Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Síða 5
Hvar sem Tíbetar drepa niður fæti rísa af grunni hin hefð- bundnu buddha- musteri með ótrúlegu útflúri innan dyra sem utan, ásamt munka- klaustrum sem sniðin eru eftir hinum ýmsu afbrigðum buddh- ismans. Þó hans heilagleiki Dalai Lama sé nokkurs konar páfi og Guð Tíbeta þá er um svo mörg afbrigði búddhismans að ræða að það er hætta á að það veiki hið trúarlega sameiningartákn hjá jafn dreifðum þjóðflokki — sérstaklega í landi með svo ólíka siði, tungu og menningu sem Indland. Hvort sem það er tilviljun eða fyrir tilstilli sjálfs Buddha, þá tilheyra flestir tíbesku flóttamannanna á Indlandi Sakya-reglunni, en hún er langt frá því að vera sú stærsta í Tíbet. Hún er aftur á móti fræg í sögu heimalandsins fyrir menntastofnanir sínar, en um mikilvægi hennar greinir Tíbeta sjálfa á. Reglan var stofnuð 1073 eftir Krist og klaustur henn- ar fylltust fljótlega af fræðimönnum frá Indlandi, Tíbet og Nepal og iðkuðu þeir fræði sín öldum saman. Sakya-klaustrið varð því frægt fyrir vísdóm og þekkingu og var um hríð uppspretta buddhískrar heim- speki. Þekktustu fræðimenn Tíbeta hafa komið frá þessari reglu, til dæmis Kunga Gyaltsen Pal Zangpo en hann var uppi um aldamótin 1200 og er þekktastur undir nafninu Sakya Pandita. Sagt var að eng- inn stæði honum á sporði hvað þekkingu snerti, og hann hafði áhrif um alla Asíu — sneri meðal annars Godan Mongólíukon- ungi til trúar sinnar. Ég mun nú segja frá heimsókn okkar til Puruwala þar sem er miðstöð Sakya- klausturreglunnar í Rajpur. Venjulega tek- ur það aðeins hálfan annan tíma að keyra frá Dhera-Dun til Puruwala, en í þetta sinn tók ferðin miklu lengri tíma vegna vegatálmana og eftirgrennslana her- manna, sem alls staðar virtust vera á verð nærri landamærum Punjab þessa daga. Rykið var óskaplegt á malarveginum og ekki bætti úr skák að bílskrjóðurinn sem við höfum til afnota var vægast sagt óþétt- ur. Okkur hafði verið boðið í þessa ferð af Sakya-reglunni, í þakkar- og vináttuskyni vegna liðsinnis okkar við flóttafólkið í Ræjpur. I Puruwala höfðu Tíbetar hreiðrað um sig á eigin landi, nánar tiltekið í undur- fögru umhverfi við rætur Himalayafjalla. Stærsta byggingin í þorpinu var að sjálf- sögðu sjálft buddha-musterið og tók það öllu því fram sem við höfum áður séð af útflúri — bæði rauðu og gylltu, og jafnt úti sem inni. Rauðklæddir ungmunkar settu. og svip sinn á þorpið, og voru þeir hvar- vetna til staðar þar sem við áttum leið um á þessum slóðum. Þeir virtust vel skólaðir, enda ríkir strangur agi innan reglunnar, og var kurteisi þeirra og hógværð eftir- tektarverð. Öll kennsla ungmenna frá níu ára aldri fer fram í klausturskólum þar sem Indverjar drógu til baka framlag sitt til ríkisskólanna. Var það gert af illri nauðsyn en áður höfðu þeir lagt fram 200 rúpín mánaðarlega fyrir hvern nemanda. Eftir þvi sem ég kemst næst er trúfræði búddhismans, ásamt heimspeki, uppistað- an í námsefni klausturskólanna. Um hag- nýta menntun virðist ekki að ræða. Munk- arnir njóta ýmissa forréttinda á Indlandi og njóta þeir og samúðar hjá flestum þjóð- um heims. Það var Migmer Tsetan, ábóti, sem gekk með okkur að musterinu og var okkur fyrst boðið í nokkurs konar testofu. Rauðklæddir munkarnir báru okkur te og smákökur, en þetta var nokkurs konar undirbúningsathöfn áður en gengið var í sjálfan helgidóminn. Eftir dágóða stund vorum við látin fara úr skónum og inn í musterið. Skrautið og íburðurinn var yfir- þyrmandi — hvílíkt hugvit! Risastórt Buddha-líkneski trónaði yfir eins konar altari, prýtt mislitum kertaperum og gerviblómum. Margt var faglega unnið í musterinu, sérstaklega myndir sem mál- aðar voru á silki og sýndu atburði úr trú- arsögu Tibeta. Þær stungu óneitanlega nokkuð í stúf við annað skraut. I þessu aðalmusteri Sakya-reglunnar er einnig að finna ýmsa muni sem Tíbetum tókst að komast með frá ættlandi sínu, eins og bækur, sem á sínum tíma voru þýddar af sanskrít á tibesku. Þetta eru bækur um hina fornu indversku buddhatrú. Buddh- ismi barst ekki til Tíbet fyrr en á sjöundu öld eftir Krist, en hin forna trú Tíbeta — Bon-po — var eins konar náttúrudýrkun. í fyrstu kom til átaka milli þessara tveggja trúarskoðana en þær