Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Blaðsíða 9
P U N J A B Pa,i3la‘ HARYANA UTTAF RAJASTHAN ' •rsmH Trimk «03(1 Punjab, heimkynni Síkha í Norður- Indlandi. Níhangar úr hinum föstu hersveit- um Síkha eru þrautþjálfaðir her- menn og hinir vígalegustu ásýndum í blágulu einkennisbúningunum sín- um. Hinni heilögu ritningu Síkha, Adigrantha, er sýnd mikil lotning í Gullna musterinu í Amritsar. kringlóttum, þunnum flatkök- um, bökuðum í smjöri og með „raita", eins konar þunnu skyri, sem einnig er með rjómabragði og bragðast líkt og krem. Já, það leikur enginn vafi á því, að við erum komin til Punjabs, efna- hagslegs undralands Indlands. Við höfðum ekið meira en 1.500 kílómetra um eyðimerk- urnar í fylkinu Rajasthan, um land þakið grjóti, sandi og kyrk- ingslegum þyrnirunnum. Við og við höfðum við ekið um vin í eyðimörkinni, þar sem gat að líta gisna hveitiakra og maís, sem náði manni varla í öxl. Það var vart liðinn stundarfjórðung- ur frá því við ókum yfir fylkis- landamærin, og samt virtist okkur það næstum því ótrúlegt, að við værum ennþá í sama landinu. Annars vegar ein- kenndist landið af grjóti, sandi og þyrrkingslegu þyrnikjarri, en svo birtist manni — skarpt af- markað eins og við línu, sem dregin hefur verið eftir reglu- stiku — iðjagrænar lendur eins og þær gerast bestar í Evrópu, nema hvað þetta er þó Indland: þarna getur hvarvetna að líta blómlega hveitiakra með bústnu, safagrænu korni, þétt- vaxinn háan maís og hinar bylgjandi gulu breiður sólblóm- anna. Jarðvegurinn er hér um slóðir hinn sami og handan markalínunnar. Loftslagið einn- ig hið sama, á því er engan mun að finna. Atorkusamt fólk Það er fólkið, er byggir þetta indverska fylki, sem er öðru vísi. Sant Jarnail Singh Bhindranwale hefur mikil áhrif meðal Síkha, og hann er helzti hvatamaður þess, að Síkhar stofni sitt eigið sjálfstæða ríki, „Khalistan“. Að vísu kunna allir Indverjar heilan sæg af bröndurum um þessa treggáfuðu sardarja, sem séu svo ótrúlega heimskir og hinir snjöllu hindúar geti platað alveg endalaust. Sardarja- brandarar eru álíka vinsælir meðal fólks eins og Hafnar- fjarðarbrandarar eru hérlendis. En slíkar gamansögur eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Sardarnir — eða prinsar — eins og síkhar kalla sig, eru at- orkusamasta og tápmesta þjóð- arbrotið í Indlandi og hafa náð lengst í efnahagslegu tilliti. Þeir líta á sig sem hina útvöldu þjóð, og sérstök trúarbrögð þeirra mæla svo fyrir að þeir, skuli sýna öllum heiminum á áþreif- anlegan hátt, að augu Guðs hvíli með fyllstu velþóknun á þeim; þetta vilja þeir sanna með heið- arlegri vinnu og góðum árangri af starfi sínu. Þar sem velgengnin er smit- andi, hafa hindúarnir, sem eru minnihlutahópur meðal íbúa Punjabs, ekki heldur látið sinn hlut eftir liggja. 