Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Qupperneq 12
Volkswagen
Treir metbafar. Ford T-model, sem rar framleiddur í 15.007.033 eintökum, og 20 milljónasti
Volkswageninn, sem ieit dagsins Ijós binn 15. maí 1981 bjá VW-rerksmiðjunum íMexíkó.
egar stóraf-
mæli frægra —
hvað þá vin-
sælla — aðila
ber upp á, er
venjan aö einhver tekur sig til og ritar
afmælisgrein um viðkomandi. Nú varð
Volkswagen fimmtugur snemma á nýliðnu
ári. Því miður sást greinarhöfundi ger-
samlega yfir þennan atburð; þessi
merkisdagur hafði liðið rétt eins og hver
annar í lífi hans. Það var ekki fyrr en
löngu eftir að allt var um garð gengið, að
greinarhöf. tók við sér, — helst til seint til
að skrifa afmælisgrein. Það verður þó að
virða honum til vorkunnar, að örlygur
hafði líka látið þetta stórafmæli fara fram
hjá sér.
En dagur kemur eftir þennan dag, og
það á einnig við um afmælisdaga. Því má
allt eins nýta sér fimmtíu og eins árs af-
mælið til þess að skrifa svolítið síðbúna
stórafmælisgrein og gera Volkswagen með
því viðhlítandi skil. Fáir bílar hafa sett
meiri svip á umhverfi okkar en hann.
Sennilega hefur enginn bíll komist nær því
að vera tekið sem heimilisvini; „Volkswag-
en er sá fjölskyldumeðlimur sem býr í bíl-
skúrnum," eins og einhverntímann var
komist á orði. Gælunöfnin „Voffinn",
„Fóllinn", „Litli Rauður" eða „Gráni"; eða
„Volkswagen er sko ekki bíll, heldur Volks-
wagen!" bera því vitni. Því held ég að
óhætt sé að fara nokkrum orðum um ævi
þessa lífsreynda afmælis„barns“ í tilefni
dagsins 17. janúar.
Það var 17. janúar 1934 sem Ferdinand
Porsche gekk inn í þáverandi umferðar-
málaráðuneyti ríkisins og kynnti fyrir
ráðamönnum hugmynd sína að hönnun
Volkswagen, með teikningum og skissum
af bílnum. Þar með var hornsteinn lagður
að vinsælasta og mest framleidda bíl
heims.
Ferdinand Porsche var
langt á undan sinni samtíð
þegar hann hannaði
Volkswagen árið 1934,
enda kom á daginn að
honum hefur orðið langra
lífdaga auðið og reyndar
er gamli „Voffinn“, eða
„bjallan“, framleiddur
ennþá.
Eftir Jón B. Þorbjörnsson
FRÁ VÉLHJÓLUM
Til Volkswagen
Segja má að forsaga Volkswagen nái
aftur til ársins 1931. Þá fékk Porsche það
hlutverk að hanna ódýran, fjögurra sæta
fólksbíl fyrir Zúndapp-vélhjólaverksmiðj-
urnar í Núrnberg, sem þá voru með
stærstu framleiðendum vélhjóla i Þýska-
landi. Smíðaðir voru þrír tilraunabílar af
þessari gerð; Porsche, Typ 12. Bílarnir
höfðu fimm strokka, vatnskældan stjörnu-
mótor afturí, og gírkassinn með innbyggðu
afturdrifi var staðsettur framan við mót-
í 50 ár
og einu betur
orinn. Ekkert varð af framleiðslu þessa
bíls þar sem álitið var að hann yrði of dýr.
Engu að síður var þarna hugmyndin að
hinni óvenjulegu uppbyggingu drif-
rásarinnar komin, en hún átti eftir að eiga
ríkan þátt í velgengni Volkswagen. 1933
bað annar stór vélhjólaframleiðandi,
NSU-verksmiðjurnar, Porsche um að
hanna lítinn, nýmóðins bíl; hagkvæman í
rekstri, sem ætlunin var að fjöldafram-
leiða. Hér hafði Porsche í fyrsta sinn tæki-
færi til þess að gera hugmynd sína um
loftkælda vél aftur í að veruleika. Þessi
frumgerð, Porsche Typ 32, hafði flest
helstu einkenni og sérkenni eftirfara síns,
svo sem rörgrindina í botnplötunni, hemla
á öllum hjólum — sem ekki þótti sjálf-
sagður hlutur í þá daga — og sjálfstæða
fjöðrun á hverju hjóli; vindufjöður að aft-
an og tvöföldu blað-vindufjöðrina að fram-
an. Einnig voru þrjú eintök af þessum
NSU-smábíl smíðuð. Bíllinn, sem var með
20 hestafla, tveggja strokka „boxermótor"
var prófaður gaumgæfilega með mjög við-
unandi árangri. Samt sem áður varð ein-
hverra hluta vegna ekkert úr fjöldafram-
leiðslu hans og NSU lét sér nægja að halda
sig við vélhjólin enn um árabil.
Tildrög þess að bæði Zúndapp og NSU
ætluðu út í framleiðslu smábíla voru þau,
að boðað hafði verið opinberlega til eins
konar samkeppni um hönnun og fram-
leiðslu lítils bíls, sem átti að vera tiltölu-
lega hagkvæmur í rekstri. Einnig skyldi
hann verá það ódýr, að allur almenningur
hefði tök á því fjárhagslega að eignast
slíkan. — í þá daga voru bílar aðeins í eigu
tiltölulega fárra útvalda.
