Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1983, Blaðsíða 11
Menningarsjóði fyrir fyrstu bók mína. En það voru skálda- laun byrjenda á þeim árum. Svo ætlaði ég að skrifa í blöð heima. Valtýr Stefánsson var mér velviljaður, Þjóðviljinn gat ekki borgað, það var sam- viskumál að skrifa í hann. En í júlílok var þessum norræna ferðaskóla lokið, út- litið í heimsmálunum var ótryggt. Einn dönsku kennar- anna kom mér fyrir á Hró- arskelduskóla yfir ágústmán- uð. Það var skóli danska al- þýðusambandsins og jafnað- armanna. Ég var þar matvinn- ungur við garðyrkjustörf. Þar komu ungir sósíaldemókrata- foringjar um helgar og héldu ræður yfir námskeiðahópum, sem voru við skólann. Meðal þeirra voru menn, er síðar urðu frægir þingskörungar, m.a. tveir forsætisráðherrar, sem skammlífir urðu. Þar hlustaði ég á Stáning gamla tala um vináttusamning þeirra Hitlers og Stalíns, rétt áður en þeir réðust báðir inn í Pólland. Loft var lævi blandið, enda skammt að bíða þess sem koma skyldi. Snemma morguns 1. sept- ember hafði ég kvatt á Hró- arskelduskóla, raunar kvöldið áður. Ég bar tösku mína um morguninn út í vagninn, sem flutti mig á járnbrautarstöð- ina á Hróarskeldu. Þar frétti ég þessi hræðilegu tíðindi. Förinni var heitið til Kaup- mannahafnar. Þar fór ekki fram hjá neinum hvað við hafði borið um nóttina. Fregnmiðar dagblaðanna lágu þar eins og hráviði um allt, ég á tvo þeirra í fórum mínum enn, og blöðin voru komin út. Næstu daga tók ég þá ákvörðun að hætta við Stokk- hólmsdvölina og reyna að‘ koma mér heim sem fyrst. Það tókst eftir hæfilega bið. Ég var nokkrar vikur í Kaupmanna- höfn. Fékk svo far með einum af siðustu Fossanna. Við urð- um að sigla fyrst til Noregs og norður með landi gegnum hinn fagra skerjagarð, sem enn var í ljóma haustsins. Loks var stefna tekin til gamla Fróns. Jón úr Vör Leikhús fáránleikans: Þegar súrt regn er sem óðast að út- rýma skógi í Evrópu, dafnar ann- ar skógur þeim mun betur. Winston Churchill — hér á málverki Graham Suther- land — þóttist ekki skilja Niels Bohr og taldi hann bezt kominn í fangelsi. Eitt er að kveikja eldirm og armað að hemja harm Niels Bohr, danskur eölisfræðingur sem klauf úraníumkjarn- ann 1938, — hér á tali við Eisenhower Bandaríkjaforseta — reyndi aö koma skip- an á eftirlit með atómvopnum, en tal- aði fyrir daufum eyr- um. Mannkynið hefur tvívegis uppgötvað eldinn. Fyrst í rökkri forsögulegra tíma og sá eldur hefur yljað kynslóðunum síð- an og verið forsenda þessara svokölluðu framfara. Hinn eldinn, atómeldinn, fundu vísindamenn upp á fjórða ára- tugnum og upphafið má víst rekja til þess, þegar Dananum Niels Bohr tókst að kljúfa úrankjarnann 1938. Um Bohr má segja, að miklu veldur sá sem upphafinu veldur, en ekki stoðar nú að ásaka hann fyrir það sem orðið er og allir vita. Niels Bohr var framúrskar- andi eðlisfræðingur og viðfangsefnið var spennandi: Menn sáu fyrir sér allsherj- aríausn á orkumálum, þótt raunin haifi orðið önnur. 1 seinni tíð hafa menn spurt: Hverslags börn voru þessir vís- indamenn; vissu þeir ekki að þeir voru að finna upp hinn endanlega eyðingareld, sem síðan yrði fenginn hernaðarbrjál- æðingum um víða veröld? Það er auðvelt að vera vitur eftir á, en hitt mun þó rétt, að Niels Bohr sá þetta fyrir fljótlega og illur grunur hans styrktist 1941, þegar einn fremsti eðlisfræðingur Þjóðverja, Werner Heisenberg, lét þá skoðun í Ijósi í samtali við Bohr, að sennilega væri hægt að framleiða atómsprengju. Frá þessu og því sem síðan gerðist hefur at- ómeðlisfræðingurinn Stefan Rozental sagt í ágætri grein í Berlingske Tidende í ágúst í sumar