runnu seinna saman. Ábótinn Khenpo Appey, einn lærðasti heimspekingur Tíbeta. Hann er lengst til vinstri. Myndin er tekin þegar Þóra fór á hans fund ásamt fleirum. Tíbetar fóru í kröfugöngu þann 10. mars síðastliðinn til að minnast þess að 25 ár voru frá valdatöku kínverskra kommúnista í heimalandi þeirra. Ýmislegt í Bon-po lifði af sókn buddhism- ans, til dæmis bænafáninn. Hugmyndin um hinn endurfædda stórlama sá ekki dagsins ljós fyrr en 1474, og nafnið Dalai Lama varð til enn síðar. Altan Kahn, kon- ungur Mongólíu, vingaðist þá við stórlam- ann í Tíbet, og vegna þessarar vináttu var sonarsonur Altan Kahn valinn í hlutverk hins endurfædda stórlama. Hann var nefndur Gyatso, sem þýðir útsær á mong- ólsku. Útsær á tíbesku er ... Dalai. Bækur um þetta efni eru varðveittar í musterinu. Hans heilagleiki Sakya Trizin — eða Ngawang Kunga Thegchen Palbar Thinley Sampel Wang Gi Gyalpo! — bjó spottakor frá muster- inu, í ekki ólaglegri „höll“. Þangað var okkur boðið og enn bið- um við drykklanga stund til undirbúnings í nokkurs konar biðstofu. Ábótinn kenndi okkur siðareglurnar, Okkur voru til dæmis fengnir hinir hefðbundnu hvítu klútar, sem við lærðum að brjóta saman á sér- stakan hátt, til að rétta hinum heilaga Sakya Trizin. Loks var farið úr skónum og dyrnar lukust upp. Bak við lágt altari var fagurlega útskorinn legubekkur, logagyllt- ur með rauðu silkiáklæði, og upp af þess- um bekk reis nú hans heilagleiki — lítil, feitlagin mannvera, sem erfitt var að átta sig á hvort var karl eða kona. Mikið svart hárið var sett í hnút uppi á höfðinu, og var hnúturinn skreyttur silkisnúru. Stórir og útflúraðir eyrnalokkar hengu í eyrunum niður á axlir. Þá var hann klæddur gulum eða gylltum silkislopp, víðum og stórum, sem náði niður á ökla. Migmer ábóti vott- aði hans heilagleika virðingu sína með því að krjúpa á kné, og ég sá að félaga mína virtist hafa rekið í rogastans. Einhvers konar virðingarsljóleiki virtist vera kom- inn yfir þá, þeir voru í annarlegu ástandi og hreyfðust varla úr sporunum. Sjálf fann ég ekki fyrir neinu, bókstaflega engu, sem þó getur komið fyrir alla við framandi trúarathafnir eða helgisiði. Þetta yfir- þyrmandi glys og tildur gerðu það að verk- um að ég leit á þessa heimsókn til Puruw- ala sem eins konar sjónarspil — ég beið bara forvitin eftir því hvað myndi gerast næst. Svona á nú arfur kynslóðanna — hin kristna trú með sinni látlausu guðsþjón- ustu — sterk tök í flestum Vesturlanda- búum, þrátt fyrir allt. En hvað um það, ég sá að ég varð að taka af skarið. Ég gekk til litla mannsins, heilsaði að indverskum sið og rétti honum klútinn á þann hátt sem mér hafði verið kennt, og þakkaði loks heimboðið. Þá gerðist undrið; litli maðurinn brosti! Hann tók þéttings- fast í hönd mína og sagði: „Vertu velkom- in. Ég þakka þér.“ Hann tók síðan klútinn hvíta og lagði varlega um háls mér og axl- ir. Félagar mínir fylgdu síðan mínu for- dæmi, og ísinn var brotinn. Eftir það var andrúmsloftið óþvingað þó Migmer ábóta væri sýnilega brugðið. Okkur var vísað til sætis og umræður hófust. Hans heilagleiki Sakya Trizin spurði margs frá Vesturlönd- um og Ameríku. Félagar mínir gutu aug- unum til mín og ætluðust til þess að ég spyrði — sem ég sannarlega gerði. „Hvað ætlast Tíbetar fyrir?" Hann svaraði fáu. Þá spurði ég hvernig væri farið kennslu barna og almennri menntun. Hver byggði hin dýru musteri og hallir? Hvað um heil- brigðisþjónustu? — en um 30% Tíbeta eru berklaveikir. Hans heilagleiki svaraði eftir bestu getu og sannleikanum samkvæmt, hann virtist ekkert kippa sér upp við þetta spurningaflóð. í einu horni hins geysistóra herbergis var dýrindis skápur í hefð- bundnum litum Tíbeta og í honum voru öll áhöld til tesuðu, næfurþunnir bollar og smákökur í dósum. Ungmunkar báru fram te og smákökur. Áhrif þau sem persóna mannsins hafði á okkur í fyrstu hurfu furðu fljótt, enda báru spurningar hans og svör vott um viturleika og kurteisi. Við dvöldum dágóða stund í návist hans heilagleika Sakya Trizin, yfirmanns Sakya-reglunnar, og urðum margs vísari um starfsemi hennar meðal flóttamanna. Reglan rekur níu klausturskóla á Ind- LESBOK MORGUNBLAÐSINS 1. SEPTEMBER 1984

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.