Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Blaðsíða 3
urinn á að geta þetta allt, þá verður hann að verða meira en innantóm þekking á trúarlær- dómum og siðalærdómum kirkj- unnar; þessir lærdómar verða líka að gagntaka hjörtun, til- finningalíf og viljalíf." Námið í Prestaskólanum stundaði Magn- ús af kappi og útskrifaðist það- an árið 1881 með einhverju hæsta prófi, sem þá hafði verið tekið við skólann (52 stig). Næstu tvo vetur stundaði Magn- ús kennslu, hinn fyrri á Eyrar- bakka og hinn síðari við Flens- borgarskóla. Hann staðfesti ráð sitt árið 1882 og kvæntist Stein- unni Skúladóttur Thorarensen, læknis á Móeiðarhvoli. Ekki stundaði Magnús Helga- son lengur kennslustarf en í tvö ár að þessu sinni enda hafði hann búið sig undir annað lífs- starf. Hann vígðist prestur til Breiðabólsstaðarþinga á Skóg- arströnd á annan í hvítasunnu árið 1883 og vitjaði kallsins samsumars. Þar vegnaði hinum unga presti vel og samband hans við sóknarbörnin var með þeim hætti að ætla mátti að hann yndi þar lengi. En „í átt- hagana andinn leitar". Árið 1885 fékk sr. Magnús veitingu fyrir Torfastöðum í Árnessýslu. Brauð þetta þótti lakara en Breiðabólsstaðarþing. Það var tekjurýrasta brauð í Árnespró- fastsdæmi, víðlent og erfitt yfir- ferðar. Jörðin var í hálfgerðri niðurníðslu og húsakynni léleg. Þau hjónin tóku óspart til hand- anna hin næstu ár bæði við jarðabætur og menningarmál. Tún jarðarinnar var sléttað og hús öll reist að nýju. Dugnaður við búskap hefur svo lengi sem rakið verður aukið virðingu sóknarpresta og auðveldað þeim að ná til sóknarbarna í sveitum landsins. Hér kom þó fleira til enda rækti sr. Magnús ýmis önnur störf með ágætum en búskap og boðun fagnaðarerind- isins. Ný kirkja var reist að Torfastöðum. Félagsmál voru sóknarprestinum hugleikin. Hann beitti sér fyrir stofnun vátryggingarfélags um stórgripi með hliðsjón af fyrirmynd úr lögum frá þjóðveldisöld (Grá- gás), vann að stofnun jarðabóta- félags og rjómabús og var einn af hvatamönnum að stofnun Kaupfélags Árnesinga árið 1888 og sat í stjórn þess félags. Óget- ið er enn afhafna hans á sviði menntamála í prestakallinu. Sr. Magnús lagði áherslu á að börn hæfu lestrarnám sex ára að aldri og fylgdist vel með fram- förum þeirra á þessu sviði í hús- vitjunarferðum sínum sem hann stundaði af kostgæfni. Barna- próf voru haldin í sérhverri kirkju prestakallsins vor hvert. Fermingarbörn dvöldu á heimili prestsins um hálfs mánaðar skeið fyrir fermingu, og síðari hluta vetrar hélt hann námskeið { íslenskum fræðum fyrir ungl- inga og þeim að kostnaðarlausu. Sú fræðsla hefur væntanlega farið fram víðar en í kennslu- stundum. Kvöldvökur voru haldnar á Torfastöðum. Þá las húsbóndinn upp úr fornsögum °g öðrum bókmenntum eða end- ursagði þessi verk. Brugðið var á fleiri ráð en skólahald til að auka menntun sóknarbarnanna. Presturinn beitti sér fyrir stofn- Magnús Helgason, 25 ára að aldri. Magnús Helgason. Bærinn í Birtingaholti. Myndin frá 1890. un lestrarfélags og starfaði það í þremur deildum. Á heyönnum árið 1904 bar óvæntan en sjálfsagt kærkom- inn gest að garði á Torfastöðum. Þetta var Jón Þórarinsson, skólastjóri í Flensborg og fyrr- verandi bekkjarbróðir Magnús- ar. Ekki