Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1984, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1984, Blaðsíða 9
Gamalt og frægt óperuhús, Burgtheater í Vín, byggt 1741. Þarna roru Brottnámið úr kvennabúrinu, Brúðkaup Fígaros og Cosi fan tutte eftir Mozart frumflutt. fer hluti efnisþráðarins fram í töluðu máli. Um hvað fjalla óperur? Gamlar óperur sögðu mest frá ýmiss konar goðsögnum. Síðar urðu óperur um sögulegt efni mjög vinsælar. Síðan á dögum Mozarts hafa óperur fjallað um ýmislegt. En einn er þó sá rauði þráður er segja má að gangi í gegnum flestar óperur sem við þekkjum á okkar dögum. Það er ástin. Og óperutón- skáld mega eiga það að sjaldan láta þeir óperur sínar enda eins og í Hollywood. Þó teljast Brúðkaup Fígarós, Töfraflautan og Fidelio til þess flokks. En flestar óperur greina frá óhamingjusamri ást. Rigoletto varð fyrir slysni valdur að dauða dóttur sinnar sem hafði verið tæld til ásta af kvennabósa. La Traviata deyr í sögulok einmitt þegar allt er að falla í ljúfa löð milli elskendanna. Óþelló myrðir konu sína og síðan sjálfan sig. í Tosku deyja allar aðalpersónurnar á voveiflegan hátt. Madame Butterfly fremur sjálfsmorð í ástarsorg. í Carmen endar allt með morði og ósköpum. Og þannig mætti lengi telja. Það er eitt af furðulegheitum óperunnar hvað fólki gengur þar illa £Íð deyja. í stað þess að gefa upp andann hægt og hæversk- lega eins og í leikritum og kvikmyndum, tekur hin dauðvona persóna upp á því að syngja hjartnæma aríu eins og ekkert sé. Það eru atriði af þessu tagi sem gera óperuna tortryggilega í augum sumra tónlistarunnenda. ELST: EVJKIDÍS EFTIPv PERI FRA 1600 En hvernig byrjaði þetta allt saman? Hvernig stóð á því að menn tóku að setja saman óperur? Því er til að svara að óper- an á upptök sín á síðustu árum sextándu Teatro alla Scala, öðru nafni Scala-óperan, eitt frægasta óperuhús heimsins, byggt 1778. aldar í Flórens. Þar gerðist það, að nokkrir tónlistarmenn, skáld og menntamenn komu saman í höll Giovanni Bardi greifa til að ræða málin. Endurreisnarmenn höfðu mikið dálæti á fornöldinni. Og það var hugmynd þessara áhugamanna að endurreisa hið gríska drama. Gallinn var sá að lítið sem ekkert var vitað hvernig tónlistarflutningi var hagað í hinu forna gríska drama. En verk skáldanna gáfu um það nokkra vísbendingu. Á þeim grund- velli setti tónskáldið Jacopo Peri saman óperu sem átti að vera sem líkust því er menn álitu að viðgengist hefði í fornöld. Þetta var Dafne sem frumflutt var 1597. En þetta verk hefur glatast. Elsta ópera sem varðveist hefur er Evridís frá 1600 eftir Peri og Giulio Caccini. Þessar óperur náðu miklum vinsældum, fremur vegna nýjungarinnar en tónlistarlegs mikilvæg- is. Peri og Caccini voru ekki mikil tón- skáld. Sköpun óperunnar varð auðvitað ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hún átti sér marga forfeður. En tímarnir voru nú hagstæðir. Þetta lá í loftinu. Þessar fyrstu óperur voru ekki almennings- skemmtun. Þær voru fyrir ríka mennta- menn. En ekki leið á löngu þar til fyrsta óperuhúsið fyrir almenning var opnað. Það gerðist í Feneyjum árið 1647. Tónlistarlega séð var óperan uppreisn gegn pólyfóníunni sem verið hafði einráð í tónlist um nokkurra alda skeið. Nú kom nýr stíll fram á sjónarsviðið: einsöngur með undirleik og fylginautur þessara nýj- unga var hinn svokallaði generalbassi. Hann er bassagrunnrödd gegn leiðandi yfirrödd og studdist öll tónlist við þetta á árunum 1600—1750. Markar þetta upphaf barokaldar i tónlist. Þessi fyrstu verk voru æði ólík þeim óperum sem við þekkjum. Tónlistin var flutt i sönglesi (recitativi) með undirleik fárra hljóðfæra en kór