Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1983, Blaðsíða 6
Leifur Sveinsson (ttnnm ur og ætti fyrir útborgun. Er ekki að orðlengja það, að Ang- antýr bregður hart við og nær kaupunum. Liðu svo nokkur ár, en þá hugðust eigendur nær- liggjandi lóða reisa stóríbúða- hótel á lóðum þessum, en höfðu aðeins landrými í tvær álmur, en vildu byggja þrjár. Um jólin bjóða þeir Angantý eina íbúð í byggingu þessari, ef hann léti lóð sína í púkkið, en hann neitar. Um páskana bjóða þeir honum tvær íbúðir, en í ágúst seldi hann þeim spildu sína fyrir þrjár íbúðir. Alla tíð síðan hefur Angantý vini mínum þótt ein- staklega vænt um næturklúbb- inn Titos. Mosquito flugurnar Á Porto Nova hótelinu var þekktur listfræðingur kunningi minn gestur. Hann mætti ávallt í þykkum íslenskum ullarháleistum við sundlaugar Mallorca Ég hafði alltaf verið mótfall- inn sólarlandaferðum, taldi þeim flest til foráttu, einkanlega í landi Francos. Þó lét ég til leiðast árið 1970, er ferðaskrifstofan Úrval fór sína fyrstu hópferð til Mallorca í ágúst. Gistum við hjónin á Barbados við Magalufflóann, hinu ágætasta hóteli. Kl. 11.30 dag hvern hittust íslendingarnir við flóann hjá Magalufbar og þreyttu hina sérstæðu íþrótt sjávarblak. Skipt var liði og lék hvort lið sitt hvoru megin við flotlínu, sem kork hélt uppi. Var hart barist í leik þessum, enda til mikils að vinna, þar sem vinningsliðið fékk ókeypis veit- ingar á eftir í Magalufbar á kostnað tapliðsins. Eftirleikur- inn var þó kannski enn sérstæð- ari en sjávarblakið sjálft. Það var hringaleitin. Það kom sem sé oft í ljós, að i hita leiksins höfðu menn týnt af höndum sér þetta 1—2 hringum. Hófst þá skipuleg leit, ýmist með höndum eða fótum. „Ékki grugga, hérna týndi ég honum örugglega," heyrðist þrumandi röddu. Ann- ar fann hring sinn með ilinni, er hann þreifaði sig áfram eftir botninum. En hræddur er ég um, að strendur Magalufflóans geymi enn marga hringi að heiman. Það var glatt á hjalla eftir sjávarblakið, sögur sagðar og ný kynni stofnuð. Þær sögur sem ekki þoldu fjölmenni, þær voru sagðar á hafi úti, menn syntu nokkur hundruð metra frá landi, lögðust á bakið og létu þær grófu fjúka. Félagi minn nefndi þær úthafsbrandara. Nýr kokkteill Ein er sú skemmtun við Magalufflóann, en það er að synda frá Eden Rock út að höfða þeim, sem Hótel Florida stendur á. Þetta er líklega tæplega kíló- meters sund, síðan gengið upp 100 þrep og komið í sundlaug hótelsins, þar sem er góður bar. Vandamálið var að hafa með sér peninga til greiðslu á veitingun- um. Seðlarnir blotnuðu í skýlu- vasanum, en smámyntin vildi týnast á leiðinni. Ég var að leggja upp í eitt slíkt sund, sem við nefndum að synda fyrir Skaga, er ég hitti tvo kunningja mína á Trianonbar. Þeir spurðu mig, hvernig stæði á ferðum mínum, en ég segi sem var, að ég ætli að synda út á Hotel Florida og panta tvær þvottaklemmur. „Er það nýr kokkteill," spyrja þeir. Nei, nei, ég þarf klemm- urnar til þess að þurrka hundr- aðpesetaseðilinn minn, sem ég er með í sundskýluvasanum og verður orðinn blautur eftir sundið. Eitt sinn sem oftar synti ég fyrir Skaga og pantaði veitingar