Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1984, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1984, Blaðsíða 5
titill er tóm vitleysa. Tristram Shandy er að vísu sögumaður en ásetningur hans í upphafi, að segja frá ævi sinni, fer fyrir lítið. f byrjun fyrsta bindis er greint frá getnaði hans, en síðan fæðist hann ekki í þennan heim fyrr en í þriðja bindi; hann er færður í fyrstu föt sín í því sjötta og hverf- ur eftir það úr sögunni. Alltaf þegar Tristram er að komast á rekspöl með frá- sögnina detta honum nýir hlutir í hug sem gætu komið málinu við, en gera það fæstir. Hann situr því uppi með fjölmargar frá- sagnir af ýmsu tagi og kemst eiginlega ekki lengra en að fæðingu sinni. „Eg vildi óska,“ segir hann, „að annað hvort faðir minn eða móðir mín, eða jafnvel þau bæði þar sem skyldur þeirra teljast jafnar, hefðu haft hugann við það sem þau voru að gera er ég var getinn." Þá merku stund, upplýsir Tristram meðal annars, hugsaði móðir hans mest um að trekkja upp klukku. Fyrstu þrjú bindi bókarinnar fara í að segja frá ýmsum atburðum sem snertu fæðingu sögumanns, en í fjórða bindi kem- ur Slawkenbergius nokkur skyndilega til sögunnar og reynist hafa á boðstólum ít- arlegar kenningar um nef. Einnig er í þessu bindi sagt frá því hvernig Tristram var valið nafn. Fimmta bindið er að mestu lagt undir stórmerkilegar hugleiðingar Trim liðþjálfa um siðfræði en í því sjötta klæða foreldrar Tristrams son sinn, eins og áður var sagt, og ferst það misjafnlega vel. í næstu tveimur bindum er frásögn- inni allt í einu vikið til Frakklands og höf- undurinn segir frá ferðum sínum þar, og rekur auk þess ævintýri konungsins yfir Bæjaralandi. Níunda og síðasta bindið segir svo frá samdrætti þeirra Toby frænda og ekkjunnar Wadman. Þessi út- dráttur, sem óhætt er að segja að sé tekinn úr bók, ætti að gefa sæmilega hugmynd um skáldsögu Sternes; því má bæta við að formáli höfundar kemur í lok þriðja bind- is. Persónurnar eru eins og að líkum lætur býsna litríkar sumar hverjar. Herra Shandy, faðir Tristrams, er mikill áhuga- maður um vísindi og blöskrar áhugaleysi eiginkonu sinnar um þau mál öll, en Tristram segir að hún hafi aldrei spurt um merkingu hlutar sem hún skildi ekki. Bókin er fjarska fyndin á mjög fínlegan hátt, persónunum lýst af samúð með breiskleika þeirra og formtilraunir Sterne púnkturinn yfir i-ið. Hann gefur sögu- þræðinum oftlega á kjaftinn og þó bókin fengi lof reyndust aðrir rithöfundar þvílík- ir hænuhausar að þeir kusu heldur að fylgja fordæmi Fieldings og Richardsons. Þá er undanskilinn Frakkinn Denis Dider- ot. Sterne hafði ritað á einum stað: „Skrift- ir eru, þegar rétt er á málum haldið, ekki annað en nafn á samræðum.“ Undir þetta hefur Diderot sjálfsagt getað tekið heils hugar og má skjóta því að að enda þótt hann hafi verið alþekktur í Evrópu fyrir ritstörf sín og fræðimennsku þá var Dider- ot einna frægastur meðal samtíðamanna sinna fyrir afburða samræðuhæfni sína. Þegar hann opnaði munninn var eins og eldfjall byrjaði að gjósa, svo mikið gekk á. Raunar leikur vafi á því hvort margbrotin og litskrúðug persóna Diderot hafi skilað sér að fullu í verkum hans, svo full sem þau þó eru af ímyndunarafli og fjöri. Diderot fæddist í Langres, í austurhluta Frakklands, árið 1713 og var því jafnaldri Sternes. Hann stundaði nám meðal Jesúíta til fimmtán ára aldurs en hélt þá til París- ar þar sem