Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1984, Blaðsíða 13
norðan til í kirkjunni sé laust þversæti með bekk, tveimur bríkum og gagnskorinni þverslá og pílárum. Þessi bekkur, sem hér um ræðir, er hinn eini af þeim öllum, sem er með bríkum, en þess er ekki getið í vísitasíu Hraunskirkju, að bekkirnir þar séu með bríkum. Ellen Marie Mageroy hafði hallazt að því, að sum þessara sæta væru skorin af Sumarliða Þorvaldssyni hreppstjóra á Sveinseyri, en Jóhann Gunnar Ólafsson bendir með réttu á, að það fái ekki staðizt þar sem kistill, sem augljóslega er skorinn af sama manni og annar bekkurinn úr Hraunskirkju, beri ártalið 1795, en Sumar- liði dó árið áður. — Hann fæddist 1735 og því getur hann heldur ekki hafa skorið þennan bekk úr Sandakirkju, þótt ein- hverjum kynni að þykja freistandi að ráða stafina á bakinu sem STE og lesa úr þeim fangamark Sumarliða Þorvaldssonar. En það fær ekki staðizt. Það verður verkefni manna síðar að hafa uppi á þeim hagleiksmönnum í Dýra- firði, sem þessa gripi hafa gert, en geta má þess, að vestur í Dýrafirði hafa fyrrum verið óvenjumiklir hagleiksmenn á út- skurð, ekki aðeins á 18. öldinni heldur og fyrr. Má þá einkum benda á stól sr. Ólafs Þorleifssonar á Söndum, frá 17. öld, sem nú er í Þjóðminjasafninu, að vísu ólíkur þessum gripum að gerð en þó einn albezti listgripur sinnar tíðar. Nú var bekkurinn kominn til Þjóðminja- safnsins og menn hrósuðu happi yfir að tekizt hefði aö klófesta slíkan grip, sem ella hefði sennilegast gengið okkur úr greipum um alla framtíð. En þá var komið að eftirleiknum. Allar skuldir þarf að greiða og nú þurfti að taka fram pyngjuna og greiða þennan grip. Það var augljóslega allerfitt að greiða hann af föstu rekstrarfé safnsins, og þótt sumir bentu á, að verð bekksins væri í rauninni ekki meira en greitt væri fyrir eitt gott málverk eftir Asgrím, Jón Stefánsson eða Kjarval og sumir einstaklingar létu sig ekki muna um að snara því út, var þetta meira en fjár- veiting safnsins þoldi í rauninni. Mér var efst í huga, eftir að útséð var um að aukafjárveiting fengist úr ríkissjóði til kaupanna, að hefja betligöngu til fjár- sterkra fyrirtækja eða annarra, sem helzt gæti hugsazt að vildu styðja menninguna í landinu með því að skjóta saman fé fyrir einum bekk, en áður en til þess kæmi leystist málið á óvæntan hátt. Fyrir allnokkrum árum kom til mín í Þjóðminjasafnið íslenzk kona búsett í Bandaríkjunum, Ingibjörg Guðjónsdóttir frá Laugarbökkum í Ölfusi, og maður hennar bandarískur, Ralph E. Johnson. Ingibjörg gaf safninu þá listgripi, sem hún hafði sjálf gert, mósaíkmyndir úr slípuð- um steinum. Þetta voru sérstæðir gripir en nokkuð óvenjulegir í Þjóðminjasafninu, þar sem það hefir ekki tök á að safna að marki né sýna listgripi af þessu tagi enn sem komið er. Þeim hjónum var annt um, að gripir þessir kæmust í góða höfn, en svo liðu árin, að ekkert frekara samband var með okkur. Um mitt sumar í fyrra kom boð frá þess- um hjónum fyrir meðalgöngu ættingja Ingibjargar hér, að þau vildu gefa Þjóð- minjasafninu til fullrar ráðstöfunar og kvaðalaust nokkur spariskírteini ríkis- sjóðs og innstæðu í bankabók. Þetta var söluandvirði eigna Ingibjargar hér, en það höfðu þau ákveðið að gefa Þjóðminjasafn- inu. Var hér um stórhöfðinglega gjöf að ræða sem nam verulegri upphæð og því óvæntari sem það er næsta fátítt, að menningarstofnanir hérlendis fái slíkar peningagjafir, þótt erlendis séu slíkar gjafir alþekktar. Hér eru líka fáir auð- menn í þeim mæli, sem erlendis þekkist, og hér beinast slíkar gjafir fólks frekar að góðgerðarstarfsemi og líknarmálum. Þótt