Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 8
Lífsstarf og listferill Bókin um Þorvald Skúlason Hafsteinn Guðmundsson útgefandi og Björn Th. Björnsson listfræðingur hafa gert Þorvaldi Skúla- syni verðug skil í glæsi- legri listaverkabók, þar sem þróunarsaga þessa merka brautryðjanda er rakin í rituðu máli og með myndum af verkum lista- mannsins. EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Listaverkabækur eru sérstök grein á bók- menntatrénu og verða þegar bezt lætur framlag til bókmennta, til myndlistar og svo til sögunnar. Ragnar Jónsson vann stórvirki á þessu sviði fyrir mörgum árum; síðan varð undarleg uppstytta, líkt og enginn málari íslenzkur væri þess verður lengur að um hann væri fjallað í bók. En svo brast stífl- an og á nokkrum árum hafa komið út fleiri listaverkabækur en liklegt er að markað- urinn geti torgað. Yfirleitt hefur verið vel að þessari út- gáfu staðið; vandað til mynda og útlits, en kannski hefur helzt skort á í listfræðilegri umfjöllun stundum. Með fullri virðingu fyrir öllu því sem áður hefur verið gert á þessu sviði, er það skoðun skrifara þessa pistils, að bókin um Þorvald Skúlason sé ekki aðeins Listaverkabók ársins 1983, heldur hafi hún yfirburði yfir listaverka- bækur fyrri ára og ber fleira en eitt til þess. í fyrsta lagi er Þorvaldur afburða gott bókarefni, í annan stað hefur Björn Th. Björnsson til að bera það, sem hvern útgefanda hlýtur að dreyma um: Frásagn- argáfu, stílfimi og fagleg tök á efninu. Og síðast en ekki sízt: Útgefandinn sjálfur, Hafsteinn Guðmundsson í Þjóðsögu, er löngu kunnur fyrir smekkvísi og hefur hann ráðið útliti bókarinnar. Ein magnað- asta mynd Þorvaldar, Stóðhestar frá árinu 1941, prýðir forsíðuna. Þar stendur einnig sem undirtitill: „Brauðryðjandi íslenzkrar samtímalistar." Þetta gæti misskilizt á þá lund, að aðstandendur bókarinnar teldu Þorvald eina brautryðjandann í íslenzkri samtímalist. Enginn dregur í efa þátt Þorvaldar í þessari þróunarsögu; hann er þar veigamikill hlekkur í keðju, — en naumast eini hlekkurinn. Eitthvað þessu hliðstætt hefur oft átt sér stað, þegar eldheitir aðdáendur lista- manna fara að fjalla um þá. Það verður þó að segjast, að texti Björns er að mestu laus við það oflof sem ævinlega virkar öfugt og verður til þess eins að maður tekur ekki mark á höfundinum. Ritgerð Björns er að vísu skrifuð af innilegri aðdáun á Þorvaldi, enda mun varla um það deilt að beztu verk Þorvaldar heyri til hátindunum í íslenzkri myndlist. Sögumaðurinn Björn Th. fer á kostum í lýsingum sínum á æsku Þorvald- ar á Blönduósi, þar sem drengurinn fót- brotnaði í langstökki, þegar hann var ráð- inn á millilandaskip og var jafnvel farinn að ala með sér drauma um skipstjórn. Það er svo spurning, sem fróðlegt ,er að íhuga, en aldrei verður svarað, hvort íslendingar eignuðust þennan afburða málara vegna fótbrotsins, — eða vegna þess að lista- mannseðlið sagði til sín, — að viðbættri örvun og áhrifum frá Snorra Arinbjarnar málara, sem fór að vinna í apótekinu á Blönduósi. FORMRÆN VÍSINDI Björn rekur þroska- og starfssögu Þor- valdar með þeim hætti sem honum er lagið og er vissulega verulegur fengur í því fyrir lesandann, þegar þróunarsaga listamanns- ins er sett inn í sögulegt samhengi við stefnur og hræringar aldarinnar. Samt er það svo, að öll er frásögnin áhugaverðari af fyrri partinum á starfsævi Þorvaldar. Þegar kemur fram yfir 1950 er því líkast sem púðrið sé búið, söguefnið þrotið. Um 