hann hafðist við upp frá því. Framan af ævinni fékkst hann við sitt af hverju til að hafa í sig og á, skrifaði meðal annars prédikanir fyrir lata presta og lagði stund á þýðingar úr ensku. Honum var til dæmis falið að snara fremur ómerkilegri enskri alfræðibók á frönsku en það verkefni óx svo í höndunum á hon- um að úr varð hin annálaða franska En- cyclopédie eða Alfræðibók. Diderot hafði frá blautu barnsbeini haft brennandi áhuga á heimspeki, náttúruvísindum og raunar öllu milli himins og jarðar og Al- fræðibókin sýnir glögglega að hann var efnishyggjumaður, framsækinn og and- snúinn hvers konar fordómum trúarlegra eða félagslegra afla gagnvart vísindum og heimspeki. Alfræðibókin sem kom út í mörgum bindum á árunum 1751—72 aflaði Diderot því margra andstæðinga en hann lét aldrei sinn hlut og þessi útgáfa þykir eitthvert mesta þrekvirki í menningarsögu Frakklands og átti sinn þátt í að hleypa af stað frönsku byltingunni. Meðal þeirra sem rituðu greinar í Alfræðibókina voru flestir helstu mennta- og vísindamenn Frakka og þarf ekki nema nefna Montes quieu, Voltaire og Rousseau. Auk þessara tímafreku starfa skrifaði Diderot margt og mikið um alls konar efni en hér og nú verður vikið að skáldskap hans. Fyrir það fyrsta: Diderot skrifaði leik- rit. Þau þykja nú hreint og beint vond en þó er ekkert vafamál að þau höfðu á sínum tíma mikil áhrif á aðra leikritahöfunda, sem og leikara, og hafa jafnvel enn. Sig- urður Pálsson segir í leikskrá Stúdenta- leikhússins: „Denis Diderot verður víst að teljast upphafsmaður hins nýja „genre“ í leikritun sem fram kom á 18. öld og nefnt er „drame bourgeois", borgaralegt drama og var staðsett miðja vegu milli gaman- leiks og harmleiks .... það verk sem hefur vafist talsvert fyrir mönnum og er raunar enn þann dag uppspretta frjórrar umhugs- unar um leiklist og aðallega list leikarans er verk hans frá árinu 1773, Paradoxe sur le comédien (Þversögnin um leikarann). ... Þversögnin er sú að góður leikari beiti ávallt kaldri skynsemi í túlkunarvímunni miðri, að hann sé bæði leikari og áhorf- andi að eigin leik í senn.“ Ekki var að furða þó Diderot, maður margra áhugamála, fengist við leikritun og hugleiðingar um leiklist. Á sautjándu öld höfðu Frakkar alið þrjú séní leikbók- menntanna, gamanleikjahöfundinn Moli- ére (1622—73) og harmleikaskáldin Corn- eille (1606—84) og Racine (1639—99), svo leikhúshefð var ákaflega sterk. Hins vegar hafði minna farið fyrir skáldsögunni í Frakklandi og þeir höfundar sem enn þykja læsilegir voru fyrst og fremst miklir satíristar; Rabelais aftur í forneskju (71494—?1533) og La Bruyere (1645—96). Þegar Diderot hóf að rita skáldsögur sínar leitaði hann því fyrst og fremst til Eng- lands eftir fyrirmyndum. Hann skrifaði heila bók til dýrðar Richardson og snilli hans, en þó var það Laurence Sterne sem varð honum mest upplifun, og Jacques le fataliste var beinlínis skrifað með Tristr- am Shandy í huga. Ekki er gott að segja hvenær sú bók var rituð því Diderot hirti af ýmsum ástæðum ekki um að gefa nærri allar bækur sínar út, en hún birtist ekki á frönsku fyrr en 1796 og hafði þá fjórum árum fyrr komið út í þýskri þýðingu. Bók- in segir frá Jakobi og meistara hans sem ferðast um og segja, og hlusta á, sögur. Formið er afar frjálst og rétt er að gefa Kundera orðið án frekari umsvifa: „Hitt er annað, að munurinn á Tristram Shandy og Jakobi örlagatrúar er ekki