Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1983, Blaðsíða 15
640 nemendur í viðskiptadeild Árið 1938 var stofnaður Við- skiptaháskóli íslands. Steinþór Sigurðsson magister var ráðinn skólastjóri hans, og 1940 var Gylfi Þ. Gíslason skipaður dós- ent við Viðskiptaháskólann. Ólafur Björnsson (síðar prófess- or við Háskólann) var stunda- kennari. Var heimilt að skrá 10 nýja nemendur hvert haust. Vor- ið 1941 var Viðskiptaháskólinn lagður niður, en sameinaður lagadeild Háskóla íslands, er nefndist þá laga- og hagfræðis- deild. Árið 1946 var Gylfi Þ. Gíslason skipaður prófessor við Háskólann og ólafur Björnsson 1948. Þriðji prófessorinn, Árni Vilhjálmsson, var skipaður 1962 og þá um leið var námið skilið frá lagadeild og stofnuð við- skiptadeild HÍ. Guðlaugur Þor- valdsson (nú ríkissáttasemjari) var settur prófessor 1963 (síðar skipaður), Guðmundur Magnús- son (núverandi háskólarektor) skipaður 1968, Þráinn Eggerts- son settur 1980 (síðar skipaður) og Þorvaldur Gylfason, skipaður 1983. Aðrir fastráðnir kennarar hafa starfað sem dósentar og lektorar, sumir um hríð, en margir horfið til annarra starfa: Halldór Ásgrímsson (núver- andi sj ávarút vegsrá ðh erra), Kjartan Jóhannsson (formaður Alþýðuflokksins), Ásmundur Stefánsson (nú forseti ASÍ), K. Guðmundur Guðmundsson, töl- fræðingur, Svavar heitinn Páls- son, endurskoðandi, Brynjólfur Sigurðsson, Þórir Einarsson, Ragnar Árnason, Jón Þór Þór- hallsson, Ingjaldur Hanni- balsson. Við deildina starfa nú sex prófessorar, tveir dósentar, tveir dósentar í hlutastarfi, tveir lekt- orar, og um 30 stundakennarar, er sumir kenna fáar stundir, aðrir fleiri. Nemendur eru um 640. (Sjá greinar um viftskiptadeild og fræðasvið hennar eftir Árna Vilhjálmsson, Gylfa Þ. Gíslason og Þráin Eggertsson í Árbókum Há- skóla íslands 1973—76, 1976—79 og 1981—82 og upplýsingar um rannsóknir og ritstörf í sömu ár- bókum. Sjá einnig Gylfi Þ. Gísla- son: „Viðskiptadeild Háskóla ís- lands 40 ára“. Fjármálatíðindi 29. Fylgirit 1982, s. 10—49.) I Viðskiptadeild Háskóla Is- lands er meðal annars lögð stund á þessi viðfangsefni: — skipulagningu framleiðslu — stjórnun fyrirtækja og opin- bera stjórnsýslu — sölu vöru ogþjónustu — reikningshald og fjármál fyrirtækja — endurskoðun — gagnavinnslu í tölvu — stjórn efnahagsmála —. utanríkisverslun — alþjóðahagfræði — rekstrarhagfræði — hagrannsóknir — peningamál — fjármál hins opinbera — vinnumarkað Aukin áhersla er lögð á að kenna notkun tölvu, bæði í þágu fyrirtækja við lausn algengra rekstrarverkefna svo sem við launaútreikning, birgðahald, sölu, bókhald, rekstrargreiningu, aðrsemisútreikninga og gerð rekstraráætlana, og einnig við tölfræðilegar rannsóknir. Viðfangsefnin skiptast á sjö námssvið eða námsbrautir, og velja menn sér sérgreinar eftir áhugasviðum, en í viðskiptadeild eru kenndar nær 60 námsgrein- ar. Námið í deildinni tekur fjögur ár. Á fyrri tveimur árunum fá menn staðgóða þekkingu á ýms- um undirstöðugreinum er varða mannlegt samfélag og atvinnu- líf, einnig í bókfærslu, reikn- ingshaldi, stærðfræði og töl- fræði. Á síðari hluta náms sér- hæfa nemendur sig ýmist í greinum er lúta að rekstri fyrir- tækja eða rekstri þjóðarbúsins. Þá má geta þess, að fyrir nokkrum árum var ákveðið með lögum, að endurskoðendur fái menntun sína í viðskiptadeild á sérstöku