HUGMYNDIR VERÐA AÐ
VERULEIKA
En nú ákvað Porsche að fara sjálfur út í
hönnun bíls, sem samræmdist hans eigin
hugmyndum um það hvernig bíll fyrir
fólkið — fólksvagn — ætti að vera. — Eng-
inn smábíll, eða nokkurs konar stækkuð
gerð af fjórhjóla mótorhjóli, heldur skyldi
þetta vera alvöru fjölskyldubíll, einfaldur í
uppbyggingu og ódýr í rekstri. Vera létt-
byggður og straumlínulagaður og ná með
því móti 100 km/h hraða, sem þótti tals-
vert þá. í því sambandi er einnig rétt að
athuga, að byrjað var á byggingu þýsku
hraðbrautanna árið 1933 og Porsche hefur
sjálfsagt tekið mið af því þegar hann vann
að hönnun Volkswagen. En úrslitum um
vinsældir vagnsins átti þó verðið að ráða,
það skyldi vera undir 1000 ríkismörkum
eða eins og verð 350 rúmsentimetra mót-
orhjóls í þá daga!
Nægilegur áhugi reyndist vera fyrir
hendi meðal ráðamanna. Porsche fékk
bæði tíma og fjármagn frá Ríkissambandi
þýska bílaiðnaðarins, RDA, til að vinna að
hugmynd sinni og gera hana að veruleika.
Og 1936 voru þrír fyrstu Volkswagen-bíl-
arnir, Typ VW 3, sem Porsche hafði ásamt
starfsliði sínu smíðað í eigin verkstæði í
Stuttgart, tilbúnir til að láta reyna á gæði
hönnunarinnar. Frá því í byrjun október
og fram að jólum 1936 var þessum þremur
frumgerðum ekið svo til linnulaust, jafnt
nótt sem dag, samanlagt 50.000 km undir
stöðugu eftirliti RDA. Vitanlega kom eitt
og annað upp á í þeim akstri. Til dæmis
missti einn bílanna annað framhjólið und-
an sér. Það rúllaði á gangstéttarkant og
tók þaðan undir sig stökk inn um glugga á
íbúð þar sem það lenti ofan á hlöðnu
veisluborði, viðstöddum til talsverðrar
undrunar en takmarkaðrar ánægju. Einn-
ig brotnaði t.d. gírstöng og sveifarás, en
burtséð frá þessum tiltölulega meinlausu
uppákomum sem tilheyra reynsluákstri,
stóðu vagnarnir sig með prýði. Það leiddi
aftur til þess, að í lokaorðum skýrslu um
framkvæmdina komst RDA að eftirfar-
andi niðurstöðu; „Farartækið hefur sýnt af
sér eiginleika, sem virðast mæla með því,
að unnið verði áfram að þróun þess.“
Næsta skrefið í þróuninni var smíði 30
reynslubíla til viðbótar. Þessir bílar, sem
hlutu nafnið VW 30, voru að mestu leyti
smíðaðir hjá Daimler-Benz-verksmiðjun-
um í Stuttgart. Þeir voru mikið til eins að
útliti og uppbyggingu og bílar þeirrar
gerðar sem síðar voru fjöldaframleiddir.
Þessir 30 bílar lögðu samanlagt 2,4 millj.
kílómetra að baki í reynsluakstri, án um-
talsverðra eiginleika.
Ferdinand Porsche
Ekki er hægt að skrifa grein um sögu
Volkswagen án þess að fara nokkrum orð-
um um snillinginn sem stóð að baki þessa
meistaraverks, Dr. Ing.h.c. Ferdinand
Porsche. Porsche (borið fram eins og það
er skrifað!) fæddist í Austurríki árið 1875.
Hann lagði stund á rafmagsnverkfræði á
þeirra tíma vísu, en hóf fljótlega að beita
óvenjulegum uppfinningahæfileikum sín-
um í þágu bílaiðnaðarins. Um aldamótin
var hann starfandi hjá austurrískum raf-
bílaframleiðanda, og hannaði þar nýjan
drifbúnað fyrir rafmótora út í hjólunum.
Frá 1923 til 1929 starfaði hann sem yfir-
hönnuður hjá Daimler-Motoren AG, en
hætti þar eftir samruna Daimler- og
Benz-verksmiðjanna. Eftir það setti hann
á stofn eigin hönnunarstofu í Stuttgart og
vann þar við fjórða mann að ýmiss konar
hönnunarverkefnum sem stofunni bárust í
hendur. Þessi verkefni fengu ávallt ákveð-
in númer í þeirri röð sem þau bárust, sbr.
Porsche Typ 12 og Typ 32. Þessari hefð
hefur verið haldið við af syni Porsche og
núverandi hæstráðanda Porsche ÁG,
Ferry Porsche. Þannig er til dæmis nafnið
á einum vinsælasta sportbíl okkar tíma
komið, Porsche Typ 911.
Sköpunarverk Porsche gamla bera það
með sér í hvívetna, að hann hefur haft yfir
ótrúlegu hugmyndaflugi að ráða og var
maður sem batt sig lítt við troðnar slóðir.
Þvert á móti; margt af því sem hann lét
sér detta í hug var áratugum á undan sinni
samtíð. Til dæmis hannaði hann og setti
díselvél í Volkswageninn fyrir stríð, en
tími díselvéla í fólksbílum var þá greini-
lega ekki kominn. Eins sótti Porsche árið
1927 um einkaleyfi fyrir búnað til að fá
77. 7, 1931,
Eitthrad ílíkingu rið þetta litu út fyrstu teikningarnar af Volkswagen, sem Ferdinand Porsche
lagði fyrir umferðarmálaráðuneytið árið 1934.
Þessi fjórhjóladrifni Volkswagen rar byggður á stríðsárunum og þótti duglegur torfærubíll.
Með fimm gíra kassa, en lækkuðu drifblutfalli, náði hann 80 km/h braða.