Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1984, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1984, Blaðsíða 8
Gróðurhúsið Kenningin er huggunar- rík fyrir okkur á noröur- hjaranum: Sífellt aukinn koltvísýringur í and- rúmsloftinu vegna bruna á lífrænu eldsneyti í heiminum myndar „gróð- urhússáhrif S sem þýðir að hitinn hækkar um alla Jörð með þeim afleiðing- um að lönd skrælna og verða óbyggileg nálægt miðbaug en norðlægu löndin, Alaska, Græn- land, Island, Norður- Skandinavía og Síbería ættu að verða heitari, gróðurríkari og mun byggilegri en þau eru nú. Þetta á að gerast fyrir al- vöru á næstu öld — sumir segja fyrr — en ekki er nú margt í vetur, sem bendir á nálægt hlýindaskeið. Það eru mikil líkindi á, að allur sá koltvísýringur, sem myndast við brennslu á lífrænu eldsneyti í heimin- um, muni hafa regluleg „gróðurhússáhrif" á loftslag jarðarinnar. Spurningin er hins vegar sú, hve mikil og víðtæk þessi varmaáhrif verði, og hve fljótt þau muni kóma í ljós. ' Það hljómaði einna líkast því, að einhver leikstjóri stórslysakvikmyndar hefði verið fenginn til að skrifa fréttirnar; aðalinntak þeirra voru aðvaranir um hækk- andi hitastig andrúmsloftsins, og að jökulbreiður heimskautanna væru teknar að bráðna. I sjónvarps- fréttum kom fram, að pálmatré væru farin að spretta við Fifth Avenue í New York, og að mikil flóð hrjáðu þær borgir í suðurríkjum Bandaríkjanna, sem stæðu næst ströndinni. Slíkar furðusýnir voru þó ekki runnar undan rifjum einhverra hálfgalinna æsimyndahöfunda, heldur áttu þær rætur sínar að rekja til fullkomlega skynsamlegra ályktana sérfróðra manna í bandaríska umhverfis- verndarráðinu, EPA. Seint á síðastliðnu ári birtu bæði EPA og einnig bandaríska vísindaakademían sérstakar skýrslur, þar sem látinn er í ljós uggur vegna mögu- legra stórbreytinga á loftslaginu, sem „gróðurhúss- áhrifin" yllu — það er að segja, að andrúmsloftið kynni smátt og smátt að hlýna, vegna aukningar á koltvísýr- ingsmagni í háloftunum, sern stafar af brennslu líf- rænna eldsneytis í heiminum. Niðurstaða EPA-skýrslunnar er sú, að meðallofthita- stig á jörðinni kunni að hækka innan fárra áratuga — sumir segja jafnvel, að þessi hitastigshækkun sé þegar hafin — þannig að lofthitinn gæti undir lok næstu aldar orðið allt að 5°C hærri en meðalhitastigið er á jörðinni núna. Hinir sérfróðu menn á þessu sviði sögðu, að slíkar breytingar gætu haft hin skelfilegustu áhrif á allt veð- urfar heimsins — ársúrkoman á hinum ýmsu stöðum kynni að breytast stórlega, þannig að sums staðar tæki vatnsmagn ánna að vaxa að mun, en annars staðar þornuðu ár og fljót með öllu upp samtímis því að yfir- borð heimshafanna færi hækkandi. Þessar breytingar kynnu því að hafa hin alvarlegustu áhrif á landbúnað í heiminum, á alla byggingarstarfsemi, og raska hinu pólitíska jafnvægi meðal þjóða heims. Enda þótt vísindamennirnir játuðu, að þessi forspá þeirra væri þó háð mörgum óvissuþáttum, þá kváðust þeir samt vona, að ekki yrði skellt skollaeyrum við aðvörunum þeirra í þessum efnum. „Við höfum þungar áhyggjur af svo stórkostlegum breytingum á lífsskilyrðunum í náttúrulegu umhverfi • • JORÐ EFTIR KEVIN MCKEAN okkar,“ segir í hinni alvarlega orðuðu álitsgerð banda- rísku vísindaakademíunnar. „Síaukið magn þeirra gas- tegunda, sem myndast fyrir atbeina manna og stíga upp