Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Blaðsíða 6
Njólaskógur og flugvallarferðir RÁI3I3 / sumar hefur verið gert gróðurátak umhverfis Miklatorg í Reykjavík. Sáð var í ljótan malarreit og honum breytt í fagurgræna flöt. Sunnan við Hafnarfjarðarveginn hefur óhrjálegu svæði með- ai annars verið breytt í athafasvæði fyrir bíla- sölu. I Öskjuhlíðinni norðanverðri hafa ungmenni unnið að hreinsun og ræktun og meira að segja hefur verið snyrt umhverfis vegarspottann sem liggur frá Hafnarfjarðarvegi upp að hitaveitu- geymunum. Allt er þetta til mikilla bóta og sömu sögu er að segja um hin glæsilegu skilti með götuheitum sem sett hafa verið upp til að auð- velda mönnum að rata um ýmsar af helstu um- ferðaræðum höfuðborgarinnar. Hafa borgaryfir- völd staðið hér vel að verki. Menn sjá það best eftir að slíkum þarfaverkum hefur verið hrundið í framkvæmd, hve nauðsyn- leg þau eru. Þess vegna vekur það jafnan undrun hve lengi þau dragast. Nú eru til dæmis nokkur misseri liðin síðan Grænuborgin var rifin, en hún stóð á jaðri Landspítalalóðarinnar við Miklatorg. Fyrir fáeinum dögum var hafist handa við að ganga frá lóðinni þar sem Grænuborgin stóð. Að vísu sjást þess víða merki á svæðinu milli Miklatorgs og Njarðargötu að þar á eftir að ganga endanlega frá lóðum og skipulagi. Óræktin í suðurhlíðum Hringbrautarinnar blasir við öllum sem eiga leið um Umferðar- miðstöðina og njólaskógurinn stækkar með hverju árinu sem líður. Njólinn er raunar helsta gróðureinkenni leiðanna til og frá flug- vellinum, en hann hefur aldrei verið talinn neitt sérstakt tákn um snyrtimennsku. Ógjörningur er fyrir Reykvíking að setja sig í spor þeirra sem koma til heimabyggðar hans í fyrsta sinn, síst af öllu útlendinga. Komi þeir með flugvélum og taki enginn á móti þeim á Keflavík- urflugvelli fara flestir útlendir gestir til landsins með rútum frá flugvellinum til Hótels Loftleiða sem er fyrsti áfangastaður þeirra í höfuðborg- inni. Rútuferðin sjálf er að öllum jafnaði þægileg, bílarnir góðir og Keflavíkurvegurinn greiðfær. En það þarf oft mikið langlundargeð við flug- stöðvarbygginguna á Keflavíkurflugvelli á meðan beðið er eftir því að allra síðasti farþeginn komi út úr byggingunni með töskurnar sínar. Um hádegisbilið föstudaginn 16. september hélt ég af stað frá Halifax á Nova Scotia til Reykjavíkur. Klukkan 12.40 átti rúta að aka fram hjá hótelinu og taka þá gesti sem vildu komast út á flugvöll sem er álíka langt frá borginni og Keflavíkurflugvöllur frá Reykjavík. Ég fór út úr hótelinu um 12.30 og tók mér stöðu á gangstétt- inni andspænis anddyri þess, þar sem mér hafði verið sagt að rútan stansaði á leið sinni út á flugvöll. Ég hafði tæplega lagt töskurnar frá mér við götubrúnina þegar leigubifreið með tvo far- þega renndi upp að mér og bílstjórinn kallaði til mín, hvort ég ætlaði út á flugvöll. Égjánkaði því. Hann bauð mér þá far þangað fyrir sama verð og það myndi kosta með rútunni — 138 krónur. Ég tók boðinu og voru hinir farþegarnir jafn ánægðir með þessa þjónustu og ég. Skildist mér á bílstjór- anum að það væri oft sem hann gerði þetta. Mér hafði verið sagt á hótelinu að það kostaði um 450 krónur að taka leigubíl út á flugvöllinn en sá sem ók okkur hafði 414 krónur upp úr ferðinni og var ánægður með sinn hlut. Klukkan var rúmlega 6.30 að morgni laugar- dags þegar vélin frá New York lenti á Keflavíkur- flugvelli. Töskurnar mínar komu fljótt og rúm- lega sjö var ég kominn út í rútuna. Ætli ég hafi ekki beðið um fjörutíu og fimm mínútur eftir því að rútan legði af stað. Eg heyrði að vélin sem ég kom með var tilbúin til brottferðar á undan rút- unni, því að kallað var á farþega og þeir beðnir að ganga út í vélina til Luxemborgar. í rútuna var einnig safnað farþegum sem voru að koma frá Chicago