Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 8
séð 360 gráður, vil að fólkið, sem situr alveg aftast hafi eitthvað bitastætt að horfa á, og ég vil að allt líti skikkanlega út í sviðsmyndinni." SÉ SKROKKURINN í GÓÐU FORMI ... Að fá þá Rolling Stones af stað í hljóm- leikaferðalag er auðvitað líka annar óslit- inn höfuðverkur fyrir Mick Jagger. „Ég veit satt að segja ekki, hvort The Stones ætla af stað núna í ár eða ekki. Við ætlum að hittast í góðu tómi og ræða það mál núna alveg á næstunni. Ég meina, Charlie vill greinilega ekki fara í hljómleikaferða- lag,“ segir Jagger, og hann á þá við trommuleikarann Charlie Watts. „En þú getur alveg bókað, að ég er til í það. Það er einhvern veginn eins og ég hafi þetta í blóðinu. Það væri alveg ferlegt, ef ég væri að halda áfram í þessu og reyndi að gera einhverja þá hluti, sem ég réði bara ekki við. En sé skrokkurinn í nægilega góðu formi til að maður geti sungið, og hafi maður nóg lungnaþol og nægilegan styrk- leika í fótunum ... þá sé ég eiginlega ekk- ert því til fyrirstöðu, að ég haldi því áfram í fáein ár í viðbót. En um leið og maður fer að láta einhvern bilbug á sér sjá... nú jæja, ég kem til með að sjá það á myndseg- ulböndunum. Og ég sé það eins og skot." Það kann að vera, að Jagger taki ekki að daprast flugið í þessum háspennustíl sín- um alveg á næstunni, en það er jú óhjá- kvæmilegt, að einhvern tíma komi að því. Einmitt það gæti verið ein af ástæðunum fyrir því, að hann langar alltaf svo óstjórnlega til að slá endanlega í gegn sem kvikmyndaleikari eftir langvarandi og heldur óburðugar tilraunir í þá átt; það er draumur hans að hafa þannig eitthvað svona sæmilega boðlegt handa sér í bak- höndinni. AÐALHLUTVERK í tveimur myndum Þegar árið 1964 höfðu Rolling Stones keypt réttinn til að kvikmynda skáldsög- una A Clockwork Orange eftir Anthony Burgess, en af því að öll þau vandamál, sem fastlega mátti búast við að upp kæmu í sambandi við kvikmyndaeftirlitið, virtust ætla að verða með öllu óyfirstíganleg, varð aldrei neitt af gerð kvikmyndarinnar á þeirra vegum. Hið sama varð reyndin með aðrar áætlanir Rolling Stones í sambandi við kvikmyndagerð. Það var svo ekki fyrr en 1970, að Mick Jagger tókst loks að kom- ast að í kvikmyndum með því að hreppa aðalhlutverkin i tveimur myndum. Hann lék nafntogaðan og alræmdan ástralskan útlaga í kvikmyndinni Ned Kelly undir leikstjórn Tony Richardsons. „Alveg drepleiðinleg," voru ummæli gagnrýnandans John Simons um þá kvikmynd í The New York Times. Eftir þessa frammistöðu á hvíta tjald- inu, var nafn Mick Jaggers þó stundum nefnt í sambandi við undirbúning á töku kvikmynda á borð við The Rocky Horror Picture Show og hinni stórfurðulegu kvikmyndun Ken Rússels á æviatriðum Franz Liszt (— en það hlutverk var svo falið söngvara hljómsveitarinnar Who, Roger Daltrey). MEÐ öll Spjót Úti Árið 1981 var Jagger reyndar kominn í hitasvækjuna úti í frumskógum Perú, þar sem hann dvaldist allmargar vikur við upptökur á kvikmynd Werners Herzog, Fitzcarraldo, en það var hreint eins og allt gengi á afturfótunum í sambandi við gerð þeirrar kvikmyndar. Kvikmyndunin tók mun lengri tíma en áætlað hafði verið, og þegar Mick Jagger gat ekki framlengt dvölina í frumskóginum vegna þátttöku sinnar í fyrirhugaðri hljómleikaför Roll- ing Stones um Bandaríkin, voru þau atriði, sem hann lék í, einfaldlega felld burt. En Jagger heldur samt áfram að hafa öll spjót úti. Hann er búinn að útvega sér nýjan, áhrifamikinn umboðsmann til að koma sér á framfæri við leikhús og kvik- myndafélög; það er Rick Nicita, hjá fyrir- tækinu Creative Artists Agency í Los Ang- eles. Og Mick Jagger heldur stöðugt áfram að spreyta sig á að leika ýmis hlutverk til reynslu fyrir kvikmyndaleikstjóra eins og hver annar nýliði í kvikmyndaleik, sem er að reyna að verða sér úti um góð hlutverk. Á miðju síðastliðnu ári kom hann til við- tals og prufumyndunar í sambandi við gerð