Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1984, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1984, Blaðsíða 3
N lEgPáW [MlíolSl®®®®®®®®!!]®® Utgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthlas Johann- essen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltr.: Glsli Sigurósson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Slmi 10100. Kakali er enn á ferðinni, en nú er aðeins þessi og einn annar þáttur eftir af samantekt Ásgeirs Jakobssonar. Hér er Þórður staddur hjá Hákoni konungi, sem spyr hann hvort hann vildi ekki vera í Himnaríki, ef Gissur væri þar fyrir. Heimspeki er okkur kannski framandi, en þegar betur er að gáð, er þar spurt um forsendur og ástæður hlut- anna. Heimspekiumræða þarf alls ekki að vera tyrfin eða óskiljanleg, það sannast í viðræðum þriggja prófessora úr heimspekideild Háskóla fslands, þar sem m.a. er rætt um sögukennslu og málskrúðsfræði. Skáldskapur býr með flestum, þótt ckki séu allir jafn inntækir fyrir honum og Ijóð eru eins og menn: Sum opin og skrafhreifin, önnur dul og seintekin. Um það m.a. ræðir Matthías Jo- hannessen í grein sinni: Um sáran fjötur. Ópera er 400 ára gamalt listform og jafnframt endur- nýjun í óperubókmenntunum halda gömlu óper- urnar vinsældum sínum þótt tímarnir breytist. Sigurður Þór Guðjónsson skrifar sögulegt yfirlit um óperuna frá 1600 og framá okkar daga. Forsíðan: Winer Staatsoper — Vlnaróperan — ein af fjbrum viröulegustu óperum heimsins. Hinar eru Scala-óperan I Milano, Metropolitan I New York og Covent Garden I London. Jón úr Vör Fornsaga A stríðöldum góðhestum fara hetjur um hérað í mikilli fylkingu, allir með tvo til reiðar, móöir af hatri meö glóandi spjót og skildi. Þeir rlða yfir vorgrænar sveitir. Til höfuðbólsins er hefndinni stefnt. Hér skal blóð vökva þurran svörð. Tveir ungir piltar verða fyrstir á vegi þeirra, höfðingjasynir, árla morguns með tvo hesta I taumi undir böggum. Meö knapa á baki standa fákar og br'yðja mél sín, um flipa leikur græn slikja, fyrir skömmu var áð og gripið niður. Það er bllöasta veöur, smáfugl flýgur yfir hópinn, skýst aö þúfu og nemur burt kalstrá. Foringinn spyr um ættir og fær hin greiðustu svör. Ungsveinar ganga fram og lúta höfðum við eggjum sverða. Og hver myndu þá, segir komumaður, yðar síðustu orð. Þeir svöruöu: Gott er aö lifa. IBrekkukotsannál verður Hall- dóri Laxness tíðrætt um hinn eina hreina tón. Það var Garðar Hólm, sem átti að ná þessum tóni, en gekk það heldur illa að því er mig minnir. Nú er í undir- búningi bygging tónlistarhallar í Reykjavík, sterk samtök hafa verið stofnuð í þeim tilgangi og er það vel, því ekki er sæmandi að bjóða tón- listarunnendum upp á misjafnlega vel um- gengna bíósali eins og nú er gert. Þetta er stórverkefni og óskandi að vel takist til um hljómburð og alla framkvæmd. 