Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Blaðsíða 11
Úr Eydilandinu eftir T.S. Eliot Upphaf annars kafla, Manntafls Hún sat á stól, líkum eldlegu öndvegi, sem glóði á marmarann, þar sem spegilgler borið af pílárum slungnum vínklösum þaðan gægðist gullinn afmorshnokki (annar fól augun undir væng) tvíefldi loga sjöarma ljósastika og varpaði birtu á borðið um leið og glampar gimsteina risu þeim í mót og ullu ofgnógir úr gljásilkiöskjum, í ótilluktum fílabeins- og litglerskerjum fólust framandlegar ilmblöndur, smyrsl duft og vötn — sem villa, glepja ogdrekkja skynjan í angan, undan blænum sem lék frá glugganum stigu þær upp og mettuðu toginleita kertislogana, feyktu reyk uppundir harðviðarþiljurnar ogsveipuðu teglda loftbita tíbrá. Koparsleginn rekadrumbur brann grænn og rauðgulur í umgjörð litríkra steina, þar svam í döpru Ijósi höfrungslíki. Yfir fornlegum arninum gaf að líta, líkt og sæist út um glugga skógarsvið, ummyndun Fílómelu, svo kaldlega knúðri af kóngsins ofsa, en þó fylltri húmgalinn fjörvalla auðnina óbrjótanlegri röddu og enn kvakaði hann og enn fylgdist heimurinn með, „gjugg gjugg“ í krímug eyru. Og öðrum þurrum sprekum tímans var lýst á veggjunum, starandi myndir hölluðust fram álútar og fergðu innibyrgða þögnina. Framan úr stiganum dauft fótatak. Undir loganum, undir burstanum, ýfðist hár hennar í funandi brodda sem tendruðust í orð, varð síðan fárslega kyrrt. Egill Helgason þýddi rifflum, alls konar sprengjum og öðrum nútíma morðtólum til fornra vopna eins og spjóta, at- geira, sverða, boga og örva og meira að segja sérstakra ban- vænna bardagaspora, sem beitt er gegn andstæðingum í óvin- veittu riddaraliði. Jafnvel hinir yngstu, sem kvaddir eru til her- þjálfunar í bardagasveitum síkha, fjögurra ára gamlir drengir, þurfa að koma daglega til þjálfunar í vopnaburði. Sérgrein níhanga að sníða snöggt af höfuð Það þykir ekki heilsusamlegt að vera neitt að abbast upp á níhanga; þetta veit hvert mannsbarn í Norður-Indlandi. Margur hefur snögglega misst höfuðið fyrir þá sök eina að setj- ast í fákænsku sinni í sæti, sem ætlað var níhanga. Troðfullir járnbrautarklefar tæmast á svipstundu, ef níhangi æskir þess að fá sér þar sæti. Það er því ekki að furða að einn þess- ara bardagakappa hefur í 30 ár stundað það, að fara í langar járnbrautarferðir með hestinn sinn með sér, án þess að hafa nokkurn tíma þurft að borga eina einustu rúpíu í fargjald. Að vísu eiga flestir níhangar einhvers staðar sína eigin bú- jörð, en þjóðfélag síkha telur sig hafa vel efni á því, að sjá níh- anganum fyrir ókeypis viður- væri, því svo mikils meta þeir þessar harðsnúnu bardagasveit- ir sínar í blá-gulu hermanna- kyrtlunum. Einu sinni á ári er haldið mik- ið níhanga-mót í Anandpur Sahib i tilefni af vorhátíðinni „Holi“, sem er karlkyns heiti eins og vera ber samkvæmt hefðum síkha. í Anandpur er samankomið fjölmennasta sam- safn þessara harðvítugu, her- skáu bardagamanna. En þá dag- ana líkist einnig Gullna muster- ið Amritsar einna helzt blá- gulum herbúðum. Heilagt stríð, þjóðrembingur, ofmetnaður og sá réttmæti grunur, að stjórnvöld í Delhí hlunnfari síkha eftir beztu getu — allir þessir þættir fléttast saman í kröfunni um sjálfstætt Khalistan. Stjórnvöld í Delhí þykjast hins vegar vita betur: „Bak við þetta leynist utanað- komandi hönd.“ Aðskilnaður frá Indlandi er einnig á pólitískri dagskrá ann- arra landshluta. En ef til þess kæmi að Punjab segði að fullu skilið við Delhí, gæti það haft úrslitaáhrif á aðra landshluta um að gera slíkt hið sama, og það sem verra er: Punjab sér ekki einvörðungu gjörvöllu Norður-Indlandi fyrir matvæl- um, heldur er þetta órólega landamærafylki um leið hinn hefðbundni innrásar-stökkpall- ur erkióvinar Indverja, þ.e.a.s. Pakistana. Þjóðbrautin Sher Sha Suri hét hér áður hinn frægi vegur, sem tengir Norður- og Suður-Indland. Nú á dögum ber vegurinn hið engu síður glæsilega nafn Grand Trunk Road. Vegurinn liggur frá Kabúl í Afganistan um Khyber-skarðið til Delhí og það- an áfram til Kalkútta. Auk aðal- greina áveituskurðanna, er Grand Trunk Road höfuðflutn- ingaleið Punjabs. Hvergi annars staðar getur að líta þvílíkan fjölda af skrautlega máluðum, ofhlöðnum flutningabílum geys- ast yfir lélegt holótt malbikið, ryðja sér braut af fullkomnu til- litsleysi og með gjallandi flauti gegnum umferð gangandi fólks og minni farartækja; hvergi annars staðar verða jafn mörg umferðarslys