 að frumkvæði Flensborgarskóla í Hafnarfirði og skólastjóra hans, Jóns Þórar- inssonar. Námskeið af þessu tagi voru haldin hin næstu ár. Skólaárið 1895—1896 fékkst ekki nægileg þátttaka og varð þá ekkert úr námskeiðshaldi. Þráðurinn var tekinn upp á nýj- an leik á næsta skólaári. Þá var stofnað til eins vetrar fram- haldsnáms fyrir kennaraefni við gagnfræðaskólann í Flensborg. Kennaradeild þessi var síðan starfrækt með áþekku sniði allt til vordaga árið 1908. AIIs út- skrifaðist 121 maður frá kenn- aradeildinni í Flensborg, 111 karlar og 10 konur. Stofnun kennaradeildarinnar í Flensborg markar raunveru- lega upphaf kennaramenntunar á íslandi og vafalítið hefur dýrmæt reynsla fengist með starfrækslu hennar. Sérstök löggjöf var ekki sett um starf- semi þessarar deildar. Mun orsökin sú að menn voru ekki með öllu á eitt sáttir um fyrir- komulag og aðsetur slíkrar stofnunar. Ur þessu var bætt með lögum um Kennaraskóla ís- lands, nr. 63 frá 22. nóvember árið 1907. Þar var kveðið á um að skólinn skyldi starfræktur í Reykjavík og vera þriggja vetra skóli. Eftirtaldar kennslugreinar skyldu kenndar við skólann: ís- lenska, danska, saga, landa- fræði og náttúrufræði, þó eink- um það er ísland snerti, reikn- ingur, rúmfræði, skrift, teikning, handavinna, leikfimi, söngur, kristinfræði, uppeldis- og kennslufræði og kennsluæf- ingar. Heimilt var að taka upp kennslu í garðyrkju og mat- reiðslu. Kennarar skyldu vera þrír að skólastjóra meðtöldum. Bæjarstjórn Reykjavíkur út- hlutaði kennaraskólanum lóð „norðan og austan Laufásveg- ar“ í janúarmánuði árið 1908. Sáralítil byggð var þá þar í grennd, aðeins þrjú hús. Skóla- húsið var síðan byggt sumarið 1908 og tekið í notkun Jjá um haustið. Kennaraskóli Islands var síðan settur f fyrsta skipti hinn 8. október árið 1908. Skól- inn sem stofnun og skólahúsið eiga því 75 ára afmæli hinn 8. október næstkomandi. Á slíkum stórafmælum ber að 5Í2Ídr2 VÍð og færa brautryðjendum-, eÍH- staklingnn; Og stofnunum, þakk- ír fyrir mikilsvert framlag. Kennaraháskóli íslands, arftaki Kennaraskóla íslands, mun á ýmsan hátt minnast tímamót- anna árið 1908 og starfsins síð- an nú á þessu hausti. Þessi grein er á hinn bóginn rituð í minn- ingu þess manns sem stýrði Kcnnaraskóla íslands fyrstu tvo áratugina og átti því drýgstan þáttinn í mótun hans. Lengi býr að fyrstu gerð. Hér er átt við sr. Magnús Helgason, svo sem flestum mun kunnugt. Hann var ætíð titlaður séra. Magnús fæddist í Birtinga- holti í Hrunamannahreppi hinn 12. nóvember árið 1857, sonur hjónanna Guðrúnar Guðmund- ardóttur Magnússonar, bónda í Birtingaholti, og Helga Magn- ússonar alþingismanns Andr- éssonar. Hann ólst upp í foreldrahúsum og hefur lýst uppvexti sínum í ritgerðinni „Uppeldi og heimilishættir í Birtingaholti fyrir 70 árurn", sem prentuð var í riti Magnúsar Skólaræöur (Rvík 1934). Af henni má ráða að hann var afar hændur að móður sinni > vextinuj^, íúágnús var læs orð- inn á 5. aldursári og elti þá móð- ur sína um bæinn með bók í hendi og las henni sögur. Hann gekkst og fyrir því einhverju sinni að þau systkynin geymdu sykurskammta sína frá síðari hluta vetrar og færðu móður