Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Blaðsíða 13
Turgenjev í hópi samtímamanna í rithöfundastétt. Sitjandi frá v.: I. A. Goncharov, I.S. Turgenj- Rússneskir landeigendur leggja þræla sína undir í fjárhættuspiii. Samtímateikning eftir Gust- ev, A.V. Druzhinin, A.N. Ostrovsky. Standandi frá v.: L.N. Tolstoy, D.V. Grigorovich. Myndin er ave Doré, 1854. tekin 1856. en kærði sig lítið um hana á annan hátt, og samband hans við dótturina var gæfusnautt. Þótt hann réyndi að mennta hana og sjá henni fyrir góðu gjaforði, snerist þetta allt til hins verra og varð honum til lít- illar gleði. Þegar þessi ævintýri voru á enda, lenti hann í því neti sem hélt honum ævilangt. Fundum hans og Pálínu bar saman í nóvember 1843. Hún var þá 22 ára og orðin fræg söngkona, gift forstöðumanni Théatre Italiens og söng nú í fyrsta sinni á rússnesku óperu- sviði. Það varð ást við fyrstu sýn hjá Túrgenjev og hún fagnaði honum eins og öðrum aðdáend- um í fyrstu, en þær tilfinningar breyttust. Túrgenjev unni henni í 40 löng ár, til æviloka. Hann reyndi aldrei að dylja þessar tilfinningar og var alla ævi háður henni, enda þótt sam- band þeirra væri með ýmsum hætti, þá var hann sjaldnast langt frá þar sem hún og fjöl- skylda hennar voru og hann unni fjölskyldu og börnum hennar eins og þau væru hans eigin. Að sjálfsögðu eignaði þjóðsagan honum bróðurpartinn af börnunum, en þegar betur er að gáð, er ekkert sem staðfestir það, holdlegt samband þeirra á milli virðist hafa tekið enda í júní 1850 og þá hafði Pálína ætl- að að slíta sambandi þeirra að fullu og bæta með því sitt eigið hjónaband. Hún unni aldrei manni sínum, en gaf sig nú meir að honum og ávöxturinn varð dóttirin Claudie, sem varð Túrg- enjev kærari en hans eigin dótt- ir sem hann skírði upp og kall- aði eftir Pálínu og fól henni uppeldi hennar í hendur. Við andlát móður sinnar varð Túrgenjev auðugur maður, en vegna sambandsins við Pálínu varð hann útlagi í heimalandi sínu. Hann horfði til Rússlands með augum Vesturlandabúans, að mati landa hans, og allt þetta særði Túrgenjev, enda þótt Rússland og allt sem því tengist væri alltaf uppistaðan í verkum hans. Louis Viardot, maður Pálínu, hafði gefið út safn frásagna árið 1846 sem bar heitið Souvenirs de chasses — veiðiminningar. Það undarlega var að vel fór með þeim Túrgenjev og auk þess að unna báðir sömu konunni voru þeir haldnir sömu veiðiástríð- unni. Svo er talið að rit Viardots hafi verið kveikjan að því að Túrgenjev hóf að semja frásögu- þætti um sínar eigin veiðiferðir. Sá fyrsti birtist í rússnesku tímariti sem kalla mætti „Sam- tíðin“, eða eitthvað nálægt því, snemma árs 1847 og þar birtust þeir annað kastið fram til 1851, en á þeim árum var Túrgenjev erlendis, ýmist hjá Viardot- fjölskyldunni eða á ferðalögum um álfuna. Árið 1852 komu þættirnir út í heild og hlutu þá nafnið „Úr dagbók veiðimanns". Þarna er lýst lífi og lífsviðhorf- um ánauðugra bænda af samúð og næmum skilningi, en slíkt var nýtt í rússneskum bók- menntum. Viðhorf höfundarins er jákvætt og hann sneiðir hjá að lýsa dekkri hliðunum. Þetta viðhorf hafði mótast hjá honum í æsku þegar hann sá fyrir sér harðýðgi og miskunnarleysi móður sinnar gagnvart þeim sem henni voru undirgefnir og þetta framlag Túrgenjevs skipti sköpum því að áratug síðar var ánauðinni aflétt. Bókmenntalegt gildi ritsins var samt síst minna en hið pólitíska, og frásagnar- listin hrífur lesandann enn sem fyrr. Frábærar eru lýsingar höf- undarins á landslaginu, himni og jörðu, dýrum og fuglum, og ljósi og skuggum í kyrrum skógi þegar húmið fellur á. í „Stefnu- mótinu" helst í hendur eftir- vænting ungu stúlkunnar og sól- arbirta og síðan vonbrigðin og haustkulið, þegar elskhuginn hefir sagt skilið við hana. í þessu verki hafði Túrgenjev fundið þaðan