gjöfinni fylgdu engar kvaðir né óskir um sérstaka ráðstöfun, þótti auðsætt að láta fé þetta ekki renna í rekstur Þjóð- minjasafnsins. Skyldi fénu heldur varið til einhvers sérstaks, sem hægt væri síðar að benda á og segja: Þetta var gert fyrir gjöf þeirra hjóna Ingibjargar og Ralph E. Johnsons. Og þá kom brúðhjónabekkurinn í hug- ann. Hann var enn ógreiddur og greiðslur að falla í gjalddaga. Þarna komu úrræðin á bezta tíma, og fé það sem fékkst fyrir skuldabréfin og innstæðan í bankabókinni stóðst nær því á endum að hrykki fyrir kostnaðinum við kaupin á bekknum. Þjóðminjasafnið stendur í mikilli þakk- arskuld við þau hjón Ingibjörgu og Ralph E. Johnson. Og eftir þetta ber brúðar- bekkinn frá Söndum ekki svo fyrir augu mín að ég hugsi ekki til þeirra hjóna sem í raun gáfu hann safninu, en annan jafngóð- an grip af hendi hinna gömlu útskurðar- meistara mun vart reka á fjörur Þjóð- minjasafnsins né annarra safna í náinni framtíð. ÚR SAGNABANKA LEIFS SVEINSSONAR Magister Björn Bjarnason frá Steinnesi, oft nefndur Bjúsi, var prófdómari i ensku og dönsku við Menntaskólann á Akureyri. Siguröur skólameistari Guömundsson.var vanur aö halda prófdómurum og kennurum góöa veislu meðan á prófum stóð. Haföi Björn tekið vel viö í mat og drykk og var enn rykaöur, en próf skyldi halda morguninn eftir í dönsku. Aöalgeir Pétursson síðan safnvörður í Þjóðskjalasafni var fyrstur uppi i dönskunni. Björn var illa haldinn og hafði hulið sig hvítum vasaklút, því timburmenn tóku að ásækja hann mjög. Aöalgeir var fyrst prófaður í framburöi, og er hann hafði þreytt nokkrar setningar af máli okkar fyrrum drottnara, lét Björn klútinn falla og mælti: Svona dönsku hefi ég aldrei heyrt. Björn magister var í veislu með Sigfúsi Bjarnasyni /'• Heklu. Er líöa tekur á veisluna mælir Björn til sýslunga síns: Segið þér mér eitt, Sigfús, sofið þér líka meö þetta þros? Sveinn Björnsson verkfræöingur (iönsveinn) var í tíma hjá Birni í Gaggó og las úr enskubókinni: The man was very busy. í framburöi Sveins var setningin: The man was very bjúsy (í staö bisy). Þá mælti Björn: Heyriö þér, Sveinn, þetta megiö þér aldrei segja. Yfirþyrmandi ófrumlegt Fjölmiðill er Ijótt orð. Það er vélalykt af því, og orðinu gengur bölvanlega að lýsa því lífi, þeirri spennu sem svo oft er að finna í blöðunum, í útvarpi og sjónvarpi. Ekki veit ég hver bjó orðið til, en Ijótt er þaö. Engu að síður verður víst ekki undan því hlaupist að lýsa hér og nú yfir því að þessi nýfæddi dálkur mun helga sig fjölmiðlum á íslandi, né heldur er vert að fara öllu lengur I felur með aö ég mun annast hann fyrsta kastið. Dálknum er ætlað að vera I senn Velvakandi, Velsjáandi og allir þeir bræður; láta þess samstundis getið þegar hon- um finnst vel gert ellegar illa, hugleiða af einskæru ábyrgð- arleysi um það sem honum þykir einkenna téöa miðla, hjala um hvaöeina sem meö góðu móti má flokka undir fjölmiöla. Ekki veröur þetta gert undir gunnfánum fjöl- miðlafræðinnar sem nú er tfskufag ásamt kvikmynda- gerö. Þau sjónarmiö sem hér koma eftirleiðis fram veröa aldrei annað en fallvalt álit brigöuls umsjónarmanns, og það hlýtur að verða býsna handahófskennt hvað nær inn ( dálkinn og hvað verður utangátta. Takmörk þessa dálks eru I rauninni lltil, en um leiö koma þau í veg fyrir að hér verði annað og meira gert en stuttlega drepiö á atriði sem vekja eftirtekt dálkahöf- undar. Og hefst þá leikurinn. + + + Til þess máske að leggja enn ríkari áherslu á þaö hversu háöur þessi dálkur er umsjónarmanni sinum ætla ég að byrja á þvi að geta þess að fyrir einum tveimur árum var ég skammaður opinberlega