var hér einvörðungu um kurteisisheimsókn að ræða. Erindið var að falast eftir Magnúsi til kennslu við Flens- borg, en Jóhannes Sigfússon var þá ráðinn í að fara frá skólanum og ráðast til starfa við Mennta- skólann í Reykjavík. Jón gat ekki boðið upp á góð kjör, aðeins 1.600 kr. í árslaun. Mælt er að Jón hafi látið fyrirheit um stöðu forstöðumanns við fyrirhugaðan kennaraskóla fylgja umleitan sinni. Magnús tók sér umhugs- unarfrest og leitaði þá einveru líkt og vitrir menn tíðkuðu forð- um. Ekki leið þó langur tími þar til hann ákvað að verða við til- mælum Jóns Þórarinssonar. Sr. Magnús Helgason hóf kennslu í Flensborg haustið 1904 og rækti þann starfa þar til hann tók við skólastjórn í Kennaraskóla ís- lands fjórum árum síðar. Nútímamanni kann að þykja kynlegt að prestslærður maður var ráðinn fyrsti skólastjóri þessarar stofnunar. Svo er þó ekki við nánari athugun. Prest- ar landsins börðust á síðustu tugum 19. aldar einarðlega fyrir umbótum í menntamálum á ís- landi. Þeir höfðu auk heldur haft á hendi umsjón með krist- indómsfræðslu og lestrarkunn- áttu landsmanna í hartnær eina og hálfa öld og vissu því flestum betur hvar skórinn kreppti á þessu sviði um síðastliðin alda- mót. Árið 1958 var gefin út bók í tilefni af hálfrar aldar afmæli skólans, Kennaraskóli íslands 1908—1958. Þar eru prentaðar minningar allmargra nemenda skólans um skólavistina. Þeim ber saman um að sr. Magnús hafi verið ágætur stjórnandi og vinsamlegur nemendum sínum. Miklum hlýleika í garð skóla- stjórans andar frá þessum minningabrotum. Hann virðist hafa verið mótfallinn beitingu margra og flókinna reglna í skólastarfi enda er talið að sum- ir hafi talið hann skorta strangleika. Bjarni Bjarnason, síðar skólastjóri á Laugarvatni, kveðst t.d. ekki muna eftir nema einni áminningu sem nemi mátti sæta í skólanum í hans skólatíð. Sami maður staðhæfir að þá hafi enginn í skólanum viljað gera skólastjóranum á móti skapi að yfirlögðu ráði og þetta hafi skólastjóri vitað. Agi hans hefur því fremur verið í ætt við fjöturinn Gleypni en Læðing eða Dróma. Sr. Magnús hafði mikil samskipti við nem- endur, hvatti þá til íþrótta- iðkana og til að halda skemmti- samkomur með upplestri og dansi í skólahúsinu á laugar- dagskvöldum. Hann flutti stundum hugvekjur á slíkum samkomum að beiðni nemenda. Ýmsar þeirra voru síðar prent- aðar í bókinni Kvöldræöur í kennaraskólanum (Rvík 1931). Þekktust þeirra allra er endur- sögn sr. Magnúsar á fornsög- unni um Hagbarð og Signýju, Signýjarhárið. Sú frásögn var síðar tekin upp í lestrarbækur og er því flestum landsmönnum að góðu kunn, a.m.k. þeim sem komnir eru yfir miðjan aldur. Margir hæfileikamenn kenndu við skólann í stjórnartíð sr. Magnúsar, t.d. dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði, dr. Olaf- ur Daníelsson og Sigurður Guð- mundsson, síðar skólameistari á Akureyri. Sama verður upp á teningnum, ef lið æfingakenn- ara á þessum árum er kannað. Fyrstu æfingakennarar skólans voru þau Halldóra Matthías- dóttir (1908—1909), Jónas Jóns- son frá Hriflu (1909—1918), Ás- geir Ásgeirsson, síðar forseti, (1918—1920) og Steingrímur Arason. Þessi upptalning sýnir að sr. Magnús Helgason kunni ágætlega þá list að velja