Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Blaðsíða 14
illu einu til og bað Tolstoy ekki afsökunar á eftir. Þetta hleypti svo illu blóði í Tolstoy að hann skoraði Túrgenjev á hólm. Vinir þeirra reyndu að bera sáttarorð á milli en afsökunarbréf og önn- ur viðleitni að jafna deiluna bar ekki árangur því að þegar Tolstoy vildi sættast barst hólmgönguáskorun frá Túrgenj- ev og þannig þrútnaði óvildin milli þeirra og entist allt fram til ársins 1875. Það segir okkur nokkuð um eðli og innræti Tolstoys að þegar hann réðst á Túrgenjev vegna uppeldis dóttur sinnar, sem hann hafði gengist við og gerði allt til að búa sem best í haginn fyrir, þá átti Tolstoy þriggja ára gamlan son sem hann hafði einnig átt með ánauðugri stúlku á sveitasetri sínu, og gekkst aldrei opinber- lega við og hirti aldrei neitt um. Drengurinn varð síðar ekill á búgarðinum. Hér var því mikill munur á hvernig þeir sinntu börnum sínum sem bæði komu í heiminn við líkar aðstæður. Manni finnst sumt í samskipt- um Tolstoys og Túrgenjevs minna á tvö íslensk skáld, þegar hið yngra barði hið eldra með priki fyrir að hafa kennt sér að lesa. Á banabeði sínum skrifaði Túrgenjev Tolstoy, sem þá var orðinn heimsfrægur; hafði skrif- að höfuðrit sín „Önnu Karen- ínu“ og „Stríð og frið“ og hafði lýst þvi yfir að hann hefði sagt skilið við listina að fullu. í bréfi sínu segist Túrgenjev skrifa honum til að þakka honum fyrir að hafa orðið þess aðnjótandi að hafa lifað samtímis honum og biður hann að snúa aftur til bókmenntanna, það væri sér hin mesta gleði. Tolstoy hirti ekki um að svara bréfinu, en þegar hann frétti andlát Túrgenjevs sótti að honum samviskubit og hann sökkti sér niður í lestur verka hans og sagði í bréfi að honum þætti mjög vænt um hann og aumkaði hann. Þetta bréf var skrifað í september 1883. Hér er enn ótalið að Túrgenj- ev lagði sig allan fram um að kynna verk Tolstoys á vestur- löndum, einkum meðal franskra rithöfunda og þegar Tolstoy hafði sóað hverjum eyri í fjár- hættuspili, skaut Túrgenjev yfir hann skjólshúsi og lánaði hon- um fé sem Tolstoy spilaði jafn- harðan úr hendi sér. Jafnvel eftir að Túrgenjev var allur varð Tolstoy til vandræða, því að lík Túrgenjevs var flutt til Rússlands, þar sem átti að halda minningarathöfn og Tolstoy að flytja aðalræðuna og hlaða lofköst um hinn látna, en þegar til átti að taka skárust stjórnvöld í leikinn og hindruðu hátíðahöldin, svo að Túrgenjev var ekki lagður til hinstu hvíld- ar með þeirri viðhöfn sem fyrir- huguð var. Túrgenjev er þekktastur sem skáldsagnahöfundur, en hann skrifaði einnig smásögur og Ieikrit og fékkst við ljóðagerð svo sem áður er frá greint. í skáldsögum hans speglast sú þjóðfélagsþróun sem varð í Rússlandi eftir Krímstyrjöld- ina, átökin milli kynslóðanna speglast í einni þekktustu sögu hans „Feður og synir“, þar sem unga kynslóðin gagnrýnir mis- kunnarlaust hugsjónir hinar eldri, söguhetjan Basarov er ní- hilisti, hinn fyrsti í rússneskum bókmenntum. Annars eru sögu- persónur Túrgenjevs yfirleitt veikbyggðir og utanveltumenn samfélagsins, hugsjónamenn og hæfileikamenn, sem láta sitja við orðin tóm, manngerðir sem hann þekkti af eigin raun og ekki síst af sjálfum sér, gegn þeim teflir hann þeim viljasteku og ráðríku, sem beygja og brjóta niður hina veiku. Þær mann- gerðir þekkti hann einnig mæta- vel úr lífinu sjálfu og má þar til nefna foreldra hans og Pálínu Viardot. í einni skáldsagna hans má ætla að hann hafi dregið upp mynd hennar með heldur neikv- æðum hætti því að hann leyfði henni ekki að sjá bókina fyrr en hún var fullfrágengin og prent- uð. Þetta er sagan „Vorleys- ingar“ eða „Voröldur", „Vesnija vodi“ sem út kom 1872 og Pálína mun fyrst hafa lesið 1 franskri þýðingu árið eftir. Ein söguper- sónan, María Nikolevna, er án efa gerð úr efniviði sem Túrg- enjev hefir sótt til foreldra sinna og Pálínu Viardot, og í þeirri sögu er að finna aöll aðal- stefin sem ganga í gegnum sög- ur Túrgenjevs og allt hans líf. Sanin og Túrgenjev áttu sitt- hvað