Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 2
T Æ K N 1 I S I N D I Vélritun reynir mjög á vödva handleggja og úlnlida, þar sem þá þarf að sveigja óeðlilega (efri mynd). En lykla- borð, sem hefur verið skipt í tvennt, eins og neðri myndin sýn- ir, dregur mjög úr óþægindunum. Nýtt lyklaborð til líknar Vélritun getur valdið sársauka. Það vita þeir, sem vélrita alla daga, að eftir nokkra tíma gerir verkur vart við sig í mjóhryggnum, læsist síðan upp eftir bakinu og í axlirnar og leggur svo þaðan niður í olnboga á leið sinni í úlnliðina. Hópur rannsóknarmanna hef- ur kannað vöðvastarfsemi vélrit- ara og lagt fram tillögu til lausnar á þessum vanda, sem byggð er á niðurstöðum rann- sóknanna. Lausnin er þessi: Skiptið lyklaborðinu í tvennt og hlífið vesalings vélriturunum. Venjuleg ritvél, segja vísinda- menn við tækniháskólann í Darmstadt í Vestur-Þýzkalandi, fer voðalega með vélritarann: Til stuðnings fingrunum verður að lyfta öxlunum, olnbogarnir skaga út og úlnliðunum er snúið til hins ýtrasta. í grein í ritinu „Hagnýt lífeðl- isfræði" segja rannsóknarmenn, að hagkvæmt væri að skipta lyklaborðinu í tvennt um miðj- una og snúa helmingunum þann- ig, að hvor þeirra færist til hlið- ar að neðan um 10 gráður. Einn- ig segja þeir, að það þyrfti að halla þeim um 60 gráður. En það myndi gera óvönum erfitt fyrir, sem þurfa að sjá stafina til að hitta á þá réttu. En jafnvel 10—20 gráðu halli væri til bóta, segja þeir. Og yztu lyklana væri hægt að setja milli lyklaborðs helminganna, þannig að þá yrði slegið á þá með þumalfingri í stað litla fingurs. Hafa margir framleiðendur kynnt sér þessa hugmynd? „Ég veit ekki um neinn í Bandaríkj- unum, sem hefur reynt þetta,“ segir Richard Hirsch hjá IBM. „Við höfum gert tilraunir með margar gerðir af lyklaborðum, en ekkert þeirra hefur reynzt að neinu marki betra en þessi venjulegu." Nýtt hlutverk karla Eftir nokkur ár gætu karlmenn stuðlað að takmörkun barneigna með því að nudda áburði á magann á sér einu sinni á dag. Horfurnar á efnafræðilegri getnaðarvörn fyrir karla byggj- ast á niðurstöðum rannsókna, sem Larry Ewing, frjósemislíf- efnafræðingur við John Hop- kins-háskólann, hefur unnið að í 12 ár. Með efnablöndu sinni hef- ur honum tekizt að gera rottur og rhesus-apa ófrjóa án óþægi- legra eða hættulegra aukaverk- ana. „Það hefur ekki brugðist í eitt einasta skipti né heldur haft skaðleg áhrif á heilsuna," segir hann. Það er þó fyrir mestu, að þetta ferli er hægt að stöðva og að það breytir engu um kynlífið sem slíkt eða kynorkuna. En hvort- tveggja hefur komið í ljós varð- andi önnur meðöl til getnaðar- varna fyrir karlmenn. Efnið er blanda af kynhorm- óni karla, testósterón, og estra- diol, sem er samfjölluð gerð (synthetic version) af kvenhorm- óninu östrógen. Eftir inngjöf gegnum húðina hverfur það hægt og stöðugt inn í blóðrásina. Lyfið stöðvar kemísk boð frá heiladinglinum, sem stjórnar sæðisframleiðslunni. Þegar inn- gjöfinni er hætt, verður frjósemi dýrsins aftur fullkomlega eðli- leg. Enn sem komið er hefur það ekki verið sannað, að getnaðar- varnarlyf þetta sé öruggt og virkt, hvað karlmenn varðar, en Ewing hefur sótt um leyfi hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna til að fá úr því skorið. Það getur tekið nokkra mánuði og jafnvel nokkur ár að fá slíkt leyfi til tilrauna. Að því fengnu, segir Ewing, gæti sjálf tilraunin á mönnum tekið nokk- ur ár. „Og þá miðað við, að við sigrumst á öllum hindrunum, sem óhjákvæmilega verða á vegi okkar," segir hann. „Það er of snemmt fyrir menn að fara að hætta við verjurnar." Ef efnablanda þessi á eftir að komast á markaðinn telur Ew- ing, að hún verði að vera í hent- ugra formi en til inngjafar. Hugmyndin um smyrsl, sem myndi sogast í gegnum húðina, er óskhyggja, en ekki óskynsam- leg, segir hann. Staðbundin þyngdar- aflsskekkja undir sjávar- botni veldur 90 metra djúpri dæld — sannköll- uðum vatnsdal — í Ind- landshafi. Aflfræðilegar skýringar á þessu fyrir- bæri í iðrum jarðar liggja enn ekki fyrir að heitið geti. „Vatnsdalur“ í Indlandshafi Það er 300 feta eða 90 metra djúpur dalur í Indlandshafi sjálfu — í yfirborði þess. Menn verða ekki varir við neina lægð eða dæld á yfirborði sjávarins, þar sem hún er, þegar siglt er yfir hana, því að sjórinn lækkar og hækkar smám saman á þeim 1.200 mílum, sem víðátta hennar nemur. Þennan „vatnsdal" í bókstaflegri merkingu orðsins uppgötvuðu vísindamenn ekki, fyrr en þeir tóku eftir lítilshátt- ar bungu á braut gervihnattar, sem fór þar yfir, og benti til þess að þyngdarafl jarðar væri minna þarna fyrir neðan. Þó að vatn leiti alltaf til lægsta punktar, þar sem þyngd- arafl er stöðugt, kemur aðdrátt- araflsskekkjan á Indlandshafi í veg fyrir, að þessi vatnsdalur jafnist út á yfirborði sjávarins. En þar sem þyngdarafl hluta fer eftir efnismagni þeirra, er að- dráttarafl á sjó lítið eitt meira yfir fjöllum neðansjávar og að- eins minna yfir dölum. „Við höldum, að það vanti efn- ismagn í jarðskorpuna einhvers staðar undir lægðinni á Ind- landshafi," segir James Whit- comb, jarðeðlisfræðingur, en hann hefur ritað grein um rann- sóknir sínar og starfsbróður síns, Stevens Ihnen, við Colo- rado-háskóla, á þessum vatns- dal, og birtist hún nýlega í tíma- ritinu „Geophysical Research Letters". En ætti ekki minnkað aðdrátt- arafl að mynda fremur hæð en laut? „Alls ekki,“ segir Whit- comb. „Vatnið beint fyrir ofan svæðið með lága aðdráttaraflinu dregst burt vegna meira að- dráttarafls svæðanna umhverfis það. Hið gagnstæða á sér stað, hvað varðar fjöll á sjávarbotni. Það kemur bunga á hafið, þegar sjórinn dregst að.“ Whitcomb og Ihnen varpa fram þeirri kenningu, að rennsli bráðins bergs í áttina að miðju jarðar gæti dregið jarðskorpuna niður á við með sér og minnkað þannig efnismagnið neðansjáv- ar. Eða kannske að hreyfing Indlandsplötunnar norður á bóg- inn síðustu 10 milljón árin hafi skilið eftir sig dæld í berginu eins og kjölfar skips, sem siglir um hafið. — Úr „Science Digest“. ARZBERG, ■ þýska postulínið hefur unnið sér vinsældir hér á landi sem og annarsstaðar í heiminum fyrirformfegurð-notagildi og hagstætt verð Við bjóðum ARZBERG CORSO og ARZBERG DELTA, matar- og kaffistell. Hringið-eða gangið við í gjafavörudeild - gerið samanburð við aðrar tegundir. O/Q) ^lafossbúöin Gjafavörudeild Vesturgötu 2 simi 13404 J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.