Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 10
Luzernbúar njóta blíðunnar á bökkum Vierwaldstatter- vatns. Gamlar og svipsterkar byggingar, sumar frá miðöldum, setja svip sinn á Luzern. 1 1f!|T'fý-jlI íijff fffcsiJ J'Hlvl' 'ílii A ríkti rósemin ein, blankalogn og útsýnið heillandi til Jungfraú og hinna tindanna. Þetta tignarlega landslag, sem varla á sinn líka, nema helzt við Matterhorn, er sá grundvöllur sem hótelin í Wengen byggja á, einnig yfir sumarið. Margir fara með lestinni langt upp i fjöllin og ganga síðan niður eftir. Sem sagt: Frábaer útivistar- staður. frá wengen til luzern Sólin náði ekki að verma Wengen fyrr en kl. 10 — það var 22. sept. og dalurinn fullur af blárri móðu; hiti í loftinu. Við gengum um þorpið og sáum fólk vera að dytta að húsum fyrir veturinn, en sumir voru að slá bletti og það var töðuilmur í lofti, sem minnti á sláttar- byrjun. Aðrir voru að stafla brenni í stæður við húsin; arinvið, sem búið var að saga í kubba — honum er raðað undir allar tröppur í hvert skot. Þannig búa menn sig undir vetrarkuldann hér þótt blómin væru enn í fullum skrúða. Eftir einn bjór á fallegri verönd við aðalgötuna var haldið niður í dalinn með lestinni og sumir anda léttara, þegar komið er niður úr þessum sífelldu brekk- um. Um hádegisbilið komum við niður úr dalnum til Int- erlaken; þá var glampandi sól og okkur fannst vera hásum- ar. Síðan var kúrsinn tekinn austur á bóginn til Luzern og leiðin liggur meðfram Bri- enz-vatni, sem dregur nafn af bænum Brienz við austur- enda þess. Það er fallegur gamall bær og hádegisverður- inn meðtekinn á útiveitingahúsi á vatnsbakkanum — og enginn virtist þurfa að standa í slagsmálum við flug- urnar nema við. Þarna í Brienz var einkennileg forretning með tré- skurðarmyndir og þvílík ókjör á boðstólum, að maður fékk óðar ólyst og hljóp út. En það var líka dæmigert, að túristum var sturtað úr rútubílum framan við húsið og mikil örtröð í gumsinu. Á leiðinni til Luzern liggur vegurinn yfir skarðið Brunegg, sem er heldur sakleysislegt; þó meira en 1.000 metra hátt. Þar uppi er einkar fallegt gasthaus úr timbri og þar var skálað fyrir Berner Oberland í glöggi; ágætu púnsi, sem bílstjórinn drakk í hófi. Leiðin Iiggur síðan um gullfallega og búsældarlega dali með vötnum; mest þeirra er Sarner See og þar er bær sem enginn hefur nokkru sinni heyrt nefndan: Sarne, — með gull- fallegum miðbæjarkjarna. Ég held að þarna séu feg- urstu sveitir í Sviss og skammt að fara út að Vier- waldstatter-vatni, sem er rómað fyrir fegurð; svo mjög að Svissarar telja ófært að deyja án þess að hafa séð það. Úr barnæsku man ég eftir litprentuðum myndum frá þessu vatni; lækur bunaði útí vatnið framaf bjargi og fjöllin virtust ná uppí himinninn, — allt í róman- tískri blámóðu. Mótíf af þessu tagi voru mikið eftirlæti hins rómantíska natúralisma á öldinni sem leið — þá var hina endanlegu fegurð a finna við Vierwaldstátter- vatn. BORG TÓNSKÁLDA OG TÓNLISTARMANNA Luzern stendur við vatnið og nær uppí hæðirnar, hrífandi fallegur gamall bær, en ekki mjög stór. Að verulegu leyti er gamli miðborgarhlutinn margra alda gamall, en sérkennilegust er yfirbyggð göngubrú úr timbri: Kappelbrúcke, 170 metra löng, og er frá árinu 1333. Önnur brú, ætluð nútíma blikkbeljum, er skammt þaðan og við enda hennar járnbrautarstöðin og bíla- geymsluhús, sem bílakandi fólk verður að byrja á því að finna. I Luzern búa um 63 þúsund manns og það er kannski vegna mátulegrar smæðar borgarinnar hvað hún er notaleg. Þar ríkir einstök og mjög afslöppuð stemmn- 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.