Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Blaðsíða 10
einungis 42% nýtanlegs lands í ræktun. En vandkvæðin eru þau, að aðeins 15% af hinu ræktaða landi fær árlega það magn af regnvatni, að nokkuð geti yfirleitt vaxið þar. Þau 85% ræktaðs lands, sem eftir eru — í raun skrælþurr eyðimerkurjarð- vegur — verða eingöngu frjósöm og gjöful mönnum með áveitu- vatni. Vatnsveituskurðirnir eru því orðnir að sjálfum lífæðum Punjab-fylkis. Fegurð og friðsæld Það voru Englendingar, sem létu grafa fyrstu áveituskurð- ina, en langflestir þessara skurða hafa verið grafnir eftir að Indland varð sjálfstætt ríki. Þeir liggja núna um landið endi- lagt, þráðbeinir, djúpir og veita ofan frá Himalayja um allt Punjab-fylki; vatnið er grá- grænt, fyllir meginskurðina og nær hátt upp á vatnslokurnar í hliðar- og smáskurðunum, sem aðeins eru opnaðar einu sinni til tvisvar í viku til úthlutunar á því vatnsmagni, sem akrar við- komandi býla eiga að fá. Lífið við þessa áveituskurði er fagurt og friðsælt á að líta. Beggja vegna skurðanna eru skuggsæl trjágöng úr dimm- grænum eukalyptus-trjám; leiftrandi litskrúð hinna rauð- fjólubláu blóma bougainvillea- klifurrunnanna sem drúpa að yfirborði vatnsins og speglast í því; konur þvo þvottinn sinn við skurðina, vatnabuffalar njóta lífsins með því að velta sér og baða sig í leðjunni. Drengir og karlmenn baða sig úti í skurðun- um, og kemba svo að baðinu loknu sítt hár sitt aftan frá upp á höfuðið, þar sem hárið er und- ið upp í hnút, áður en það hverf- ur svo endanlega undir vefjar- höttinn. Vatnið — stór- pólitískt tundur En undir niðri, bak við alla þá friðsemd og fegurð, sem augað lítur við vatnið, býr hvorki kyrrð né ró, heldur megn ólga.' Vatn er nefnilega pólitískt stór- mál í Punjab. Vatnið er sjálf spurningin um líf eða dauða. Það mál skilur hver einasti bóndi í hinu þéttbýla fylki, þótt hann annars skilji hvorki né geri sér heldur minnstu grillur um mögulega sjálfstjórn Punjabs og pólitískan aðskilnað frá Indlandi. En ef tekið er að hamra látlaust inn í höfuðið á honum, að Punjab verði að láta allt of mikið af vatni renna til annarra indverskra nágranna- fylkja eða meira að segja yfir til Pakistans, og ef honum er enn- fremur skýrt frá því, að einung- is örlítill hluti af sparifé hans og sköttum sé í raun látinn renna til Punjab-fylkis aftur frá Delhí, þá verður Punjab-bóndinn svo yfir sig æstur, að hann er reiðu- búinn til þess að lýsa yfir stríði við aðra hluta Indlands. Ekki er það til að bæta úr skák í þessum pólitísku efnum, að monsúnvindarnir (þ.e. rakir árstíðabundnir staðvindar) hafa á undanförnum árum látið æ minna á sér kræla á þessum mega því aðeins skjótast til þeirra svo lítið ber á til þess að færa santinum fáeinar rúpíur, honum og hirð hans til styrktar. Sant er orð sem notað er um háttsettan trúarleiðtoga síkha; en sant þýðir líka dýrlingur. Geysilega áhrifamikill Jarnail Singh Bhindranwale fellur það mjög vel í geð, þegar fólk ávarpar hann með sant. Hann liggur endilangur á dív- ani, hallar höfðinu lítillega að súlu með lukt augu. Vangasvip- urinn er skarpskorinn, nefið langt og bogið, skeggið kolsvart, sítt og þykkt. Hann vefur vefj- arhettinum ekki upp í strýtulag eins og tízkan mælir fyrir um þessar mundir, heldur hringlaga að gamalli hefð. Síður kyrtill hans er úr gráu, vönduðu efni, óaðfinnanlega sniðinn og fer honum einkar vel; skotbelti, skammbyssa, sverðið hangir í silfurofnum skarlatsfetli. Santinn opnar augun, hvöss augu í fölleitu andliti. Hann tal- ar lágt, blæbrigðalaust og rödd- in er dálítið skræk; hún hljómar ekki eins og rödd pólitísks æs- ingamanns eða lýðskrumara. Samt sem áður er það einmitt Bhindranwale, sem svo mjög hrífur fólkið með ræðum sínum, vinnur fjöldann til pólitísks fylgis við sig og hefur miklu víð- tækari áhrif á fólkið en hinn hófsamari mótherji hans, Longowal. Bhindranwale prédikar grundvallaratriðin í trúarbrögð- um síkha: Hann krefst aftur- hvarfs til