við sundlaugina. Þjónninn spyr mig hvaðan mig beri að, en ég segist koma frá íslandi. Þá hlýt- ur þú að vera góður sundmaður, var svar þjónsins. Fasteignakaupin Ekki fer hjá því í sólarlanda- ferðum, að kynni stofnist við sérstæða menn, sem verða manni eftirminnilegir. Þessi kunningi minn rak þjónustu- stofnun þeirrar tegundar, sem við verðum öll að skipta við í lokin. Hann sá auglýsingu frá fasteignasala einum, sem hafði til sölu íbúðir í því mikla íbúðar- hóteli, sem Trianon heitir. Verð á 35 fermetra íbúð var 721.000,00 pesetar, en útborgun eitthvað á annað hundrað þús- und. Fasteignasalinn var enskur og varð mjög undrandi, þegar landinn hringir í hann á sunnu- degi og spyr, hvort íslendingar geri viðskipti á sunnudögum. Landinn svarar því, að allir dag- ar séu jafnir hjá sér, hann jarði á virkum dögum, en um helgar taki hann málin. Þótti hinum enska mikið til Líkvalds koma. Hófu þeir þegar samningaum- leitanir um helgina. Daginn eft- ir hitti ég Líkvald og spyr hann um úrslit fasteignakaupanna. Hann lét illa af þeim og svarar: Ég var með alla bandaríkjadoll- arana, sterlingspundin, dönsku, norsku og sænsku krónurnar, gyllinin, mörkin, belgísku frank- ana, en var þessi helvítis klaufi að gleyma kanadíska ávísana- heftinu heima, og átti þess vegna ekki fyrir útborguninni og missti af öllu saman.“ Skattrann- sóknargabbið Matvörukaupmaður einn var samtíða mér á þessum árum, seigur náungi, þótt ekki hefði hann troðið torleiði hins langa skólastígs. Ungir menn við Magalufflóann voru gjarnir á að stríða kaupmanni þessum og bjuggu jafnvel til heilar fréttir að heiman, ef ske kynni að þær kæmu sér illa fyrir kaupmann. Eitt sinn finna þessir galgopar upp á því, að segja kaupmanni þá frétt að heiman, að skatt- rannsóknarstjóri sé búinn að hefja herferð gegn matvöru- kaupmönnum, hafi tekið allt bókhald þeirra til rannsóknar og við heimkomuna muni ekki standa steinn yfir steini hjá fyrirtæki hans. Undrun þeirra var mikil, er kaupmaður hagg- aðist hvergi við þessa válegu frétt. Þeir spyrja, hvort kaup- manni detti í hug, að hann sleppi við að missa bókhald sitt í skattrannsóknarginið. Þá svar- ar hann: „Ég hefði nú haldið það, ég er með það með mér hérna suður frá.“ Baðkerið Frændi minn einn var nokkr- ar vikur á Mallorca. Hann taldi þetta vonda eyju, alveg væri sama, hvað hann drykki mikið af sterku víni, hann fyndi aldrei á sér, þetta væri hin versta fjár- festing, því þetta gufaði allt út um húðina. Viku seinna hitti ég frænda minn og er hann þá skel- þunnur, en hinn ánægðasti. Ég spyr um líðan. „Já, nú tókst það loksins, ég lét renna í ískalt bað á hótelherberginu í gær. Drakk rúmlega hálfa flösku af Whisky í baðinu, og þá loks komu áhrif- in.“ Jafnþungir Sumarið 1975 dvöldumst við fjölskyldan á Porto Nova hótel- inu í Palma Nova á Mallorca. Þar var mikið af löndum, m.a. vinur minn hestamaðurinn og bílasalinn Alli Rúts frá Siglu- firði norður. Tókum við Alli tal saman og skiptumst á sögum. Eitt sinn bárum við saman þyngd okkar. Reyndumst við jafnþungir, 110 hvor. Ég kíló, hann pund. Þá heyrðist sagt fyrir aftan okkur: „Leifur, þú gætir horað þig um einn Alla.