Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1984, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1984, Blaðsíða 2
ORWELL dauðvona á eynni Jura ric Blair, maðurinn, sem var George Orwell, hélt afar nákvæma dagbók þann tíma, sem hann dvaldi á Jura, sem er ein af Suðureyj- um fyrir vestan Skotland. Þannig vitum við, að hinn 23. júlí 1946 skaut hann tvær kanín- ur í einu skoti, og að 11. október sama ár týndi hann tóbaksskjóðunni sinni — en það var alvarlegt mál fyrir keðjureyk- ingamann, sem vafði sínar sígarettur sjálfur. Seinna fréttum við, að hann hafi búið sér til aðra í staðinn úr kanínuskinni. Hvort dagbókin stuðli að gleggri skilningi á „1984", skal ósagt látið, en að minnsta kosti fer atburðarásin á þessu tímabili ekki á milli mála. Hann flutti í Barnhill, stórt, óvistlegt og afskekkt hús á norðurhluta Jura, 23. maí 1946. Hann var einn. Kona hans hafði lát- izt árið áður. Hann skrifaði nánum vini sínum, Richard Rees: „Það er í rauninni ósköp auðvelt að komast hingað, nema hvað maður þarf að ganga síðustu 8 míl- urnar." Richard Rees sagði síðar: „Ég hefði átt að sjá það fyrir, að honum tækist að finna eyðilegasta húsið á Bretlandseyjum." Dauðveikur af berklum Þetta fyrsta sumar þarna skrifaði Orwell um þriðjung af uppkastinu að bók- inni, sem hann hafði þá ekki enn gefið nafn. Árið eftir lauk hann við uppkastið, áður en hann fór á Hairmyres Hospital í desember, þar sem hann fékk streptóm- ýsín-gjöf gegn berklum (sama ár og lyfið kom fyrst til sögunnar, innskot þýð.), en hann orðaði það svo að verið væri að „sökkva skipinu til að losna við rotturnar". Hann sneri aftur til Jura í júlí 1948, gerði umfangsmiklar breytingar á handritinu og vélritaði endanlega gerð sögunnar sitjandi í rúminu mjög illa haldinn. Hann fór frá Jura í hinzta sinn 5. janúar 1949 og andað- ist 21. janúar árið eftir. Eins og hans var von og vísa, var hann mjög vantrúaður á bókina, og í bréfi til Julian Symons, sem oft hefur verið vitnað til, segir hann: „Nýja bókin mín er um framtíðarríki í formi skáldsögu. Þetta varð hálfgert klambur, að sumu leyti vegna þess, hvað ég var veikur, meðan ég var að skrifa bókina, en ég held, að þú kynnir að hafa áhuga á sumum hugmyndunum." Honum hefði verið und- arlega skemmt, ef hann hefði séð allan þann lýð, sem hélt yfir Jura-sund árið 1983, þegar sjónvarp, útvarp, blöð, menntamenn og aðrir sannleiksleitendur fóru að gera sér grein fyrir, að almanaks- árið 1984 væri yfirvofandi. Starfslið okkar var mjög framarlega í röðinni, en þó ekki fremst. Eg fór fyrstur til að athuga allar aðstæður, og síðan var kvikmynd okkar tekin sl. sumar, rétt áður en hjartardýra- veiðarnar hefjast. Slæmur Staður Fyrir berklasjúkling Eyjan er 46 km löng og mest 13 km breið. íbúum hefur fækkað úr 300 í 200, og þarna eru 4.000 hirtir nú eins og þá. Það er fremur eyðilegt þarna, eyjan er skóglaus að kalla og óræktuð. Veðurfarið er milt, en óstöðugt. Helzta þéttbýlið á eynni er Craighouse á suðurenda hennar. Þar eru hús á stangli, gistihús, verzlun, pósthús og brennivínsgerð, sem starfrækt er tíma- bundið, og þar er einnig bryggja, sem gufuskip lögðust