efnivið og frásagn- arstíl sem hæfði honum, og átti mestan þátt í þeirri frægð sem nú beið hans innanlands og utan. Sú þjóðfélagsádeila sem fólg- in var í þessu verki var svo vel samofin öðrum efnisþáttum að rússnesk yfirvöld létu hjá líða að banna það, en þegar hann lét prenta eftirmæli eftir Gógol þrátt fyrir bann yfirvaldanna, féll hann í ónáð hjá keisaranum og var í nokkurs konar stofu- fangelsi í Spasskoje og mátti ekki fara úr landi fyrr en 1856. Þá hafði hann skrifað „Rúdin", fyrstu skáldsögu sína, sem kom út 1855. Rúdin — maðurinn sem er of- aukið — var ekki nýtt við- fangsefni í rússneskum bók- menntum. Bæði Púsjkin og Lermontov höfðu lýst þessari manngerð, en Túrgenjev krufði hana enn nákvæmar. Nú fór í hönd frjóasta skeiðið á rithöf- undarferli hans, en einnig tími mikillar hugarraunar. Pálína Viardot hafði höggvið á allt samband þeirra á milli, en til- finningakuldinn var eingöngu af hennar hálfu. Á þessum árum 1857—1859 skrifaði Túrgenjev 4 bækur og dvaldist oftast í Rúss- landi. Upp úr 1860 skrifaði hann „Feður og synir“. Sú saga kom út 1862 og vakti meiri úlfaþyt en nokkurt annað verk eftir Túrg- enjev. Söguhetjan er byltinga- sinnaður efnishyggjumaður, harðgerður og ólistrænn, sem taldi að venjulegur efnafræðing- ur væri margsinnis meira virði en mikið skáld. Gamlir vinir Túrgenjevs réðust á hann og meirihlutinn taldi að hann hefði vegið að ungdóminum aftan frá, svo að vopnin stóðu að honum alls staðar frá. Þetta varð til þess að hann hvarf burt frá Rússlandi og settist að erlendis. Viardot-fjölskyldan hafði flust til Baden-Baden og þangað fór Túrgenjev einnig. Samband hans og Pálínu hafði endurnýj- ast nokkru áður, en á annan hátt en fyrr, þó að Túrgenjev bæri alltaf sama hug til hennar. Hann elskar hana eins og hann væri 18 ára, sagði einn vina hans um hann. Samt stofnaði hann til ástarsambanda við aðr- ar konur, en sterkust var samt taugin til Pálínu og entist til æviloka. Túrgenjev undi þessu allvel og Louis Viardot valdi þann kostinn að sætta sig við orðinn hlut. Pálína var nú minna en áður í sviðsljósinu sem söngkona, en hún var frá- bær píanóleikari og fékkst við að semja óperettur við texta eft- ir Túrgenjev. Túrgenjev og Tolstoy Samskipti Túrgenjevs og Tolstoys voru söguleg frá upp- hafi. Túrgenjev lauk hinu mesta lofsorði á fyrstu verk Tolstoys og þegar hann kom frá Kákasus til Pétursborgar 1855 bauð Túrgenjev honum að búa í íbúð sinni, en Tolstoy hagaði sér eins og hálfgerður villimaður og hann var ekki fyrr kominn inn fyrir dyr hjá Túrgenjev en hann hóf að gera honum lífið leitt með líferni sínu og heiftarlegum árásum á lífsskoðanir hans og menningarverðmæti. Það sýnir nokkuð glöggt hvern mann Túrgenjev hafði að geyma að hann skyldi ekki vísa Tolstoy á dyr og hætta öllu samneyti við hann, en tækifæri til að reita Túrgenjev til reiði og lítillækka hann á almannafæri. Túrgenjev játaði fyrir vini sínum að hann hefði aldrei reynt nokkuð jafn- óþægilegt og augnaráð Tolstoys þegar það hvíldi á honum og eitraðar athugasemdir fylgdu með. Dagbækur Tolstoys bera því vitni að þetta endalausa rifrildi við Túrgenjev var honum hug- raun. Samt sem áður átti eftir að draga til meiri tíðinda í sam- skiptum þeirra og sá þáttur hófst árið 1861 þegar Túrgenjev hafði lokið við „Feður og syni“ og ætlaði Tolstoy að lesa. Það tókst ekki betur en svo að Tolstoy sofnaði út frá lestrinum eftir nokkrar blaðsíður og þann- ig kom Túrgenjev að honum. Skömmu síðar sauð svo upp úr þegar Tolstoy réðst á Túrgenjev vegna þess hvernig hann hagaði uppeldi dóttur sinnar, sem þá var komin til Parísar og á heim- ili Pálínu Viardot. Tolstoy deildi á Túrgenjev fyrir að láta dóttur- ina alast upp utan Rússlands, en Túrgenjev rauk upp og svaraði 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.