Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 11
sem Steinn ritaði um Þorvald í tímaritið Helgafell, júní-ágúst 1942. Það hlýtur að teljast fullkomlega með ólíkindum, hve skarpskyggn Steinn hefur verið á galdur myndlistar; betri skilgreining ætla ég að sé vandfundin en sú, sem þarna birtist. Þar segir m.a. svo: „Þorvaldur Skúlason er íslenzkur nú- tíma-listmálari í falslausri merkingu þess orðs. Hann er lærisveinn Expressionism- ans og Neo-expressionismans, en þrátt fyrir það er hann fyllilega sjálfstæður og skapandi listamaður. Það er ef til vill vandalaust að sjá í myndum hans áhrif frá Matisse, Braque og Picasso, en þau áhrif eru hvorki meiri né skaðlegri en áhrif Hamsuns eða Hemingways á skáldskap Halldórs Laxness, svo dæmi sé nefnt. Það, sem fyrst og fremst einkennir list Þorvaldar Skúlasonar, er hið einfalda og sterka. Hann er gæddur óvenjulega mátt- ugri lit- og formgáfu. Myndir hans eru hvorki fallegar né ljótar, en þær búa yfir einhverjum dularfullum töfrum, sem stundum geta verkað á mann eins og sterkt vín. Það er erfitt að segja í hverju þessir töfrar eru fólgnir. Lítið borð við glugga, tvær sítrónur á borðinu, rauðbrún skál, hvítt ljós, hús hinum megin við göt- una, það er allt í einu risið upp og farið að lifa lífinu sterkara og raunverulegra en nokkru sinni áður. — Og þó er það kannske ekki veruleikinn, heldur persónu- leiki höfundarins, sem hefur tekið sér bústað í myndinni. Manni finnst maður aldrei fyrr hafa komizt svona nálægt hlut- unum. Það, sem upprunalega blasti við auganu, er þurrkað út, og eitthvað nýtt Sjálfsmynd Þorvaldsr frá þeim tíma er bann rar rið nám í Osló. komið í staðinn. Kjarni hlutanna, eðli hlutanna, hrynjandi hlutanna. Mér er eng- an veginn ljóst, hvað það er, en það orkar á hugann, og sá, sem eitt sinn hefur séð það, gleymir því ekki aftur ... Vér, sem höfum fengizt við skyid verk- efni á öðrum sviðum, verðum að viður- kenna, að hann stendur okkur framar, list hans hefur þegar náð því marki, sem við, vitandi eða óafvitandi, ætluðum að ná. Það er einkennilegt, að minnsta kosti þegar þess er gætt, hve íslenzk málaralist á sér stutta sögu að baki, og hve mikið tómlæti þeim fáu mönnum hefur verið sýnt, er ein- hvers voru megnugir á því sviði.“ LlST RÖKHYGGJUNNAR Tilgangur listaverkabókar er bæði að reisa viðkomandi listamanni verðugan minnisvarða og stuðla að því að hann verði metinn svo sem réttmætt er og njóti sannmælis. Þar fyrir utan er fagur gripur æ til yndis og bókin um Þorvald er verðug fyrirmynd þeim sem á ókomnum árum reyna við hliðstætt framtak. Af bókinni er ljóst, að Þorvaldur er einn af brautryðj- endum íslenzkrar samtímalistar; að hann er meðal þeirra, sem bezt hefur tekizt að draga fram þann hreina, myndræna kjar- na, sem leynist í hverju viðfangsefni. En hann er ekki fantasíumaður eða mynd- skáld. Hulduverur, líkt og koma fyrir hjá Kjarval, sækja ekki á hann og rómantíska fantasíu á borð við Heimþrá Engilberts hefði hann aldrei málað — né heldur að honum hafi komið til hugar að bregða blessaðri kúnni uppá himininn eins og vin- ur hans Gunnlaugur Scheving gerði. List Þorvaldar er rökhyggjulist. Hún er niðri á jörðinni og kannski er það þess vegna, að jarðlitir virðast hafa staðið hon- um næst, a.m.k. unz hann tók til við óhlutlæga list. Þetta er góð bók, sem hver útgefandi væri sæmdur af; sérhver rithöfundur væri einnig fullsæmdur af hinum skrifaða texta og sjálfur getur listamaðurinn vel