að áður fyrr. Frá Craig- house er um 45 mín. akstur til Ardlussa, húss óðalsbóndans, þar sem Margaret Nelson veitti okkur beina og sagði okkur sögur frá þeim dögum, þegar nýi leigulið- inn á Barnhill var Eric Blair. Milli Ardlussa og Barnhill eru „sfðustu átta mílurnar" hans Orwell, vegarómynd, sem leyfir engu farartæki meiri hraða en 15 km á klst. Starfslið okkar fór afar illa með tvo Land-Rovera á þessum vegar- kafla. Vandamálin í sambandi við kvik- myndun á Barnhill voru ógnvekjandi jafn- vel fyrir hið frábæra starfsfólk hjá BBC í Glasgow, sem er vant sannkölluðu braut- ryðjendastarfi alls konar á hálendi Skot- lands og á eyjunum úti fyrir. Húsnæðis- vandamálin voru leyst með því að koma leikurunum fyrir á Árdlussa, þar sem þeir nutu sveitalífsins í nokkrum mæli, en tæknimönnum og aðstoðarmönnum í Crin- an á meginlandinu, þar sem bar var innan sjónmáls. Þeir sigldu svo yfir sundið á degi hverjum. Orwell kom einn á sínum tíma. Matvæli voru þá skömmtuð, eldsneyti var af skorn- um skammti, húsið hafði verið mannlaust árum saman og allt var í órækt í kringum býlið. Hann tók þessu öllu með spaklegri ró og gamansemi. Það var hans háttur. Einu sinni reyndi hann að sannfæra V.S. Pritchett um, að hann ætti að fá sér geitur og rökstuddi það með því, að þær myndu valda honum miklu ónæði og umstangi og fjárhagslegu tjóni. Hann sagði, að „það væri nokkuð örugg regla, sem ætti við um flest, að meðan það borgaði sig ekki, þá væri allt í lagi". HerraBlair Á Barnhill Einvera hans á Barnhill var ekki löng. Brátt kom systir hans, Avril, til hans, kjörsonur hans, Richard, og litlu síðar Bill Breska sjónrarpið hefur staðið að gerð kvikmyndar um dvöl Orwells áJura. Ronald Pickup leikur Orwell ogþykir merkilega líkur homun svo semsjá má hér. Stóra myndin er af Pickup íhlut- verki sínu, en Mla myndin er tekin á Jura af Orwell eftir að hann var orðinn fársjúkur afberklum. Dunn, sem nytjaði landið kringum húsið og kvæntist seinna Avril. Richard Rees varð sambýlingur, lagði fé í rekstur búsins og kom sjálfur með skeyti, þar sem hann boðaði komu sína, en það hafði beðið á pósthúsinu í Craighouse eftir því, að ein- hver ætti leið á norðurenda eyjarinnar. Að auki komu ýmsir úr Blair-fjölskyldunni reglubundið í heimsókn og einngi vinir frá London. Jane Morgan, áður Jane Dakin, frænka Orwell dvaldi á Barnhill í sumar- leyfi 1947. Nú segir hún og brosir á þann hatt, sem frændi hennar hefði kunnað við: „Ef við hefðum vitað, að þetta yrði talinn sögulegur tími, þá hefðum við veitt öllum hlutum meiri eftirtekt á sínum tíma." Hún minnist vinnustofu hans, svefnherbergis uppi á lofti, ódauns af sígarettureyk og olíuofni og ýmislegs annars, sem alls ekki átti að fara lengra og ég skrifaði strax niður hjá mér til að nota við samningu handritsins að myndinni. Þeir sem næstir honum stóðu hafa eðli- lega öðlazt mikla leikni f að svara sömu óhjákvæmilegu, gömlu spurningunum með kurteisi, hlýju og hæfilegri kaidhæðni. Margaret Fletcher viðurkennir, að hún hafi tileinkað sér margs konar frásagnar- aðferðir og að stundum sé hún ekki viss um, hvort hún muni þetta sjálf eða bæti inn í svörin