sameiginlegt að eðli og ör- lögum, en það gætir vissrar fyrirlitningar á sögupersónunni hjá höfundi, og þess gætir einn- ig í dómum hans um sjálfan sig eins og frá greinir hér í upphafi. Þær sögur Túrgenjevs sem fjöll- uðu um þjóðfélagsmál urðu til þess að afla honum óvinsælda í heimalandi sínu. í sögunni „Reykur" snerist hann gegn ein- ingu slavneskra þjóða og bakaði sér með því óvild rússnesku þjóðarinnar og í sögunni „Ný jörð“ lýsir hann áróðri rússn- esra sósíalista meðal rússneskra bænda og þeim mistökum sem því urðu samfara. Enda þótt lýs- ingin sé sögulega rétt, ber hún því vitni að tengsl Túrgenjevs við Rússland höfðu rofnað. Banamein Túrgenjevs var krabbamein í mergnum. Hann leið miklar þjáningar og tærðist upp, engin lyf megnuðu að deyfa kvalirnar, svo að hann lá með hljóðum og bað Pálínu Viardot, sem hjúkraði honum af mestu nærgætni, að fleygja sér út um gluggann og binda þar með enda, á þrautirnar. Túrgenjev andað- ist 22. ágúst 1883 og var grafinn í Rússlandi eins og áður getur. Skáldskapur Túrgenjevs hefir fallið í skuggann fyrir höfund- um eins og Tolstoy, Gogol og Dostojevsky. Engu að síður hafði hann mikil áhrif á franska höfunda í lok 19. aldar, og þar höfðu persónuleg kynni sitt að segja. Einnig gætti áhrifa hans á norðurlöndum og af rússnesk- um rithöfundum má nefna ekki verri rithöfunda en Tjekov og Búnin. Meira að segja gekk Hemingway í skóla hjá honum og enn í dag er ekki annað hægt en hrífast af hinni fáguðu og litríku frásagnarlist sem er aðal verka hans. A.K. tók saman. Tíminn líður — Stokk- hólmslestin brunar Auðvitað er það þverstæðutal að vera að ræða um sumarleyfi fyrir mann sem gegnir ekki lengur neinu föstu starfi, en bíð- ur bara eftir því að verða lögleg- ur eftirlaunamaður. En mér finnst ég raunar alltaf vera önnum kafinn og á auðvelt með að telja sjálfum mér trú um, að ég hefði gott af einhverri til- breytni eins og annað fólk. Satt að segja fann ég ekki eins áber- andi fyrir þessari þörf á meðan allt var eins og það átti að vera. Þá var ég, ef ég man rétt, best upplagður til starfa, þegar ég hefði átt að hvíla mig. Lengi hefur okkur hjónin dreymt um það að fá að dveljast nokkrar vikur í Stokkhólmi, þar sem fyrsta heimili okkar var fyrir nokrum áratugum. Og svo einn ósköp venjulegan rign- ingardag kemur fyrirvaralaust besta bréf sumarsins: Vinsam- legur námsmaður í Svíþjóð gaf okkur kost á íbúð sinni í einu af úthverfum Stokkhólms. Og nú skrifa ég þessar línur hristandi og skjálfandi, í lestinni sem ber okkur stórlukkuleg í átt til áfangastaðarins. Lestin brunar. Ef ég man rétt byrja tvö kvæði eftir tvö höfuð- skáld á þessum tveimur orðum. En svo skilja strax leiðir þeirra í andríki og tilfinningaseminni, enda eru mennirnir ólíkir. Davíð Stefánsson og Jón Helgason. Oft hef ég farið þessa leið milli Málmeyjar og Stokkhólms, ein- mitt í járnbrautalest. Fyrstu ferðina fór ég 1938, þá sem skáld þunnrar fyrstubókar, sem fengið hafði svo góða mót- töku að hún hafði verið verð- launuð með farseðli til útlanda. Og Guðlaugur Rósinkranz, sem þá var yfirkennari við Sam- vinnuskólann, hafði ráðið mig af sinni alkunnu góðsemi til sumarvinnu á búgarð einn í Vestmannalandi sem er nokkru norðar í landinu en höfuðborgin. Jón Magnússon, sem síðar varð fréttastjóri útvarpsins, var þá nýkominn heim frá námi. Hann hafði vistað mig í nokkra daga hjá ágætri pensjónat- kellingu. Sigurður Þórarinsson, Sölvi Blöndal og Benjamín J. Eiríksson, þrír úr hópi helstu gáfumanna úr stúdentahópnum, tóku mér tveim höndum og sýndu mér dýrð höfuðborgar- innar, veittu mér óspart úr sjóði visku sinnar og skemmtileg- heita. Flestir voru stúdentarnir heimilisfastir nærri Tegnér- lundinum og þar var ódýr mat- sölustaður stúdentanna. í þess- um lundi gnæfði þá og enn mik- ilfengleg myndastytta af Strind- berg, skáldinu mikla, sem ein- mitt hafði lengi búið á þessum slóðum. Hann situr þar nakinn í allri sinni karlmennskudýrð, eins og sprengdur út úr sænsku bergi. Skömm að muna ekki nafn