Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 13
staður í byrjun þróunar. Þeir komu hingað af því að þeir áttu ekki annars úrkosta." Ástæðan fyrir því að Phaeton splundraðist var keðjusprenging á yfirborðinu. Ef sprengingarnar hefðu orðið vegna elds í iðrum jarðar og plánetan sprungið þannig innan frá, myndu brotin hafa dreifst í all- ar áttir og myndað loks ílangan sporbaug umhverfis sólina." „Til er annar möguleiki sem er ef árekstur hefði orðið í geimnum. Það er ólíklegt, þótt ekki sé hægt að útiloka þann möguleika. En það sem hér skiptir öllu máli er að beinn árekstur eða hliðlægt á plánetuna hefði myndað jafnvel enn lengri sporbaug úr brotunum en þann sem mynd- ast hefði fyrir innri eldvirkni. Hafi plánet- an á hinn bóginn brotnað upp vegna áhrifa frá ytra borði jarðskorpunnar hefði það í för með sér að hnattbrotin mynduðu hér- umbil hringlaga feril." HLIÐSTÆÐA Úr kjarnorkuofni „Hver einasti stjörnufræðingur mun geta frætt ykkur á því að smástirnabeltið myndar næstum alveg hringlaga feril og er í þessu tilliti afar líkt bæði okkar jörð og hinum plánetunum í sólkerfinu. Með öðrum orðum: það birtir okkur sporbaug urkennt að við 100 milljón stiga hita breytist vatn í kjarnorkueldsneyti. Við getum því gert ráð fyrir að eftir að jarð- skorpan er orðin ónýt hafi plánetan haldið áfram að leysast upp uns aðeins smábrot voru eftir. Af þessu má svo draga eftirfar- andi ályktanir; keðjuverkunin á Phaeton hófst fyrir tilverknað og eftir að henni var hrundið af stað varð hún ekki stöðvuð. Vitsmunaverur komu þessu af stað; engin önnur skýring er til. Þeir sem byggðu plánetuna útrýmdu sjálfum sér — senni- lega í kjarnorkustyrjöld. Jafnvel þótt við gerum ráð fyrir að einhver mistök geti átt sér stað þá trúi ég ekki að þar hafi verið um tæknileg mistök að ræða.“ Og Zigel prófessor hélt áfram: „Sá dagur mun koma að geimfarar okkar kanna betur geiminn og ferðast til Mars og annarra pláneta og þá mun þeim gefast tækifæri til að rann- saka smástirnabeltið og leita ummerkja eftir vitsmunaverur á Phaeton. Þá gætu hin stærri smástirni eins og Ceres, Pallas og Vesta, sem í þvermál eru frá 380 km upp í 700 km, orðið ákjósanlegar bækistöðvar fyrir lengri leiðangra. Og dag einn munu þeir koma til baka með fyrstu minjarnar þaðan af horfinni menningu. Þá hafa ferðast á geimförum um allt sólkerf- ið. Á þessu svæði er Jörðin, Venus og Mars. Þeir geta hafa gert sér grein fyrir að á þessum þrem plánetum væri líklegast að líf gæti þróast svipað því sem gerðist á Phaeton. Ég er sannfærður um að þeir hafi í raun og veru séð sína eigin plánetu leysast upp og springa í þúsund mola — þeir hafi séð bráðið innihald hennar vella fram og breytast í samþjappaða klumpa, sem á ný brotnuðu í endalausum keðju- verkunum; eitt er víst að þeir áttuekki aft- urkvæmt. Og þar sem þeir áttu enga heim- von lengur hafa sumir þeirra snúið til jarðar en aðrir ef til vill týnst. Hér álít ég að fólgin sé skýringn á hinum fornu helgi- sögnum um guði sem komu til jarðarinnar í eldvögnum. Þessar helgisagnir voru varð- veittar af sagnariturum fornaldarinnar þar á meðal Plutark. Erich von Dániken, sem heimsótti mig áður en hann skrifaði hina frægu bóka sína „Voru guðirnir geimfarar?", telur sig hafa fundið merki um heimsóknir utan úr geimnum víðs veg- ar á jörðinni allt frá Andesfjöllum til Kína og Páskaeyju". Kazantsev álítur að hin merkilega geymd 716 áletraðra steinplata sem Kín- um um kjarnorkustríðin sem ekki voru háð hér á jörð heldur á Phaeton; löngu eftir að síðasti afkomandi geimfaranna var dáinn héldu þessar sagnir áfram að vera til. Hellamálverk af Geimförum „Sé þessu þannig varið — sem ég álít vera — þá byrja öll myndbrotin að falla , saman í skiljanlega mynd. Þá fer ýmislegt eins og til dæmis hin frumstæðu hellamál- verk nálægt