Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1983, Blaðsíða 13
„50 prósent kjara- bót, ef hagvöxtur er 2,5 prósent í 16 ár“ „Hagvöxtur er eina raunhæfa kjarabótin sem þekkist. Hugs- aðu þér! Ef hagvöxtur er 2,5 pró- sent á mann á ári, nægir það til þess, að á rúmlega 16 árum auk- ist raunverulegar tekjur hvers einstaklings um 50 prósent. En menn eru óþolinmóðir og hugsa aðeins um líðandi stund. Þetta er að gerast um allan heim. Það virðist sem mörg lýðræðisríki séu að staðna og sigla í strand vegna deilunnar um skiptingu „kökunnar" og að íslendingar fylgi þessari þróun.“ — Þarna ertu korninn út í sið- fræði hagfræðinnar, að hverju keppa ber. Hver er hin gagn- kvæma ábyrgð þegnanna, hvers gagnvart öðrum í fram- farasókn þjóðanna? „Margt er manna bölið, en borgarastyrjaldir eru allra styrjaldar siðlausastar og fá- ránlegastar. Mér finnst satt að segja átakanlegt að heyra, hvernig margir íslendingar nota hatursorð stríðs og styrjaldar- rekstrar, þegar þeir ræða um skiptingu lífsgæðanna með þess- ari auðugu þjóð. Ýmis erlend fræði eiga sérlega illa við um okkar litla, sérstæða þjóðfélag. Útgerðarmenn okkar og stór- kaupmenn væru taldir smákall- ar í öðrum löndum við hlið hinna stóru jöfra iðnaðar og al- þjóðaverslunar. Það lætur nærri að þeir væru álitnir hálfgerður öreigalýður hjá stórþjóðum, en þetta eru okkar „eignamenn". Og við verðum að vara okkur á hefðbundnum kenningum um stéttaskiptingu. Við erum öll á sama báti. Þjóðfélagið er allt ein keðja. Það er ekki nóg að veiða fiskinn og búa hann til útflutn- ings, það þarf að finna og byggja upp markaði erlendis, svo að dæmi sé tekið. Kennarar í viðskiptadeild, sem starfa að fræðigreinunum sala, markaðs- rannsóknir og utanríkisverslun, binda vonir við, að menn með sérþekkingu á þessu sviði vinni þarft verk. Sama máli gegnir um þá sem eru sérfróðir um framleiðslu, reikningshald, fjár- mál, endurskoðun og stjórnun. Eg álít að fyrrverandi nemend- ur deildarinnar á þessum svið- um hafi gert mikið gagn í þjóð- félaginu. Það þarf mikla yfirsýn til að átta sig á starfsemi fyrir- tækis, hvernig fjár er aflað og hvernig nýta megi það sem best. Tími vasabókhaldsins er liðinn." — Hvað um siðfræði þrýsti- hópanna? Amerískur hagfræðingur, Mancur Olson, hefur skrifað bók, sem kom út í fyrra, um það hvernig þjóðir hafa risið og hnigið síðan, í aldanna rás. Hann telur sig geta sýnt af hag- sögunni, að þegar hópar þyrpast saman og þrýsta á, stöðvast framfarir. Þá er ekki miðað við hag heildarinnar, þjóðfélagsins, „keðjunnar", heldur hag hóps- ins. Þrýstihópar eru ýmist sam- tök fyrirtækja, héraða eða starfsstétta og þessir hópar geta orðið svo rótgrónir að allt stend- ur fast, engu er hægt að breyta, né taka upp nýjar atvinnugrein- ar, hvað rekst á annars horn. Bætt lífskjör fyrir alla hópana nást ekki, en þeir lokast inni í einskonar glímu sem þeir geta ekki losað sig úr. Þetta er at- hyglisverð og um leið dapurleg kenning hjá Olson, hvort sem hún fær staðist að öllu leyti eða ekki. Olson segir ennfremur, að þrýstihóparnir spretti eins og gorkúlur á haug í