1952 urðu slík umskipti í myndhugs- un hjá Þorvaldi, að kalla má byltingu — sú bylting hafði raunar verið lengi að gerjast innra með honum, en nú var skrefið stigið til fulls. Sumir hafa líkt þessu við frelsun, og frelsaður undan oki fígúratífrar mynd- listar hefur Þorvaldur haldið áfram á þeirri sömu braut æ síðan og hvergi guggnað, þótt ýmsir þátttakendur úr sömu byltingu hafi síðar horfið til túlkunar á Efnilegt byrjandarerk: Liðlega tvítugur mál- ar Þorvaldur þessa mynd með olíulitum á krossvið. Hún er frá Húnsstöðum við Blöndu- ós og heitir Þurrkur. sýnilegum fyrirbærum úr lífinu og náttúr- unni. Mörgum aðdáendum Þorvaldar frá fyrri árum þykir sem full lítið hafi gerst hjá svo ágætum listamanni á þessu tímabili og að hann hafi endurtekið sig um of. Það fór því eins og vænta mátti, að Björn kæmist í hann krappan í umfjöllun um þetta tíma- bil og þyrfti þar á allri sinni höfundargetu og listfræðikunnáttu að halda, — en hon- um tekst líka að halda fleytunni á floti. Málarar, gagnrýnendur og aðrir sem fjalla um myndlist, þekkja hvað það getur orðið erfitt og jafnvel út í bláinn að tala eða skrifa um óhlutlæga myndlist. Hún er eins og músík; stendur ekki fyrir neitt nema sjálfa sig og orð vilja verða mein- ingarlaus, þegar um hana er fjallað. Hætt er við að umfjöllun um þessa áratugi hefði orðið þunnildi og upptugga á einhverjum óskiljanlegum romsum hjá reynslulitlum höfundi, líkt og sjá má í sumum erlendum tímaritum um myndlist. Björn hættir sér að vísu út á yztu nöf í útlistunum á leynd- ardómum formanna; kenningar sem eru svo sem jafn góðar og hverjar aðrar, en kannski jafn erfitt að sanna, að þær haldi vatni. Þegar strangflatastílinn ber á góma í umfjöllun um kaflann frá 1952—1960, tekur Björn lesandann í tíma í sjónrænni þrívídd og tvívídd og nú gæti virzt spurn- ing, hvort list af þessu tagi heyri ekki til vísindum. Um fleti segir til dæmis: „... rannsóknir sýna að fólk tengir ákveðin geómetrísk form við bæði skap- lyndi og ákveðna liti. Ferningur, t.d., virð- ist flestum tákna efni, jörð, þyngd og að hann svari til rauðs litar. Þríhyrningurinn virðist flestum áleitið form, hreyfikennt og svara til guls litar. Hringurinn táknar flestum hvíld eða mjúka hreyfingu og sýn- ist oftast svara til blárra lita. En um form og liti er þó eins og um tóna í hljómlist: sérgildin breytast eftir afstöðunni við önn- ur.“ Á þessum nótum vann Þorvaldur í sjö eða átta ár. Síðan losnar um formin; þau verða líkt og svífandi og hringskipun tekur við. Síðan Ölfusárstef, sem Björn kallar svo: Áhrifin að nýju frá náttúrunni, nánar tiltekið frá bylgjuhreyfingu á vatni. Þessi áhrif hafa síðan loðað nokkuö sterkt við Þorvald, hann hefur notað þau aftur og aftur með hringformum og öðrum, sem minna á veifur; kannski eitthvað á flugi, eitthvað sem blaktir fyrir vindi. Um þess- konar formrannsóknir er erfitt að fjölyrða án þess að það verði út í bláinn, en Þor- valdi hefur þrátt fyrir allt tekizt að við- halda persónulegu svipmóti og stílein- kennum, en mörgum reyndist það um megn í afstraktinu. Magnaðar teikningar Þótt ekki komi það bókinni mikið við, langar mig til að geta um fyrstu kynnin af verkum Þorvaldar, sem urðu fyrir margt löngu, þegar skrifarinn var fermingar- drengur austur í Tungum og áskotnaðist Stillur roru lengi myndefni Þorralds, — þessa málaði bann árið 1939, þá úti í Tours í Frakklandi. 8 * r i n rt t v » s ; »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.