síður mikilvægur en það sem er líkt með þeim. í fyrsta lagi er munur á skapgerð: Sterne fer sér hægt; aðferð hans er að grandskoða; sjónarhorn hans er smásjáin (hann kann að stöðva tímann og einangra eina og eina sekúndu, líkt og Joyce átti eftir að gera). Diderot fer hratt yfir; aðferð hans er að auka ferðina; sjónarhorn hans er sjónauk- inn (ég veit ekki um dásamlegri byrjun á skáldsögu en fyrstu blaðsíður Jakobs ör- lagatrúar; snjallar skiptingar milli radda; næmið fyrir takti; ofsahraði fyrstu setn- inganna). Einnig er munur á byggingu: Tristram Shandy er einræða sögumanns, Tristrams. Sterne fylgir nákvæmlega eftir öllum duttlungum skringilegrar hugsunar sinnar." Nú — þetta var kafli úr Inngangi við tilbrigði. Eg hlýt að geta þess, úr því svona er komið, að þýðinguna gerðu þeir Már Jónsson og Friðrik Rafnsson. Rétt er að taka fram að Jacques le fata- liste er hreint ekki eina merkilega skáld- verk Diderot. Gleymum ekki La religieuse, eða Nunnunni, sem hann mun hafa ritað árið 1760. Sú saga er, að dæmi Richard- sons, í sendibréfaformi og varð til á skemmtilegan hátt. Diderot og vinur hans, blaðamaðurinn og gagnrýnandinn Grimm, tóku eitt sinn upp á því að skrifa fjöldann allan af bréfum til sameiginlegs kunn- ingja, M. de Croismare. Bréfin áttu að vera stúlku sem neydd hafði verið í klaustur (stúlkan var til!) og Croismare leið miklar kvalir vegna þjáninga hennar. í Nunnunni er greint frá vondri vist hennar í klaustr- inu, ásókn lesbískrar príórinnu og loks flótta stúlkunnar og raunum hennar eftir það. Önnur bók Diderot, Le neveu de Rameau eða Frændi Rameau, er af ýmsum talin merkasta skáldverk þessa höfundar en það hefur vafist fyrir mönnum að flokka hana. Bókin er eitt samtal milli frænda tónskáldsins Rameau (sem auðvit- að var til) og Diderot sjálfs eða alla vega manns sem virðist vera hann. Eins og bú- ast mátti við fer þessi meistari samtalsins, Diderot, á kostum en frændinn gefur hon- um ekkert eftir. Þeir spjalla um svo að segja hvaðeina undir sólinni — fyrir Did- erot vakir að mála með orðum mynd af manni sem ekkert er heilagt en lifir fyrir einskærar ástríður sínar; vill það að minnsta kosti. Vegna þess að í verki þessu er fjallað mjög svo opinskátt um hitt og þetta raunverulegt fólk var bókin ekki gef- in út meðan Diderot lifði og eins og Jacques le fataliste kom hún fyrst út á þýsku. Þýðandinn er bara frægur: Goethe. Og mynd Diderot af frændanum þykir svo heppnuð að Hegel gamli lét svo um mælt að hann væri fyrsti nútímamaðurinn. Kundera, Sterne og Diderot — allir eru þeir merkismenn. Altént var þessi grein samantekin samkvæmt beiðni til þess að gefa lesendum Lesbókar nokkra hugmynd um baksvið Jakobs og meistarans ... Tílraunabíll frá Mazda með stýringu á öllum hjólum Allir jeppar og nokkrir fólksbílar eru með drif á öllum hjólum, en hingað til hefur þótt nægi- legt að hafa stýrið á framhjólunum. Nú er einnig það endur- metið og fyrstur til að kynna bíl með stýringu á öllum hjólum er tilrauna- bíllinn Mazda MX- 02. Hann verður ekki fáanlegur í Bílaborg, en öll þau tækniundur, sem koma fyrir í bílnum, er forboði þess sem verður í framtíð- inni. Spyrja má, hvort stýring á öllum hjólum sé ekki eitt af því, sem aðeins gerir bíl flóknari og dýrari en ekki vit- undarögn betri. Því er svarað, að þetta sé fyrst og fremst gert í nafni þægind- anna og felst í því, að með stýringu á öllum hjólum á að