Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1984, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1984, Blaðsíða 4
UMSÁRAN FJÖTUR EFTIR MATTHIAS JOHANNESSEN Án þess við gerum okkur grein fyrir stöðu Eggerts Ólafssonar í sögu okkar, getum við ekki skilið dálæti Jónasar, svo vandláts skálds, á skáldskap Eggerts Ólafssonar, svo óöruggur og misbrestasamur sem hann var í verkum sínum. An skilnings á veraldlegu raunsæi og hagkvæmnisstefnu Eggerts Ólafssonar, blekkingu hans um íslenzkan veruleika, ef svo mætti segja, væru Hulduljóð Jónasar Hallgrímssonar óskiljanleg með öllu. 3 Hlutverk hlíðarinnar hefur verið afar mikilvægt í íslenzkri sögu, ekki sízt bókmenntasögu, af fyrrgreind- um ástæðum. Gunnar á Hlíðarenda hirti hvorki um sár né bana, þegar hún átti í hlut. En höfundar þurfa oft að bíða lengi eftir því að verk þeirra séu skilin til fulls og kannski eru bókmenntaverk aldrei brotin til mergjar eins og vert væri, enda eru þau varla nema svipur hjá sjón, ef miðað er við tilgang og takmark skáidsins, áður en hann kveður þau og sendir út meðal fólksins eins og hrafna sem skipta sér niður á bæina. Fornmenn höfðu aðrar skoðanir á fegurð en við. Ættjarðarást þeirra var einnig með öðrum hætti en reynsla okkar í þeim efnum. Það er því ekki út í bláinn þegar nú er spurt, hvort Gunnar hafi ekki snúið aftur vegna Hallgerðar, en ekki hlíðarinnar. Njála lætur und- ir höfuð leggjast að svara þeirri spurningu. En það hlýtur að vera nútímaleg afstaða til sögunnar að varpa henni fram. Við eigum nú önnur vopn en rómantísku skáldin til að efla ættjarðarást með þjóðinni. Hlíðin er að vísu góð til síns brúks, en nú höfum við talsvert meira svigrúm en áður. Ef höfundur Njálu hefur í raun og veru ætlazt til, að sagan væri skilin með þeim hætti, að það hafi verið huldan í Hallgerði, sem freistaði Gunnars, en ekki hlíðin með bleikum ökrum og slegnum túnum, þá gegnir hún öðru hlutverki en Jónas og önnur þjóðfrelsisskáld vildu vera láta, þ.e.: þá er hún tákn- gervingur Hallgerðar. Og höfundur hefur þurft að bíða öldum saman eftir lesendum, sem upplifðu hreyfiafl sögunnar með sama hætti og hann gerði sjálfur. Galdur góðra bókmennta er ekki svör, heldur spurningar. 4 Form listaverka eru umbúðir eins og líkami um til- finningar, sálarlíf og persónuleika. Formið skiptir auð- vitað höfuðmáli, ekki siður en líkaminn utan um inni- hald sitt. Efni ljóðs kallar oftar á umbúðirnar, en þær á innihaldið. Þannig er það einnig með ljóð Kristjáns Karlssonar um stúlkuna í La Belle Dame Qui Bégaie. Það er afar frjálslegt að ytra búningi og innri gerð eins og æska stúlkunnar og vorið sem er umhverfi hennar. Samt er ákveðin festa í ljóðinu, regla sem einkennir ytri fegurð og birtist m.a. í nokkuð fastri hrynjandi, en þó einkum í notkun hefðbundinnar stuðlasetningar, sem skáldið bregður einatt út af í öðrum ljóðum sínum. Að efni og innihaldi er þetta ljóð Kristjáns Karlssonar algjör andstæða við frægt kvæði eftir Keats, með svip- uðu nafni: La Belle sans Merci. Ást á þeirri konu hefur það jafnvel í för með sér, að fuglarnir hætta að syngja. Hún er persónugervingur blekkingarinnar; dularfullt blóm í drauini manns sem vaknar, svo að skírskotað sé til Þjóðvísu Tómasar. 