en vélin þaðan kom skömmu á eftir New York-vélinni. Áhafnir voru fluttar í bæinn með minni rútum oggekk brottför þeirra greiðlega, en einmitt á þessum tíma á morgnana koma margar rútur á flugvöllinn frá Reykjavík með farþega sem eru að yfirgefa landið. Bið okkar farþeganna virtist aldrei ætla að ljúka en mikið var ég feginn þegar ég sá að hún var ekki lengd með því að bifreiðarstjórinn innheimti 85 krónurnar sem farið kostar heldur var það gert við komuna til Reykjavíkur. Er þar um ánægjulega framför að ræða, því að oft tók það á taugarnar að sitja í bílnum meðan farþegarnir reiddu fram hinar ólíklegustu myntir. Margir farþeganna voru áreiðanlega að koma til stuttrar dvalar hér á landi og nýttu sér kosta- boð Flugleiða um viðdvöl á leiðinni yfir hafið. í þeirra huga er hver mínúta vafalaust dýrmæt. Er ekki að efa að þolinmæði þeirra var þrotin eins og mín loksins þegar rútan lagði af stað frá flug- stöðvarbyggingunni. Meirihluti farþeganna kom í rútuna um líkt leyti. Ogfleirum en mér hlýtur að hafa þótt súrt í broti að ekki skyldu vera hafðir fleiri en einn bíll undir farþegana eins og áhafn- irnar. Eftir heimkomuna hef ég síðan spurst fyrir um þá þjónustu sem HreyfiII auglýsti í sumar, að bifreiðir frá stöðinni flyttu farþega til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir ákveðið sætagjald eins og leigubifreiðarstjórinn í Halifax. Samkvæmt upplýsingum Hreyfils kostar farið núna 370 krón- ur á manninn, þannig að bílstjórinn fær 1110 kr. flytji hann þrjá farþega. Mér skilst að vegna svæðaskiptinga milli leigubifreiðastöðva megi Hreyfill ekki senda bíl eftir farþegum til Kefla- víkurflugvallar nema hann sé pantaður fyrir- fram. Sætagjaldið sem er óneitanlega of hátt a.m.k. miðað við rútugjaldið mætti vafalaust lækka ef leigubílarnir gætu verið öruggir með farþega í bæinn. Eg held að það hljóti að vera eins með ferðalög- in á milli Keflavíkurflugvallar og Hótels Loft- leiða og njólaskóginn sunnan við Hringbrautina og við Reykjavíkurflugvöll að ekki þurfi mikið til að kippa þessu í liðinn. Björn Bjarnason. Guillaume Apollinaire: 1909 Jón Óskar þýddi Konan var klædd boldangi bláu og bolurinn gullbryddur var gerður úr tveim hlutum tengdum á öxlum Dans var henni í augum hún brosti hún brosti Andlit hennar bar landsins lit Augun blá og tennur hvítar og varirnar rauðar Andlit hennar bar landsins lit Kjóllinn var fleginn allt í kring og uppsett var hárið og armarnir fagurnaktir Skyldi klukkan aldrei slá miðnæturstund Konan í boldangi bláu í bolnum gullbrydda og flegnum allt í kring gekk með sína lokka og gullna linda og dró sína litlu spangaskó Hún var svo fögur þú hefðir ekki þorað að elska hana Ég unni konunum hörðu í hverfunum stóru þar sem hvern dag fæddust nýjar verur og blóðið var járn og heilinn eldur Eg elskaði elskaði fólkið sem vélunum stýrði Auður ogfegurð eru einungis froðan af því Konan var svo falleg að um mig fór beygur. Guillaume Apollinaire var af pólskum og ítölskum rótum sprottinn, en óx upp í Frakklandi og orti á franska tungu. Fæddur var hann 1880, en lést innan viö fertugt, 1918, og er talið að áverki sem hann hlaut í heimsstyrjöldinni miklu sem lauk það ár hafl dregið hann til dauða. Hann var einn af frumkvöðlum nýrra viðhorfa í Ijóðum og myndum á fyrstu áratugum þessarar aldar, næmur fyrir hverskyns nýjungum. f bókum hans má meðal annars sjá vísi að þeirri „konkret"- Ijóðagerð sem seinna var farið að stunda í ýmsum löndum, þar sem ljóðið er fremur mynd á pappír en ljóð, en flest af því hefur mér sýnst lakara en í bókum hans. Mjög hreifst hann af nýjum stefnum í myndlist og skrifaði greinar kúbismanum og fútúr- ismanum til framdráttar. Einnig er sagt að orðið súrrealismi sé frá honura runniö. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.