Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Qupperneq 11
Miðilsfundur — miðillinn flytur boð að handan, eða svo ætla þeir sem fundinn sækja. Stundum hafa stórmerkileg dulræn fyrirbæri átt sér stað á slíkum fundum, til dæmis þegar Runki, einskonar lykil- eða hjálparandi hjá Hafsteini miðli, rísaði á sjórekin bein afsjálfum sér. son við háskólann í Utrecht í Hollandi unnið að röð tilrauna um árabil með eftir- tektarverðum árangri. (Þess má geta til gamans að M.J. er einnig stjörnufræðingur að mennt og var samstarfsmaður próf. Lundmarks þar til hann sneri sér að sál- fræði). Tilgangur þessara tilrauna var að prófa hvort samband reyndist milli dul- skynjunar (mæld með fjarskynjunar og getraunaprófum) og varnarhátta svo- nefndra, sem birtast í brenglunum skyn- mótunarferla sem mældar eru með skynj- anaprófi sem reynst hefur vel til að velja menn til áhættusamra starfa, svo sem or- ustuflugmenn. í fimm „double-blind" til- raunum<14'15'16) með 37 til 54 stúdenta í hverri hafa tvær gefið marktækt samband milli dulskynjunar og varnarhátta (r=.46 og .26) en þrjár sýnt ómarktækan en já- kvæðan fylgnistuðul (r=.17, .02, .11). Já- kvæð fylgni þýðir að menn með veika varnarhætti ná betri árangri í dulskynjun- arprófum en menn með sterka varnar- hætti en það er í samræmi við tilgátu okkar. Ef teknar eru með þær fimm til- raunir sem gerðar hafa verið annars stað- ar kemur í ljós að endurtekningarhlut- fallið er um 50%. Til þessa hefur ekki fengist neikvæð fylgni í þessum tilraunum. Nokkrar gerðir tilrauna sem prófa ákveðnar tilgátur hafa því sýnt vissan endurtakanleika þótt þörf sé frekari stað- festinga til að prófa endurtakanleikann til þrautar. Þessar niðurstöður virðast gild ástæða til áframhaldandi tilrauna. Svo virðist sem spurningin sé ekki lengur sú hvort framkalla megi viss yfirskilvitleg fyrirbæri við endurteknar tilraunir, held- ur í hvaða mæli þau eru endurtakanleg. í dulsálarfræði erum við, ef svo er sem sýn- ist, að fást við hverfula mannlega hæfi- leika sem mjög erfitt er að festa hendur á og framkalla að vild, en þess vegna þurfa þeir ekki nauðsynlega að vera staðleysa ein eða hugarórar. Efast nokkur um að skáld sé skáld þótt hann geti ekki ort á hvaða stundu sem er? Við lestur greinar dr. Þorsteins sýnist mér að honum hafi verið hugfólgnast að kynna sér skrif gagnrýnenda eins og Gardners, Hansels og Randis og ef til vill Alcocks sem tíðum einkennast því miður af vankunnáttu eða rangfærslum. Hefur dr. Þorsteinn kynnt sér ritdóma fagmanna um þessar bækur? Próf. Guðmundur Hannesson lýsti eitt sinn viðhorfum slíkra manna á gamansaman hátt: „Ekki bætti það heldur úr skák, að þeir (sem sinna rannsóknum dulrænna fyr- irbæra) töldu athuganir sínar byggðar hreint og beint á vísindalegum grund- velli, og jafngildar öðrum athugunum náttúrufræðinganna. Þetta þótti nokk- urs konar guðlast. Slík fásinna og hjá- trú hlaut að sjálfsögðu að vera ein- kennilegt trúarvingl og annað ekki, en hreinasta óhæfa að skreyta slíkt með hinu heilaga nafni vísindanna. Að sjálfsögðu var það alls endis óþarft að rannsaka þessa bábilju nánar. Vitleysa hlaut hún að vera, það gat hver maður sagt sér sjálfur, kom jafnt í bága við reynsluvísindin og heilbrigða skyn- semi.