5 Eins og sjá má, hefst ljóð Kristjáns Karlssonar á lýsingu á stami stúlkunnar, en þetta lýti á ekki að draga úr fegurð hennar, heldur þvert á móti gegnir það þvi hlutverki í ljóðinu að undirstrika fegurðina. Konan verður skáldinu ógleymanleg, jafnvel þótt hún hafi þetta lýti, þennan „sára fjötur", en hann verður fegurð hennar og æsku einungis áherzluauki. Skáldið teflir stamandi stúlkunni gegn myndastyttu af sjálfri Artem- is, veiðigyðjunni fögru úr grískri goðafræði, systur sjálfs Appollons, sem var unnandi og útvörður skáld- skapar. Artemis kemur að sjálfsögðu við sögu í fornum skáldskap Grikkja og gegnir þar verulegu hlutverki. Þeir fóru jafnvel herferð í harmleiknum um Órestes til að endurheimta hina helgu líkneskju hennar, en í ljóði Kristjáns Karlssonar er hún eins konar fulltrúi dauðrar fegurðar og kemur það heim og saman við uppruna hennar í grískri groðafræði. Þar hefst hún til vegs og virðingar sem táknmynd myrkurs og dauða. Síðar verð- ur hún gyðja villtrar náttúru og þokkafulls hreinleika. Til gamans má geta þess, að Will Durant segir í Grikk- Ströng fegurö Art- emisar storknar á leið sinni inn í mælska á- minningu um eigiö ágæti sem er í raun og veru ekki annað en ávísun á verðmæti, sem eru ekki til. Athyglisverð andstæöa við forgengi- lega fegurð málhöltu stúlkunnar sem hverfur inn í októberminninguna og lifir þar, meðan Ijóð skáldsins er lesið. Ekki eru allir jafn inntækir fyrir skáldskap, þótt hann búi með flestum. Ljóð eru einnig misjafniega skilningsrík á lesendur sína. Sum taka þá traustataki þegar í upphafi viðkynningar, en önnur eiga ógreiðari leið að skilningi þeirra og tilfinningum. Sum koma í' heimsókn eins og gestur sem leynir ekki á sér en er skrafhreifinn eftir langt og einmanalegt ferðalag. Önn- ur eru dul og seintekin, en lifa því sterkar í ímyndunar- aflinu sem frá líður. Við ljúkum aldrei við ljóð, segir franska skáldið Val- éry, við yfirgefum það einungis. Ekki er þó sama, hvern- ig við kveðjum vini okkar. Þannig er einnig mikilvægt, hvernig skáld kveður ljóð sitt og miklu varðar, hvernig það býr það í hendur þeim, sem við fóstrinu tekur. Hlutverk skálds er að breyta öllum þeim í ljóðskáld, sem tileinka sér kvæðið, eða Iesa það. Sá sem les ljóð breytist í skáld, meðan á lestri stendur. En oft líður langur tími þar til lesendur komast að kjarnanum. Og sem betur fer er það eitt af einkennum góðra kvæða, að þau leyna á sér, jafnvel — og ekki sízt — ef þau virðast opin og augljós í upphafi — og þau geta skilizt með ýmsum hætti; lesandanum leyfist sem sagt að leggja í þau þá merkingu, sem hann vill. Við skulum taka nærtækt dæmi úr bókmenntum af öðru tagi en ljóðlist. Lítum til að mynda á Njáls sögu. Rómantísku skáldin slógu tóninn, þegar þau þurftu á sögunni að halda í sjálfstæðisbaráttu sinni fyrr á tím- um. Þjóðin flykktist undir merki þeirra. Hlíðin varð tákngervingur föðurlandsástar, trúarinnar á land- ið; þess arfs sem Fjölnismenn fengu frá skáldi starfs og athafna; skáldi huldunnar sem kallar Jónas til starfa fyrir íslenzka framtíðarsýn í Hulduljóðum; Eggerti Ólafssyni. Trúin á landið er sótt í Búnaðarbálk hans, það far- sæla dalalíf sem þar er boðað. Draumasýn Njálu, þessarar glæstu fortíðar, og athafnaþráin í verkum Eggerts eru Jón- asi í senn hvati og fyrirmynd. Eggert var eitt merkasta athafnaskáldið í íslenzkri sögu, stóð jafnvel Skúla Magnússyni á sporði í þeim efn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.