vera mun auðveld- ara að koma bílnum í og úr þröngu stæði. í kyrrstöðu og allt uppí 40 km hraða er stýringunni þannig háttað, að afturhjól- in snúast í gagn- stæða átt við fram- hjólin. Auðvelt er að sjá það fyrir sér, að þá er nánast hægt að snúa bílnum á punktinum. Á meiri hraða en 40 km á klst. fara afturhjól- in hinsvegar að snú- ast í sömu átt og framhjólin, enda mundi maður lík- lega hafna snarlega úti í skurði, ef þau snerust í gagnstæða átt við framhjólin á einhverjum hraða. Rafeindabúnaður- inn í þessum bíl er eitthvað nærri því að yfirganga allt, sem áður hefur sézt og takkar eru í stað venjulegra stjórn- tækja; t.d. er sjálfskiptingin takkastýrð. Bílasérfræðingar eru ekki á einu máli um ágæti þessarar stýringar, en telja að kostirnir komi ótvírætt í ljós í borgarumferð. í þjóðvegaakstri telja reyndir ökumenn að gamla kerfið sé betra, en viðvaning- um finnst betra að hafa stýringu á öll- um hjólum. Upplýs- ingar um hvaðeina sem máli skiptir í bílnum, birtast á tölum á skjá, en margir hafa látið í ljósi efasemdir um mikinn skjábúnað í bílum og telja að hann verði til að draga athygli öku- mannsins frá sjálf- um akstrinum. En hér er að hluta til bætt úr þessu með því að ökumaður getur ævinlega séð á hvaða hraða hann er — á framrúð- unni. Hraðatölunni er varpað á rúðuna. Þegar tveir eða þrír í sömu fjöl- skyldu nota bílinn til skiptis, vill hver og einn kannski hafa sína stillingu á bílstjórasæti. Hér þarf ekki annað en þrýsta á hnapp og á sama andartaki eru allar stillingar eins og þær hafa verið ákveðnar í upphafi. Númerakerfi líkt og bókstafalás er notað til að setja bílinn í gang. Ekki er nauð- synlegt að hafa lyk- il, heldur númer. Tilraunabíll _Mazda er lítið eitt ’stærri en Mazda 626 og í senn frumlega og fallega teiknað- ur. Af útlitinu má ráða, að Japanir fari að slaga uppí ftali, sem hafa þótt manna snjallastir í bílateikningum, — og verið gæti, að Mazda hafi ráðið ít- alskan hönnuð. Hér er að einu leyti horf- ið aftur í tímann, nefnilega með því að hafa hlíf eða lok yfir hálfu afturhjólinu til þess að hlið bíls- ins fái heillegra form. Þetta tíðkað- ist hér fyrr meir í amerískum bílum, en sá sem lengst hélt í þetta atriði var Citroen. Að stökkva 350 sinnum lengd sína Einn af mestu langstökkvurum heims er flóin. Hún getur stokkið yfir 30 sm eða 350 sinnum lengd sína. Það jafngilti því, að 180 sm hár maður stykki um 600 metra eða yfir sjö fótboltavelli. Enginn hefur enn stokkið níu metra einu sinni. sinnum á mínútu eða hundrað sinnum hraðar en maður getur deplað auga — en það tekur hann tuttugasta og fimmta hluta úr sekúndu. Á láði, lofti og legi eru fuglar snillingar hreyfinganna. Strúturinn hleypur öllum dýrum hraðar, en hann nær 50 km hraða á klst. með sinn 150 kg skrokk á tveimur fótum. Indverska múrsvalan kemst stundum yfir 160 km á klst. á flugi sínu. Og vitað er um mörgæs, sem synti á 35 km hraða á klst. Á þeim hraða heldur mörgæsin í við það sjávarspendýr, sem hraðast syndir, höfrunginn. Austurlenzka rottuflóin virðist vera óþreytandi stökkvari. Hún getur stokkið 600 sinnum á klukkustund í þrjá daga hvíldarlaust. Hraðasta vöðvahreyfing, sem nokkru sinni hefur verið mæld, er hjá hinni mögnuðu mýflugu. Þetta örlitla, lipra kvikindi getur slegið vængjunum 133.000 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 4. FEBRÚAR 1984 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.