eins og á Gee Tee Road. Þar sem síkhar hafa einkarétt á flutningum um allt Norður-Indland, er það síkhi, sem situr við stýrið, oftast van- svefta og dauðuppgefinn. Það er ekið í ákvæðisvinnu á flutn- ingaleiðum í Indlandi og bíl- stjórarnir halda sér flestir vak- andi með lyfjum af örvandi tagi. Samt sitja alltaf margir þess- ara bílstjóra á „charpoys", á rúmstæðum með kaðalbotni, sem stillt er upp viða við vega- mót, því þar hafa „dhaba wal- lahs“ matsölustaði sína undir berum himni. Bústnar brauð- kollur, fylltar með kjöti, grænmeti og kryddjurtum, karrý, heitt, sterkt te og óþrjót- andi magn af sterku brennivíni er þarna á boðstólum. Rétt þar við hefur hjólbarðaviðgerðar- maðurinn komið sér fyrir og bifvélavirkjarnir eru á næsta leiti til þess að lappa eftir beztu getu upp á bílmótora, sem hafa ofreynt sig á langri og erfiðri leið. Iðnfyrirtæki spretta upp eins og gorkúlur Margir minni bæir og borgir í Punjab eru hreinlega að kafna í endalausum iðnaðarhverfum, sem umlykja orðið byggðina mjög víða. Við Grand Trunk ' Road er skúr við skúr, skemma við skemmu, hver verksmiðju- byggingin við aðra, á allri leið- inni milli Jullundur og Ludhi- ana. Alls konar járnvöruiðnaður er þarna í miklum meirihluta, allt frá fimm manna fyrirtækj- um (þau eru flest) og upp í fyrir- tæki með meira en hundrað manns í vinnu. Fyrir fimm árum var Gob- indgarh aðeins lítilfjörleg smá- borg í Punjab, svo að nafn henn- ar er enn þann dag í dag ekki að finna á neinu opinberu vega- korti í Indlandi. Núna er Gob- indgarh orðin ein mesta stál- iðnaðarborg Indlands, þar sem hver stálverksmiðjan stendur við hliðina á annarri. Þá er það borgin Ludhiana, sem Punjab-búar kalla stoltir „Manchester Indlands", auðug- asta borgin í Punjab: Meira en 1,2 milljónir íbúa; yfir borginni hvílir stöðugur mökkur af reyk og illa þefjandi gastegundum. Það sézt ekki lengur til sólar um hádegið, eiturgrænt vatn í slepjulegum pollum. Allt í kringum borgina deyja trén. Bak við timburveggi, sem hrófl- að hefur verið upp í mikilli skyndingu, sjást frumstæð verk- smiðjuhús, sem einnig hefur verið hróflað upp í flýti. Þarna eru framleiddar pressur, sauma- vélar, nálar, verkfæri, dúkar og alls konar vefnaðarvara, leður- vörur, prjónavörur, efnaiðnvör- ur. Á milli háreistra fjölbýlis- húsanna er alls staðar ómalbik- aður stígur og hann fullur af rotnandi, úldnandi sorpi. í verk- smiðjunum eru höfð hæg heima- tökin með allan úrgang og rusl: Því er einfaldlega fleygt „out- side“, þ.e. út fyrir veggi verk- smiðjunnar. Svín og karlmenn, konur og börn sjást víða rótandi í háum rusla- og sorphaugum á götum Ludhiana, og fólkið sem þarna er að gramsa, er orðið nær óþekkjanlegt af óhreinindum, næstum því jafn svart og sorpið, þar sem það er að leita sér að einhverju nothæfu eða ætu. Indversk iðnbylting 1 Punjab er öld iðnvæðingar- innar rétt nýgengin í garð; hér viðgengst hömlulaust arðrán, bæði á mönnum og umhverfinu öllu, í og utan við stórar sem smáar iðnaðarborgir. í Ludhi- ana hefur raforka frá rafmagns- veitum ríkisins verið af mjög skornum skammti undanfarna daga, og því hefur þar verið gripið til þess ráðs að keyra dieselrafstöðvar dag og nótt. „Við höfum ekki fengið rafmagn í eina einustu sekúndu i tólf daga,“ segir Brijmohan Lal Munjal, framkvæmdastjóri Hero Cycles, en það er næst- stærsta reiðhjólaverksmiðja heims. Enda þótt það kosti sex sinnum meira að framleiða rafmagn með dieselrafstöðvum, lætur hann samt keyra sjö slík- ar stöðvar. Hero-verksmiðjurn- ar nota því um 10.000 lítra af dieselolíu á dag, en það hljómar eins og hver önnur vitfirring i landi, sem vart getur borgað olíureikninga sína, og þar sem dieselolía er orðin svo illfáanleg, að bændurnir i Punjab verða nú orðið að spara hana eftir megni og geta því ekki lengur látið áveitudælurnar ganga eins lengi og þörf væri. Þeir framleiða því minna af matvælum en þeir annars gætu, og bera sjálfir minna úr býtum en ella. Enn einn af þessum válegu víta- hringum Indverja. „En hvað á ég svo sem að gera,“ segir Brijmohan Lal Munjal afsakandi, „á ég að segja upp 4.500 verkamönnum hjá mér og geta svo ekki framleitt upp í pantanir, heldur borga viðskiptafyrirtækjum okkar skaðabætur?" Mikil framleiðni í landbúnaði 57% teknanna í Punjab koma ekki frá iðnaðinum í landinu, heldur frá landbúnaðinum. Bóndi í Punjab framleiðir miklu Framhald á bls. 16 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.