kvikmyndar, sem byggist á hinu vin- sæla leikriti, Amadeus, en það er Milos Forman, sem er framleiðandi myndarinn- ar. Hlutverk Mozarts þótti naumast við hæfi Micks, en hann er samt staðráðinn í að láta hvergi deigan síga, þótt hann yrði af því hlutverki. „Maður verður að vera stöðugt á verði og reyna að þefa uppi hvaða hlutverk eru í boði hjá helztu kvikmyndaverunum." Annars eru málin farin að ganga svolít- ið betur hjá honum á þeim sviðum, sem ekki snerta beint músíkina. Þannig seldi Jagger ekki alls fyrir Iöngu kvikmynda- handrit, sem hann skrifaði ásamt öðrum, og ber titilinn Tindátinn — „og fékk það anzi vel borgað," segir hann hreykinn. Þá ætlar hann sér að öllum líkindum að selja kvikmyndaréttinn á Kalki, skáldsögu eftir Gore Vidal, en hann keypti réttinn til að kvikmynda það verk fyrir nokkrum árum. Einnig er útlit fyrir, að Jagger hafi loks- ins tekizt að afla sér stuðnings fjársterkra aðila til að hrinda í framkvæmd kvik- myndaáformum, sem hann er búinn að hafa í huga í meira en tíu ár, en það er kvikmynd með vinnutitlinum Ishtar. Að því er næst verður komizt á myndin að fjalla um framkvæmdastjóra myndbanda- fyrirtækis og viðureign hans við einhverja hryðjuverkamenn; Jagger ætlar sér að vera einn af leikurunum og jafnvel að fara með eitt af aðalhlutverkunum. „Ég sýni mig ckki með húsmæörum á al- mannafæri. Hef aldrei gert þaö. Ég ætla aldrei aö gera það.“ — Mick Jagger, 1977 Það er eins líklegt, að frægðarferill Micks II í kvikmyndum sé í uppsiglingu, hver veit? En eitt er þó alveg ljóst; 011 þau mörgu skakkaföll, sem hánn hefur orðið fyrir á kvikmyndaferli sínum hingað til, eru hreint og beint léttvæg samanborið við þau áföll, sem Mick I hefur orðið fyrir í slúðurdálkum heimspressunnar síðastliðin tólf ár. Eins og menn rekur minni til festi Mick I á sínum tíma ráð sitt, þegar hann árið 1971 gekk að eiga Bianca Perez Mor- ena de Macias, diplómatadóttur frá Nicar- agua; hjónavíglsan fór fram í glæsibænum St. Tropez. Bianca, sem hafði hin beztu sambönd við hástéttarfólk Evrópu, opnaði leiðina fyrir Jagger inn í samkvæmislíf hinna auðugu og áhrifaríku — og hún sjálf naut vitanlega að sínu leyti aukinna áhrifa í samkvæmislífinu, vegna þess að hún var gift Mick Jagger. Brátt voru þessi vinsælu ungu hjón í hópi útvaldra á “21“ í félags- skap Yves St. Laurent, snæddu í La Gren- ouille með Andy Warhol, eða sátu álengd- ar og virtu fyrir sér skemmtiatriðin hjá kynvillingunum í Continental Baths. Allt þetta útstáelsi í hópi topptízkuliðs samkvæmislífsins varð ekki til að auka álit manna á Mick Jagger sem virkilegum listamanni, og svo illa vildi til, að partý- afrek hans á árunum fyrir og eftir 1975 og eindæma lægð í músíkinni hjá Rolling Stones fór saman. Ekki lifði heldur lengi í glæðum hjónabandssælunnar: Bianca, sem hafði fætt dóttur, Jade, örfáum mánuðum eftir brúðkaupið, varð víst ekkert yfir sig hrifin, þegar Marsha Hunt, bandarísk negrasöngkona, höfðaði mál á hendur Mick Jagger árið 1973, þar sem hún full- yrti — og sannaði að lokum — að hann hefði getið við henni dótturina Karis, sem fæddist í nóvember 1970. Bianca tók nú að kvarta undan ósæmi- legu hátterni Micks, og árið 1978 höfðaði hún skilnaðarmál á hendur honum, sökum hjúskaparbrots. Sérstaklega beindist reiði hennar að sambandi Micks við Jerry Hall, 180 sm tízkusýningarstúlku frá Mesquite í FER- TUGUR P0PP- ARIÁ FULLU Texasfyiki, sem hafði orðið 2.000 dollara (um 56.000 ísl. kr.) á tímann sem fyrirsæta og sýningarstúlka; Jagger hafði tekizt að krækja í hana frá söngvaranum Bryan Ferry. Skilnaðarmál Mick Jaggers og Bianca gekk ekki beinlínis hljóðalaust fyrir sig og varð öllum sögusmettum til óblandinnar ánægju. Því lauk svo loks árið 1980 — og kostaði Jagger um það bil 84 millj. ísl. kr. —• en eftir það gátu þau Mick og Jerry lifað lífinu saman eins og tvær turtildúfur. Skömmu síðar fóru að birtast mynd- skreyttar greinar um Jerry Hall á forsíð- um