Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 7
langlífari að minnsta kosti í heimavist- arskólum stálpaðra unglinga. Ekkert kukl á Valþjófsstað Svo sem að líkum lætur fóru þessi skrif ekki fram hjá prestssetrinu á Valþjófs- stað, þar sem flest blöð landsins voru keypt og lesin. Þar við bættist að presturinn, séra Þór- arinn Þórarinsson var náfrændi og fóst- bróðir Einars Hjörleifssonar frá Undir- felli. Og hin ritkempan var bekkjarbróðir hans og vinur, Hannes Þorsteinsson. í þessu efni deildi prestur skoðunum með bekkjarbróðurnum og vildi ekkert af þessu „kukli" vita á sínu heimili. Bernsku- eða æskuminning sú er hér verður rifjuð upp er frá sumrinu 1911. Þá voru á Valþjófsstaðaheimilinu átta börn þeirra prestshjónanna, á aldrinum fjög- urra til nítján ára, auk 5 vinnuhjúa, öll á besta aldri nema ein kona fullorðin. Tveir vinnupiltanna koma hér við sögu, þeir Sig- mundur Þorsteinsson og Hallgrímur Benediktsson, er urðu báðir bændur síðar. Engan þarf að undra þótt forvitnin hafi kitlað þetta unga fólk, jafnframt löngun eftir að kynna sér þessa margumtöluðu og umdeildu nýjung. Ekki dró bann prestsins úr lönguninni þótt skömm sé frá að segja. Að sjálfsögðu var farið dult með þessar tilraunir en ekki dró það úr áhuganum að ein systranna reyndist ágætis „miðill", því svo mátti segja að borðið tæki að hreyfast um leið og hún studdi fingurgómunum á það, var hún því oft tilkölluð, þótt sjálf hefði hún á þessu athæfi megnasta ímig- ust, eftir þvi sem hún segir mér nú. Borðdans úti í fjósi Þá er það snemma sumars, fyrir slátt, að við yngri börnin og kannski einhverjir fleiri þó ég muni ekki eftir því nú hverjir það voru, vorum samankomin úti í fjósi í þeim tlgangi að fremja „borðdans". I stað þrífætts borðs var notast við þrífættan skemil, sem stúlkurnar sátu á er þær mjólkuðu. Ég sagði við yngri börnin af þó nokkru yfirlæti því ég var aðeins sjö ára og hef verið að sniglast í kringum eldri systkinin ískrandi af forvitni þar sem ég vissi hvað til stóð, en ekki lagði ég þarna hendur að, til þess var ég of ungur, fremur þolaður og umborinn, en talinn æskilegur. Þegar ég nú á gamals aldri rifja upp þennan atburð, sé ég ljóslifandi fyrir mér hvar krakkarnir eða fólkið, ef fleiri voru, voru að koma sér fyrir innst á fjóströðinni, bograndi yfir fjósskammil, sitjandi á öðr- um umhverfis. Þetta var innst á tröðinni, undir hænsnaprikinu sem. engin hænsni voru á í augnablikinu, verandi önnum kaf- in úti á varpa að tína í sarp sinn. Fjósið var nýbyggt tólf bása tvístæðuhús, hátt til lofts og vítt til veggja. Á því voru tveir þakgluggar og því tiltölulega bjart þar inni eftir því sem gerðist um slík hús. Eng- ar kýr voru í fjósinu þær höfðu verið látn- ar út um morguninn, aðeins kálfur á kálfsbásnum, svo ungur að honum var ekki treyst til að fylgja kúnum eftir. Hann var ekki bundinn á básnum aðeins spelkað fyrir hann. Grettir og Gtmnar á Hlíðarenda í borðinu Þegar talað er um krakkana í minningu þessari er skylt að geta þess að tvær elstu systurnar, 19 og 17 ára, voru ekki með né heldur yngsti bróðirinn, hann var aðeins fjögurra ára. Ekki man ég hvernig þessi „borðdans" byrjaði, en sjálfsagt hefur það verið með svipuðu móti og prófað hafði verið áður þótt leynt færi, aðeins fjósskemill í stað þrífætts borðs. Svo að segja strax eftir að höndum hafði verið stutt á skemilinn, fór hann að hnikast til og eftir að gengið hafði verið úr skugga um að enginn hreyfði hann með fótunum, eins og stundum hafði kom- ið fyrir þegar treglega gekk að fá andana til viðtals, var borin upp hin fyrsta og