Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 3
ijssmvt SfflfflfflfflfflfflESfflfflíIlfflB Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthlas Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Glsli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: AÖalstræti 6. Slmi 10100. Popp- arar eru venjulega ungir, en Mick Jagger er búinn að ganga á fullu í tvo áratugi. Hann er að sjálf- sögðu heimsfrægur og ótrúlega æðisleg- ur segja aðdáendur — samt er þessi poppari fertugur, en lætur það ekki á sig fá og gengur á fuliu. Brúðkaup gátu orðið meiri háttar viðburðir fyrr á tímum og þá jafnvel lagt í að smíða og skera út viðhafnarmikla brúðhjónabekki, eins og þann sem kenndur er við Sanda og Þjóðminjasafnið hefur nýlega eignast fyrir tilstyrk gjafar frá Vestur íslendingum. Wengen er ævintýralega fallegur útivistar- og skíðastað- ur uppi á stalli í Berner Oberland. I fjórðu og síðustu greininni uin bílferð í Sviss, er sagt frá síðasta áfanganum, sem hefst í Wengen, þaðan til Luzern og loks er hringnum lokað í Zúrich. Prest- urinn er ekki lengur í dipló- matajakka og með harðan hatt, en hvert er hlutverk hans í nútímanum? Hann er ekki sérfræðingur lengur í neinu nema þessu „gufukennda" trúarsviði, segir prófessor Einar Sig- urbjörnsson í viðtali við prófessor Þóri Kr. Þórð- arson um guðfræði fyrr og nú og hlutverk guðfræði- deildar. FORSÍÐUMYNDIN er af þeim fræga poppara Mick Jagger, sem frá segir i blaðinu, en myndina hefur málað Austurríkismaöurinn Helnwein, sem þykir meö haröari raunsæismálurum og mun Bragi Ásgeirsson segja nánar frá honum bráölega. HRÓLFUR SVEINSSON Vor-sonnetta Veturinn hendir gremjublandið gaman að gullvængjuðum sunnanvinda-lofther sem leggur enn í leiðangur, sem oft fer í Ijótum handaskolum allur saman. Vorgyðjan siglir sæl og rjóð í framan sunnan úr geim á bláum helíkofter með spegilfögru sparibrosi um hvoft sér, spengileg er hún alltaf, blessuð daman. Úr klaka-skurni skríður hráblaut jörðin, svo skelfing nýfætt grey og ótútlegt, en sólin kjassar kvikindið með spekt og karar skelluberan lubba-svörðinn, svo sem hún hafi aldrei áður þekkt indælli króga í guðs og sinni slekt. Nýlega hefur verið ráðið í tvær bankastjórastöður við Búnaðarbanka ís- lands. Bankinn er eign ríkissjóðs, bankaráð hans er kosið af Al- þingi. Almenningi í landinu hefur lengi verið þessi skipan þyrnir í augum, að stjórnmálaflokkarnir notuðu bankana sem sína eigin eign, en nú hafa fulltrúar þeirra sjálfra brotið blað í sögu bankamála á íslandi og er það vel. Þeir féllu á eigin bragði. Næstum eina skilyrðið, sem stjórnmálaflokkarnir hafa sett frambjóðendum sínum í bankastjóra- embættin, er það, að þeir hafi aldrei séð banka nema að utan. Um þetta eru fjöl- mörg dæmi. Oft hafa framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna verið skipaðir bankastjórar og er það vel skiljanlegt, því meginerindi þessara manna er að útvega peninga úr bönkunum í flokkshítirnar, en þar eru fjármál oftast nær botnlaus. Ég hefi áður krafist þess í blaðagrein, að þeir sem fá greitt af fjárlögum, svo sem stjórnmálaflokkarnir í mynd ýmiss konar styrkja, skili Ríkisendurskoðun reikning- um sínum árlega. Ef þessi háttur yrði hafður á, þá mætti fullvissa sig um það, að stjórnmálaflokk- arnir hefðu sett nægjanleg veð fyrir lánum sínum í ríkisbönkunum, en ég stórefa aö svo sé í dag. Sjálfsagt er að geta þess, að engin regla er án undantekninga og er a.m.k. einn mjög hæfur bankastjóri í ríkisbönkunum með alþjóðlega menntun í bankamálum. Af framangreindu er skiljanlegt, hvers Að taka Lækjartorg framyfir Norðurland vegna stjórnmálaflokkarnir vilja ekki sleppa kverkataki sínu á ríkisbönkunum. Engin bankastofnun getur