“*17) Gagnrýni er nauðsyn hverri vísinda- grein til framfara og aðhalds, en gagnrýni á þessari grein verður að byggjast á sömu vinnubrögðum og gagnrýni á öðrum grein- um, þ.e. hlutlægni, vandvirkni og staðgóðri þekkingu á því sem dæmt er. Hví ekki að kynna sér framlag þessarar greinar með lestri frumheimilda? Hvorki dytti dr. Þor- steini né mér í hug að lesa einungis Pravda til að kynnast Bandaríkjunum. Eg er ekki viss um að ýmsir vandaðir og einiægir | menn hafi áttað sig á því að vísindamenn eru stundum ekki eins vísindalegir í sér og maður skyldi halda, sérstaklega um mál- efni sem þeir þekkja lítið til. Innan hverrar vísindagreinar er hins vegar stöðug gagn- rýni bæði um tæknileg atriði einstakra til- rauna og grunnforsendur. Þessi gagnrýni kemur yfirleitt að mestum notum. „í náttúruvísindum er ekki talið nægi- legt að lýsa atburðum, heldur er markmið- ið fyrst og fremst að leita orsaka og finna reglur eða lögmál. Þar er það talin ein helsta leiðin til árangurs að setja fram kenningar og prófa þær“ (Þ.S.). Ef dr. Þorsteinn skoðar eitthvert magn frum- heimilda um tilraunir á þessu sviði, t.d. flettir í gegnum nokkra árganga af Journ- al of Parapsychology eða Journal of the American Society for Psychical Research, mun hann sjá að ofangreind orð hans eiga við dulsálarfræði engu síður en aðrar raungreinar. Yfirgnæfandi meirihluti til- rauna er gerður til að prófa ákveðnar til- gátur til að skýra ákveðin fyrirbæri eða kanna með hvaða hætti þau nái að birtast. Þannig eru t.d. tilraunir okkar Martins Johnson, tilraunirnar um sauð-hafra-sam- bandið, „Ganzfeld“-tilraunirnar o.s.frv. Við fyrstu sýn virðast niðurstöður í þessari grein „stangast mjög á við niður- stöður úr öðrum vísindagreinum" (Þ.S.). Réttara mun þó að segja að niðurstöður þessarar greinar gefi vísbendingu um að viss lögmál sem talin séu algild séu það ekki. „Yfirskilvitleg" fyrirbæri, ef raun- sönn eru, sýna að það sem breski heim- spekingurinn C.D. Broad nefndi „basic limiting principles“<18) eru ekki algild eins og vísindamenn hafa almennt talið. Ein- mitt þetta gefur greininni sérstakt fræði- legt gildi. Er það ekki einmitt hlutverk vísinda að reyna að finna og útskýra frá- vik („anomalíur") sem ekki hefur tekist að fella inn í vísindalegan skýringarramma? Það hve þessi fyrirbæri virðast stangast á við niðurstöður úr öðrum vísindagreinum fyllir þó suma hugsjónahita gegn grein- inni. Ef til vill þola þeir ekki að efast sé um vissar forsendur, kannske er þeim í raun ekkert um efasemdamenn. Þá eru það aðferðafræðilegu gallarnir, blekkingarnar og sviksemin sem dr. Þor- steinn ræðir um. í hvaða grein má ekki tína til nokkrar rannsóknir með aðferða- fræðilegum vanköntum, sérstaklega þegar stigin eru fyrstu sporin? í hvaða vísinda- grein má ekki finna einhverja rannsókn- armenn sem hafa farið óheiðarlega með gögn eða niðurstöður? Ef einhver efast um það ætti hann að lesa bókina „Betrayers of the Truth“ eftir William Broad og Nichol- as Wade sem líka hafa ritað um það mál í tímaritið Science.(19) Engin vandkvæði eru á að telja upp nokkra stjörnufræðinga sem munu hafa gerst sekir um blekkingar. Þau nöfn eru ekki af lakara taginu: Galileo Galilei,<20) Isaac Newton(21) og Adrian van Maanen við Mount Wilson Observatory. I(19) Ég fæ ekki séð að slíkar syndir ein- stakra manna muni fremur hefta dulsálar- fræðina en stjörnufræðina þegar til langs tíma er litið, hvað þá að þær geti ákvarðað stöðu hennar sem vísindagreinar. Úr því að dr. Þorsteinn gagnrýnir vinnu- brögð, má kannske spyrja nokkurra spurn- inga. Hann ritar um sprellið hans Randis og skýrir frá þeirri „mynd sem fæst við að lesa lýsingu á málavöxtum". Hverjar eru svo heimildirnar? Randi og enginn annar. Ekki þætti það burðugur dómari sem að- eins kynnti sér framburð annars deiluað- ila. Hvers vegna var dr. Þorsteini ekki jafn annt um að fá lýsingu á málavöxtum frá dr. Phillips forstöðumanni