“ Fengsælt kvöld á Titos Til er sá næturklúbbur í Palma, Mallorca, sem ber af öðrum skemmtistöðum á eyj- unni. Nefnist hann Titos. Þang- að fór kunningi minn, sem við skulum nefna Angantý Líka- frónsson eitt kvöldið að skemmta sér ásamt konu sinni. Eftir lokun lenti hann í sam- kvæmi með Mallorcabúa einum innfæddum, sem starfaði hjá Notariusi Publicusi staðarins, en það er embætti, sem fellt er inn í Borgarfógetaembættið hér í Reykjavík. Svo kom tali þeirra félaga, að Angantýr spurði, hvaða eignir væru nú til sölu á Mallorca, sem verðmætastar gætu orðið í framtíðinni. Taldi félagi Angantýs það einhlítt, að það væri lóðarspilda ein niður við ströndina í Palma Nova, en spilda þessi væri tilheyrandi dánarbúi, þar sem allt logaði í ósamkomulagi. Áður en Mall- orca varð ferðamannaland að nokkru ráði, var það siður þegar landeignir komu til skipta, að elsti bróðirinn fékk þá spildu, sem var lengst inn í landi og hentaði best til landbúnaðar, en svörtu sauðirnir fengu aftur á móti þær spildur í arf, sem næst voru ströndinni, því þær voru taldar lakastar. M.a. af þessari fornu hefð, þá væri einn svartur sauður tilbúinn að selja á góðu verði hluta sinn í strandspildu, ef Angantýr væri nógu skjótráð- barinn. Ég spurði hann, hverju þetta sætti. Hann sagðist búa á jarð- hæð og væri allur sundurbitinn af mosquitoflugum, sem legðu sig í einelti, og skildi hann ekk- ert í þessari áreitni þeirra, þar sem aðrir hótelgestir væru alveg látnir í friði. Þá svara ég: „Þetta eru bara vínhneigðar flugur í af- rétting." Gran Canaria Það var í apríl 1973, að við hjónin fórum með dóttur okkar 9 ára gamla til Kanaríeyja til að leita henni lækninga við húð- kvilla (psoriasis), sem kominn var á mjög hátt stig. Gist var á Hotel Protucasa. Þar dvöldum við í 4 vikur og mátti heita sól upp á hvern dag, heitast var á páskadag, enda er apríl talinn bestur mánuður til Kanaríeyja- dvalar. Einn daginn fórum við í fjallaferð og sáum bændabýli á botni gamals eldgígs og þptti mörgum torleiði hjá bónda að flytja afurðir sínar á ösnum upp á gígbrún. Á fjallstoppi skammt frá gígbónda hittum við þann snjallasta kaupmann, sem ég hefi haft spurnir af. Hann átti ösnu eina, kjörgrip hinn mesta, sem hann leigði ferðamönnum til styttri útreiðartúra. Við- skipti voru treg til að byrja með, en þegar hann fann upp það snjallræði að skíra ösnuna Sophiu Loren, þá hefur asnan ekki stoppað við síðan ... 1973 voru þetta aðeins tveggja vikna ferðir hjá Flugleiðum, en við fengum framlengt í 4 vikur. Þá kynntist ég mörgu af því besta fólki, sem ég hefi kynnst um ævina. Seinni vikurnar lék- um við Eggert Gíslason skip- stjóri oft tennis saman á kvöldin og þótti samferðamönnum okkar það tilkomumikil sjón, þar sem meðalþyngd okkar var 110 kg. Á seinni árum hafa margir kunningjar mínir sagt við mig: „Hvað ertu alltaf að þvælast suður á þessum eyjum, hvað hefurðu eiginlega upp úr því?“ Þá svara ég ávallt: „Ég vissi ekkert um ísland áður en ég fór að fara suður á eyjar, en nú veit ég heilmikið." Og raunin er sú, að í allri streitunni og lát-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.