Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1983, Blaðsíða 15
BÍLAR Sífellt fleiri bílaverksmiðjur framleiða nú jeppa í einhverri mynd og allir eiga þeir sameig- inlegan forföður: herjeppann sem fram kom á stríðsárunum og varð upphafið á bílaeign æði margra íslendinga rétt eftir stríðið. Allur ættbálkur jeppa á það sameiginlegt að vera með drifi á öllum hjólum, en þar að auki gætir þess nú í vaxandi mæli, að bílaframleið- endur gefi kost á fjórdrifnum fólksbílum. Þeir eru sex sem stendur og tveir þeirra fokdýr- ir: Eagle frá American Motors, sem hefur verið vinsæll bíll hér — og Audi Quattro, sem er algert spyrnu-tryllitæki með 7,1 sek. í hundraðið og 222 km hámarkshraða. Fjórir eiga að heita viðráðanlegir í verði: Lancia Delta Turbo, Renault 18 Break 4x4, Subaru og sá sem hér verður gerður að umtals- efni: Toyota Tercel 4WD, og kostar um 400 þúsund. Fljótt á litið virðast þeir all- ir vera eitthvað hærri en miðl- ungs fólksbíll, sem er kannski 14 sm undir lægsta punkt. En það munar ósköp litlu. Lancia er 14,5, Renault 18 er 16,5 og bæði Subaru og Tercel eru 17,5 sm. Munurinn er kannski 3 sm sem skiptir ekki verulegu máli. Þessi gerð af Toyota Tercel leit dagsins ljós 1982 og aðeins Renault er nýrri viðbót í flokk- inn. Tercel vakti strax athygli fyrir sérstæða hönnun: Til dæmis er afturendinn ekki eins hægra og vinstra megin (ekki symmetrískur). Að öllu samanlögðu virðist hér á ferðinni framúrskarandi hagkvæm lausn; úrvals mála- miðlun, sem hentar ekki hvað sízt fyrir land eins og ísland. Það væri óneitanlega minni ástæða til að kvíða fyrir snjón- um og hálkunni, ef maður gæti — meira að segja á fullri ferð — sett bílinn sinn í drif á öll- um. Vegna þess að Tercel verður allur gildari eftir því sem aftar kemur, er flutningsrými mjög gott og hægt að auka það með því að leggja aftursætið niður í heilu lagi, eða að hálfu leyti. Sætin eru hæfilega mjúk, en vel formuð og það fer vel um ökumann undir stýri. Og stýrið er ástæða til að geta um sérstaklega, því Toyota Tercel er svo pottþéttur í rásinni, að trúlega yrði erfitt að finna bíl sem tæki því fram. Hann er það að sjálfsögðu með drifið á öllum, en hitt kom dálítið á óvart hvað hann var frábær með framhjóladrifinu einu. Auk þessara tveggja kosta er Tercel búinn extra Iágum gír. Annað sem kom á óvart var mjög hljóð og þýðgeng vél, sem platar mann aðeins í þá veru, að viðbragð og vinnsla virðast meiri en raun ber vitni um. Til dæmis er viðbragðið í 100 km hraða 15,5 sek., sem er ekkert sérstakt, en einhverra hluta vegna virðist það mun skarp- ara þegar bílnum er ekið. Toyota Tercel er sumsé bráðskemmtilegur í akstri, en því miður hafði ég ekki að- stöðu til að reyna hann á veru- lega vondum vegi eða vegleysu. I ljósi þess sem áður er sagt um hæð undir lægsta punkt, má þó slá því föstu að á ójöfn- um eigi hann sín takmörk vegna þessa. Hann er traustur og góður malarvegabíll, nema hvað fjöðrunin er heldur í styttra lagi fyrir holur. Einn meö drifi á öllum T0Y0TA TERCEL Sparneytinn og skemmtilegur í akstri — málamiölun milli jeppa og fólksbfls, sem hefur tekizt vel og ætti að henta íslenzkum að- stæðum Um gerð og stærð bílsins er annars það að segja, að lengd- in er 4,17 m og breidd 161 sm. Vélin er fjögurra strokka, 52 hestafla á 5600 snúningum og eyðslan getur í sparakstri far- ið niður í 7 lítra á hundraðið. Betra er að taka slíkar tölur varlega. Hjá umboðinu var sagt raunhæft að reikna með 10 lítrum sem meðaltali af akstri við margskonar aðstæð- ur á sumri og vetri. Það er góð útkoma miðað við þá vinnslu sem þarna er í boði. Toyota-bílar hafa gott orð á sér fyrir endingu og þykja lausir við þreytandi smábilan- ir. Þetta er ekki tilgáta út í bláinn, heldur er byggt á niðurstöðum Consumers Report í Bandaríkjunum. En til þessa hefur farið lítið fyrir frumlegri hugsun hjá þeim sonnm Qol urinno" lllllUl f £--- iram- leiða Toyota. En nú hafa þeir tekið á honum stóra sínum og bjóða einstaklega þekkilegt og fjölhæft ökutæki og mér þótti meira til hans koma en ann- arra Toyota-bíla, sem fjallað hefur verið um í þessum þætti. GS. Tercel er ekkert torfærutröll, en hann fer auðveldlega yfir það sem ekki þýðir að bjóða venjulegum fólksbfl. Stýri og mælaborð í Tercel. Efst til hægri er hallamælir, sem sýnir hversu mikið bfllinn hallast og er ekki talið ráðlegt að hallinn fari yfir 30 gráður. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.