kjörsviði. Hefur sú skipan notið vinsælda. Erlendar bækur Nicolas Freeling: One Damn Thing After Another Penguin Books f rúm hundraft ár, hafa leynilög- reglusögur verið vinsælar um allan heim og er þvílíkur ógnarfjöldi af þeim á búðarborftum bókaverslana, að engum er fært aö lesa þær allar. Hafa þó ef til vill margir komist vel áleiðis í lestri þeim, því næst er aft líkja áráttunni, sem virðist geta gripið hvern sem er, við fíkn í tóbak ellegar hættulegri vímugjafa. Nicolas Freeling hefur ritað marg- ar leynilögreglusögur og er talinn fær á því sviði. f One Damn Thing After Another afhjúpar Arlette van der Valk margt og kemst í krappan dans þegar henni er hótað í gegnum síma. Fyrrverandi eiginmaður hennar var einkaspæj- ari. Hefnigjarn þrjótur vill rétta hlut sinn gagnvart honum, og þar sem sjálfur Van der Valk er dauður, þá hyggst hann svala þorsta sínum á ekkjunni. Og eins og í bókum, endar allt vel í þessum reyfara. Bókin er hátt á þriðja hundrað síður og verður enginn sannur reyf- araunnandi leiður í gegnumferð um hana. Penelope Leach: Babyhood Infant Development From Birth to Two Years Second Edition Revised and Expanded Penguin Books Penelope Leach hefur skrifað þrjár bækur um barnauppeldi. Sjálf er hún móðir tveggja barna. Jafn- gott er að ekki skuli allir, sem eru í svipaðri stöðu og hún, hafa skrifað stór rit um reynslu sína af uppeld- inu, því vissulega myndi slíkt flækja málið allverulega, einkum fyrir þá sem gjarnan vilja kynna sér uppeldi barna áður en að því kemur. Babyhood skiptist í fimm höfuð- kafla en þeir skiptast siðan í þrjátíu og einn undirkafla, sem hver hefur að geyma misjafnlega mörg para- gröf. Listi er yfir lista og gröf á hverju einu, leiðbeiningar um notk- un bókarinnar, bókaskrá, höfunda- skrá og nafna- og atriðisorðaskrá. Allt þetta ásamt með ráðleggingum, boðum og bönnum og tilmælum til foreldra, sem vilja gefnar linur, hvað varðar uppeldi barna til tveggja ára aldurs, rúmast á 579 blaðsíðum. Sennilega telst þetta rit, aukið og endurskoðað, til nauðsynlegs hlutar á mörgu heimili. James McClure: The Blood of an Englishman Penguin Books Hér er á ferðinni enn ein spennu- sagan. Lögreglumenn tveir í Suður- Afríku eru að rannsaka morðtilraun þegar enskur landi þeirra finnst myrtur í farangursgeymslu bíls og hefur verið bundinn svo tryggilega að helst hallast þeir að því, að mennsk górilla hafi unnið ódæðið. En einmitt sá sem fyrir tilræðinu varð, sem fyrst var á minnst, lýsti árásarmanninum sem miklum risa. Lögreglumennirnir, Kramar og Zondi, ráða í rúnirnar og eiga erindi við hórukassastýru, þóttafullan mág hins myrta og mikið persónugallerí annað. Eins og allar bækur, endar þessi og fljótlega er innihald hennar rokið úr minnishólfum hugans. James McClure þykir frambæri- legur spennusagnahöfundur. Hann fæddist í Jóhannesarborg og eyddi þar tuttugu og fimm árum ævi sinn- ar. Hann fluttist til Englands, þar sem hann býr, og fór að skrifa og hefur sent frá sér sjö bækur. Hann vann til Gullkutans 1971 og Silfur- kutans 1976, en kutar þessir eru verðlaun sem veitt eru bestu glæpa- söguhöfundum sem í sviðsljósinu eru á Englandi. Valgerður Þóra Ein í silkidressi — Lífsreynslusaga í prósaljóðformi — Éggeng ein inn á Hótel Sögu kíki óróleg í allar áttir strax við dyrnar fyrir framan anddyrið samt er ég í