unað við það monúment, sem þarna hefur maklega verið reist — með glæsibrag. GÍSLl SIGURÐSSON ÚR SAGNA- BANKA LEIFS SVEINS- SONAR Olíusparnaður á Alþingi Þaö bar til á 6. áratugnum, aö mikiö kuldakast gekk yfir Reykjavík og brást Hitaveitan víöa, m.a. i Alþingishúsinu. Fjöldi þingmanna vará Norö- urlandaráösfundi i Kaupmannahöfn, en þingstörf héldu áfram hér á Fróni engu aö síöur og var lögö mest áhersla á nefndastörf. Olíukynding var til vara í þinghúsinu viö Austurvöll, en sá galli var á, aö Friöjón Sigurðsson skrifstofustjóri var úti í Kaupmannahöfn meö eina lykilinn að kyndiklefan- um. Friöjón vissi sem var, að flestir þingmenn ættu föðurlandsbuxur, úlpur og lopapeysur, þannig aö óþarfa bruðl væri að eyöa fé ríkissjóös í olíu. Þegar þingmenn höfðu skolfiö lengi dags orti Gunnar heitinn Thor- oddsen þessa vísu: Næst þegar feröu Friöjón minn til fundar við erlend kynni láttu þá eftir Ijúfurinn lykil að miðstööinni. Traktorinn og frambjóðendurnir Á Leirulæk í Álftaneshreppi á Mýrum bjuggu lengi vel bræöur tveir, Helgi og Jóhann Guðjónssynir. Þeir voru menn einhleypir og bjuggu mjög góðu búi. Ég kynntist þeim á árunum 1957—1963, er ég rak búskap aö Álftanesi á Mýrum í félagi við bróöur minn, Harald. Eitt sinn spurði ég Jóhann, hverju það sætti, að þeir bræður, sem annars væru svo samrýnd- ir, fylgdu sinn hvorum frambjóöandanum til Alþingis, Jóhann framsóknar- manninum Halldóri E. Sigurössyni, en Helgi sjálfstæðismanninum Pétri Þ. Gunnarssyni. Þá svaraði Jóhann: „Leifur minn, viö eigum vangæfan trakt- or, sem bilar oft og þá þarf að útvega varahluti sunnan úr Reykjavík. Þá eru tvisvar sinnum meiri líkur á aö þaö takist, ef við höfum aögang aö tveim frambjóðendum, heldur en ef við þekktum bara einn. “ U R M I N U H O R N I Einkamál og lesendur Allt hefur sinn tíma, segir í hinni helgu bók. Ég þori varla að fara lengra í því að vitna í ritningarnar, án þess að hafa þær við hendina. Að lifa hefur sinn tíma, að deyja hefur sinn tíma, að tala hefur sinn tíma, að þegja hefur sinn tíma. Þessa hugsun kannast allir við. Æskan hefur sinn tíma og ellin sinn. Þegar við erum ung er hugur okkar opinn, við hlustum, horf- um og lesum, við erum fljót að átta okkur, taka afstöðu til manna og málefna, hrífumst af nýtísku skoðunum, hverfum frá þeim aftur og göngum enn öðr- um kenningum á hönd. Þegar við komumst nokkuð til aldurs, höf- um við mótast í samræmi við innræting æskunnar, eigin at- huganir og allsherjar mótun persónuleikans. Þegar við erum önnum kafin, hlaupum við á nokkurs konar hundavaði yfir blaðsíður morgunblaðanna, en lesum þau, ef við þá gerum það á annað borð, að kvöldi dags á meðan líkaminn lætur líða úr sér þreytuna eftir dagsverkið, eða áður en aukavinnan hefst, ef vinnudagur okkar er þá ekki samfelldur, eins og oft er bestu ár ævinnar. Þetta hefur sá í huga sem skrifar að staðaldri pistla, eins og undirritaður hefur gert í nokkur misseri. Við vitum að sumir hlaupa alltaf yfir svona dálka, hafa ekki áhuga, fyrir- fram vita þeir, að þeir hafa ekk- ert til þessa skrifara að sækja, þeim geðfelldara efni er kannski á næstu blaðsíðu. Takmark dagblaðs er að hafa á boðstólum eitthvað fyrir alla. Við, sem skrifum, beinum því ósjálfrátt orðum okkar til ákveðins hóps. Þetta eru þakklátir lesendur. Sumir segja við mann, ef þeir rekast á mann á götu eða í strætisvagni, þó þeir hafi kannski ekki séð mann fyrr: Ég les alltaf fyrst í blaðinu það sem þú skrifar. Betra