McDonnell- stofnunarinnar? Hvers vegna prófar jafn virt rit og Nature ekki þá staðhæfingu Randis um að McDonnel-menn hafi birt „margar fræðilegar greinar" um piltana hans Randis áður en það ber það á borð fyrir lesendur sína? Hvernig verður vinna sem er 100 vinnustundir að mati dr. Phil- ips(22) og 160 að mati Randis(23) að „stífu rannsóknarstarfi um árabil" hjá ritstjór- anum okkar ágæta, þótt hann boði okkur réttilega og með virðingarverðum þunga að markmið háskóla sé það m.a. „að greina á milli þess sem talizt getur „rétt“ þekking og „röng“, sannleikur eða lygi“ (S.St.)? Alykta má af máli dr. Þorsteins að rannsóknir nokkurra íslenskra fræði- manna fyrr á öldinni á dulrænum fyrir- brigðum hljóti að teljast til hjáfræða. í stað þess að deila um menn og málefni í fjarlægum löndum sem búið er að þyrla upp miklu moldviðri um og við þekkjum fæst beint til, væri ekki hyggilegra að huga að því sem nær okkur stendur, svo sem rannsóknum sem gerðar hafa verið við HÍ, og rýna um leið í frumheimildir? Hvernig væri að taka sem dæmi rannsókn- Umfangsmiklar dulskynjunartilraunir hafa verið gerðar með rafeindatækjum — og marktækur árangur náðst. ir próf. Guðmundar Hannessonar á Ind- riða Indriðasyni,(1) og ef menn vilja, ofan- nefndar tilraunir okkar Martins John- son?(24’25'26’27ofl) Auk greina próf. Guð- mundar eru til fleiri heimildir um Indriða. Að loknum þeim lestri geta ektavísinda- menn og aðrir velt fyrir sér hvernig Ind- riði gæti hafa blekkt um árabil alla þá menn sem nálægt honum komu, þ.á m. prófessorana Guðmund Hannesson og Harald Níelsson. Fyrirbæri þau sem gerð- ust hjá Indriða, og próf. Guðmundur og fleiri lýsa, sjást ekki lengur og hurfu hér á landi með Indriða. Samt var hér enginn Houdini, en dr. Þorsteinn getur þess að ýmsir telji að hann hafi átt mikinn þátt í að slík efnisleg fyrirbæri hurfu af sjónar- sviðinu. Ég er sammála dr. Þorsteini að það er vissulega þörf efasemda um þau umdeildu fyrirbæri sem við höfum gert að um- ræðuefni enda eru efasemdir grundvöllur vísindalegs starfs. Gild ástæða er til þess að bregða undir smásjá rannsóknum á því sviði sem öðrum. Það má vel virða ólík viðhorf til þessa máls en endanleg lausn á þessu deilumáli sé ég samt ekki að fáist nema með áframhaldandi vönduðum rann- sóknum sem fengnar athuganir og tilraun- ir gefa fullt tilefni til. Að lokum þetta: Dr. Þorsteinn getur þess að eðlisfræðingurinn John Archibald Wheeler „hafnaði því algerlega að dular- sálfræði væri vísindi" (Þ.S.) á fundi í AAAS og taldi reyk einan. Þessi tilvitnun dr. Þorsteins í frægan mann er athyglis- verður málflutningur en margir eru á öðru máli í því stóra félagi. í umfangsmikilli könnun sem gerð var meðal leiðandi fé- lagsmanna („497 Council members and section committee members") kom í ljós hjá þeim 71% sem svöruðu, að 69% töldu „investigation of ESP a legitimate scien- tific undertaking". Um leið og ég þakka dr. Þorsteini mál- efnaleg skrif, langar mig til að bæta viö tilvitnun frá Wheeler: „In 1905 the prin- ciple of relativity was a shocking heresy, which offended the intuition and com- mon-sense way of looking at nature of most physicist." 1. Guömundur Hannesson: I Svartaskóla. Sjö fram- haldsgreinar I Noröurlandi, 21. des. 1910 til 18. I mars 1911. Endurprentaö I Morgni, 1951, 32, bls. I 20—46 og 143—163. Sjá llka: Remarkable Phen- omena in lceland, Journal of the American Society for Psychical Research, 1924, 18, bls. 233—272. 2. Agúst H. Bjarnason: Drauma-Jói. Sannar sagnir af Jóhannesi Jónssyni frá Asseli, tilraunir o.fl. Bóka- , verslun Sigfúsar Eymundssonar, Rvk. 1915. 