Fergana í Sovét-Uzbekistan, þar sem sýnd er mannvera í dæmigerðum geimfarabúningi, að verða skiljanlegt. Sama má segja um leirstytturnar af geimguðunum í Honshu." Stytturnar frá Honshu má rekja aftur allt til þess tíma þegar Ayns-þjóðflokkurinn, sem var stein- aldarfólk, bjó í Japan. Þær fundust í gröf- um og sýna mannverur klæddar í það sem augsýnilega eru geimferðabúningar; hjálmur, hlífðarföt og skófatnaður eins og sá sem geimfarar okkar nota. Sé vel að- gætt sést hvernig framsniðinn hjálmurinn Tilgáta sovézku vísindamannanna er sú, að geysileg keðju-kjarnorkusprenging hafí orðið til þess að höfin urðu kjarnorkueldsneyti og þá sundraðist allt. týndu plánetunnar innan sólkerfisins. Það hlýtur að hafa verið orka sem virkjuð var við yfirborðið sem olli eyðileggingu Phaet- on. Loftsteinarnir sem fundust í Karak- um-eyðimörkinni hafa fært okkur dýr- mæta vitneskju því að þeir beina athygli okkar að glerkenndu gjalli sem fundist hefur við botninn þar sem við höfum sprengt kjarnorkusprengjur ofanjarðar. Þegar kveikt var á kjarnorkuofninum tok- omak-10, en hann er sá stærsti í heimi og enn á tilraunastigi — þá fundust slíkir loftsteinar eða tektítar eins og þeir eru nefndir. Hitinn sem þessir jarðmynduðu tektítar mynduðust við, var yfir 100 millj- ón gráður á Celsíus. Séu þeir bornir saman við þá tektíta sem komið hafa ofan úr geimnum er augljóst að þeir hafa myndast í kjarnorkusprengingu. Mikilvægt var að geta sýnt fram á þetta atriði því að and- stæðingar okkar hafa haldið því fram að slíkir tektítar myndist þegar loftsteinar þjóta i gegnum gufuhvolfið og við þrýst- inginn myndist ofsahiti. Nú er vitað að hitinn sem myndast við þrýstinginn sem loftsteinar valda fer aldrei upp fyrir 200 þúsund gráður á Celsíus. Við höfum einnig reynt að framleiða gervitektíta við þetta hitastig en sú gerð er alveg ólík þeim sem myndast við sprengingu. Sennilegasta skýringin er því sú að þeir hafi myndast við kjarnorkusprengingu. Ef við gerum ráð fyrir þessu er hægt að draga rökrænar ályktanir af rás viðburða; í fyrsta lagi hafi orðið kjarnorkusprenging sem leitt hafi til keðjuverkandi raðar kjarnorkusprenginga sem orsökuðu að úthöfin hafa sprungið og um leið hefur jarðskorpan brostið og opnast í viða gátt.“ HÖFIN GETA BREYTZT í Kjarnorkueldsneyti Sá möguleiki að heimshöfin geti sprung- ið í loft upp er fyrir löngu mönnum ljós. Kjarnorkuvísindamenn hafa fúslega við- fyrst verður farið að rannsaka Phaeton fyrir alvöru. Okkur er ljóst að enn er markinu ekki náð og enn verðum við að láta okkur nægja þau brot sem lent hafa á jörðinni; loft- steina úr járni, sem prófessor Zavaritsky áleit vera sýnishorn úr innsta kjarna Phaeton; grjót frá skorpuundirlaginu ásamt loftsteinum úr ysta jarðlaginu; loftsteina úr kalki, vikur og önnur efni þar á meðal málmblöndur úr eir, blýi og zinki allt frá yfirborðsjarðlögum. Þetta veitir að vísu ekki mikla vitneskju um tilveru og útslokknun þróaðrar menningar en nægir þó til að sanna að um einhverja þróun lífs hefur verið að ræða.“ Ákveðið var að næsta kvöld kæmum við aftur á sama stað og þá mundi Kazantsev ræða við okkur um nýjar uppgötvanir. Við urðum ekki fyrir vonbrigðum með undirtektir Kazantsevs. Hann benti okkur á ýmis óútskýrð fyrir- bæri okkar eigin menningar sem hann tengdi plánetunni Phaeton — frásagnir af ýmsum munum sem fornminjafræðingar okkar hafa fundið, frásagnir í fornum rit- um bæði frá Austur- og Vesturlöndum af því sem sennilega voru lýsingar á kjarn- orkustyrjöldum — allt þetta áleit hann tengjast plánetunni týndu. Kazantsev tel- ur að eyðing Phaeton hljóti að hafa verið algjör. Með henni gjöreyddist heil menn- ing — en sú gereyðing skildi þó eftir sig verksummerki í geimnum. SUMIR HAFA SNÚIÐ til Jarðarinnar „Þar sem við erum nú að fjalla um menningu sem komin hefur