sinni að gjöf á sumardaginn fyrsta. Hann tengdist æsku- stöðvunum traustum böndum og leitaði á vit þeirra síðar á ævinni svo oft sem tækifæri gafst. Samband Magnúsar og föður hans var og mjög gott þótt ekki væri það jafnnáið og sam- band móður og sonar. Helgi fékk eldri son sinn Guðmund, síðar prófast í Reykholti í Borgar- firði, til að kenna Magnúsi undir skóla, en Guðmundur hafði þá hafið nám við Latínuskólann. Magnús naut siðan stuðnings bróður síns fyrsta áfangann á námsleiðinni. Fararefni þeirra bræðra voru takmörkuð. Ein- hverju sinni var Helgi gagn- rýndur fyrir að hafa ekki gefið Magnúsi frakkaföt, en þau voru eins konar einkennisklæðnaður skólapilta í efri bekkjum Latínuskólans og við stúd- entspróf. „Ég vil heldur hann efst*” ávona eins og hann er en neðstan á frakka", var svar Helga. Nám í Latínuskólanum hóf Magnús haustið 1871. Námstími í skólanum var þá sex ár. Magn- ús reyndist mjög góður náms- maður og útskrifaðist vorið 1877 með hárri fyrstu einkunn (92 stigum). Hann þótti hlédrægur í skóla. Meðal bekkjarbræðra hans þar voru ýmsir þeir menn sem síðar áttu eftir að vinna mikið starf að kennslu- og kirkjumálum, t.d. Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup, og Jón Þórarinsson, síðar skólastjóri í Flensborg og fræðslumálastjóri. Öldur sjálfstæðisbaráttunnar risu hátt á þessum árum og bár- ust að vonum inn fyrir veggi Latínuskólans. Margir skólapilt- ar voru eldheitir stuðningsmenn Jóns Sigurðssonar og stefnu hans. Einhverju sinni komu þeir skeleggustu í þessum hópi sér saman um að gefa skólafélögum sínum einkunnir fyrir afstöðu til sjálfstæðismálsins og baráttugleði. Magnús Helgason fékk fremur lága einkunn og galt þar hlédrægni sinnar. Sárn- aði honum þetta og taldi ein- kunnargjöfina rar.giáta. Það liéíur hún vafalaust verið enda sýna ýmsar ritgerðir Magnúsar að hann unni mjög landi og þjóð. Harðsnúið lið hefur a.m.k. verið í Latínuskólanum á þessum ár- um ef hann hefur haft deigastan vilja til að leggja sig fram í sjálfstæðisbaráttunni. Að loknu stúdentsprófi hélt Magnús heim í Birtingaholt og stundaði þar heimakennslu næstu tvö árin. Síðan lá leiðin í Prestaskólann, en nám þar hóf hann haustið 1879. Mælt er að vistin í Latínu- skólanum hafi engin áhrif haft á þá ákvörðun og var nám til prests þó talið eðlilegasta fram- haldsnámið í þann tíð. Magnús taldi trúarlíf í skólanum dautt og dofið, húslestrana og kirkju- göngur annan hvern sunnudag verri en gagnslausa og kennslu í kristnum fræðum í skólanum koma að litlum notum. Viðhorf Magnúsar til kristindóms- fræðslu kemur glögglega fram í ræðu sem flutt var á kennara- fundi í Hafnarfirði árið 1906, „Kristindómsfræðslan", en þar segir svo m.a.: „En ef kristin- dómurinn á að hafa þessi áhrif á þjóðina, ef hann á að gera börn hennar að vönduðum og sam- vfeRugÖffiUm mönnum, koma þeim til að elska sannleika og réttvísi í hverju máli, og vilja hver öðrum hvatvetna gott, gefa þeim þrótt til að starfa, þol til að líða, án þess að bugast, halda vakandi hjá þeim glaðri von um eilífa framför og sigur hins góða í lífi og dauða — ef kristindóm- 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.