hefðbundna spurning „Er andi í borðinu?" og þrjú högg heyrðust sem þýddu Já“ eins og áður sagði, og vissu menn þá að „sam- band“ hafði komist á. Nú var tekið að spyrja og spurðu stundum margir í einu og höggin kváðu við, eitt og þrjú eða þá tvö ef „andinn" vissi ekki svar við því sem um var spurt. Fyrst komu framliðnir ættingj- ar enda um þá spurt. Þegar á þessu hafði gengið nokkra stund, fannst elsta bróðurn- um, sem orðinn var 16 ára, „andarnir" helst til kraftlitlir og fór að spyrja eftir þeim fornu og frægu köppum, Gunnari á Hlíðarenda, Skarphéðni og Gretti. Allir komu þeir en í hvaða röð man ég ekki og fór þá skemillinn að óróast heldur betur, lyftist upp frá tröðinni og kastaðist til og frá, en bróður fannst ekki nóg að gert. „Farðu í kálfinn“ Hann biður nú um Neró, hinn forna Rómarkeisara. Þá bregður svo við að skemillinn fer að fara í loftköstum svo hann var vart haminn undir fingurgómun- um. Fór þá að fara um mannskapinn og hræðslumerki sjást á andlitum, að enginn þorði að sleppa, því við því var blátt bann. Þegar tæpast var lengur ráðið við skemilinn segir stóri bróðir: „Farðu þarna í kálfinn á básnum." Þá bregður svo við að skemillinn dettur niður á tröðina algerlega hreyfingarlaus en jafnframt fer kálfurinn að ókyrrast á básnum. Hann rekur upp smábaul og ryðst yfir spelkurnar sem áttu að halda honum á básnum og leggur á rás út um fjósdyrnar, og allt fólkið á eftir. Þegar út er komið heldur kálfurinn ferð- inni áfram, inn hlaðið framan við bæinn og stefnir fram og niður tún. Þegar sýnt var að kálfurinn ætlaði ekki að stoppa, hljóp Sigmundur, sem áður var nefndur og staddur var á hlaðinu, á eftir honum. Neð- an við túnið var fimmþætt gaddavírsgirð- ing og menn sjá að kálfurinn steðjar yfir girðinguna eins og ekkert sé og heldur ferðinni áfram og stefnir inn í Suðurdal en svo heitir annar af tveimur afdölum sem liggja inn frá sjálfum Fljótsdalnum. Slétt- ir melar liggja útfrá túninu þar sem kálf- urinn hleypur og hyggst Sigmundur, sem var frískleika maður, að hlaupa hann þar uppi. Ekki dregur saman með þeim Sig- mundi og kálfinum og báðir hverfa þeir fram af melunum, en nokkru fyrir neðan þá rennur Jökulsá í Fljótsdal og var hún í nokkrum vexti vegna sumarhitanna. ... sem dauður væri Eftir allgóða stund kemur Sigmundur kálflaus til baka og segir að kálfurinn hafi dembt sér i ána og komist yfir hana með einhverju móti og haldið ferðinni áfram inn í Suðurdalinn, síðast þegar hann sá til. Sigmundur sagðist ekki hafa treyst sér til að vaða ána, hún væri svo mikil enda sýnt að nálgast yrði kálfinn á hesti. Var þá Hallgrímur sendur ríðandi af stað eftir kálfinum. Seint og um síðir kemur hann til baka með kálfinn fyrir framan sig, hangandi yfir hnakknefið eins og dauður væri. Sagð- ist Hallgrímur hafa orðið að fara inn í Arnaidsstaði, sem er ysti bærinn í Suður- dalnum að vestanverðu. Þar í skóginum hafði kálfurinn staðið hríðskjálfandi og hengt niður hausinn. Vegalengdin sem Hallgrímur fór uns hann náði kálfinum er um 5—6 kílómetrar. Kálfurinn var borinn inn á bás og breitt undir hann þurrt hey. Hann reis ekki upp næstu tvo daga. Ekki minnist ég þess að „borðdans" hafi oftar verið iðkaður á Valþjófsstað. Minningarsögu þessa hef ég borið undir systkini mín sem enn eru á lífi og þarna voru viðstödd og staðfesta þau að hún sé rétt í öllum aðalatriðum. Mannanöfn og ártal hef ég fengið stað- fest í sóknarmannatali Valþjófsstaðar- sóknar fyrir árið 1911. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ' 1. SEPTEMBER 1984 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.