myndhöggvarans. — Hér segir ekki meira af þessum kapítula. Bóndasonurinn á höfuðbólinu var skólabróðir Rósinkranz, knár maður og reyndist mér vel. En faðir hans varð víst fyrir vonbrigðum með orku mína og dugnað, en kaupið var lágt. Vinnudagurinn var langur og 'nætur mínar hreinasta martröð. Ég fann það allan sólarhring- inn, að hér hafði ég lent á röng- um stað. Ég var enginn Is- landsberserkur og í andlausara umhverfi hafði ég ekki komið. im MlNU l-IOPNI Jón úr Vör Bók sá ég ekki allt þetta sumar. Heimasætan á bænum var dugnaðarforkur, eins og allt þetta fólk. Hún rak á frítíma sínum hænsnabú upp á eigin spýtur. Einu sinni í viku hverri settist hún á heljarmikinn trjábol við dyr hænsnahússins. Úr þvögunni greip hún einn og einn bústinn hænuunga, lagði háls hans á þröskuld hússins og sló með axarskalla á vissan stað. Þannig létu þeir líf sitt með snyrtilegum hætti. Hvergi sá blóð. Þegar komin var hæfileg tala vafði hún silfurpappír utan um hausana. Svo setti hún þetta í skott einkabíls síns og ók til markaðshaldara í næsta smábæ. Á fyrirstríðsárunum þótti þetta ekki kvenlegur starfi. Allt var þetta fólk stórskorið og hraustlegt. Búið var ekki stórt, en bóndinn var í góðum álnum. Þetta var gott sumar í Svíþjóð, sólríkt á þessum slóð- um með einstaka þrumu- og rigningardögum. Löngu fyrir umsaminn vist- artíma var mér tilkynnt að nú mætti ég fara. Því fagnaði ég öðrum þræði, en í tekjudálki mínum var ekki gert ráð fyrir þessu. Ég ætlaði að vera á skóla uppi í Svíþjóðardölum næsta vetur og hér myndaðist óþægi- leg glufa í tíma og peningaáætl- unina. Það bættist svo við, sem leiðinlegast var, að þegar kaupið var greitt brottfarardaginn var upphæðin töluvert lægri en um hafði verið talað. Sextíukróna mánaðarkaup var það lægsta sem sögur fóru af, en nú treysti bóndinn sér ekki til að borga nema fimmtíu. Ég kunni lítt til verka, sagði hann. Þetta sárnaði mér mjög, en sá að ekki þýddi að mögla. Ég hafði átt frí á sunnu- dögum. Hina dagana þrælað miskunnarlaust og ekki af mér dregið. Ég kvaddi því fólkið heldur þungur á brúnina. Ég hvarf nú aftur til Stokk- hólms og keypti mér ódýrari vetrarklæðnað en ég ætlaði, hafði áhyggjur vegna skóla- gjaldsins. En það leystist nú betur en ég hafði gert ráð fyrir. Þessi skóli var rekinn af alþýðu- sambandinu sænska og ég hafði valið skólann í samráði við sænska aðalkonsúlinn í Reykja- vík. Hann hét Otto Johannsson og var fyrrverandi foringi úr liði sænskra sósíaldemókrata. Skólastjórinn var dr. Alf Ahlberg frægur heimspekingur og rithöfundur, ein af fræðibók- um hans hefur verið þýdd á ís- lensku. Þegar ég spurði um skólagjaldið sagði hann: Við Otto erum skólabræður og okkur kom nú saman um að fella það niður. Þetta kom mér gleði- lega á óvart, en um fjárhag minn vissi enginn. Þetta var góður skóli. Mest af tíma mínum notaði ég til að lesa sænskar skáldsögur og fræði- bækur. Bókasafnið var gott, nema að einu leyti. Þar var sama sem ekkert af samtíma ljóðbókum. Umhverfið þarna í Dölunum er fagurt og stórbrot- ið, vötn, skógarhæðir og gamlar málmnámur í fjöllum. Nú verð ég að fara að slá botn í þessa frásögn. Ekki skulu menn halda að í því formi, sem hún birtist hér, sé hún rituð í lestinni. Þar voru aðeins minn- ispunktar festir á blað. En lítum nú samt snöggvast út um lestargluggann. Milli þessara tveggja sumra eru 45 viðburðarík ár. Ég minnist þess, að um ferðina að heiman 1938 ritaði ég líka grein í Morgun- blaðið. Þar var sagt frá stóru hestunum í skosku hafnarborg- inni Leith og kúaflokknum á Skáni. En fyrr hafði ég ekki séð fleiri kýr í einu en í hæsta lagi tuttugu. Enn er Skánarsléttan matarforðabúr Svía, eitt af mörgum. En amerísk vinnuvéla- tækni hefur stigið sín risaskref í sænskum landbúnaði. Hér sjást varla lengur stóru hestarnir þeirra. Þurru og hálfþurru heyi er velt saman í risavaxnar rúll- ur og vélmenni lyfta þeim svo upp á vagna. En húsin, hin hreinlegu bændabýli, rauð og hvít að lit, eru söm og áður. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.