þjóðfélagi þar sem er friður, jafnvægi og til- tölulega mannúðlegt stjórnar- far, einkum ef slíkt ástand hefur varað lengi. Á tímum styrjalda og upplausnar ná þrýstihóparn- ir ekki að skjóta rótum. Hér er á ferðinni enn ein kenning um það, að með góðum árangri í þjóðfélagsmálum sé sáð sæði eyðileggingarinnar. Og það er reyndar ráðlegast að taka með varið slíkri sláandi stórspeki." — En hvernig getur almenn- ingur áttað sig á slíkum kenn- ingum og útreikningum hag- „Tímivasabók- haldsins er lidinn“ fræðinga þjóðarinnar yfirleitt eða á ræðum stjórnmálamanna um „vandann sem við er að glíma“? „Almenningur hefur hvorki tíma né stöðu til að fjalla ræki- lega um flóknar hagfræðikenn- ingar og útreikninga. Fólki gefst aðeins tóm til að kynna sér nokkur meginatriði, og kjósend- ur verða oft að taka trúanlegar fullyrðingar stjórnmálamanna, án þess að vita með vissu, hvort þeir greini satt og rétt frá. Hins vegar er yfirleitt auðvelt að dæma um árangur af stjórn- arstefnu, hvort verðbólgan sé að minnka, lífskjörin að batna o.s.frv. En ég má til með að geta um sérislenskt fyrirbæri, en það eru þessar brennheitu talnasúpur, sem íslenskir stjórnmálamenn hella yfir þjóðina. Ávörp þeirra um efnahagsmál eru ótrúlegar langlokur. Eg hef hvergi í ná- lægum löndum séð stjórnmála- foringja hvolfa draslinp af skrifborði þjóðhagsstjóra og seðlabankastjóra yfir þjóðina. Að vísu er stjórn efnahags- mála á íslandi nokkuð sérstæð miðað við nálæg lönd. Það er talað um frjálsan markaðsbú- skap, en ígrip hér og þar og íhlutun í fyrirtæki og stofnanir eru svo víðtæk, að þegar aðgerð- um er lýst og tilfærslum í þenn- an sjóð úr hinum og færsla á þessu gjaldi yfir á annan lið — og ýmis fiff af þessu tagi — að ég held að flesta sundli. Þetta er hvorki vísindalegur sósíalismi, sem reyndar er aðeins til á bók- um, né heldur farsæll markaðs- búskapur. Þetta er hagkerfi þrýstihópanna." — Hvað er til ráða? Hvað seg- ir þú um Thatcher? „Það er vissulega búið að gera æðimargar tilraunir síðastliðin 35 ár til að glæða þjóðarbúskap Breta nýju lífi — og ekkert hef- ur gengið. Frúin er járnhörð, og vonandi heppnast henni að rétta skekkjurnar i hagkerfinu og koma á ný fótum undir Breta. Satt að segja get ég þó engu spáð um það. Takist frúnni að láta Breta laxera og innleiða nýja og betri tíma, þá verður skrifað vel um hana í Bret- landssögunni. En það sorglega við tilraunir af þessu tagi, til- raunir til að lappa upp á hag- kerfi sem þrýstihópar hafa „fryst“, er að kostnaðurinn við þær fellur með mestum þunga á fátæka fólkið. Aðgerðir til að draga úr verðbólgu leiða oft til tímabundins atvinnuleysis. Sömu sögu er að segja, þegar óarðbær fyrirtæki eru svipt beinni eða óbeinni aðstoð eða styrkjum frá ríkinu. En þeir sem verða atvinnulausir eru einkum fátækt fólk með litla SJÁ NÆSTU SÍÐU Háskóli íslands 2. viðskipta- deild Einn af þeim síungu: Gylfi Þ. Gíslason á að baki langan kennsluferil í viðskiptadeild. Hann er hér í miðjum hópi nemenda sinna í deildinni — og að útskýra eitthvaö upp við töfluna. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.