hugmyndum og atvikum, sem hún hafi lesið um í ævisögu Bernard Cricks. Nafn hans olli nokkrum ruglingi og stundum vanda. Innan fjölskyldunnar var hann kallaður Eric, meðal eyjarskeggja hét hann herra Blair, en vinir hans frá London þekktu hann sem George Orwell. Það væri nútímalegur misskilningur að telja, að samheitið Blair/Orwell benti til persónuklofnings, en þvf fór víðs fjarri. Hann var mjög nákvæmur og skýr og átti bágt með að þola ruglingslega hugsun, falsrök og skringilyrði. Að lesa gott, óbundið mál, góðan prósa, ætti að vera eins og að horfa í gegnum gluggarúðu, sagði hann. Heimildarmynd Um Orwell Á Jura Að gera mynd um sannsögulegt fólk er jafnan eins og að vera á hægri göngu með- fram þverhnípi. Eitt eftirvæntingarfyllsta og einnig hjartnæmasta atvikið í sam- bandi við myndatökuna gerðist, þegar Bill Dunn og Jane Morgan, sem bæði búa nú á meginlandinu, komu á vettvang í heim- sókn og stóðu frammi fyrir eftirlíkingum af sjálfum sér, er þau voru ung. Þetta sýn- ir á einfaldan hátt þann vanda, sem við er að glíma við gerð sögulegrar myndar, sem ég vil heldur kalla svo en heimildarmynd. Okkur hefur verið það mikil uppörvun, að þeir, sem næstir stóðu okkar manni, hafa veitt okkur dyggilegan stuðning og hafa allir orðið góðir vinir okkar. Það skal einn- ig hreinskilnislega sagt, að í viðleitni okkar til að halda okkur við sögulegan sannleika höfum við sagt ósatt í vissum tilvikum. Dæmi um augljós ósannindi varðar end- anlega brottför Orwell frá Barnhill 5. janúar 1949. Hann fór í bíl með Bill Dunn, Avril og Richard. Bíllinn bilaði í ausandi rigningu, og Richard og Avril urðu að leita hjálpar fótgangandi. Af framkvæmda- ástæðum varð bilunin að eiga sér stað ná- lægt á, því að við þurftum vatn til að búa til rigningu. Þetta var vandamál, sem þarfnast skilgreiningar að hætti Orwell. Hjartardýrin voru Orwell til leiðinda allan tímann. Hann hafði óbeit á þeim: „Þessi dýr eru bara til bölvunar. Þau eta upp allt gras í högum, þar sem sauðfé ætti að vera, og þau gera girðingar langtum dýrari en þær þyrftu að vera." Garðurinn við Barnhill var endurbyggð- ur nákvæmlega með hliðsjón af ljósmynd- um og ítarlégum lýsingum í dagbók Orwell. Það var gert á þann hátt, að hann sýndi rás tímans og breyttar irstíðir. Dag- inn eftir að við lukum við töku myndarinn- ar, brutust hjartardýrin inn í garðinn og gerðu þar mikinn usla. Sérstaklega fóru þau illa með strengbaunirnar. Við nánari athugun kom í ljós, að strengbaunirnar voru geitalauf. Sérfræðingur okkar í garð- yrkju hafði af kænsku sinni komið þessu þannig fyrir, því að strengbaunir voru ekki fáanlegar á þessum árstíma. Við stóðum þarna í umturnuðum garðinum og veltum því fyrir okkur, hvort dýrin hefðu gert þetta af hreinni eyðileggingarhvöt eða ver- ið að mótmæla í nafni sannleikans. Jura er áfram eyðileg, óræktuð og af- skekkt. Góður staður fyrir menn til að standa og stara út í bláinn eða til að skrifa bók. Ein meiriháttar breyting hefur þó orðið síðan við lok fimmta áratugarins: í 55 km fjarlægð, í Glen Douglas, er ein af stærstu kjarnorkuvopnabirgðastöðvum í Vestur-Evrópu. — SvÁ — þýtt úr „Observer"