35 árum eftir að landið öðlaðist sjálfstæði sitt aftur, hefur fyrrum örfoka eyði- merkurland breyst í kornforða- búr alls Indlands. í þessu fylki vinna menn sér inn meiri pen- inga í ýmiss konar smáiðnaði og hjá meðalstórum iðnfyrirtækj- um en nokkurs staðar annars í Indlandi. Pyrir aðeins 30 árum gat Punjap-fylki ekki einu sinni brauðfætt sína eigin íbúa. Án matvælaframleiðslu Punjab- fylkis myndi nú á dögum ríkja hungursneyð um gjörvallt Norður-Indland. Enda þótt síkha-fylkið sé fjórða minnsta fylkið í indverska sambandsrík- inu framleiða íbúar þessa eina fylkis um það bil einn fjórða hluta alls þess hveitis, sem framleitt er í landinu. Sívaxandi velmegun Af hverjum 100 kg af hveiti, sem stjórnvöld í Delhí kaupa árlega til dreifingar um land allt, koma 60 kg frá Punjab- fylki svo og um helmingur allra þeirra hrísgrjóna sem stjórnin kaupir í sama skyni. Af hverjum hektara ræktaðs lands uppskera bændur í Punjab þrisvar sinn- um meira hveiti en bændur ann- ars staðar í Indlandi og sjö sinn- um meira af hrísgrjónum. Baðmullaruppskeran er einnig langt fyrir ofan indverskt með- allag. Að undanskildum sambands- svæðunum Delhí og Goa eru meðaltekjur hvers einstaklings í Punjab þær hæstu, sem þekkj- ast í öllum indversku sam- bandsfylkjunum eða um 2.360 rúpíur á mánuði, sem jafngilda rúmlega 5.500 ísl. kr. Meðalmán- aðartekjur manna í Indlandi öllu eru hins vegar aðeins 1.379 rúpíur eða tæplega 3.000 ísl kr. Ibúar Punjab-fylkis hafa meira að bíta og brenna, kaupa sér betri og vandaðri fatnað og eiga heilbrigðari börn en nokkr- ir aðrir Indverjar. 65 ára meðal- aldur íbúa Punjabs táknar að þeir verða að meðaltali 11 árum eldri en aðrir íbúar Indlands. Neyzla á mjólkurafurðum er sú hæsta, sem þekkist í landinu — um 577 gr. á mann á degi hverj- um, en í öðrum hlutum Indlands er neyzla mjólkurafurða aðeins 124 gr. á mann daglega. Þá má einnig láta þess getið, að áfengisneyzla Punjab-búa er sú mesta, sem þekkist í gjör- vallri Suður- og Suðaustur-Asíu. Punjabar drekka um 290 millj- ónir lítra af brennivíni á ári, og áfengisneyzlan er því miklum mun meiri en það sem tíðkast jafnvel á Norðurlöndum. Þessar tölur um áfengisneyzlu Punjab- búa eru þeim mun hrikalegri, þegar haft er í huga, að það eru alls ekki allar hinar 17 milljónir manna, sem í Punjab búa, sem taka þátt í þessari miklu árlegu brennivínsdrykkju, heldur að- eins tæpar 6 milljónir fullvaxta karlmanna. Sé þetta haft 1 huga, verður að reikna áfengisneyzlu síkha um það bil 50 lítra á mann á ári af sterkum brenndum drykkjum eða næstum heil flaska á viku. Mikil vélvæðing í landbúnaði og iðnaði Fjórða hver áveitudæla í Ind- landi er í Punjab og einnig fimmta hver dráttarvél. í öðrum hlutum Indlands eru það hin hæggengu þungu tréhjól uxa- kerranna, sem taka af öll tví- mæli um hraða framfaranna, en í Punjab eru taldar 50 dráttar- vélar í notkun í landbúnaðinum fyrir hverja uxakerru. Hvergi sjást jafn mörg stór auglýs- ingaspjöld um nýjustu gerðir dráttarvéla við vegina eins og í Punjab. Það er ekki einhver dráttarvélasali í Bandaríkjun- um, sem á heimsmelið í árlegri sölu dráttarvéla, heldur kaup- maður nokkur í litlu borginni Patiala, þar sem maharja (þ.e. indverskur stórfursti) hefur að- setur sitt. Næstum því hver fer- sentimetri ræktanlegs lands í Punjab hefur verið tekinn til ræktunar eða um 88% af 5 milljón hekturum, sem er öll stærð Punjab-fylkis; þessi víð- feðma ræktun er líka heimsmet. í öðrum hlutum Indlands eru SJÁ NÆSTU SÍÐU 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.