Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 5
dikuninni, lýsir upp allt. Þaö gerir Hamlet ekki.“ — Nú gerir hvorki Shakespeare né Sófókles kröfu til algilds sannleiks- gildis, en þeir eru þó sannir á sviöi mannlegrar sálar? „Trúin gerir ekki kröfu til algilds sann- leiksgildis með skírskotun til ytri fyrir- bæra, heldur aðeins innan samhengis trú- arinnar. Hún stenst aðeins í ljósi for- dómsins „Ég trúi“. Það er ekki rökfræði sem um ræðir, heldur samhengi trúarinn- ar. Þetta er klemman sem öll guðfræði stendur í, hvort sem hún heitir trúfræði, ritskýring eða kirkjusaga. Það er alltaf verið að þrýsta aðferðum náttúruvísind- anna upp á guðfræðina. En þá gleymist útgangspunktur guðfræðinnar, sem er trú- in á Guð.“ — Er þá guófræðin ekki vísindi? „Við lútum ekki forræði vísindahyggj- unnar, það er okkar frelsi. Við lútum held- ur ekki forræði kirkjunnar, það er okkar akademíska frelsi. Við stöndum mitt á milli hefðar kirkjunnar og allra þeirra spurninga sem menn vilja spyrja. Og það er samspil á milli hefðarinnar, sem við stöndum í, og þess samhengis sem við lif- um í innan Háskólans. Það er hlutverk guðfræðinnar að kanna hefðirnar, en einn- ig að leiðrétta hefðirnar, gagnrýna þær. Þetta er hið spámannlega hlutverk hverr- ar guðfræðideildar, eða ætti að vera það. Guðfræðileg hugsun kannar upphaf og uppruna, en einnig samtímann, og svo sög- una milli upphafsins og samtímans, og varpar ljósi gagnrýninnar á þá sögu. Á miðöldum var guðfræðin drottning vísindanna, en henni var steypt af stóli eins og öðrum kóngum á 18. öld, byltinga- öldinni, og ambáttirnar settust í hásætin, sums staðar með því að hálshöggva drottninguna og henda líkinu út eins og Jessebel, og draga það eftir götunum. En hér á íslandi hélt hún svona nokkurn veg- inn þingbundinni stöðu eins og Breta- drottning. En ég held hér felist ákaflega mikilvæg spurning um frelsi. Núorðið hef- ur fólk frelsi til að spyrja, og náttúruvís- indin hafa enga einokun á sannleikanum — fremur en guðfræðin. Veruleikinn er annar en sá sem er vigtanlegur, mælanleg- ur, og þess vegna finnst mér gaman að orðræðu Sigurðar Steinþórssonar og Þorsteins Sæmundssonar um vísindi og gervivísindi, af því að ég er sannfærður um það, að trúarlegan sannleika finnum við aldrei með því að spyrja náttúruvís- indalegra spurninga, eða eins og eirihver sagði: „Enginii finnur sannleikann um elskuna sína með því að fá vigtartöflu eða blóðflokkarannsóknir, og alls ekki meö því að kryfja hana.“ Menn verða aö leita svars á réttum stað, ef svo mætti segja. Eitt sinn týndi ég greiðu, er ég var að messa, og ég hefði getað farið út í Brautarholt, því að þar er ákaflega gott kaffi, og leitað að greiðunni í kirkjunni þar,.en ég hefði aldr- ei fundið hana, því hún týndist í Reyni- vallakirkju!“ Það er langur regur frá hinni gömlu prests-ímynd, þar sem hattur og rirðuleg srört föt roru sjálfsögð ■ íguðfræðideildinni nú. Hér sjást nokkur prestsefni í frímínútum. til hins óhátíðlega yfirbragðs, sem ríkir „Setjum ekki Biblíuna á stall eins og pottþétt búr þar sem við getum fíett upp öllum sannleik- anum. Það er barnsleg biblíu- trú. „Hér á landi var þetta mjög embættislegt, presturinn í dipló- mat og þéraði alla.“ „Evrópskir guðfræðingar voru svo uppteknir af sínum dipló- matajökkum og hörðu höttum, að þeim stökk ekki bros á vör.“ „Séra Jakob segist að vísu aldrei hafa átt pokabuxur eða sixpens- ara.“ — Er guðfræðin alþjóðleg eða bundin kirkjudeildum? „Eftir siðbót rannsökuðu menn spurn- inguna „Hvað er lúthersk trú“ og „Hvað er kaþólsk trú“. Menn spurðu hver í sínu horni. Menn töluðu sitt tungumálið hvor. Nú er sá tími liðinn, og jafnt rómversk- kaþólskir guðfræðingar sem lútherskir rannsaka spurninguna „Hvað er kristin trú?“ Þessi þróun hefur átt sér stað innan háskólanna, en einnig í samkirkjulegum viðræðum. í guðfræðinni er nú um sameig- inlegt starf og samstarf að ræða.