Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1983, Blaðsíða 4
Leiðin að markinu er grýtt — og þeim mun grýttari sem markið er sett hærra. Á æfíngu í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar, en Jón leikstýrir sjálfur verki sínu ásamt Brynju Benediktsdóttur. Talið frá vinstri: Guðrún Stephensen, Borgar Gíslason, Jón Laxdal, Brynja Benediktsdóttir og Róbert Arnfinnsson. mitt í Ztirich og varð það upphaf samvinnu okkar og vinskapar í gegn um árin. Rolf hefur því miður verið mikið veikur upp á síðkastið og þurft að gangast undir uppskurð, en ég heimsótti hann oft meðan ég var í Ham- borg og tefldi við hann eins og var okkar siður. Hann er að hresáast vona ég, — hann er kominn með allskonar áform og farinn að hafa gaman af lífinu aftur. Rolf verður e.t.v. við- staddur frumsýninguna á Ná- vígi. Nú hrín púkinn í gangverkinu ógurlega. Leikendum verður eitt andartak orðfall, en svo hefur Jón upp hendur sínar, þykkar og breiðar og kallar: Prest, við þurfum prest til að reka and- skotann út. Við að heyra minnst á embættismenn þjóðkirkjunnar sljákkaði ípúkanum og hnipraði hann sig saman inn í eina raf- eindina og þagði það sem eftir lifði þáttarins. Spyrill: Hverjir eru yngri menn í Þýskalandi, sem láta að sér kveða í leikhúsinu? Jón: Það eru Franz Xavier Kroetz og Wolfgang Bauer, Bodo Strauss, svo ég nefni einhverja. En það virðast vera fáir sem skrifa fyrir leikhús í Þýskalandi og Sviss um þessar mundir. Leikhúsmenn hafa nær ein- göngu sótt verk frá London, New York eða París en verið lin - ir við að sinna sínu eigin fólki og textum sem hafa verið skrifaðir á þeirra eigin máli. Þetta er náttúrlega slæmt fyrir þeirra leikhúsmenningu. Það eru margir sem öfunda okkur ís- lendinga, þessa litlu þjóð sem á svo marga menn sem eru að spreyta sig á þessari listgrein. Spyrill: Já, það er endurvakning í leikritun á íslandi. Jón: Svo er það íslenska kvikmyndin, sem óskaplega spennandi er að fylgjast með. Spyrill: Nú sýnir þú málverk í Norræna húsinu um þessar mund- ir... Þú hleypur á milii tján- ingarmiðla. Jón: Ég hef verið svo heppinn að geta spreytt mig á ýmsu, mér finnst þetta allt vera tengt inn- byrðis og skylt. Ég græði á því þegar ég sem leikhústexta að hafa verið að skemmta mér við að búa til myndir og rannsaka efnið sem ég vinn úr, t.d. grjót og spor úr náttúrunni. Ég geri þetta fyrir sjálfan mig, er ekki að elta neinn móð eða stíla en ég hef verið hissa á því að aðrir hafa haft gaman af þessum myndum upp á vegg hjá sér ekki síður en ég. Ég hef sýnt í Þýzka- landi og Sviss, en þetta er í fyrsta sinn sem ég sýni hérna heima. Spyrill: Þú málar, leikur, skrif- ar, og nú leikstýrir þú eigin verki í Þjóðleikhúsinu. Hefur þú gaman af að leikstýra? Jón: Já, í sumar leið leikstýrði ég hópi áhugamanna í Þýska- landi við uppsetningu á Æðu- kollinum eftir Holberg. Þetta var mjög skemmtileg reynsla, og ég gerði mér grein fyrir því að þetta fólk er amatörar og reyndi að vinna sýningunni sjarma og listræn áhrif innan þeirra takmarka, sem okkur voru sett. SpyrilJ: Hvað er framundan að loknu Návígi? Jón: Það er ekki síður spenn- andi en það sem ég er að gera í dag. Mér hefur fallið sá heiður í skaut að opna ásamt forseta ís- lands, Vigdísi Finnbogadóttur, íslenska listaviku í Berlín 25. nóvember nk. Þar les ég í eigin þýðingu texta eftir níu ljóðskáld og textahöfunda af yngri kyn- slóðinni — eru annars ekki allir af yngri kynslóðinni sem komu á eftir Laxness? — og þar verður kynnt nútíma hljómlist frá ís- landi, grafík og sýndar íslenskar kvikmyndir. Sýningin verður síðan sett upp í Bonn og í Ham- borg þannig að ég verð varla kominn heim að heiman til Sviss fyrr en undir jól. Hvað tekur við á nýju ári veit ég ekki og hef engar áhyggjur af því. Eflaust verð ég farinn þá að hlakka til næstu ferðar heim á Frónið. Spyrill: Ég hitti eitt sinn íslend- ing á 17. júní-samkomu í New York sem hafði verið búsettur í fjöldamörg ár í Bandaríkjunum og vegnað þar vel, lukkulegur maður. Undir miðnættið, eftir nokkra sjússa og Island farsælda Frón fór þessi maður að gráta eins og barn sem hefur týnt foreldrum sínum. Hvernig líður þér, íslendingi, Þjóðverja, Svisslendingi, æ meir á ieiðinni heim? Jón: Þetta er farið að lagast núna eftir að ég kom oftar heim. Þegar ég kom fyrst aftur, eftir einn og hálfan áratug í útlönd- um fannst mér allt hér furðu- lega framandi, en nú eru landið og þjóðin aftur orðin partur af sjálfum mér, partur sem ég hvorki vil né get verið án. (Tjaldið) 4 Berglind Gurmarsdóttir Til Sveinbjörns Augun þín djúp og blá eins og vötnin spegilslétta lygnu gára gleðin og harmurinn. Handan blárrar móðu byltast hugmyndirnar langt að komnar á seglbúnu fari stefna þær fram í tímann að höggva strandhögg til handa þjóðsögunni. Auga fyrir auga Lánardrottnar móðgana rýna í reikningsbækurnar; skál sárindanna er barmafull. Hvort skal nú grynnkað á skuldinni með tilheyrandi útlátum rógs og svívirðinga mannlegra mistaka með dylgjur í vexti og vaxtavexti? Svartur fugl Stórum vængjum ógnar gerir svártur fuglinn aðsúg segir krúnkið hása dimma að hún sem tæmdi í botn bikar sársaukans á enn ósnertar dreggjarnar dreggjar óttans. Berglind er Reykvíkingur, vinnur við prófarkalestur. Ljóð eftir hana hafa birzt í tímaritum, en þessi þrjú eru úr nýlega útkominni Ijóðabók hennar, sem heitir Ljóð fyrir lífi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.