verið lengra áleiðis í kjarnorkuvísindum en við sjálfir getum búist við að vera komnir eftir hálfa öld, þá verðum við líka að gera ráð fyrir að íbúar Phaeton hafi verið lengra á veg komnir í könnun geimsins en við erum í dag,“ sagði hann með áherslu „þeir gætu verjar fundu við landamæri Tíbet sé arf- leifð frá þjóðflokki sem verið hafi afkom- endur mannvera utan úr geimnum. Sam- kvæmt áliti kínversks fornleifafræðings sem telur sig hafa lesið úr hluta þess sem letrað var á steinplöturnar þá dó ættflokk- ur þessi út. Hér hefur þá verið um að ræða mannverur utan úr geimnum sem ekki gátu samlagast jarðneskum aðstæðum. „Hversu ótrúlega sem þetta kann að láta í eyrum skulum við ekki vísa þessum möguleika á bug. Að mínu áliti hefði verið vel mögulegt að lenda geimfari á þessum stað. „Við getum alveg gert ráð fyrir að þeim hafi tekist að lenda hluta geimskipa sinna á tiltekið svæði hér á jörð. En hversu vel hefur útbúnaður þeirra verið fallinn til þess að setjast að á jörðinni á þeim tíma þegar hér lifðu risastórar ófreskjur sem tilheyrðu fortímabili mannkynssögunnar? Samkvæmt áliti prófessors Zavaritsky voru lífsskilyrðin á Phaeton mjög svipuð og á jörðinni á okkar dögum. Andrúms- loftið, vatnið og þyngdaraflið var allt mjög svipað og hér gerist og þarafleiðandi hefur hún fóstrað menn mjög áþekka okkur. DÓU ÞEIR út eftir NOKKRAR KYNSLÓÐIR? Við gerum ráð fyrir að þeir hafi lifað hér af nokkrar kynslóðir en dáið síðan út. Við höfum ekki neina vissu fyrir því hve- nær eyðingu Phaeton bar að höndum en ég álít að það hafi verið fyrir um 500 þúsund árum þegar Neanderthalsmaðurinn fór að koma fram í dagsljósið og skömmu áður en hinn skapandi Cro-magnon-maður kom til sögunnar. Ef við gerum ráð fyrir að Phae- ton-búar hafi lifað af hér á jörðinni í 500—1000 ár — hafa þeir brúað bilið frá hinum frumstæða til hins hugsandi manns, hjálpað honum, veitt honum kunn- áttu — og eftirlátið honum sagnir af guð- um sem komu niður úr skýjum í glóandi farartækjum. Og við munum eftir sögnun- með opi fyrir augun virðist festur við bún- inginn á mjög svipaðan hátt og á búning- um okkar eigin geimfara. Loftgöt eru á ermunum undir öxlunum og aftan á hjálminum ásamt hylki — sennilega fyrir tal- og orkusamband. Langar ermarnar enda í lögun sem minnir á vélknúna grip- arma. Það er líka augljóst að geimbún- ingar af þessari gerð hafa varla dugað til ferðalaga sem tækju mörg ljósár eða frá öðru sólkerfi. Ef við ætluðum í rannsókn- arferð til Mars myndum við sjálfir nota búning af þessu tagi. Það mælir því allt með því að þeir hafi komið frá Phaeton." Japanskur fornminjafræðingur hafði sent Kazantsev nokkrar af styttunum og hann gaf okkur leyfi til að sjá þær eigin augum. Þær voru misstórar — allt frá fimm og upp í fimmtán þumlungar að stærð. Hann sagði okkur að aldur þeirra hefði verið ákvarðaður með geislavirkri kolefnis-14-prófun. í ljós hafi komið að þær voru ósviknar að allri gerð. Prófessor Zigel kom til að kveðja okkur. Við spurð- um hann hvort hann væri sammála Kaz- antsev um stytturnar og uppruna þeirra. „Já, svaraði hann hiklaust. „Þessar styttur virðast staðfesta kenningu Zavaritskys prófessors um að líf á plánetunni Phaeton hafi raunverulega þróast á svipaðan hátt og hér á jörðinni; þar hafi hitastig, birta, vatn, ástand andrúmslofts og súrefnis- magn verið svipað og hjá okkur. Við slíkar lífsaðstæður gátu menn þróast mjög svip- að og hér. Og jarðarbúar sem voru á frum- stigi þróunar gátu samlagast mannverun- um sem hingað komu frá Phaeton. En við skiljum ekki að okkar örlög verði hin sömu og þeirra. Við því verður að sporna.“ Viðtalinu var lokið en vandinn óleystur. ESTHER VAGNSDÓTTIR ÞÝDDI LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. SEPTEMBER 1984 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.