er auðvitað ekki hægt að segja við nokkurn skrifara. Hann reynir að trúa slíkum orðum. Nei, þetta er ekki bara kurteisi, tautar hann og rekur alla tortryggni út í veður og vind. En stundum falla þættirnir niður. Hefurðu verið óvenju las- inn, er spurt, kannski farið eitthvað? Þetta fólk verður manni ósjálfrátt dálítið ná- komnara en annað. Það vill vita á manni meiri deili en maður hefur kært sig um að auglýsa fyrir heiminum. Við þökkum okkar sæla, að hafa engin leið- inleg leyndarmál til að fela. Þó eru takmörk fyrir öllu. Ég er að skrifa þetta á heimili yngsta sonar míns í Málmey í Svíþjóð. Hann hefur átt þar heima í allmörg ár, bæði við nám og störf. I dag er merkisdagur í fjölskyldu minni. Fyrir réttum hundrað árum fæddist að Naustabrekku í Rauöasands- hreppi drengur, sonur Guðrúnar Magnúsdóttur og manns hennar, Indriða Indriðasonar, bónda þar. En þetta er, eða var, lítið kot, hið fyrsta sem sást þegar komið var frá Patreksfirði yfir Látraröst- ina. Þetta fólk lifði á gjöfum lands og sjávar. Rúmum sex ár- um eftir fæðingu þessa sonar fórst bóndinn, ásamt fleiri mönnum. Ekkjan bar barn undir brjósti, hún átti fyrir fjögur ung börn. Drengurinn, sem fæddist í sumarbyrjun 1884, var Jón Ind- riðason, er síðar var lengst ævi sinnar skósmiðuc á Patreksfirði, undirritaður er eitt af fjórtán börnum hans. Móðir hans var dugnaðar- og myndarkona. Hún réði til sín vinnumann, síðar var hann hækkaður í tign og kallað- ur ráðsmaður. Þegar þetta var var gamall fóstri ömmu minnar og kona hans látin. Þau hjón voru barnlaus og erfði fóstur- dóttir þeirra jörðina, sem var lítið kot. En þarna var góður reki og gamli bóndinn hagur vel og orðlagt snyrtimenni, sagt var að baðstofan hefði verið þiljuð með mahoníviði. En þegar hér var komið vildi ráðsmaðurinn ekki vera lengur við þetta hokur, hann var ekkjumaður og átti uppkomin börn, hann vildi verða húsbóndi á bænum eða fara ella. Þetta varð að ráði. Seinna hjónaband ömmu minnar varð ekki langt. Húsbóndinn á bæn- um dó á sóttarsæng, þau eignuð- ust saman eitt barn. Þau höfðu verið bjargálna, en við fráfall mannsins og fyrirvinnuleysi næstu árin, söfnuðust kaupstað- arskuldir. Eldri börnin týndust burt. Seinna hjónabandsbarnið var drengur. Hann veiktist af berklum og þurfti að sendast til Reykjavíkur. Jörð og bú var selt. Amma mín átti ekkert annað eftir en eina kú, hest sinn og reiðtygi. Hún kom við á bæ fá- tækrar en gáfaðrar vinkonu sinnar og vinar síns og frænda, Samúels Eggertssonar, sem síð- ar varð þjóðkunnur maður fyrir teikningar sínar og uppdrætti. Hestinn og það sem fylgdi gaf hún vinkonu sinni. Þaðan fór hún svo til elstu dóttur sinnar með kúna. Það var glæsileg stúlka og þótti vel gift sem kall- að var. Amma og Samúel urðu bæði gömul. Hann var mikið öðl- ingsmenni og skrifuðust þau á alla ævi. Það kom í minn hiut að tilkynna gamla manninum lát vinkonu hans og frænku. Hann sagði: Veri hún alla tíð blessuð. Hún átti góða heimvon. Það hefur okkur systkinum þótt gott að vita, að við erum komin af góðu og grandvöru fólki, ekki ríku en góðu. Jón úr Vör Amma mín átti ekkert annað eftir en eina kú, hest sinn og reiðtygi. Hún kom við á bæ fátækrar en gáfaðrar vinkonu sinnar og vinar síns og frænda, Samúels Eggertsson- ar, sem sið- ar varð þjóðkunnur maður fyrir teikningar sínar og uppdrætti. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 1. SEPTEMBER 1984 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.