og var greinin þýdd og birtist í Morgunblaðinu. Niels Bohr varð að flýja frá Dan- mörku haustið 1943. Eftir skamman tíma var hann kominn í hóp þeirra vís- indamanna, sem unnu að gerð sprengj- unnar vestur í Los Alamos. Þetta var að sönnu kapphlaup við tímann; menn höfðu grun um að Hitler og hans menn væru eitthvað á veg komnir við sama viðfangsefni og það er helzt að sjá, að Niels Bohr einn hafi hugleitt málið í stóru samhengi og verið eðlilega áhyggjufullur og skelkaður við uppfinn- inguna. Honum sýndist sú leið helzt fær, að komið yrði á alheims eftirliti með atómvopnum og að öll lönd yrðu að vera opin fyrir slíku eftirliti. Bohr þótti sem nú væri lagá sjálfum morgni kjarnorku- aldar að koma á þeirri skipan íheimin- um; ella væri veruleg hætta á að menn færu sér að voða með hinn nýja eld. Þetta virðist núna nokkuð bjartsýnis- leg hugmynd. Bohr viðraði hana fyrst við Roosevelt Bandaríkjaforseta 1944 og ekki fráleitt að hann hafi mætt einhverj- um skilningi þar. En öðruvísi fór, þegar Bohrgekk á fund Churchills, sem var önnum kafinn að undirbúa innrásina í Normandie og hafði nauman tíma til að hlusta á úrtölur vísindamanns, sem gamla Ijónið hefur trúlega talið að væri genginn í barndóm. Af lýsingunni má ráða að Churchill hafi verið líkastur gömlum bolabít, sem fengið hefur bein að naga — og svo á að taka af honum beinið. Brezki forsætisráðherrann þótt- ist illa skilja enskuna hjá Dananum; hafði engan skilning á málefninu ogfékk þá hugmynd að Niels Bohr væri hættu- legur og ætti helzt að vera í fangelsi til að gera ekki skaða. Það kemur fram ígrein Rozentals, að Bohr ræddi síðar hugmyndir sínar við aðra Jeiðandi stjórnmálamenn í Bret- landi og Bandaríkjunum, en án árang- urs. Maðurinn, sem klauf úraníumkjarn- ann og sá hverju hann hafði komið til leiðar, gat ekki haft áhrif á afleiðingarn- ar. Þær birtust í öllu sínu dauðlega veldi í Hiroshima og Nagasaki 1945. Og fimm árum síðar gerði Niels Bohr hina end- anlegu tilraun til að höfða til samvizku heimsins. Það gerði hann með opinberu bréfi til Sameinuðu þjóðanna, sem gert var heyrin kunnugt þar í júnímánuði 1950. Viðbrögðin voru yfirleitt jákvæð í heimspressunni og ríkisstjórnir á Norð- urlöndum lýstu sig fylgjandi hugmynd- um Bohrs um alheims eftirlit með kjarn- orkuvopnum. En þar við sat, og situr enn. í hernaðarbrjálæðinu er engin hug- mynd eins barnaleg og fráleit eins og sú að hafa allt opið uppá gátt og háð alþjóð- legu eftirliti, sem reist væri á gagn- kvæmu trausti þjóða og manna í milli. Nú þykir vænlegast, að Ijónin öskri sí- fellt hærra hvert á annað: Meðaldrægum flugskeytaskógi í Evrópu er svarað með ennþá þéttari skógi af SS21-skeytum austan við Járntjaldið, sem eiga að ná um alla Vestur-Evrópu á 5 mínútum. Auðvitað verður það ekki endanleg hót- un. Markmið hernaðarbrjálæðinganna hlýtur að beinast að því að stytta þann tíma til muna; hver hefur tíma til að bíða í 5 mínútur? Eins og fram kom í grein í Lesbók um nútíma kafbátahernað, sem birtist í sumar, eru vígvélar undirdjúpanna á sveimi með samtals nærri 7000 kjarn- orkuskeyti. Sá sprengikraftur einn er margfaldlega nægur til að eyða öllum byggðum bólum á jörðinni og þess vegna eru allar tölur um flugskeyti á jörðu, langdrægeða meðaldræg, íraun út í blá- inn. Það er jafnvægi fáránleikans, sem verið er að þrasa um, en hættan á ein- hvers konar mistökum vex eftir því sem vopnunum fjölgar. Það er engu líkara en að eldurinn sem Niels Bohr og fleiri kveiktu fyrr á öldinni, hafi verið fenginn óvitum til að leika sér með. Gísli Sigurðsson \bWl\l 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.