3. W. Crookes: Researches in the Phenomena of Spiritualism. J. Burns, London, 1974. 4. G. Zorab: Test Sittings with D.Ð. Home in Amster- dam. Journal of Parapsychology, 1970, 34, bls. 47—63. 5. G.R. Schmeidler and R.A. McConnell: ESP and Personality Patterns. Yale University Press, New Haven 1958. 6. J. Palmer: Extrasensory Perception: Research Findings. I S. Krippner (ed.): Advances in Para- psychological Research, Plenum Press, New York, 1978, bls. 153—160. 7. Erlendur Haraldsson: Reported Dream Recall, Pre- cognitive Dreams and Extrasensory Perception. I Research in Parapsychology 1974, The Scarecrow Press, Metuchen, N.J., 1975, bls. 47—48. 8. Erlendur Haraldsson: Forviska og dultrú skólafólks. Fréttabréf Félags háskólakennara, 19. tbl., des. 1975. 9. C. Terry and C. Honorton: Psi Information Retrieval in the Ganzfeld: Two Confirmatory Studies. Journal of the American Society for Psychical Research, 1976, 70, bls. 207—217. 10. C. Honorton and S. Harper: Psi-Mediated Imagery and Ideation in an Experimental Procedure for Regulating Perceptual Input. Journal of the Ameri- can Society for Psychical Research, 1974, 68, bls. 156—168. 11. W.G. Braud, R. Wood and L.W. Braud: Free-re- sponse GESP Performance during Experimental Hypnagogic State Induced by Visual and Acoustic Ganzfeld Techniques: A Replication and Exten- sion. Journal of the American Society for Psychical Research, 1975, 69, bls. 105—113. Joseph Banks Rhine við Duke-háskóla, var brautryðjandi í fjarskyggnitilraunum. 12. C. Sargent: Exploring Psi in the Ganzleld. Para- psychology Foundation, New York, 1980. 13. S. Blackmore: The Extent of Selective Reporting of ESP Ganzfeld Studies. European Journal of Para- psychology, 1980, 3, bls. 213—219. 14. Erlendur Haraldsson: ESP and the Defense Mech- anism Test (DMT). A Further Validation. European Journal of Parapsycholocy, 1978, 2, bls. 104— 114. 15. Erlendur Haraldsson and Martin Johnson: ESP and the Defense Mechanism Test (DMT). Icelandic Study No. III. A Case of Experimenter Effect? Euro- pean Journal of Parapsychology, 1979, 3, bls. 11—20. 16. Martin Johnson and Erlendur Haraldsson: The De- fense Mechanism Test as a Predictor of ESP. Ice- landic Studies IV and V. Journal of Parapsychol- ogy. í prentun. 17. Guömundur Hannesson. I Svartaskóla. VII. Noröur- land, 18. mars 1911. 18. C.D. Broad: Religion, Philosophy and Psychical Re- search. Humanities Press, New York, 1969, bls. 9—11. 19. W. Broad and N. Wade: Betrayers of the Truth. Simon and Schuster, New York, 1982. Sjá einnig: W. Baud: Fraud and the Structure of Science. Science, 1981, 212, bls. 137—141. N. Wade: A Diversion of the Quest for Truth. Science, 1981, 211, bls. 1022—1025. 20. A. Koyré: Metaphysics and Measurement: Essays in Scientific Revolution. Harvard University Press, Cambridge, 1968. 21. R.S. Westfall: Newton and the Fudge Factor: Science, 1973, 179, bls. 751—758. 22. P.R. Phillips: A Brief Report on Recent Experiments with Fraudulent Subjects. Fjölrit, mars 1983. 23. J. Randi: The Project Alpha Experiment: Part 2. The Skeptical Inquirer, 1983, 8, bls. 45. 24. Guömundur Hannesson: Tveir fundir hjá Tilraunafé- laginu. Morgunn, 1924, 5, bls. 217—226. 25. Haraldur Nlelsson: Poltergeist Phenomena. Psychic Science, 1925, 4, bls. 90—110. 26. Haraldur Nlelsson: Wonderful Boy Medium in lce- land. Light, 25. okt., 1. og 8. nóv. 1919. 27. Einar H. Kvaran: Dularfull fyrirbrigöi. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 19. JAN0AR 1985 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.