Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 9
í sorpinu, en bjarndýrin láta þaö ekki bafa ibrif á sig. Greinarhöfundurinn, Ivars Silis í bjarndýraleiðangri í Austur- Grænlandi. Hér er búið að sræfa heila bjarnarfjölskyldu. Bærinn Churchill á strönd Hudsonflóans í Kanada hefur þá sér- stöðu, að sorphaugarnir þar þykja forvitnilegir og ferðamönnum er gjarnan beint þangað. Ástæðan: Þar er vísast að sjá kon- ung íshafsins, stundum heila hjörð af björnum, en fyrir kemur að bjarn- dýr gera sig full heima- komin í bænum og marg- ir hafa átt fótum fjör að launa. heppinn að fá tækifæri til að fara til Churchill og vera þar í mánaðartíma. Þó verð ég að viðurkenna, að þegar ég hraðaði mér frá flughöfninni og út í far- þegabíl hótelsins, þá bar ég ekki aðeins þunga af ljósmyndatækjum og ritföngum, heldur einnig af heilmiklum efasemdum. — Á bjarndýraveiðum á hundasleðum með grænlenzkum veiðimönnum og í fjölmörg- um vísindalegum ísbjarnarleiðöngrum meðal annars á Svalbarða hafði ég kynnzt ísbirninum sem hinu einförula dýri, sem forðast menn og mannabyggðir og leitar ekki félagsskapar eigin kyns nema um fengitímann. En ég gat ekki skilið, hvernig þetta stórkostlega dýr, „konungur íshafs- ins“, gæti vakið skelfingu heils bæjar og sótt í hópum að sorphaugunum þar. Og svo gat bærinn stært sig af því að vera „heims- borg ísbjarnarins". Með hótelstýruna, Penný, við stýrið þustum við þráðbeinan malbikaðan veginn um tíu kílómetra leið inn í bæinn. Landið var marflatt og þar ægði saman ryðguðum loftnetsstöngum, úreltum hernaðar- mannvirkjum, yfirgefnum bröggum og þorpum í eyði. Það voru sorglegar minjar um misheppnaða fólksflutninga indíána og inúíta (eskimóa) og minnti á hina ógnarhröðu þróun hertækninnar. Það var ljómi í augum Pennýjar, þegar hún sagði frá því, að á sjöunda áratugnum hefði Churchill verið „blómstrandi bær“ með um 6.000 íbúa að meðtöldum hermönnum og vinnuflokkum við olíuboranir. En nú væri íbúafjöldinn kominn niður í eitt þúsund eða svo. Draugalegur Bær Þegar ég hafði komið föggum mínum fyrir í hótelherberginu, gat ég ekki þrátt fyrir þreytuna eftir ferðalagið stillt mig um að fara út til að skoða bæinn. Norðaustannæðingur þyrlaði sandi, snjóflyksum og korni frá nokkrum risa- stórum kornhlöðum um götur bæjarins og hafði greinilega rekið alla inn fyrir dyr. Bærinn var draugalegur að sjá, auður og yfirgefinn, þangað til ég með erfiðismun- um hafði komizt fyrir hornið inn á La Verendrye Avenue. Þá heyrði ég allt í einu húrrahróp og söng. Ég lenti óvænt í miðri skrúðgöngu. Það var verið að halda hátíðlegt 50 ára afmæli bæjarins. Árið 1929 náðu 3.000 járnbrautarvinnumenn til Hudsonflóa. í þrjú ár höfðu þeir verið að ryðja sér braut með öxum gegnum óendanlega, óbyggða barrskóga. Og við brautarendann var byggð höfn og reistar feikimiklar korn- hlöður. Nokkrir snillingar í áætlanagerð höfðu reiknað út, að með þessu móti myndi sjóleiðin milli kornbúra Kanada, suður- ríkjanna á sléttunum, og bakarofna og bruggkatla Evrópu verða eins stutt og hægt væri og þar með einnig hin ódýrasta. En dæmið gekk ekki upp. Leiðin var aðeins opin þrjá mánuði á ári, og afbrýðisemi útflutningshafnanna, sem samkeppni háðu, var of mögnuð. Nú er aðeins nokkr- um hundraðshlutum af útflutningskorni Kanada skipað út frá Churchill. Fremst í hinni fátæklegu skrúðgöngu fóru fjórir stæðilegir lögregluþjónar frá ríkislögreglu Kanada í rauðum hátíðabún- ingum. Á hæla þeim fór tugur vörubíla, sem skreyttir voru mislitum pappírsfest- um. Á pöllunum trónuðu heldri borgarar bæjarins og kuldalegir stjórnmálamenn frá höfuðstað héraðsins, Winnipeg. Á eftir kom svo skari barna, hvítra og brúnna, á skreyttum reiðhjólum. Nístingskaldur næðingurinn hristi viðarflöggin, hafði slæm áhrif á afmæiissöng barnanna og kom mér til að hverfa enn frekar inn í loðúlpuna mína. Einn bæjarbúanna, sem stóð og horfði á gönguna, sneri sér að mér: — Þú verður að viðurkenna það, að- komumaður, að þetta er latur vindur, sem hér blæs. Hann vill heldur beint i gegnum þig en að taka á sig krók. Lifa Mest á Dagdraumum Deginum lauk með dansi og innantóm- um staðhæfingum stjórnmálamannanna í hinni glæsilegu tómstundamiöstöð bæjar- ins. í Churchill lifa menn á höfninni, dálít- ið af veiðum og ferðamönnum og af „tryggingunum" og á dagdraumum. Æsi- legar sögur ganga af því, að þýzkt fyrir- tæki hafi fundið geysilegt magn af úrani í nágrenni bæjarins, að það eigi að byggja þarna háskóla fyrir hinar norðlægu slóðir, að olíuleiðsla úr norði eigi að liggja rétt hjá bænum og að öruggt sé að herinn komi þangað aftur. Daginn eftir tók ég bíl á leigu og ók til þeirra staða í nágrenninu, sem ísbirnirnir voru sagðir vanir að koma á. En ég sá ekki nokkurn einasta björn. Dagarnir tóku að líða hægt og urðu að vikum. Gæsaveiðimennirnir frá Banda- í LESBÖK MORGUNBLAUSINS 21. JANOAR 1984 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.