1 september 1960 dvaldi ég fimm daga í Vínarborg og var öll kvöldin í Ríkisóper- unni. Ég sá þar Aidu með Leontyne Price í aðalhlutverki. Grímuballið með di Stefano, André Chénier með Carlo Bergonzi og Antoiettu Stella, Fidelio og loks ballettinn um Rómeó og Júlíu. Svo ógleymanlegir voru þessir Vínardagar, að ég nefni þá ávallt „vikuna sem ég lifði". Þessa dýrð- ardaga rifjaðist upp fyrir mér heimsókn Vínarbúa nokkurs norður í Mývatnssveit seint á fjórða áratugnum, þegar ég var í sveit í Vogum. Þetta var bankastjóri á ferð með dóttur sinni. Hann fékk Sigfús heit- Hinn hreini tónn í Vínarborg inn Hallgrímsson bónda í Vogum til þess að fylgja sér að Dettifossi, því Sigfús var mæltur á enska tungu. Hann dvaldi og nokkra daga í Vogum hjá Sigfúsi. Nú er það eitt kveldið, að Sigfús spyr banka- stjórann, hvort heimafólk í Vogum megi ekki koma saman og syngja fyrir þau feðg- inin. Heimilisfólk í Vogum á öllum býlun- um þrem mun þá hafa verið um 35 manns, og var það allt mjög söngelskt og Sigfús organisti við Reykjahlíðarkirkju. Sonars- onur hans er Jón Stefánsson organisti við Langholtskirkju. Er ekki að orðlengja það, að nú kemur fólkið saman á heimili Sig- fúsar eða „suður í húsi“ eins og það var nefnt í Vogum og syngur lengi kvölds fyrir hina erlendu gesti. Bankastjórinn átti föst sæti fyrir sig og fjölskyldu sína í Ríkisóp- erunni í Vín og hafði heyrt og séð allar óperur og balletta tónlistarbókmenntanna, en það var fyrst þarna hjá Vogungum í Mývatnssveit, að hann taldi sig hafa heyrt hinn eina hreina tón, og svo mikið fannst og Vogum honum til söngsins koma, að hann táraðist við. Árið 1937 var haldin söngskemmtun í gamla þinghúsinu á Skútustöðum við Mý- vatn og var það Karlakórinn Vísir frá Siglufirði, sem sögn þar undir stjórn Þormóðs Eyjólfssonar. Einsöngvarar voru þeir Daníel Þórhallsson og Halldór læknir Kristinsson. Þótt tæplega hálf öld sé liðin frá söng þeirra Siglfirðinganna, þá man ég enn lögin, sem þeir sungu. „Jánta och ja, jánta och ja, alt uppá landavágen och ja“ hljómar enn í eyrum mér 47 árum seinna. Lagið er Wármlandspolkinn. Mér fannst, að þarna hefði ég heyrt hinn eina hreina tón. Erlenda söngflokka bauðst mér ekki að hlýða á fyrr en vorið 1947, að mér var boðið í stóra sal Oddfellowhallarinnar í Kaupmannahöfn að hlusta á ítalskan söngflokk, sem var á ferð um Norðurlönd- in. Smám saman byggðist óhemju góð stemmning upp í salnum og er söngskráin var tæmd voru hinir ítölsku gestir krafðir um meira og sluppu ekki fyrr en þeir höfðu sungið fjölda aukalaga. Danir höfðu verið í hálfgerðu söngsvelti á stríðsárunum og þyrsti í meiri söng. Og enn jókst stemmn- ingin í salnum. Þarna hafði lokist upp fyrir mér algerlega nýr heimur, og svo var hrifning mín alger, að mér hefði ekki þótt það neitt undarlegt, þótt ein ítalska söng- konan hefði svifið upp af gólfinu, léttleik- inn í öllu fasi hennar og söng var slíkur. Fyrir stuttu var ég staddur á Akureyri að sjá My Fair Lady í annað sinn í vetur. Ég hefi komið í glæsilegri óperuhallir en gamla samkomuhúsið á Akureyri, en það hús hefur sál og það stóra sál. Þar hefur Leikfélagi Akureyrar tekist að skapa svo eftirtektarverða sýningu, að því trúir eng- inn nema sá, sem sér og heyrir. Leikendur hafa hitt á hinn eina hreina tón. Ég hafði áður séð verkið í London 1959 á Drury Lane og 1962 í Þjóðleikhúsinu, en þessar tvær sýningar á Akureyri eru áhrifamest- ar af þessum fjórum. Vonandi eignast Akureyringar nýtt leikhús með tímanum, Mývetningar hafa eignast Skjólbrekku og Reykvíkingar eru að undirbúa tón- listarhöll. En þess skulum við vera minn- ug, að hinn eini hreini tónn spyr ekki um rúmmetrafjölda eða harðviðarfermetra. LEIFUK SVEINSSON. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 10. MARZ 1984 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.