fína silkidressinu mínu og sem ég er alveg búin að borga. Eg fer í biðröðina eftir aðgöngumiða þar eru mest menn og feitlagnar konur flest hálffull og vellyktandi svo vínlyktin finnist ekki enn. Ég reyni að horfa ekki of mikið á þær afþví ég veit þó ég horfi og horfi get ég aldrei lært af þeim. Síðan spyr ég stúikuna sem situr við kassann hvað það kosti inn, því ég get aldrei munað, hvað það kostar inn — hún segir 40 — 60 — 80 kr., ég man það aldrei. Ég reyni að láta engan sjá að ég þarf alltaf að borga ein. Síðan geng ég að fatageymslunni og fer úr yfirhöfn ef hún er einhver. Ég lít fljótt í spegilinn hinum megin við stúlkuna við kassann, þið vitið stóra spegilinn undir hverjum sitja í mátulega stórum rauðum eða bláum hægindastólum gildir velklæddir menn, eftirvæntingarlausir og úttútnaðir í pressuðum buxum ogjakka með vesti undir, — stundum með úrfesti — eða yfirvegaðar, brjóstamiklar ódrukknar eða drukknar jafneðliskonur með nælur og uppgreitt andlit og hár og augun stingandi ef vímuna vantar. Ég lít flóttalega upp yfir þetta fólk í spegilinn stóra og sé veru sem reynir að finna vasana á borgaða silkidressinu síðan geng ég með engum svip með harðar hendur í silkidressinu inn á Mímis bar því ég hefi aldrei vitað hvernig svip mér beri að setja upp. Égget aldrei verið eðlileg á Mímisbar. Éggjói flóttalega, en reyni að sýnast róleg, á viðstadda. Ég flýti mér hart — hægt yfir að barborðinu og set annan fótinn upp á járnið við barinn og styð báðum olnbogunum fram á barborðið og segi vatn í ís. Kvöldið er að byrja. Setið í ýmsum básum af sama þéttlynda lýðnum. Barinn er í hring og rauða herbergið kringum hann líka. Gylltar skátaliljur glotta sums staðar virðulega. Ég sest með vatnsglasið við einhvern básinn — líst ekki á liðið gengmeð vatnsglasið upp í Súlnasal með aðra hendi enn í silkivasanum. Það er rýmra en sami óhugurinn í mér að finna ekki horn því framundan eru súlur og hornaleysi. Fólk dansar á hringlaga gólfi í hringi. Ég tylli mér upp við barinn við enda trappanna miklu þar sem margir eiga að stansa og taka aðra tali um lífsgleði og þrautir. Ég geng hringinn frá barnum fram hjá mörgum borðum með fleiru upptrekktu fólki og hvergi finnst hornið. Djöflarnir leika lausum hala á Sögu af því að þeir geta ekki falist í hornum eða bak við hurðir því slíkt er ekki til á Hótel Sögu. Ég er alltaf svo æst og óttaslegin við þessa frjálslyndu djöfla því þeir elta mann um allt alveg óhindrað. Ég finn annan bar og nú er kominn endasalurinn því kreppta hendin harða tekur báðum höndum um vatnsglasið og ég bið um meira vatn með ís en allir halda og trúa ekki öðru en það sé vodka af því vodka og vatn er alveg eins á litinn og þess vegna get ég verið alveg róleg af því að það halda allir að ég sé alveg eins og allir aðrir. Og svo djöflast ég í hringdansinn á hringgólfinu sem getur lyfst upp og sigið niður. Og svo fer ég að hugsa að ég verði að fara að sleppa. Ég var oft ein sem barn og hlakka til að verða ein gömul en ég vil ekki vera ein miðaldra á djöflaflótta með harðar hendur í silkivösum á Hótel Sögu. Valgerftur Þóra er einstæft móftir í Reykjavík, vinnur á skrifstofu og stundar háskólanám. Hún hefur gefíft út tvær skáldsögur, eina Ijóftabók og Ijóft eftir hana hafa birzt í Lesbók. Í5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.