í efri lög andrúmsloftsins, er að öllum líkindum í þann veginn að hafa gífurleg varmaaukandi áhrif á allt lofts- lagið á jörðinni, sem verður þó nú þegar að teljast óvenjulega hlýtt. Það kunna því að vera framundan vandkvæði, sem eru þess eðlis og af slíku umfangi, að menn geta naumast ímyndað sér þau að fullu." Einungis með því að skipuleggja fyrirbyggjandi að- gerðir fyrir framtíðina, sögðu vísindamennirnir, kynni að vera unnt að koma í veg fyrir ægilegan voða í náttúrufari heimsins. Koldíoxíðmagnið eykst jafnt og þétt Enda þótt skoðanir manna séu allmjög skiptar á því hve alvarleg hin væntanlegu gróðurhússáhrif muni verða, virðist þó eitt atriði alveg öruggt: koldíoxíð- eða koltvísýringsmagnið í andrúmsloftinu fer sívaxandi. Mælingar, sem gerðar hafa verið á þessu sviði í banda- rísku háloftastofnuninni á Mauna Loa-eldfjallinu á Hawaii-eyjum, hafa leitt í ljós, að magn þessarar loft- tegundar í andrúmsloftinu hefur aukizt jafnt og þétt á síðustu áratugum eða frá 315 hlutum af milljón árið 1958 og upp í 340 hluta af milljón í lok ársins 1983. Loftrúm, sem fundizt hafa djúpt í ísalögum jökla, benda til þess, að koldíoxíðmagnið í andrúmsloftinu hafi um miðja nítjándu öld einungis verið í kringum 265 hluta af milljón. Hin augljósa undirrót hins illa er, að áliti vísinda- mannanna, brennsla á kolum, olíu, eldsneyti framleiddu í efnaverksmiðjum og notkun jarðgass til brennslu. Þessir kolefnaauðugu orkugjafar gefa við bruna frá sér á að gizka fimm og hálfan milljarð tonna af kolefni árlega, og allt þetta gífurlega magn fer út í andrúms- loftið sem lyktarlaust og litlaust C02-gas. Hið aukna magn koltvísýrings í andrúmsloftinu felur þó ekki, eftir því sem næst verður komizt, í sér neina sérstaka hættu fyrir heilsuna, því vitað er, að venjulegt magn af þessari gastegund innanhúss getur verið allt að 1000 hlutum af milljón eða jafnvel enn meira, án þess þó að það virðist vera skaðlegt heilsu manna. Hins vegar getur síaukið magn koldíóxíðs í andrúmsloftinu haft veruleg áhrif á það, hvernig jörðin hitnar við geisl- un sólar. Sólarorkan berst fyrst og fremst til jarðar í mynd sýnilegra ljósgeisla. Þegar svo jörðin tekur að hitna við geislun sólar, tekur að myndast hitageislun frá jörðu út í geiminn aftur, en það gerist í formi innrauðra geisla, sem hafa mun meiri bylgjulengd en ljósið. Koldíoxíð hleypir hinum sýnilegu geislum frá sólu óhindrað í gegnum lofthjúp jarðar en dregur hins vegar í sig orkuna frá innrauðum bylgjulengdum, sem berast frá jörðinni. Þetta leiðir svo til þess, að því meira kol- díoxíð, sem er í andrúmsloftinu, þeim mun meira af hitaorku jarðar lokast inni undir lofthjúpi hennar, í stað þess að berast áfram út í geiminn. Þetta gerist sem sagt á ósköp svipaðan hátt og sæng eða værðarvoð heldur hita á sofandi manni. Það var sænski vísinda- ÍllfljlpÍ N Eémmms® Koltvísýringurínn streymir út í andrúms- loftið frá óteljandi orku- verum og bílaskara, en í stað þess að veðurfar hlýni hafa einmitt verið óvenjuleg harðindi í vet- ur víða í Evrópu, og enn- þá meiri í Bandaríkjun- um, þar sem grýlukerti komu á appelsínulundi Flórída, en norðar — þar á meðal á íslandi — kaffennir bíla og ekki hefur annar eins snjór komið á Snæfellsnesi síðan 1919. Kenningin virðist ekki mjög sann- færandi ennþá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.