átt von á hæfum starfsmönnum, ef þeir hafa ekki tækifæri til þess að vinna sig upp í æðstu stöður stofnunarinnar. Búnaðarbanki ís- lands var svo heppinn, að bankaráð hans valdi Stefán Pálsson til bankastjórastarfa. Ég þekki ekkert fyrirtæki eða stofnun á íslandi, sem hefði haft efni á að hafna slíkum manni. Bankar þurfa valmenni í æðstu stöður. Nefnd hefur starfað undanfarið undir formennsku Þorsteins Pálssonar og haft það verkefni að leggja til breytingar á bankakerfinu. Þegar þetta er ritað, hefur nefndin ekki skilað endanlegum tillögum, en heyrst hefur, að ein af hugmyndum nefndarinnar sé að gera ríkisbanka að hlutafélögum. Annað form kæmi og til greina, svo sem sjálfseignarstofnanir eða eitthvað slíkt. En hafa verður það að leiðarljósi að úti- loka öll áhrif stjórnmálaflokka á ríkis- bankana, almenningur sættir sig ekki lengur við, að þessi eða hinn flokkurinn eigi vissar bankastjórastöður. Alþingismenn eru kosnir til þess að setja þjóðinni lög, en ekki til þess að krafsa til sín fé úr ríkisbönkunum í flokkshítirnar. En Adam var ekki lengi í Paradís. Er hér var komið ritun rabbs míns, barst mér sú frétt, að Lárus Jónsson alþingismaður hefði verið ráðinn bankastjóri Útvegs- bankans, en sem kunnugt er hafnaði Bankaráð Búnaðarbankans Lárusi. Þetta minnir á kokkinn á skútunni forðum, sem bar fram heldur ólystugan kattarláfujafn- ing og mælti til skipsfélaga sinna: „Hann skal í ykkur." Þetta urðu mér mikil von- brigði, þar sem ég hafði bundið miklar vonir við Lárus sem þingmann Norðurlandskjördæmis eystra, að rétta við hið dapurlega ástand, sem þar ríkir víða í atvinnumálum. En hann tók Lækjartorg fram yfir Norðurland. Þrátt fyrir vonbrigðin með Útvegsbank- ann, þá er fyrsta vígið samt fallið og nú þarf að sækja fram á öðrum vígstöðvum. Dettur mér þar fyrst í hug Útvarpsráð. Gersamlega er óþolandi, að stjórnmála- flokkar kjósi Útvarpsráð og skammti þjóð- inni efni í útvarp og sjónvarp eftir sínum duttlungum. Best væri að gefa útvarps- og sjónvarpsrekstur algerlega frjálsan, en á meðan beðið er eftir slíku frelsi, þá þarf að breyta kosningum til Útvarpsráðs. Legg ég til að útvarps- og sjónvarpshlustendur kjósi meirihluta Útvarpsráðs með þeim hætti, að að afloknu forvali verði kjörseðill festur við innheimtuseðilinn einu sinni á ári og kosning framkvæmd þannig. Minnihluti Útvarpsráðs yrði svo kosinn áfram með hefðbundnum hætti. Næst kemur mér í hug utanríkisþjónustan. Þar hafa valist afburðamenn í flest embætti og er það vel. Þó hvílir sá skuggi yfir utanrík- isþjónustunni, að ungir menn, sem þar hasla sér völl, geta orðið að bíða megnið af ævinni eftir sendiherrastöðu, þar sem stjórnmálaflokkarnir hafa komist í þessar stöður með sínar kámugu klær. Þurfi að losna við lélegan þingmann, þá „eiga“ viss- ir stjórnmálaflokkar þessar stöður og skipa hina þreyttu og misheppnuðu þing- menn í sendiherrastöðurnar. Þessu verður að breyta, annars velja ungir, efnilegir menn sér önnur störf og utanríkisþjónust- an verður skipuð meðalmennum. Fámenn þjóð hefur ekki efni á slíku. Að lokum kemur mér í hug einkennandi dæmi um frekju stjórnmálaflokkanna, en það er Húsnæðisstofnun ríkisins. Þar kjósa þeir sína menn í stjórn og úthiuta lánum til húsbyggjenda, sem þaulvanir bankamenn væru fimm sinnum hæfari til. Þessa stofnun á að leggja niður og láta starfsmenn hennar taka upp nýt störf, svo sem ég lagði til í blaðagrein fyrir nokkrum árum. Stjórnmálaflokkar eru nauðsynlegir í lýðræðisríki, en þeir eiga að vinna sam- kvæmt þrískiptingu stjórnarskrárinnar. Afskipti þeirra og frekja á öðrum svið- um er óþolandi. LEIFUK SVEINSSON LESBÓK MORGUNBLAOSINS 28. APRiL 1984 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.