greip inn í til að skýra söguþráðinn. Það voru engar aríur og engir dúettar. Okkur þætti þetta þunn- ur þréttándi. En fljótlega kom fram á sjónarsviðið mikill snillingur sem umskap- aði þetta form og hóf það upp í hæstu listrænu hæðir. Það var Claudio Monte- verdi. Það eru engar ýkjur að segja að hann hafi haft svipuðu hlutverki að gegna í tónlist endurreisnaraldar og Shakespeare Áhrifamikil og myndræn er þessi uppstilling úr Ödipusi konungi eftir Strarinski, hér uppfærð i í Varsjá 1965. Debussy setti músík við leikrit Maeter- links um Pelléas og Mélidande. Meira að segja Mozart gerði stundum tónlist við góða óperutexta eins og Brúðkaup Fígarós. Þó ég vilji ekki gera lítið úr leirburði óperutextahöfunda held ég að segja megi að þær óperur sem helst eru á söngskrá óperuhúsa séu samdar við þolanlega texta og þaðan af betri. Meirihlutinis Er Ofur Venjulegt Folk En óperugestir eru snobb segja and- stæðingar óperunnar. Þar verða menn að vera fínir og í frægum óperuhúsum kosta bestu sætin offjár. En við lifum í stétt- skiptu þjóðfélagi sem skapar ríkt fólk sem getur leyft sér hvað sem er og leggur oft mest upp úr einhverjum fíflaskap. Það er partur af sjálfsmati sumra þeirra sem komist hafa áfram að halda að þeir verði meiri menn af að viðra sig upp við listina. Þetta ógæfufólk sækir óperur. En það læt- ur sig heldur ekki vanta á venjulega tón- leika. Leikhúsin eru full af þessu fólki. Og bókmenntirnar fá ekki heldur að vera í friði fyrir því. Það nuddar sér utan í allt sem það heldur að geri það að meiri mönn- um í augum annarra. En meirihluti óperu- > gesta er upp og ofan fólk eins og á öðrum skemmtunum. Margir koma ekki í óperuna nema stöku sinnum. En álitlegur fjöldi er vitlaus í óperur og lætur sig ekki vanta á neina sýningu. Og flestir þeirra eru ekki neinir ríkisbubbar. Það er svona bjargálna fólk og varla það eins og ég og lesandinn. Það fer í taugarnar á sumum það glys og skrum sem umleikur frægustu óperu- stjörnurnar. Hvað frægð og umtal snertir komast engir tónlistarmenn með tærnar þar sem þeir eru með hælana. En það er varla sök söngvaranna og enn síður tón- skáldanna sem gerðu tónlistina sem þeir syngja. Það er vanmáttur manneðlisins sem veldur. Það eru áheyrendur, almenn- ingur, sem hefur skapað þessa dýrkun. Sumir hafa óskaplega gaman af að vita allt um kóngafólk. 011 blöð heims eru full af fréttum af frægu fólki sem oft hefur ekkert til brunns að bera nema frægðina, stundum fyrir einhver endemi. Fólki sem leiðist og finnst því hafa vegnað illa í líf- inu hefur sjúklega ánægju af að velta sér upp úr lífi fólks sem það ímyndar sér að hafi unnið afrek og gengið vel í lífinu. En þetta gildir ekkert fremur um óperusöngv- ara en aðra sem láta mikið á sér bera. Það er hávaðinn og flauturnar sem ganga í augu fólks. Kyrrlátur vitringur, í list sem öðru, veður sjaldan frægur og aldrei um- talaður. Frá Goðsögum Til ASTARINNAR En hvað er þá ópera eiginlega? Einfald- asta skilgreining á óperu er að hún sé leik- rit sem samin er við tónlist. í sumum óper- um er tónlist hvers þáttar samfelld heild frá upphafi til enda eins og hjá Wagner. í öðrum er tónlistin að vísu samfelld en skiptist niður í einingar eða söngva svo sem aríur og dúetta. I eldri óperum, t.d. Mozart, eru söngvarnir tengdir með söng- lesi eða recitativi sem er eiginlega hvorki tal né raunverulegur söngur. Og í sumum óperum eins og Töfraflautunni og Fidelio Nútímauppfærslur á óperum hafa á sér annað yfirbragð en fyrr á tímum. Hér mi sjá Rakarann í Serilla i sriði Scalaóperunnar í Mílanó 1964. LESBÖK MORGUNBLAOSINS 10. MARZ 1984 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.