fyrir að taka helgi föstudagsins langa ekki nógu hátlðlega. Skemmtileg- ast við þessar skammir var að þær birtust I blaðagrein I Þjóðviljanum, en það er önn- ur saga. Því nefni ég þetta aö nýliðinn langaföstudag var ég andaktugur I framan og horfði á sjónvarpið. Þar var einna helst boðið upp á langa, Islenska heimildar- mynd um Skaftárelda; Móðu- harðindin sem verða aö telj- ast verstu hörmungar sem þessi hrjáða þjóð hefur þolað. Tveir af vinsælustu þátta- geröarmönnum sjónvarpsins höfðu umsjón með myndinni: Magnús Bjarnfreösson og Ömar Ragnarsson. Kannski var það einmitt helgi þessa dags sem geröi mig svo grunnhygginn að ég allt að því hlakkaöi til aö sjá mynd- ina. Eitthvað hlyti aö verða á henni að græða. Ég hefði átt að vita betur. Svo illa virðist hafa blotnað I púðri islenska sjónvarpsins aö jafnvel Skaftáreldar megna ekki aö kveikja ímyndunarafl starfsmanna þess. Það var einkum tvennt sem ég sá athugavert viö myndina. i fyrsta lagi var hún fram úr hófi sundurlaus. Þaö var hlaupið úr einu I annað án þess að nokkru atriöi væru gerð verulega góð skil og myndum frá 20. aldar eldgos- um skotið hingað og þangaö inn á milli. Ég ímynda mér að svona mynd þurfi að byggja mjög nákvæmlega upp, til þess að áhorfendur öðlist raunverulega tilfinningu fyrir því sem verið er aö lýsa, en ég fann að minnsta kosti enga slíka tilfinningu. Heim- ildir frá átjándu öld voru not- aöar lítið og illa, aðdragandi gossins og upphaf fór fyrir ofan garö og neðan. Þátta- gerðarmönnum virtust ekki hafa dottiö I hug aðrar aö- ferðir til þess aö lýsa eyði- leggingunni en I töluðum orð- um, og jafnvel þar var ekkert samræmi milli þeirra. Magnús sagði: *,Þaö er erfitt aö ímynda sér tilfinningar fólks- ins ... “ en Ómar var ekki I slíkum vanda: „Það er auð- velt að (mynda sér tilfinningar fólksins . . . “ (Var þaö kannski öfugt?) Þetta tengd- ist beint síðari athugasemd minni; myndræn bygging var öldungis ómöguleg. Engu tókst að lýsa með beitingu sjálfrar myndavélarinnar og hefði þó líklega verið fremur auðvelt að klippa saman myndskeið sem hefðu I það minnsta gefiö hugmynd um hvað var á feröinni 1783 þeg- ar hrauniö brann. Ófrumleik- inn var yfirþyrmandi alls stað- ar; leikin atriði voru til dæmis klunnalega tekin og kauðsk. Þegar „Eldmessan" var sýnd langaði mig til þess að skríöa undir borö. Og vegna þess hversu klén lýsingin á eldin- um var fór virðingarverð sam- líking Ómars um Móðuharð- indin og fimbulveturinn eftir hugsanlegt kjarnorkustríð fyrir lítið. Kannski þótti einhverjum fengur að huggulegum loft- myndum frá umhverfi Laka- gíga, en voru þjáningar fólks- ins i eldunum þá ekki merki- legri en þetta? Kannski finnst líka einhverjum aö hér hafi verið kvartað af full mikilli geðvonsku, en það er hart þegar mestu hörmungar I sögu þessarar þjóðar. verða að notalegri náttúruskoðun I fylgd Ómars Ragnarssonar. „Við skulum nú líta aðeins á þetta hraun,“ sagði Ómar einu sinni, og vissulega litum við aðeins á þetta hraun, og vissulega var hrikalegt hraun- ið gifurlegt, og gífurlegt hraunið hrikalegt. En nú held ég að sjónvarpið ætti að staldra við og velta fyrir sér hvers vegna svona myndir eru gerðar. Llta að minnsta kosti aðeins á það . . . Or því ég var aö tala um sjónvarpið: það getur verið yndislega sveitó. A sunnu- dagskvöld voru sýndar þakk- arveröar myndir um Nicholas Nickleby og Pygmalion en á milli þeirra tilkynnti þulan, grafalvarleg: „Nú verður sýnd stutt mynd um strúta." ILLIJGI JÖKUl-SSON LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 28. APRÍL 1984 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.