æsifréttablaðanna, þar sem höfð voru eftir henni ummæli á borð við: „Það er ætlunin, að við látum bráðum vígja okkur saman," en það fylgdi samt engin hjóna- vígsla í kjölfarið. Það kom að því árið 1982, að Jerry Hall gaf Mick upp á bátinn og gerðist lagskona vellauðugs náunga, Rob- erts Sangster. „En hvernig sem í öllu lá, sneri Jerry aftur, þau voru í einni sæluvímu, og eins og til að innsigla þessa endurfundi elsk- endanna var svo tilkynnt, að Jerry Hall væri barnshafandi. „Þaö er fábjánalegt aö halda, aö maður geti komið af stað byltingu með einni plötu. Ég vildi óska, að þaö væri hægt!“ Jagger, 1970 Nú orðið virðir Jagger heiminn fyrir sér frá sínum bæjardyrum á húsi í Frakk- landi, frá húsakynnum sínum á Man- hattan-eyju í New York eða frá lögheimili sínu á eyjunni Mustique, suður í Karíba- hafi. Hann horfir álengdar á heiminn og er ekkert sérstaklega hrifinn af því, sem hann sér. „Atvinnupólitíkusar eru aðalmeinið hér á jörðu," segir hann. „Þetta eru menn, sem aldrei hafa gert neitt annað alla sína ævi. Þegar maður les mannkynssöguna og fer að fatta, hvernig sumir þeirra klúðra öllu á alveg ótrúlegan hátt, þá er erfitt að trúa þvi, að þetta séu vel menntaðir menn. Ég meina, að maður getur verið í pólitík, án þess að vera endilega atvinnupólitíkus. Visst fólk hefur vissa eiginleika til að bera. Frú Thatcher hefur til dæmis hugrekki til að bera og allt það. Andreij Gromyko hefur tekizt að bjarga sínu skinni ótrúlega lengi. Mér finnst það vera svolítið skakkt hugsað hjá Reagan að vera að bjóða sig aftur fram til forseta í kosn- ingunum núna í haust. Mér finnst hann vera of gamall fyrir Bandaríkih." Lítur Jagger á sig sem sósíalista? Sem íhaldsmann? Kannske sem roskinn anark- ista? „Nú, ég er þó alla vega staðsettur vinstra megin við Reagan, það get ég sagt þér. En það er ekki laust við, að maður taki nú orðið þessari bandarísku frjálshyggju á sjöunda áratuginum með vissum fyrir- vara. Ég held, að hinir frjálslyndu hafi gert ótal afglöp í utanríkispólitík Banda- ríkjanna, og eins finnst mér að sumir hinna íhaldssamari stjórnmálamanna Bandaríkjanna hafi náð alveg framúrskar- andi árangri á ýmsum sviðum. Þær ríkis- stjórnir, sem brezki Verkamannaflokkur- inn myndaði, hafa aldrei rekið neina utan- ríkispólitík, aldrei haft neina ákveðna stefnu í þeim efnum. Reagan hefur heldur aldrei rekið neina fastmótaða utanríkis- pólitík, finnst mér. Þessi einræðisherra, sem Bandaríkjamenn studdu þarna suður i Nicaragua var algjörlega glataður ... ég á við, að hver sem var gat séð, að sú týpa varð að fara frá völdum." Jagger er bæði skemmt og er þó um leið ef til vill svolítið gramur yfir þessum póli- tísku vígorða-poppurum, sem hafa verið að skjóta upp kollinum á undanförnum árum — hljómsveitir eins og The Clash, sem kemur með háværar fullyrðingar um sam- stöðu sína við áheyrendur úr verkamanna- stétt og drífur sig svo af stað í lúxustúra, þar sem hljómsveitin leigir dýrustu og stærstu leikvangana til hljómleikahalds — „leigir staði eins og JFK-leikvanginn í Philadelphiu og spilar þar í sérstökum clash-bolum," eins og hann kemst að orði. „Jamm, maður þarf að gæta sín vel að grafa ekki grafir, sem maður fellur svo sjálfur ofan í. Maður getur þurft að éta allt ofan í sig, og það oftar en einu sinni á ævinni.“ Það er ekki margt, sem Rolling Stones hafa þurft að biðjast afsökunar á, hvað músíkferil þeirra snertir, og það er ekki ýkja margt, sem þeir segjast hafa iðrast í þeim efnum. Aldurinn fer líklega að segja alveg ótvírætt og greinilega til sín í sviðs- framkomu þeirra, það er óhjákvæmilegt. En öllum stendur í rauninni á sama um hve margar glennur og göp Mick Jagger og félagar reynast færir um að fremja inni í hljóðritunar-stúdíóinu — því það er ein- mitt þar, sem hinir fjölþættu hæfileikar þeirra — á sviði lagasmíða, í hljóðfæraleik og í flutningi — njóta sín til fullnustu. KUUT LODER.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.