dyggða khalsa, hinna hreinu, gerir kröfur til að menn hverfi almennt aftur til mið- alda-hefða þjóðar sinnar. Hann heldur fram nauðsyn þess að taka upp baráttu með vopna- valdi til varnar trúnni, sem sé ógnað og til að berjast fyrir sér- stökum réttindum síkha. Hann lítur svo á að hindúar beiti sig og þjóð sína hinum mesta órétti, og að Indira Gandhi ofsæki bæði sig og síkha yfirleitt. Annars lítur hann greinilega á Indiru Gandhi sem hinn einasta persónuleika í Indlandi, sem standi honum jafnfætis að atgjörvi og áhrif- um. Sant Bhindranwale gætir þess vandlega, að taka sér aldrei „Khalistan" í munn. „Ég er nefnilega mjög hygginn," segir þessi þrjátíu og fimm ára leið- togi síkha. Fylgismenn hans eru þeim mun ófeimnari við að nefna þetta hneykslanlega orð, alveg sérstaklega níhangar, en svo kallast herskáar baráttusveitir khalsa sem stofnaðar voru af síðasta gúrunum, Gobind Singh, á sautjándu öld. Enn þann dag í dag eru um 20.000 manns í þess- um föstu bardagasveitum síkha. Hersveitunum er haldið í full- kominni þjálfun og baráttuand- anum vel við haldið hjá þeim, þótt ekki séu lengur móham- eðskir mógular né Englendingar til staðar í Indlandi til þess að berjast við. Á hverjum einasta degi æfa þeir sig í átta klukku- stundir í meðferð vopna af öllu tagi, — allt frá kalasjníkov- Gullna musterinu í Amritsar vegnar ve) fjárhagslega, því hver Síkhi greiðir musterinu tíund af tekjum sínum, og Síkhar hafa góðar tekjur. slóðum og vatnið verður því stöðugt minna. Vatn og skattar — með því að setja þessi efni efst á oddinn í pólitískum yfirlýsingum og um- ræðum keyra forvígismenn „Khalistans", eins og þeir nefna hið væntanlega sjálfstæða síkha-ríki, hina almennu þegna Punjabs sporum. Þessi slagorð eru jafn töm í munni hinna varkárari og meir hægfara fylg- ismanna Sant Longowals, en þeir krefjast aðeins sjálfstjórn- ar í eigin málefnum fylkisins, og hinna róttækari stuðnings- manna algjörlega sjálfstæðs Khalistan-ríkis. Meira að segja um háupp- skerutímann tókst hinum rót- tæku aðskilnaðarsinnum í Punjab að kveða upp 40.000 bændur til mótmælaaðgerða gegn stjórninni í Delhí, svo að þeir yfirfylltu öll fangelsi og neyddu að lokum stjórnina til að láta undan kröfum þeirra í sum- um efnum. Tugir þúsunda Punjab-búa eru reiðubúnir hvenær sem er til að hefja mót- mælagöngur og sækja mót- mælafundi gegn hinni óvinsælu Delhí-stjórn, berjast gegn henni með vopnum og eru jafnvel fúsir til að láta lífið fyrir málstað síns fylkis. Foringinn í Gullna musterinu í höfuð- borg Punjabs, Amritsar, í hin- um ævintýralega höfuðhelgi- dómi síkhanna hefur Sant Jarnail Singh Bhindranwale tekið sér aðsetur með vopnaða vernd herskárra fylgismanna sinna að bakhjarli. Þetta er maðurinn, sem kallaður er „Khomeini Khalistans". Hann hefur aðalstöðvar sínar uppi á þaki einnar af þeim fjölmörgu byggingum sem eru hlutar musterisins. Þarna er hann al- veg öruggur fyrir lögreglumönn- um stjórnarinnar í Delhí, sem gjarnan vildu hafa hendur í hári hans, því lögreglunni er algjör- lega óheimilt að stíga fæti inn á hið helga svæði musterisins, hvað þá inn í einhverja muster- isbygginguna. Sant Jarnail Singh Bhindr- anwale heldur um sig hirð þarna í musterinu eins og ókrýndur konungur. Mjór stigi liggur upp þrjár hæðir upp á þakið, en stig- ans er vandlega gætt af fjöl- mörgum mjög vel vopnuðum lífvörðum Bhindranwales. Vök- ulir standa þeir vörð um for- ingja sinn, hávaxnir og skarp- leitir með gróskumikið skegg niður á bringu, volduga vefjar- hetti á höfði og skotfærabeltin um brjóstið þvert, en vélbyssur skotklárar í hendi. Uppi á þakinu standa um það bil 40 lífverðir að auki með sjálfvirkar vélbyssur tilbúnar. „Hver er tilgangurinn i því að vera með byssu í hönd, ef hún er ekki skotklár?" segir einn mannanna. Allt í kringum leiðtogann sit- ur lotningarfullur söfnuður, allt karlmenn. Síkhar halda uppi óskoruðu karlaalræði og konur 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.