“ — Víkjum aftur aö því að prédika um vandamál daglega lífsins. „Það má líkast til svara með því að benda á Fræðin minni eftir Lúther. Fyrst koma boðorðin, svo kemur trúarjátningin. Hún skiptist í þrjár greinar. Þá kemur bænin, næst útlistun á sakramentunum og loks leiðbeiningar um daglegt líf. Þegar lútherskir guðfræðingar á 16. öld ákváðu, að Fræðin minni skyldu vera játn- ingarrit við hlið annarra trúarjátninga, var það á þeirri forsendu að þarna væri leikmannabiblía eða e.k. stafrófskver trú- arinnar. Og hér kemur daglega lífið mjög sterkt inn í. Guð skipar okkur fyrir um rétt líferni, en það er sett í samband við hið lifaða líf í þjóðfélaginu. Ég er kallaður til að elska Guð og náungann. í neyð náungans kallar Guð á mig til þjónustu. Og í trúarjátningunni, í bæninni og í út- listun sakramentanna er ég minntur á hinn náðuga Guð, sem er vinur minn og leiðir mig. Fræðin eru ætluð börnum, og börnin fá fyrst móðurmjólk og síðar fasta fæðu. En grundvallaratriði fæðunnar eru þau sömu. Ég lifi lífi mínu undir kröfu Guðs og gjöf hans, eins og Abraham og Móse. Enda sagðist Lúther aldrei vaxa upp úr kverinu. Þessa reglu nema börnin. Þau eru alin upp til að eignast vitundina um náðugan Guð. Forráðamaður barnsins hefur það í faðmi sér og vill ala það upp, lífið er fram- undan, og þar er trúin ekki aðgreind skúffa heldur lífið sjálft. Ég hef reynslu af því, að þegar sungið er við barnið „Enginn þarf að óttast síður", fer barnið sjálft að syngja og syngur þetta hvenær sem ein- semd sækir að.“ — Hin margfordæmda „innræt- ing“ getur verið jákvæö sem forsenda allrar þjálfunar? „Mér er það ógleymanlegt, er ég vann á spítala fyrir tuttugu árum og var að baða mann sem hafði verið út úr heiminum í áratugi. Þegar hann var búinn að þurrka sér og ég rétti honum bolinn, þá signdi hann sig með þeim orðum sem viö eiga. Svo ríkt er þetta. Þetta hafði ekki yfirgefið hann. Ef menn nema ekkert gott í æsku, hvert snúa þeir sér, er þeir lenda í hrell ingum og algerri einsemd og geta þá ekk- ert haft yfir? Lajos Ordass biskup í Ung- verjalandi sat í fangelsi kommúnista í al gjörri einangrun. Það sem hélt lífinu í honum í fangaklefanum var að hann rifj- aði upp Biblíuna, sálmana og Passíusálm- ana íslensku, sem hann þýddi raunar á ungversku. Ef við innrætum ekki hið góða frá barnæsku, hafa menn ekkert, er á reynir. — Eins og sjómaðurinn í Vest- mannaeyjum, Guðlaugur Friðþórsson, sem synti 5 km leið, þeir félagarnir fóru með Faðirvorið, og hann las það á leiðinni í land.“ — Þessi mannlegi þáttur, vill hann ekki týnast í embættismannastfl ríkis- kirkjunnar? „Nýja handbókin er einmitt við það mið- uð, að guðsþjónustan sé athöfn safnaðar- ins en ekki embættisverk prestsins. Við þurfum að leggja niður þetta orðalag, er presturinn segir, „Ég messaði", eða „Jón var í messu hjá mér á sunnudaginn var.“ í handbókinni nýju er liðum guðsþjónust- unnar deilt niður á söfnuðinn, og ætlast er til þess, að fólk taki virkan þátt í mess- unni. En okkur vantar auðvitað nýja sálmasöngbók, þar sem laglínan er í eðli- legri tónhæð." — Hvenær breyttust þessir hættir? „Það er með upplýsingastefnunni. Þá átti allt að þjóna hagnýtum tilgangi, mess- an var gerð að fræðslustund, þar sem söfn- uðurinn hlustaði á prestinn. Prédika átti á jólum um rétta hirðingu sauðfjár og um hlý og góð fjárhús; á páskum um umhyggj- una fyrir hinum dauða og aðvara gegn kviksetningu, á föstudaginn langa var það dómara áminning, á hvítasunnunni mál- ræktin og að kynnast öðrum þjóöum, landafræðin. Hátíðirnar voru settar inn í hagnýtt samhengi, því að kóngurinn þurfti að eiga upplýsta þegna, og hann hélt uppi átrúnaði í þeim tilgangi. Presturinn var skoðaður sem hinn menntaði maður byggðarlagsins, frumkvöðull að framfara- málum þess, er hélt uppi aga. Nú er þetta breytt, menn fara til búfræðingsins vegna umhirðu sauðfjár og heilbrigðisþjónustan sér um að fólk sé ekki kviksett.“ — Hvaö þá um hlutverk prestsins? „Ég held, að þetta sé sú klemma sem prestarnir standa fastir í: Hvert er eigin- lega hlutverk prestsins? Hann er ekki sér- fræðingur lengur í neinu nema þessu „gufukennda" trúarsviði." — En nú stunda menn nám sitt hér í 5—6 ár. Verða þeir ekki aö ná þeim þroska og kunnugleika á lífinu, aö þeir séu færir um aö umgangast fólk? „Menn taka að sér útgerðina eða spari- sjóðinn. Ég held að leiðin sé sú, að menn hætti aldrei að vera „stud. theol.“ og haldi áfram að glíma við vandamál lífsins. Og prédikunin á að bera því vitni. Enda hefur guðfræðin lengstum skýrgreint sjálfa sig sem hagnýt vísindi en ekki fræðileg, „theoretísk". Hún fjallar um lífið sjálft ljósi opinberunnar Guðs og á að kenna mönnum að takast á við lífið í ljósi guðs- trúar og er því aldrei eingöngu prests- menntun." — Á guðfræöin ekki að vera frjáls- ar akademískar rannsóknir? „Frelsið er fólgið í því, að frjálst er að LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. APRÍL 1984 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.