Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1984, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1984, Blaðsíða 8
OPERAN 400 ára gamalt listform semalltafheldur vinsœldum sinum I //,/ EFTIR SIGURÐ ÞOR GUÐJONSSON slenska óperan var stofnuð í janúar 1982. Það mátti ekki seinna vera. ísland er síoasta land álfunnar sem eignast óperu. Hún hefur verið snar þáttur í lífi Evrópubúa um fjögur hundruð ára skeið. Á Ítalíu, þar sem óperan á upptök sín, var hún á nítjándu öldinni ástríða allrar þjóðarinnar og sterkur þáttur í sjálfstæð- isbaráttunni. En nú hefur hún þokað um set fyrir sjónvarpinu og knattspyrnufár- inu. I Þýskalandi eru yfir 250 óperuhús og leitun mun á fullorðnum Þjóðverja sem aldrei hefur komið í óperuna. Það eru oft skiptar skoðanir um gildi óperunnar sem listforms. Til eru bæði æst- ir óperuunnendur og svo álíka harðsvírað- ir óperuhatendur. Þeir fyrrnefndu hlusta helst ekki á annað en óperur daginn út og daginn inn. Alveg sér á parti eru Wagner- dýrkendur. Þeir eru eiginlega sérstakur þjóðflokkur og kemur tónlist ekkert frem- ur við en t.d. harmonikkuunnendur. Menn halda helst að Wagnerdella sé meðfæddur eiginleiki eins og háraliturinn. Aftur á móti finna óperuhatendur aumingja óper- unni allt til foráttu. Það er asnalegt að syngja leikrit segja þeir. Þeir fullyrða að óperutextar séu einhver argasti leirburður heimsbókmenntanna. Auk þess fái tónlist- in ekki notið sín fyrir textanum og textinn ekki fyrir tónlistinni. Og þeir sjá ofsjónir yfir þeim frægðarljóma sem umlykur skærustu óperustjörnunnar. í augum þess- ara manna er óperan fremur í ætt við sirk- us en alvarlega listsköpun. Tónlistin Hækkar Dramatískt Innihald En er nokkuð sérstaklega skrýtið að syngja á leiksviði? Mörg gömul Ieikrit, Ef menn halda að það sé frumlegí og nútímalegt að leggja hluta af áhorfendasalnum undir sýningu, þá skyldu þeir skoða þessa koparstungu af sýningu á La liberazione di Tireno, sem sett rar á srið í Uffizi-höllinni í Florence árið 1616. sem enn eru flutt, eru í bundnu máli. Gullna hliðið, eitthvert vinsælasta leikrit íslendinga, er í ljóðum. Ef við getum fall- ist á, að ekkert sé athugunarvert að tala í bundnu máli á leiksviði, ættum við að geta viðurkennt að þaðan sé aðeins hársbreidd yfir í söng. En aðalatriði þessa máls er einfalt: Tónlist hefur miklu meiri tján- ingarmöguleika hvað tilfinningar snertir Claudio Montererdi, 1567—1643, fyrsta meiriháttar óperutónskáldið. Barok eða rokoko einkennir flest hin gömlu og nafnfrægu óperuhús, mikill íburður í kristal, gyllingum og rauðu plussi eins og hér í hinu gullfallega residenztheater í Miinchen. Það rar byggt eftir 1700, skemmdist í stríðinu, en rar endurbyggt í upprunalegri gerð. Jenny Lind, 1820—1887 rar ein dáðasta óperusöngkona síðustu aldar. Hún söng öll þessi helztu sópranhlutrerk og frægð hennar lifir enn. Rússnesk ópera á sér mikla sögu. Einhrer ríðfrægasti söngrari af rússnesku bergi er Feodor Chaliapin, 1873—1938, bér í hlutrerki Boris Gudunor í París 1913. en hið talaða orð. Það sem tekur langan tíma að gera áheyrendum ljóst á leiksviði getur tónskáldið sýnt með örfáum tón- hendingum í óperu. Með tónlist er meira að segja unnt að gefa í skyn hvað persón- urnar eru að hugsa þá og þá stundina. Tónlistin hækkar hið dramatíska innihald og getur forðast óþarfa málalengingar. Og er það ekki bara þjóðsaga að allir óperutextar séu svona lélegir? Margir óperutextar sem nú eru gleymdir eru að vísu óttalegur leirburður. En sumir eru skammlausir og nokkrir góðir. Óperutext- ar Wagners hafa bókmenntalegt gildi. Rússneskar óperur eru sagðar oft við góða texta. Textar við óperur Bellinis eru oft ágætir. Hið sama má segja um óperur Verdis og þær síðustu, óþello og Falstaff, eru samdar við frábæran skáldskap. Höf- undur þeirra var Arrigo Boito sem var ágætt skáld og gott tónskáld. óperutextar Richard Strauss voru einnig margir gerðir af góðu skáldi, Hugo von Hufsmanthal. Stundum semja tónskáldin óperur við fræg leikrit. Þannig gerði Strauss óperu við leikrit Oscar Wildes um Salome. Og 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.