sér hæfileikamenn til samstarfs. Sá eiginleiki er hverjum skóla- stjóra hin mesta nauðsyn. Kennslu stundaði sr. Magnús jafnhliða skólastjórn. Kennslu- greinar hans voru þrjár, krist- infræði, saga og uppeldisfræði. Vikið hefur verið að viðhorfi sr. Magnúsar til kristinfræði- kennslu fyrr í þessu greinar- korni og skal það ekki endurtek- ið. Fyrirlestrar hans um söguleg efni, sem prentaðir eru í Kvöld- ræöum, benda eindregið til þess að hann hafi í kennslu sinni reynt að rekja orsakatengsl sög- unnar án þess að skella skuld- inni af því sem miður fór4 ein- hvern tiltekinn blóraböggul. Hið síðara var þó mjög í tísku á þessum árum. Þjóðerniskenndar gætir mjög í fyrirlestrum sr. Magnúsar en þó er lítið um hnjóð í garð annarra þjóða. Ær- in verkefni biðu íslensku þjóðar- innar á morgni tuttugustu ald- arinnar. Allar þjóðir hafa undir slíkum kringumstæðum reynt að virkja þjóðerniskenndina og oft með góðum árangri. Til álita kemur að þeir samstarfsmenn- irnir, sr. Magnús og Jónas frá Hriflu, hafi markvisst boðað þjóðernisstefnu til að hvetja landa sína til að lyfta Grettis- tökum. Áhrif kennslu þeirra og kennslubóka eru þó augljós hverjum þeim manni sem kann- ar sögu áranna fyrir lýðveldis- stofnunina árið 1944. Uppeldisfræðin var í barns- skóm á þessum árum. Lítið hafði verið ritað um greinina á íslensku. Sr. Magnúsi var því ærinn vandi á höndum enda þurfti að íslenska hinn mesta fjölda af hugtökum. Hann studdist einkum við kennslubók á dönsku í fyrstu, Grundtræk af pædagogikken eftir C.L. Wilk- ens, og þótti sú þung aflestrar og bæði þurr og strembin. Svava Þorleifsdóttir, sem lauk námi vorið 1910, kveður þessa erfið- leika hafa horfið í kennslu- stundum hjá sr. Magnúsi enda hafi hann notað kennslubókina sem grind eða yfirlit er hann hafi fyllt með lífi og lit. Síðar samdi sr. Magnús kennslubók í greininni fyrir kennaraskólann, Uppeldismál (Rvik 1919). í for- mála kveðst hann einkum hafa stuðst við ritið Anschauungs- Psychologie eftir E. Martig, kennaraskólastjóra í Hofwyl í Bern við samningu bókar sinnar, en athygli vekur að sr. Magnús leitar alloft til íslenskra fornrita um dæmi. Þá vekur málfarið á bókinni verulega at- hygli en það er mjög gott og laust við tyrfni og stofnanamál. Hér gefst ekki kostur á að segja ýtarlega frá efni þessarar bókar enda brestur þann er á penna heldur ýmsar forsendur til slíks. Nokkur dæmi verða því að nægja. Sr. Magnús hefur eftir- farandi að segja um markmið uppeldisins: „Uppeidið á að stuðla að því, að hvert barn verði svo mikill maður og góður, sem því er áskapað að geta orðið. Það verður því að hlynna að þroska barnsins, líkamlegum og andlegum, í öllum grein- um ... Ekki svo að skilja, að varna eigi börnum vinnu og fyrirhafnar. Þvert á móti, áreynsla er höfuðskilyrði þroska, líkamlegs og andlegs. En á barnsaldrinum þarf að miða vinnuna við hæfi barns- ins ... Til þess þarf hún að vera bæði hæfilega erfið og fjölbreytt." Hér er lögð áhersla á rétt hvers einstaklings til að fá kennslu við hæfi. Þessi réttur hefur verið tryggður með lög- gjöf hvað svo sem segja má um framkvæmd hennar. Meginboð- orð kennslufræðinnar voru tvö Frh. á bls. 16 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.